Bónus-deild karla

Bónus-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    Heldur sigurganga KR-inga áfram á nýju ári?

    Dominos-deild karla í körfu fer af stað í kvöld eftir jólafríið en fjórir leikir fara þá fram í tólftu umferðinni. Stórleikur kvöldsins er á milli toppliðs KR og Íslandsmeistara Grindavíkur í DHL-höllinni.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Elvar Már: Þurfum að vinna toppliðin

    Elvar Már Friðriksson, sem valinn var besti leikmaður fyrri hluta tímabilsins í Domino's-deild karla, segir að Njarðvík eigi möguleika á að vinna Íslandsmeistaratitilinn í vor. Hann var ánægður með útnefninguna í dag.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Elvar og Hardy best

    Njarðvíkingurinn Elvar Már Friðriksson og Lele Hardy, leikmaður Hauka, voru í dag útnefnd bestu leikmenn Domino's-deilda karla og kvenna.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    KR-ingar í fámennan klúbb

    KR hefur unnið alla ellefu leiki sína í Dominos-deild karla í körfubolta og er aðeins fjórða liðið sem fer ósigrað inn í nýja árið. Þora KR-ingar að skipta um Kana eins og Grindvíkingar fyrir tíu árum?

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Ýmist Raggi Nat eða Raggi Frat

    Ragnar Nathanaelsson fór hamförum með Þór Þorlákshöfn í Domino's-deild karla í körfubolta í jólamánuðinum. Sá hávaxni er þegar farinn að fá fyrirspurnir frá erlendum félögum en lætur það ekki trufla einbeitinguna.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Pálmi hættur með Skallagrím

    Pálmi Þór Sævarsson, þjálfari karlaliðs Skallagríms í körfuknattleik undanfarin 3 og hálft ár, hefur að ósk stjórnar körfuknattleiksdeildarinnar látið af störfum.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Birgir Örn: Þeirra stíll að tuða

    Birgir Örn Birgisson, þjálfari KFÍ, segir að sínir menn hafi látið framferði leikmanna Stjörnunnar fara í skapið á sér í leik liðanna í Domino's-deild karla í kvöld.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Teitur: Einn af mínum stærstu sigrum

    "Þetta var eins gott og við þorðum að vona. Þetta var skref upp á við fyrir Stjörnuna að allir þessir kjúklingar fengu að spila svona margar mínútur í kvöld,“ sagði Teitur Örlygsson, kampakátur þjálfari Stjörnunnar, eftir sigur hans manna á KFÍ í kvöld.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Stólarnir á hraðferð upp í úrvalsdeild?

    Bárður Eyþórsson og lærisveinar hans í Tindastól unnu enn einn stórsigurinn í 1. deild karla í körfubolta í gær en Stólarnir eru nú eina ósigraða lið 1. deildarinnar með sjö sigra í sjö leikjum.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Grindavík og Njarðvík mætast í bikarnum

    Það verður risaslagur í átta liða úrslitum Powerade-bikars karla í körfubolta en dregið var í átta liða úrslit karla og kvenna í dag. Grindavík fær þá Njarðvík í heimsókn en liðin eru í 3. og 4. sæti Domnios-deildarinnar og þau tvö efstu sem enn eru eftir í bikarnum.

    Körfubolti