Valsfjölskylda gæti hafa varið 250 þúsund krónum í miða á tveimur mánuðum Sindri Sverrisson skrifar 13. maí 2022 08:01 Stuðningsmenn Vals á öllum aldri hafa skemmt sér vel síðustu vikurnar. vísir/Hulda Margrét Valsarar ætla sér að vera stórveldi í stóru boltagreinunum þremur, hjá konum og körlum, eins og síðustu vikur hafa sýnt svo glögglega. Stuðningsmenn Vals gætu mögulega mætt á 29 heimaleiki á aðeins tveimur mánuðum. Valur hefur átt fulltrúa í öllum úrslitakeppnunum fjórum í handbolta og körfubolta og á einnig lið í fremstu röð í Bestu deildum karla og kvenna. Lið félagsins hafa jafnvel verið að spila þrjá leiki á sama degi og mikið líf og fjör verið á Hlíðarenda, eins og til að mynda í gærkvöld þegar kvennaliðið í handbolta og karlaliðið í körfubolta spiluðu. Vísitöluvalsfjölskylda gæti því hafa varið 134 þúsund krónum í miðakaup með því að mæta aðeins á heimaleiki Vals í apríl og maí, hjá liðunum sex sem félagið á í handbolta, körfubolta og fótbolta. Miði fyrir fullorðinn kostar í flestum tilvikum 2.000 krónur. Valsarar hafa getað fagnað mikið síðustu vikur og gætu uppskorið fleiri en einn og fleiri en tvo Íslandsmeistaratitla.vísir/Hulda Margrét Ef útileikjunum í þessum tveimur mánuðum er bætt við hátt í tvöfaldast upphæðin og nemur 253.000 krónum hjá einni fjölskyldu, með tvo fullorðna og tvö börn. Fjölskyldan þyrfti þá að mæta á alla 55 leikina sem í boði voru og eru á 61 degi í apríl og maí. Í þessari upphæð er þó gert ráð fyrir því að Valur komist í fimm leikja úrslitaeinvígi í Olís-deild kvenna í handbolta og að til oddaleikja komi í úrslitunum í Olís-deild karla, þar sem Valur mætir ÍBV, og í Subway-deild karla í körfubolta. Valskonur féllu út í undanúrslitum í Subway-deild kvenna en náðu þó að spila tvo heimaleiki. Við bætist ferðakostnaður og kaup á veitingum Í upphæðinni er hins vegar aðeins kostnaður við miða. Ekki er gert ráð fyrir ferðakostnaði en stuðningsmenn Vals fá til dæmis tvö tækifæri til að heimsækja Skagafjörð í þessum mánuði. Þá er heldur ekki gert ráð fyrir kostnaði við kalt öl í Fjósinu fyrir leik eða kaupum á hamborgurum og öðru sjoppufæði sem í boði er fyrir fjölskyldur á leikjum á Hlíðarenda og ætti að færa Val helling af krónum í kassann. Spennan er mikil í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitil karla í körfubolta.vísir/bára Aðeins dýrara á úrslitin í körfunni Samkvæmt upplýsingum frá Val er miðaverð á leiki í flestum tilvikum 2.000 krónur og frítt fyrir börn 15 ára og yngri. Þó hefur kostað 2.500 krónur á leiki karlaliðsins í körfubolta sem freistar þess að vinna langþráðan Íslandsmeistaratitil, og 1.000 krónur fyrir börn. Hér að neðan má sjá heimaleiki Vals á Hlíðarenda í apríl og maí, í handbolta, körfubolta og fótbolta. Mögulegt er að einn bikarleikur bætist við hjá kvennaliðinu í fótbolta. Heimaleikir Vals í apríl og maí Kvennalið Vals í handbolta: 3. apríl: Valur – Haukar, deildarleikur 14. apríl: Valur – KA/Þór, deildarleikur 6. maí: Valur – KA/Þór, undanúrslit 12. maí: Valur – KA/Þór, undanúrslit Einnig mögulega: 16. maí: Valur – KA/Þór, undanúrslit 23. maí: Valur – Fram, úrslit 29. maí: Valur – Fram, úrslit Karlalið Vals í handbolta: 6. apríl: Valur – Haukar, deildarleikur 