Staðfesti fimm ára dóm fyrir gróft ofbeldi og nauðgun Kjartan Kjartansson skrifar 2. október 2020 15:32 Landsréttur í Kópavogi. Vísir/Vilhelm Landsréttur staðfesti í dag fimm ára fangelsisdóm yfir karlmanni sem beitti sambýliskonu sína grófu ofbeldi og nauðgaði í íbúðargámi. Maðurinn hefur áður hlotið fangelsisdóm fyrir að beita sömu konu ofbeldi. Maðurinn, sem neitaði alfarið sök, áfrýjaði málinu til Landsréttar og krafðist sýknu. Ákæruvaldið krafðist þess á móti að dómurinn yfir honum yrði þyngdur. Hann var sakfelldur fyrir stórfellt brot í nánu sambandi. Auk fimm ára fangelsisdómsins var maðurinn dæmdur til að greiða konunni þrjár milljónir króna í miskabætur. Frá fangelsisdómnum dregst gæsluvarðhald sem maðurinn hefur sætt frá 8. október. Þá þarf hann að greiða allan áfrýjunarkostnað upp á rúma 2,1 milljón króna. Ofbeldisverkin framdi maðurinn í íbúðargámi á Granda í Reykjavík þar sem hann og sambýliskona hans bjuggu yfir þriggja daga tímabil í október í fyrra. Um húsnæðisúrræði á vegum Reykjavíkurborgar fyrir langt leidda fíkla er að ræða. Maðurinn var ákærður fyrir að veitast ítrekað að konunni með ofbeldi. Þannig hafi maðurinn veitt henni ítrekuð hnefahögg í andlit, höfuð og líkama, rist skurð á hægra læri hennar með hnífi, sparkað í hana og ýtt henni, tekið hana kverkataki þar til hún gat ekki andað, rifið í hár hennar, reynt að bíta hana, klippt hluta af hári hennar, hótað henni ítrekað frekara ofbeldi og lífláti ógnað henni með sprautunálum. Í gæsluvarðhaldsúrskurði yfir manninum á sínum tíma kom fram að hann hefði reiðst mjög þegar konan tilkynnti honum að hún ætlaði að fara frá honum. Þá var maðurinn ákærður fyrir að hafa nauðgað konunni með ofbeldi. Hélt hann fyrir munn konunnar og hélt höndum hennar föstum fyrir aftan bak. Konan hlaut margvíslega áverka, mar og sár víða um líkamann auk grunns skurðar á framanvert lærið. Fyrir dómi neitaði maðurinn alfarið sök og vísaði á bug atvikum sem var lýst í ákærunni gegn honum. Hann hélt því að hefði verið allsgáður á þeim tíma sem atvikin áttu sér stað en sýni sem voru tekin úr honum sýndu að hann hafði neytt kannabiss og ýmissa lyfja. Héraðsdómur taldi framburð mannsins um margt óskýran og gloppóttan og að hann virtist muna illa eftir atvikum. Framburður konunnar var einnig talinn um margt gloppóttur og bera þess merki að hún hafi verið undir áhrifum vímuefna. Hún var engu síður talin hafa verið skýr og einlæg um það sem hún virtist muna eftir. Vitnisburður hennar átti sér einnig stoð í gögnum og matsgerðum. Fréttin hefur verið uppfærð. Dómsmál Reykjavík Kynferðisofbeldi Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Fleiri fréttir Ríkið sakfellt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Sjá meira
Landsréttur staðfesti í dag fimm ára fangelsisdóm yfir karlmanni sem beitti sambýliskonu sína grófu ofbeldi og nauðgaði í íbúðargámi. Maðurinn hefur áður hlotið fangelsisdóm fyrir að beita sömu konu ofbeldi. Maðurinn, sem neitaði alfarið sök, áfrýjaði málinu til Landsréttar og krafðist sýknu. Ákæruvaldið krafðist þess á móti að dómurinn yfir honum yrði þyngdur. Hann var sakfelldur fyrir stórfellt brot í nánu sambandi. Auk fimm ára fangelsisdómsins var maðurinn dæmdur til að greiða konunni þrjár milljónir króna í miskabætur. Frá fangelsisdómnum dregst gæsluvarðhald sem maðurinn hefur sætt frá 8. október. Þá þarf hann að greiða allan áfrýjunarkostnað upp á rúma 2,1 milljón króna. Ofbeldisverkin framdi maðurinn í íbúðargámi á Granda í Reykjavík þar sem hann og sambýliskona hans bjuggu yfir þriggja daga tímabil í október í fyrra. Um húsnæðisúrræði á vegum Reykjavíkurborgar fyrir langt leidda fíkla er að ræða. Maðurinn var ákærður fyrir að veitast ítrekað að konunni með ofbeldi. Þannig hafi maðurinn veitt henni ítrekuð hnefahögg í andlit, höfuð og líkama, rist skurð á hægra læri hennar með hnífi, sparkað í hana og ýtt henni, tekið hana kverkataki þar til hún gat ekki andað, rifið í hár hennar, reynt að bíta hana, klippt hluta af hári hennar, hótað henni ítrekað frekara ofbeldi og lífláti ógnað henni með sprautunálum. Í gæsluvarðhaldsúrskurði yfir manninum á sínum tíma kom fram að hann hefði reiðst mjög þegar konan tilkynnti honum að hún ætlaði að fara frá honum. Þá var maðurinn ákærður fyrir að hafa nauðgað konunni með ofbeldi. Hélt hann fyrir munn konunnar og hélt höndum hennar föstum fyrir aftan bak. Konan hlaut margvíslega áverka, mar og sár víða um líkamann auk grunns skurðar á framanvert lærið. Fyrir dómi neitaði maðurinn alfarið sök og vísaði á bug atvikum sem var lýst í ákærunni gegn honum. Hann hélt því að hefði verið allsgáður á þeim tíma sem atvikin áttu sér stað en sýni sem voru tekin úr honum sýndu að hann hafði neytt kannabiss og ýmissa lyfja. Héraðsdómur taldi framburð mannsins um margt óskýran og gloppóttan og að hann virtist muna illa eftir atvikum. Framburður konunnar var einnig talinn um margt gloppóttur og bera þess merki að hún hafi verið undir áhrifum vímuefna. Hún var engu síður talin hafa verið skýr og einlæg um það sem hún virtist muna eftir. Vitnisburður hennar átti sér einnig stoð í gögnum og matsgerðum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Dómsmál Reykjavík Kynferðisofbeldi Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Fleiri fréttir Ríkið sakfellt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Sjá meira