Valsmenn geta tekið met af Keflavík frá tíma Damons og Ed Saunders Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. maí 2022 13:01 Valsmenn fagna hér Pavel Ermolinskij, sem liggur á gólfinu, eftir að Stólarnir klikkuðu á lokaskotinu. Vísir/Bára Dröfn Körfuboltalið Valsmanna slógu met eitt met í leik eitt í úrslitaeinvígi Subway deildar karla og geta slegið annað met í leik tvö í kvöld. Valsmenn urðu nefnilega með sigri á Tindastól á föstudagskvöldið fyrsta liðið í sögu úrslitakeppni til að vinna sjö fyrstu leiki sína í einni úrslitakeppni. Í kvöld geta þeir orðið eina liðið til að vinna átta leiki í röð í sömu úrslitakeppni. Valsmenn sópuðu bikarmeisturum Stjörnunnar út úr átta liða úrslitunum og fylgdu því eftir með því að vinna 3-0 sigur í einvíginu á móti Íslandsmeisturum Þórs úr Þorlákshöfn. Valsmenn unnu síðan leik eitt í úrslitaeinvíginu á móti Tindastól en leikur tvö fer fram á Sauðárkróki klukkan 20.15 í kvöld. Leikurinn er sýndur beint á Stöð 2 Sport og upphitun Subway Körfuboltakvölds hefst klukkan 19.45. Með því að vinna sjö fyrstu leiki sína í úrslitakeppninni í ár þá sló Valsliðið met sem var áður í eigu þriggja liða. Snæfellingar voru fyrstir til að vinna sex fyrstu leiki sína í úrslitakeppni árið 2004, en KR-ingar léku það eftir 2009 sem og Keflvíkingar í fyrra. Annað met er í boði í kvöld en Valsmenn jöfnuðu met Keflvíkinga frá árinu 2003 með því að vinna sinn sjöunda leik í röð. Keflvíkingar töpuðu í leik tvö í átta liða úrslitum fyrir nítján árum síðan en unnu síðan rest, fyrst oddaleik á móti ÍR og svo 3-0 sigur á Njarðvík í undanúrslitum og 3-0 sigur á Grindavík í úrslitaeinvíginu. Í þessu Íslandsmeistaraliði Keflavíkur þá var Damon Johnson orðinn Íslendingur og bandaríski leikmaður liðsins var miðherjinn öflugi Edmund Saunders. Í úrslitakeppninni voru þeir með 27,6 stig og 8,1 stoðsending (Damon) og 25,4 stig og 12,1 frákast (Ed) að meðaltali í níu leikjum. Í þessu Keflavíkurliðið voru einnig menn eins og Magnús Þór Gunnarsson, Guðjón Skúlason, Falur Harðarson, Sverrir Þór Sverrisson og Gunnar Einarsson svo einhverjir séu nefndir. Þjálfari liðsins var Sigurður Ingimundarson. Valsliðið getur því í kvöld orðið fyrsta liðið í sögu úrslitakeppni karla í körfubolta til að vinna átta leiki í röð í sömu úrslitakeppni. Flestir sigurleikir í röð frá upphafi úrslitakeppni: 7 - Valur 2022 (enn í gangi) 6 - Keflavík 2021 (tap í fyrsta leik í úrslitum) 6 - KR 2009 (tap í öðrum leik í úrslitum) 6 - Snæfel 2004 (tap í öðrum leik í úrslitum) 5 - KR 2014 (tap í þriðja leik í undanúrsltuum) 5 - Grindavík 1997 (tap í fyrsta leik í úrslitum) 5 - KR 1990 (tapaði ekki leik) - Flestir sigurleikir í röð í einni úrslitakeppni: 7 - Keflavík 2003 7 - Valur 2022 (enn í gangi) 6 - Njarðvík 2001 6 - Snæfell 2004 6 - Keflavík 2008 6 - KR 2009 6 - Keflavík 2021 Subway-deild karla Valur Tindastóll Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans Sjá meira