21. apríl: Valur – Fram, 8-liða úrslit 2. maí: Valur – Selfoss, undanúrslit 8. maí: Valur – Selfoss, undanúrslit 19. maí: Valur – ÍBV, úrslit 25. maí: Valur – ÍBV, úrslit Einnig mögulega: 30. maí: Valur – ÍBV, úrslit Kvennalið Vals í körfubolta: 4. apríl: Valur – Haukar, undanúrslit 10. apríl: Valur – Haukar, undanúrslit Karlalið Vals í körfubolta: 5. apríl: Valur – Stjarnan, 8-liða úrslit 11. apríl: Valur – Stjarnan, 8-liða úrslit 23. apríl: Valur – Þór Þ., undanúrslit 6. maí: Valur – Tindastóll, úrslit 12. maí: Valur – Tindastóll, úrslit Einnig mögulega: 18. maí: Valur – Tindastóll, úrslit Kvennalið Vals í fótbolta: 26. apríl: Valur – Þróttur, deildarleikur 9. maí: Valur – Keflavík, deildarleikur 19. maí: Valur – KR, deildarleikur Karlalið Vals í fótbolta: 19. apríl: Valur – ÍBV, deildarleikur 30. apríl: Valur – KR, deildarleikur 11. maí: Valur – ÍA, deildarleikur 22. maí: Valur – Víkingur, deildarleikur Valur Subway-deild kvenna Subway-deild karla Olís-deild karla Olís-deild kvenna Besta deild kvenna Besta deild karla Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Fleiri fréttir Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sjá meira
Valur hefur átt fulltrúa í öllum úrslitakeppnunum fjórum í handbolta og körfubolta og á einnig lið í fremstu röð í Bestu deildum karla og kvenna. Lið félagsins hafa jafnvel verið að spila þrjá leiki á sama degi og mikið líf og fjör verið á Hlíðarenda, eins og til að mynda í gærkvöld þegar kvennaliðið í handbolta og karlaliðið í körfubolta spiluðu. Vísitöluvalsfjölskylda gæti því hafa varið 134 þúsund krónum í miðakaup með því að mæta aðeins á heimaleiki Vals í apríl og maí, hjá liðunum sex sem félagið á í handbolta, körfubolta og fótbolta. Miði fyrir fullorðinn kostar í flestum tilvikum 2.000 krónur. Valsarar hafa getað fagnað mikið síðustu vikur og gætu uppskorið fleiri en einn og fleiri en tvo Íslandsmeistaratitla.vísir/Hulda Margrét Ef útileikjunum í þessum tveimur mánuðum er bætt við hátt í tvöfaldast upphæðin og nemur 253.000 krónum hjá einni fjölskyldu, með tvo fullorðna og tvö börn. Fjölskyldan þyrfti þá að mæta á alla 55 leikina sem í boði voru og eru á 61 degi í apríl og maí. Í þessari upphæð er þó gert ráð fyrir því að Valur komist í fimm leikja úrslitaeinvígi í Olís-deild kvenna í handbolta og að til oddaleikja komi í úrslitunum í Olís-deild karla, þar sem Valur mætir ÍBV, og í Subway-deild karla í körfubolta. Valskonur féllu út í undanúrslitum í Subway-deild kvenna en náðu þó að spila tvo heimaleiki. Við bætist ferðakostnaður og kaup á veitingum Í upphæðinni er hins vegar aðeins kostnaður við miða. Ekki er gert ráð fyrir ferðakostnaði en stuðningsmenn Vals fá til dæmis tvö tækifæri til að heimsækja Skagafjörð í þessum mánuði. Þá er heldur ekki gert ráð fyrir kostnaði við kalt öl í Fjósinu fyrir leik eða kaupum á hamborgurum og öðru sjoppufæði sem í boði er fyrir fjölskyldur á leikjum á Hlíðarenda og ætti að færa Val helling af krónum í kassann. Spennan er mikil í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitil karla í körfubolta.vísir/bára Aðeins dýrara á úrslitin í körfunni Samkvæmt upplýsingum frá Val er miðaverð á leiki í flestum tilvikum 2.000 krónur og frítt fyrir