„Erum að fara að keppa um titla“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. maí 2022 11:00 Hilmar Smári Henningsson ætlar sér stóra hluti með Haukum. vísir/bjarni Hilmar Smári Henningsson segir að hann sé ekki kominn aftur í Hauka til að vera í einhverri meðalmennsku. Hann segir að Hafnfirðingar ætli sér að berjast um titla. Nýliðum Hauka í Subway-deild karla barst heldur betur góður liðsstyrkur í gær þegar Hilmar Smári og Breki Gylfason sömdu við liðið. Hilmar Smári kemur til Hauka frá bikarmeisturum Stjörnunnar. „Það er margt spilar inn í. Það var eitt og annað sem gekk á eftir síðasta tímabil hjá Stjörnunni sem leiddi mig í aðra átt. Þetta er þvílíkt skemmtilegt og spennandi verkefni í Haukum sem þeir kynntu fyrir mér. Ég var strax tilbúinn að taka þátt í því,“ sagði Hilmar Smári í samtali við Vísi í gær. Hann er með sterka tengingu við Hauka og kemur úr mikilli Haukafjölskyldu. Systir hans, landsliðskonan Lovísa Björt, leikur með Haukum og pabbi hans, Henning, var fyrirliði eina Íslandsmeistaraliðs Hauka 1988. Hilmar Smári segir að ákvörðunin að yfirgefa Stjörnunni og snúa aftur í heimahagana hafi á endanum ekki verið svo erfið. „Erfitt og ekki erfitt. Mér leið mjög vel í Stjörnunni, þeir voru góðir við mig og þetta er þvílíkt flott félag og allt þannig. En á endanum er þetta bara bissness og maður þarf að taka þau skref sem maður telur best fyrir sjálfan sig. Ég taldi að mitt skref í Haukana yrði skref áfram á mínum ferli. Á endanum var þetta ekki erfitt,“ sagði Hilmar Smári. Haukar ætla sér stóra hluti og fara ekki í neinar felur með það. „Möguleikarnir eru þeir sem við viljum. Við setjum markið hátt og ætlum okkur ekki neina meðalmennsku. Við ætlum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að vera á toppnum.“ Klippa: Viðtal við Hilmar Smára Á blaðamannafundinum þar sem Hilmar Smári og Breki voru kynntir til leiks sagði Bragi Magnússon, formaður körfuknattleiksdeildar Hauka, að þeir litu ekki á sig sem nýliða, þrátt fyrir að vera nýliðar. Hilmar Smári tekur undir þetta. „Við erum í allt annarri stöðu en flest önnur lið sem koma upp í deildina. Við erum með þvílíkt flotta aðstöðu, þvílíkt flott lið á bak við okkur og þvílíkt flotta stjórn. Það er öðruvísi bragur yfir þessu en liðum sem eru að flakka á milli deilda,“ sagði Hilmar Smári. „Við horfum ekki niður aftur, horfum bara upp og erum að fara að keppa um titla.“ Hilmar Smári, sem hefur leikið fjóra A-landsleiki, var um tíma á mála hjá Valencia á Spáni og stefnir aftur út í atvinnumennsku. „Algjörlega og stóra ástæðan fyrir því að ég kom í Hauka var að ég taldi þetta vera skref áfram á mínum ferli. Það er þvílíkt mikilvægt fyrir mig sem tiltölulega ungan leikmann að reyna að taka skref í átt að atvinnumennsku í hvert sinn sem ég tek ákvörðun. Það er lokamarkmiðið,“ sagði Hilmar Smári að lokum. Viðtalið við Hilmar Smára má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Subway-deild karla Haukar Mest lesið Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Körfubolti Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Körfubolti Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Fleiri fréttir Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Sjá meira
Nýliðum Hauka í Subway-deild karla barst heldur betur góður liðsstyrkur í gær þegar Hilmar Smári og Breki Gylfason sömdu við liðið. Hilmar Smári kemur til Hauka frá bikarmeisturum Stjörnunnar. „Það er margt spilar inn í. Það var eitt og annað sem gekk á eftir síðasta tímabil hjá Stjörnunni sem leiddi mig í aðra átt. Þetta er þvílíkt skemmtilegt og spennandi verkefni í Haukum sem þeir kynntu fyrir mér. Ég var strax tilbúinn að taka þátt í því,“ sagði Hilmar Smári í samtali við Vísi í gær. Hann er með sterka tengingu við Hauka og kemur úr mikilli Haukafjölskyldu. Systir hans, landsliðskonan Lovísa Björt, leikur með Haukum og pabbi hans, Henning, var fyrirliði eina Íslandsmeistaraliðs Hauka 1988. Hilmar Smári segir að ákvörðunin að yfirgefa Stjörnunni og snúa aftur í heimahagana hafi á endanum ekki verið svo erfið. „Erfitt og ekki erfitt. Mér leið mjög vel í Stjörnunni, þeir voru góðir við mig og þetta er þvílíkt flott félag og allt þannig. En á endanum er þetta bara bissness og maður þarf að taka þau skref sem maður telur best fyrir sjálfan sig. Ég taldi að mitt skref í Haukana yrði skref áfram á mínum ferli. Á endanum var þetta ekki erfitt,“ sagði Hilmar Smári. Haukar ætla sér stóra hluti og fara ekki í neinar felur með það. „Möguleikarnir eru þeir sem við viljum. Við setjum markið hátt og ætlum okkur ekki neina meðalmennsku. Við ætlum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að vera á toppnum.“ Klippa: Viðtal við Hilmar Smára Á blaðamannafundinum þar sem Hilmar Smári og Breki voru kynntir til leiks sagði Bragi Magnússon, formaður körfuknattleiksdeildar Hauka, að þeir litu ekki á sig sem nýliða, þrátt fyrir að vera nýliðar. Hilmar Smári tekur undir þetta. „Við erum í allt annarri stöðu en flest önnur lið sem koma upp í deildina. Við erum með þvílíkt flotta aðstöðu, þvílíkt flott lið á bak við okkur og þvílíkt flotta stjórn. Það er öðruvísi bragur yfir þessu en liðum sem eru að flakka á milli deilda,“ sagði Hilmar Smári. „Við horfum ekki niður aftur, horfum bara upp og erum að fara að keppa um titla.“ Hilmar Smári, sem hefur leikið fjóra A-landsleiki, var um tíma á mála hjá Valencia á Spáni og stefnir aftur út í atvinnumennsku. „Algjörlega og stóra ástæðan fyrir því að ég kom í Hauka var að ég taldi þetta vera skref áfram á mínum ferli. Það er þvílíkt mikilvægt fyrir mig sem tiltölulega ungan leikmann að reyna að taka skref í átt að atvinnumennsku í hvert sinn sem ég tek ákvörðun. Það er lokamarkmiðið,“ sagði Hilmar Smári að lokum. Viðtalið við Hilmar Smára má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Subway-deild karla Haukar Mest lesið Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Körfubolti Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Körfubolti Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Fleiri fréttir Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn
Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn