Slíðruðu sverðin í dómsal eftir sérstaklega hættulega líkamsárás Sylvía Hall skrifar 21. september 2020 22:04 Dómur var kveðinn upp í héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Vísir/Vilhelm Sautján ára drengur var í dag dæmdur í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi í héraðsdómi Reykjavíkur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. Drengurinn stakk jafnaldra sinn eftir átök hverfahópa í Breiðholti í apríl á þessu ári. Árásin átti sér stað síðdegis fimmtudaginn 23. apríl. Árásarmaðurinn stakk brotaþola með hníf í vinstri öxl og hægra megin í brjóstkassa með þeim afleiðingum að hann hlaut skurði og lífshættulega áverka á lifur með blæðingu í kvið. Bæði árásarmaðurinn og brotaþoli eru sautján ára gamlir og voru þeir elstir af þeim sem tóku þátt í átökunum. Við meðferð málsins í héraði eru drengirnir þó sagðir hafa rætt saman og „slíðrað sverðin“ svo hvorki kæmi til frekari átaka milli þeirra né hópanna. Hamar, hnífur og hasskaup Að sögn ákærða hafði hann farið upp í Breiðholt til þess að kaupa hass ásamt öðrum drengjum. Í kjölfarið hafi brotaþoli komið á vespu og ráðist á hann ásamt öðrum dreng með hamri. Þá hafi ákærði tekið upp hníf til þess að verja sig. Hann kvaðst áður hafa orðið fyrir árás af hálfu brotaþola og þess vegna haft hníf meðferðis. Einhver illindi hafi verið á milli þeirra eftir að brotaþoli hafi beðið ákærða um símanúmer sem hann neitaði að gefa upp. Brotaþoli hafnaði því að hamar hefði komið við sögu og sagðist ekki hafa haft vopn meðferðis. Hann þekkti vissulega til árásarmannsins og þeir hefðu átt í deilum sín á milli, en engar líkamsárásir hefðu átt sér stað fyrr en þarna. Þá sagði hann ákærða hafa átt frumkvæðið að árásinni þegar hann reyndi tilefnislaust að stinga hnífnum í hálsinn á sér. Mikill fjöldi fólks var á vettvangi þegar lögreglu bar að garði eftir árásina. Þar á meðal var móðir drengsins sem hafði verið stunginn og hélt hún handklæði að kvið hans þar sem hann hafði verið stunginn. Drengurinn var fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild. Drengurinn hlaut alvarlega áverka.Vísir/Vilhelm Handtekinn næsta dag Fjölmörg vitni lýstu atburðarásinni og sögðust hafa séð hóp drengja í átökum. Félagsmiðstöðvarstarfsmaður í hverfinu varð vitni að árásinni eftir að hann heyrði öskur og leit út. Þar hafi hann séð nokkra drengi í slagsmálum og einn þeirra hafi veist að öðrum með felgujárni eða harmi. Hann kannaðist þó ekki við þá sem tóku þátt í slagsmálunum en gerði lögreglu viðvart. Hjón sem keyrðu nærri vettvangi höfðu séð tvo drengi koma á vespu á miklum hraða inn á bílastæði. Ljóst væri að um tvo drengjahópa væri að ræða, hávær köll hafi borist frá þeim og mikil heift í samskiptunum. Einnig sáu þau dreng halda á hamri og sagði konan að um klaufhamar væri að ræða. Lögreglumaður sem gaf skýrslu fyrir dómi sagði lögreglu hafa lýst eftir drengnum eftir árásina. Hann hafi verið handtekinn næsta dag en rannsókn hafi leitt í ljós að árásina mætti rekja til átaka milli þessara hópa. Við meðferð málsins var litið til þess að ákærði er fæddur árið 2003 og hafði ekki áður gerst sekur um refsiverða háttsemi. Árásin hafi þó verið sérstaklega hættuleg en ekki þótti unnt að slá því föstu að árásarmanninum hafi verið ljóst að líklegt væri að brotaþoli myndi hljóta bana af stungunni. Dómsmál Tengdar fréttir Pilturinn úrskurðaður í gæsluvarðhald Sautján ára piltur var úrskurðaður í sex daga gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur í kvöld. 24. apríl 2020 20:30 Sautján ára piltur annan mánuð í gæsluvarðhaldi Sautján ára piltur, sem grunaður er um alvarlega líkamsárás, mun þurfa að sæta gæsluvarðhaldi til 25. júní næstkomandi. 