Telur að mótunum sé lokið ef æfingar fara ekki af stað á nýjan leik þann 15. apríl Æfinga- og keppnisbannið sem er í gildi á Íslandi er óskiljanlegt. Sérstaklega meðan æfingar og keppni séu leyfð í sambærilegum deildum á Norðurlöndum segir Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar í Dominos-deild karla í körfubolta. Körfubolti 8. apríl 2021 19:02
„Þetta er búið að vera besta liðið í vetur“ Farið var yfir efstu sex lið Dominos-deildar karla í körfubolta í síðasta þætti Dominos Körfuboltakvölds. Nú er komið að efstu tveimur liðum deildarinnar, Keflavík og Þór Þorlákshöfn. Körfubolti 4. apríl 2021 11:31
Joonas dæmdur í eins leiks bann Joonas Järveläinen, Eistlendingurinn í liði Grindavíkur, hefur verið dæmdur í eins leiks bann eftir atvik sem átti sér stað er Grindavík mætti Keflavík í Dominos-deildinni í körfubolta þann 22. mars síðastliðinn. Körfubolti 2. apríl 2021 10:00
Fengu frábæran leikmann en misstu allan takt: „Skil ekki hvað Borche var að pæla“ Domino´s Körfuboltakvöldi ræddi tímabilið til þessa hjá ÍR og Val sem eru lið sem eru á leið í þveröfuga átt. Körfubolti 31. mars 2021 16:30
Finnur það alla leið til Reykjavíkur að það nötrar allt í Njarðvík Í nýjasta Domino´s Körfuboltakvöldi var farið yfir stöðuna á liðunum sem skipa sex neðstu sætum deildarinnar nú þegar Domino´s deild karla er aftur komin í kórónuveiruhlé. Hér má sjá hvað menn höfðu að segja um liðin í níunda og tíunda sæti. Körfubolti 30. mars 2021 16:21
Domino´s Körfuboltakvöld fór yfir hvað hefur klikkað hjá Hetti og Haukum í vetur Í nýjasta Domino´s Körfuboltakvöldi var tekið stöðutékk á liðunum í sex neðstu sætum deildarinnar nú þegar Domino´s deild karla er aftur komin í kórónuveiruhlé. Hér má sjá hvað menn höfðu að segja um tvö neðstu liðin í deildinni. Körfubolti 29. mars 2021 16:01
Fór yfir „hlutabréfamarkað“ Dominos-deildarinnar og hvaða leikmenn hafa hækkað mest Benedikt Guðmundsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins og sérfræðingur Dominos Körfuboltakvölds, fór yfir hvaða „hlutabréfamarkaðinn í Dominos-deildinni“ eins og hann kallar það á Twitter-síðu sinni í dag. Körfubolti 26. mars 2021 22:30
Tvo leiki vantar í Olís-deild karla en mótin telja í körfuboltanum Fram og KA þurfa að leika einum leik meira í Olís-deild karla í handbolta til að keppni á þessari leiktíð telji. Deildarmeistarar verða krýndir í Dominos-deildunum og Olís-deild kvenna jafnvel þó að ekki verði meira spilað á leiktíðinni. Sport 26. mars 2021 14:00
Einn sá efnilegasti áfram í Þorlákshöfn Styrmir Snær Þrastarson hefur samið við uppeldisfélag sitt Þór Þorlákshöfn og mun leika með liðinu næstu tvö árin allavega. Þetta staðfesti félagið á samfélagsmiðlum sínum í dag. Körfubolti 25. mars 2021 17:45
Drungilas dæmdur í tveggja leikja bann Adomas Drungilas, leikmaður Þórs Þ. í Domino's deild karla, hefur verið úrskurðaður í tveggja leikja bann fyrir að gefa Mirza Saralilja olnbogaskot í leik gegn Stjörnunni 18. mars. Körfubolti 25. mars 2021 13:05
KR-ingar sagðir vera að fá „Túrbó“ liðsstyrk frá Bandaríkjunum Þórir Guðmundur Þorbjarnarson gæti klárað þetta tímabil með KR í Domino´s deildinni í körfubolta ef marka má nýjustu fréttir. Körfubolti 24. mars 2021 09:01
Átti sinn langbesta leik í vetur eftir gönguferð upp að gosinu í Geldingadal Bandaríski bakvörðurinn Calvin Burks var óstöðvandi í Grindavík í gær þegar topplið Keflavík rúllaði upp nágrönnum sínum. Körfubolti 23. mars 2021 10:00
Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Keflavík 82-115 | Keflvíkingar niðurlægðu nágranna sína Keflvíkingar fóru illa með Grindvíkinga á heimavelli þeirra síðarnefndu í Domino´s deildinni í kvöld. Lokatölur 115-82 þar sem gestirnir léku við hvern sinn fingur. Körfubolti 22. mars 2021 23:10
Ólafur: Vorum sjálfum okkur til skammar Ólafur Ólafsson ræddi við Svala Björgvinsson að leik loknum í kvöld og var hreinskilinn um slaka frammistöðu Grindvíkinga í tapinu gegn grönnunum í Keflavík. Körfubolti 22. mars 2021 22:35
Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Þór Þ. 98-105 | Þór frá Þorlákshöfn endurheimti 2. sætið eftir kaflaskiptan leik Þór Þ. vann ÍR í leik sem best er lýst sem kaflaskiptum en á endanum skiptir máli að skora fleiri stig en andstæðingurinn og það gerði Þór Þ. Körfubolti 22. mars 2021 21:14