Valsmenn urðu nefnilega með sigri á Tindastól á föstudagskvöldið fyrsta liðið í sögu úrslitakeppni til að vinna sjö fyrstu leiki sína í einni úrslitakeppni. Í kvöld geta þeir orðið eina liðið til að vinna átta leiki í röð í sömu úrslitakeppni. Valsmenn sópuðu bikarmeisturum Stjörnunnar út úr átta liða úrslitunum og fylgdu því eftir með því að vinna 3-0 sigur í einvíginu á móti Íslandsmeisturum Þórs úr Þorlákshöfn. Valsmenn unnu síðan leik eitt í úrslitaeinvíginu á móti Tindastól en leikur tvö fer fram á Sauðárkróki klukkan 20.15 í kvöld. Leikurinn er sýndur beint á Stöð 2 Sport og upphitun Subway Körfuboltakvölds hefst klukkan 19.45. Með því að vinna sjö fyrstu leiki sína í úrslitakeppninni í ár þá sló Valsliðið met sem var áður í eigu þriggja liða. Snæfellingar voru fyrstir til að vinna sex fyrstu leiki sína í úrslitakeppni árið 2004, en KR-ingar léku það eftir 2009 sem og Keflvíkingar í fyrra. Annað met er í boði í kvöld en Valsmenn jöfnuðu met Keflvíkinga frá árinu 2003 með því að vinna sinn sjöunda leik í röð. Keflvíkingar töpuðu í leik tvö í átta liða úrslitum fyrir nítján árum síðan en unnu síðan rest, fyrst oddaleik á móti ÍR og svo 3-0 sigur á Njarðvík í undanúrslitum og 3-0 sigur á Grindavík í úrslitaeinvíginu. Í þessu Íslandsmeistaraliði Keflavíkur þá var Damon Johnson orðinn Íslendingur og bandaríski leikmaður liðsins var miðherjinn öflugi Edmund Saunders. Í úrslitakeppninni voru þeir með 27,6 stig og 8,1 stoðsending (Damon) og 25,4 stig og 12,1 frákast (Ed) að meðaltali í níu leikjum. Í þessu Keflavíkurliðið voru einnig menn eins og Magnús Þór Gunnarsson, Guðjón Skúlason, Falur Harðarson, Sverrir Þór Sverrisson og Gunnar Einarsson svo einhverjir séu nefndir. Þjálfari liðsins var Sigurður Ingimundarson. Valsliðið getur því í kvöld orðið fyrsta liðið í sögu úrslitakeppni karla í körfubolta til að vinna átta leiki í röð í sömu úrslitakeppni. Flestir sigurleikir í röð frá upphafi úrslitakeppni: 7 - Valur 2022 (enn í gangi) 6 - Keflavík 2021 (tap í fyrsta leik í úrslitum) 6 - KR 2009 (tap í öðrum leik í úrslitum) 6 - Snæfel 2004 (tap í öðrum leik í úrslitum) 5 - KR 2014 (tap í þriðja leik í undanúrsltuum) 5 - Grindavík 1997 (tap í fyrsta leik í úrslitum) 5 - KR 1990 (tapaði ekki leik) - Flestir sigurleikir í röð í einni úrslitakeppni: 7 - Keflavík 2003 7 - Valur 2022 (enn í gangi) 6 - Njarðvík 2001 6 - Snæfell 2004 6 - Keflavík 2008 6 - KR 2009 6 - Keflavík 2021
Flestir sigurleikir í röð frá upphafi úrslitakeppni: 7 - Valur 2022 (enn í gangi) 6 - Keflavík 2021 (tap í fyrsta leik í úrslitum) 6 - KR 2009 (tap í öðrum leik í úrslitum) 6 - Snæfel 2004 (tap í öðrum leik í úrslitum) 5 - KR 2014 (tap í þriðja leik í undanúrsltuum) 5 - Grindavík 1997 (tap í fyrsta leik í úrslitum) 5 - KR 1990 (tapaði ekki leik) - Flestir sigurleikir í röð í einni úrslitakeppni: 7 - Keflavík 2003 7 - Valur 2022 (enn í gangi) 6 - Njarðvík 2001 6 - Snæfell 2004 6 - Keflavík 2008 6 - KR 2009 6 - Keflavík 2021
Subway-deild karla Valur Tindastóll Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans Sjá meira