Körfubolti

Ægir Þór verður með KR-ingum í vetur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ægir Þór Steinarsson og Böðvar Guðjónsson.
Ægir Þór Steinarsson og Böðvar Guðjónsson. Mynd/Fésbókarsíða KR
KR-ingar fengu góðan liðstyrk í dag þegar landsliðsmaðurinn og Eurobasket-farinn Ægir Þór Steinarsson gekk frá samningi við liðið. Þetta kemur fram á fésbókarsíðu KR-inga.

KR-ingar hafa unnið Íslandsmeistaratitilinn undanfarin tvö og eru líklegir til að vinna þann þriðja í röð nú þegar einn besti leikstjórnandi Íslands hefur ákveðið að spila í Vesturbænum.

„Ægir mun án efa styrkja gott lið enn frekar og hjálpa til við að ná markmiðum tímabilsins," segir í fréttinni á fésbókarsíðu KR-inga.

Ægir var einn af tólf leikmönnum íslenska landsliðsins sem stóð sig frábærlega á Evrópumótinu í Berlín á dögunum. Tveir aðrir leikmenn íslenska liðsins spila með KR í vetur eða þeir Pavel Ermolinskij og Helgi Már Magnússon auk þess að fyrirliðinn Brynjar Þór Björnsson var í fimmtán manna hópnum.

Ægir hefur spilað með sænska liðinu Sundsvall Basket undanfarin tvö tímabil en hann lék síðast hér heima með Fjölni. Ægir var með 5,2 stig og 3,0 stoðsendingar að meðaltali á síðasta tímabili.

Ægir, sem er 24 ára gamall, er uppalinn Fjölnismaður. Hann lék síðast á Íslandi í upphafi tímabils haustið 2011 en tímabilið á undan (2010-11) var hann með 16,1 stig og 8,9 stoðsendingar að meðaltali í leik.

 stoðsendingar að meðaltali í leik.


Tengdar fréttir

Ægir: Glufur í varnarleik turnanna eins og annarra

Ægir Þór Steinarsson kom ákveðinn inn í leikinn á móti Spánverjum á Evrópumótinu í körfubolta í Berlín í gær en hann skoraði fjögur stig á þeim rúmu fimm mínútum sem hann spilaði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×