Lárus: Set spurningarmerki við vinnubrögð dómaranefndar Lárus var sáttur við sigur sinna manna á ÍR í kvöld en hafði áhyggjur af töpuðum boltum hjá sínum mönnum. Leikar enduðu 98-104 og Þór Þ. fer í annað sætið. Hann þurfti síðan að ræða kæru dómaranefndar á Adomas Drungilas og setur stórt spurningarmerki við verklagið hjá nefndinni. Sport 22. mars 2021 20:40
Lengsta taphrina Njarðvíkur í sögu úrvalsdeildarinnar Njarðvíkingar töpuðu í gær sjötta leik sínum í röð í Domino´s deild karla í körfubolta og hafa aldrei áður tapað svo mörgum leikjum í einum rykk í sögu úrvalsdeildar karla. Körfubolti 22. mars 2021 13:01
Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Valur 78-80 | Enn tapa Njarðvíkingar Valur vann afar nauman tveggja stiga sigur á lánlausu liði Njarðvíkur í Ljónagryfjunni í kvöld. Körfubolti 21. mars 2021 22:55
„Það er bara „knockout“ ef við töpum næsta leik“ Þrátt fyrir afar svekkjandi tap gegn Val í kvöld gat Maciek Baginski, leikmaður Njarðvíkur, einbeitt sér á það jákvæða við leikinn en Njarðvík leiddi leikinn nánast allan tímann. Körfubolti 21. mars 2021 22:52
Umfjöllun og viðtöl: KR - Þór Ak. 86-90 | Sigur Þórs í spennuþrungnum og ótrúlegum leik Þór frá Akureyri lét það ekki á sig fá að lenda 18-1 undir í leik sínum á móti KR heldur gerðu sér lítið fyrir og unnu leikinn 86-90. Leikurinn var hluti af 16. umferð Dominos deildar karla í körfuknattleik en leikið var í DHL-höllinni. Körfubolti 21. mars 2021 22:07
Matthías: Ég skammast mín smá fyrir frammistöðuna KR tapaði fyrir Þór frá Akureyri í spennuþrungnum leik í Dominos deild karla í kvöld 86-90. Leikurinn var partur 16. umferð deildarkeppninnar en KR var með gott forskot eftir fyrsta leikhluta en glutraði leiknum niður þannig að tekið verður eftir. Körfubolti 21. mars 2021 21:35
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Haukar 88-76 | Stjarnan aftur á sigurbraut Stjarnan kom sér aftur á sigurbraut þegar liðið vann Hauka í Mathús Garðabæjar höllin í kvöld. Sterkur fjórði leikhluti Stjörnunnar réði baggamuninn í kvöld og eru Haukar enn á botni deildarinnar eftir að hafa tapað sínum fjórða leik í röð. Körfubolti 21. mars 2021 21:25
Umfjöllun: Tindastóll - Höttur 90-82 | Stólarnir á lífi Tindastóll vann lífs nauðsynlegan sigur á Hetti, 90-82, er liðin mættust í Síkinu í kvöld. Sigurinn var mikilvægur í baráttunni um úrslitakeppnissæti. Körfubolti 21. mars 2021 20:58
Arnar Guðjónsson: Siggi Dúlla spurði mig hvort ég ætli að skíra barnið mitt Þór Stjarnan komst aftur á beinu brautina í kvöld eftir sigur á botnliði Hauka. Stjarnan voru talsvert betri í seinni hálfleik sem varð til þess að þeir unnu 12 stiga sigur 88 - 76. Sport 21. mars 2021 20:35
„Það er erfitt að hitta fólkið sitt því maður skammast sín svo mikið“ Jón Arnór Sverrisson, leikmaður Njarðvíkur, var algjörlega miður sín og hálf orðlaus í viðtali eftir 89-57 tap gegn erkifjendunum í Keflavík. Körfubolti 19. mars 2021 23:00
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Njarðvík 89-57 | Sjóðheitir Keflvíkingar ljúka Reykjanesslagnum með eldgosi Njarðvík voru lömb leidd til slátrunar í Sláturhúsinu í Keflavík í kvöld. Keflavík er því með örugga forystu á toppnum en Njarðvík hefur tapað átta af síðustu níu leikjum sínum. Körfubolti 19. mars 2021 21:52
Umfjöllun og viðtöl: Þór Ak. - ÍR 107-84 | Fjórði sigur Þórs í röð Það bjuggust allflestir við hörkuleik hér í Höllinni á Akureyri í kvöld þegar heimamenn í Þór tóku á móti Breiðhyltingum úr ÍR í Dominosdeildinni. Stuðningsmenn Þórsara voru þó glaðir með hvernig leikurinn þróaðist því heimamenn voru ekki í gestgjafabuxunum að þessu sinni og flengdu ÍR-inga. Körfubolti 19. mars 2021 19:48
Sjáðu kynningarþátt Stöðvar 2 Sports um Píeta samtökin Vakin var athygli á starfsemi Píeta samtakanna á Stöð 2 Sport fyrir leik Vals og Tindastóls í gær. Körfubolti 19. mars 2021 15:14
„Látum oft eins og íþróttir snúist um líf og dauða en þetta er sannarlega málefni sem er upp á líf og dauða“ Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, var ánægður með sigurinn á Tindastóli í gær og ekki síður með daginn en leikurinn á Hlíðarenda var styrktarleikur fyrir Píeta samtökin sem sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða og styðja við aðstandendur. Körfubolti 19. mars 2021 14:01
Telur að Martin ætti bara að hinkra því hann muni fá starf á næstu mánuðum Spænski körfuboltaþjálfarinn Israel Martin, sem þjálfað hefur á Íslandi síðustu sjö ár, ætti bara að bíða rólegur að mati Kjartans Atla Kjartanssonar. Hann muni fá starf hér á landi á næstu mánuðum. Körfubolti 19. mars 2021 10:30