28. maí 2020 16:16 Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Sautján ára drengur var í dag dæmdur í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi í héraðsdómi Reykjavíkur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. Drengurinn stakk jafnaldra sinn eftir átök hverfahópa í Breiðholti í apríl á þessu ári. Árásin átti sér stað síðdegis fimmtudaginn 23. apríl. Árásarmaðurinn stakk brotaþola með hníf í vinstri öxl og hægra megin í brjóstkassa með þeim afleiðingum að hann hlaut skurði og lífshættulega áverka á lifur með blæðingu í kvið. Bæði árásarmaðurinn og brotaþoli eru sautján ára gamlir og voru þeir elstir af þeim sem tóku þátt í átökunum. Við meðferð málsins í héraði eru drengirnir þó sagðir hafa rætt saman og „slíðrað sverðin“ svo hvorki kæmi til frekari átaka milli þeirra né hópanna. Hamar, hnífur og hasskaup Að sögn ákærða hafði hann farið upp í Breiðholt til þess að kaupa hass ásamt öðrum drengjum. Í kjölfarið hafi brotaþoli komið á vespu og ráðist á hann ásamt öðrum dreng með hamri. Þá hafi ákærði tekið upp hníf til þess að verja sig. Hann kvaðst áður hafa orðið fyrir árás af hálfu brotaþola og þess vegna haft hníf meðferðis. Einhver illindi hafi verið á milli þeirra eftir að brotaþoli hafi beðið ákærða um símanúmer sem hann neitaði að gefa upp. Brotaþoli hafnaði því að hamar hefði komið við sögu og sagðist ekki hafa haft vopn meðferðis. Hann þekkti vissulega til árásarmannsins og þeir hefðu átt í deilum sín á milli, en engar líkamsárásir hefðu átt sér stað fyrr en þarna. Þá sagði hann ákærða hafa átt frumkvæðið að árásinni þegar hann reyndi tilefnislaust að stinga hnífnum í hálsinn á sér. Mikill fjöldi fólks var á vettvangi þegar lögreglu bar að garði eftir árásina. Þar á meðal var móðir drengsins sem hafði verið stunginn og hélt hún handklæði að kvið hans þar sem hann hafði verið stunginn. Drengurinn var fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild. Drengurinn hlaut alvarlega áverka.Vísir/Vilhelm Handtekinn næsta dag Fjölmörg vitni lýstu atburðarásinni og sögðust hafa séð hóp drengja í átökum. Félagsmiðstöðvarstarfsmaður í hverfinu varð vitni að árásinni eftir að hann heyrði öskur og leit út. Þar hafi hann séð nokkra drengi í slagsmálum og einn þeirra hafi veist að öðrum með felgujárni eða harmi. Hann kannaðist þó ekki við þá sem tóku þátt í slagsmálunum en gerði lögreglu viðvart. Hjón sem keyrðu nærri vettvangi höfðu séð tvo drengi koma á vespu á miklum hraða inn á bílastæði. Ljóst væri að um tvo drengjahópa væri að ræða, hávær köll hafi borist frá þeim og mikil heift í samskiptunum. Einnig sáu þau dreng halda á hamri og sagði konan að um klaufhamar væri að ræða. Lögreglumaður sem gaf skýrslu fyrir dómi sagði lögreglu hafa lýst eftir drengnum eftir árásina. Hann hafi verið handtekinn næsta dag en rannsókn hafi leitt í ljós að árásina mætti rekja til átaka milli þessara hópa. Við meðferð málsins var litið til þess að ákærði er fæddur árið 2003 og hafði ekki áður gerst sekur um refsiverða háttsemi. Árásin hafi þó verið sérstaklega hættuleg en ekki þótti unnt að slá því föstu að árásarmanninum hafi verið ljóst að líklegt væri að brotaþoli myndi hljóta bana af stungunni.
Dómsmál Tengdar fréttir Pilturinn úrskurðaður í gæsluvarðhald Sautján ára piltur var úrskurðaður í sex daga gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur í kvöld. 24. apríl 2020 20:30 Sautján ára piltur annan mánuð í gæsluvarðhaldi Sautján ára piltur, sem grunaður er um alvarlega líkamsárás, mun þurfa að sæta gæsluvarðhaldi til 25. júní næstkomandi. 28. maí 2020 16:16 Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Pilturinn úrskurðaður í gæsluvarðhald Sautján ára piltur var úrskurðaður í sex daga gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur í kvöld. 24. apríl 2020 20:30
Sautján ára piltur annan mánuð í gæsluvarðhaldi Sautján ára piltur, sem grunaður er um alvarlega líkamsárás, mun þurfa að sæta gæsluvarðhaldi til 25. júní næstkomandi. 28. maí 2020 16:16