börn 15 ára og yngri. Þó hefur kostað 2.500 krónur á leiki karlaliðsins í körfubolta sem freistar þess að vinna langþráðan Íslandsmeistaratitil, og 1.000 krónur fyrir börn. Hér að neðan má sjá heimaleiki Vals á Hlíðarenda í apríl og maí, í handbolta, körfubolta og fótbolta. Mögulegt er að einn bikarleikur bætist við hjá kvennaliðinu í fótbolta. Heimaleikir Vals í apríl og maí Kvennalið Vals í handbolta: 3. apríl: Valur – Haukar, deildarleikur 14. apríl: Valur – KA/Þór, deildarleikur 6. maí: Valur – KA/Þór, undanúrslit 12. maí: Valur – KA/Þór, undanúrslit Einnig mögulega: 16. maí: Valur – KA/Þór, undanúrslit 23. maí: Valur – Fram, úrslit 29. maí: Valur – Fram, úrslit Karlalið Vals í handbolta: 6. apríl: Valur – Haukar, deildarleikur 21. apríl: Valur – Fram, 8-liða úrslit 2. maí: Valur – Selfoss, undanúrslit 8. maí: Valur – Selfoss, undanúrslit 19. maí: Valur – ÍBV, úrslit 25. maí: Valur – ÍBV, úrslit Einnig mögulega: 30. maí: Valur – ÍBV, úrslit Kvennalið Vals í körfubolta: 4. apríl: Valur – Haukar, undanúrslit 10. apríl: Valur – Haukar, undanúrslit Karlalið Vals í körfubolta: 5. apríl: Valur – Stjarnan, 8-liða úrslit 11. apríl: Valur – Stjarnan, 8-liða úrslit 23. apríl: Valur – Þór Þ., undanúrslit 6. maí: Valur – Tindastóll, úrslit 12. maí: Valur – Tindastóll, úrslit Einnig mögulega: 18. maí: Valur – Tindastóll, úrslit Kvennalið Vals í fótbolta: 26. apríl: Valur – Þróttur, deildarleikur 9. maí: Valur – Keflavík, deildarleikur 19. maí: Valur – KR, deildarleikur Karlalið Vals í fótbolta: 19. apríl: Valur – ÍBV, deildarleikur 30. apríl: Valur – KR, deildarleikur 11. maí: Valur – ÍA, deildarleikur 22. maí: Valur – Víkingur, deildarleikur
Kvennalið Vals í handbolta: 3. apríl: Valur – Haukar, deildarleikur 14. apríl: Valur – KA/Þór, deildarleikur 6. maí: Valur – KA/Þór, undanúrslit 12. maí: Valur – KA/Þór, undanúrslit Einnig mögulega: 16. maí: Valur – KA/Þór, undanúrslit 23. maí: Valur – Fram, úrslit 29. maí: Valur – Fram, úrslit Karlalið Vals í handbolta: 6. apríl: Valur – Haukar, deildarleikur 21. apríl: Valur – Fram, 8-liða úrslit 2. maí: Valur – Selfoss, undanúrslit 8. maí: Valur – Selfoss, undanúrslit 19. maí: Valur – ÍBV, úrslit 25. maí: Valur – ÍBV, úrslit Einnig mögulega: 30. maí: Valur – ÍBV, úrslit Kvennalið Vals í körfubolta: 4. apríl: Valur – Haukar, undanúrslit 10. apríl: Valur – Haukar, undanúrslit Karlalið Vals í körfubolta: 5. apríl: Valur – Stjarnan, 8-liða úrslit 11. apríl: Valur – Stjarnan, 8-liða úrslit 23. apríl: Valur – Þór Þ., undanúrslit 6. maí: Valur – Tindastóll, úrslit 12. maí: Valur – Tindastóll, úrslit Einnig mögulega: 18. maí: Valur – Tindastóll, úrslit Kvennalið Vals í fótbolta: 26. apríl: Valur – Þróttur, deildarleikur 9. maí: Valur – Keflavík, deildarleikur 19. maí: Valur – KR, deildarleikur Karlalið Vals í fótbolta: 19. apríl: Valur – ÍBV, deildarleikur 30. apríl: Valur – KR, deildarleikur 11. maí: Valur – ÍA, deildarleikur 22. maí: Valur – Víkingur, deildarleikur
Valur Subway-deild kvenna Subway-deild karla Olís-deild karla Olís-deild kvenna Besta deild kvenna Besta deild karla Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Fleiri fréttir Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sjá meira