Verða einhverjir búningar brenndir í Grafarvoginum? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. september 2015 07:00 Ægir Þór Steinarsson í leik með íslenska landsliðinu á EM. Vísir/Getty Sterkt lið KR-inga í Dominos-deild karla í körfubolta varð enn þá óárennilegra í gær þegar einn besti leikstjórnandi landsins, Ægir Þór Steinarsson, skrifaði undir samning við Íslandsmeistarana. Ægir hefur spilað undanfarin tímabil í sænsku deildinni en nú ætlar að hann að skipta út gula Fjölnislitnum fyrir svart-hvítan búning KR-inga. „Ég get alveg búist við því að einhverjir Fjölnisbúningar merktir mér verði kannski brenndir hér í Voginum,“ segir Ægir hlæjandi en bætir svo við: „Svona er bara boltinn. Ég er gríðarlega sáttur við það að hafa tekið þessa ákvörðun. Það verða alveg örugglega einhverjir sárir en þetta snýst bara um mig sjálfan og það sem ég vil gera. Ég vil vera partur af þessu batteríi.“ Ægir spilaði síðast heilt tímabil hér á landi 2010-11 en þá var hann með 16,1 stig og 8,9 stoðsendingar að meðaltali í leik. Enginn gaf þá fleiri stoðsendingar í deildinni. „Þeir sýndu áhuga snemma sumars og ég hafði það alltaf í huga þó svo að markmiðið hjá mér hafi alltaf verið að spila úti. Það er ekki raunin þetta árið og þá langaði mig bara að taka slaginn með KR og reyna mig í því krefjandi verkefni að spila með Íslandsmeisturunum í frábæru liði, í frábærri umgjörð og fyrir frábæran þjálfara,“ segir hann. Ægir er nýkominn heim frá Evrópumótinu í körfubolta, þar sem hann stóð sig vel þær mínútur sem hann fékk að glíma við risana hjá mótherjum íslenska liðsins. Nú fær hann að kynnast hinni hliðinni því það verður mikil pressa á KR-liðinu í vetur, ekki síst eftir að Vesturbæingar nældu í einn eftirsóttasta íslenska leikmanninum á markaðnum.Var alltaf „extra“ tilbúinn á móti KR „Ástæðan fyrir því að ég er að fara í Vesturbæinn er að þar er umhverfi sem maður vill vera í og þar er krafan um árangur. Nú vill maður taka þeirri áskorun. Það er ekkert skrítið að allir vilji vinna KR, liðið sem er búið að vinna síðustu tvö ár. Ég veit það sjálfur að þegar maður hefur mætt KR í gegnum tíðina þá hefur maður verið „extra“ tilbúinn. Það er frábært að vera í þannig umhverfi. Ég er í þessu til að vinna titla og skapa einhverjar minningar sem munu verða ógleymanlegar,“ segir hann. Ægir spilaði í tvö ár með Sundsvall Dragons og sér fram á svipað hlutverk hjá KR. „Ég hef verið varnarsinnaður og sem leikstjórnandi að stjórna sóknarleiknum. Ég hef alveg tileinkað mér það hlutverk og það mun ekkert breytast út í KR.“Samvinna við Pavel Það bíða margir spenntir eftir því að sjá hvernig samvinnu landsliðsmannanna Pavels Ermolinskij og Ægis verður háttað á komandi tímabili. Þeir ræddu framhaldið á dauðum tímum með landsliðinu í sumar. „Pavel er í KR og við höfum rætt mikið saman um hvernig við ætlum að hafa þetta. Maður veit það vel að Pavel hefur verið í þessari stöðu í KR-liðinu. Það er ákveðin samvinna sem verður þar við lýði. Breiddin í KR-liðinu er þannig að það eru margir sem geta gert margt. Við erum allir þannig leikmenn að við finnum út hvernig við virkum best sem ein heild. Þetta verður því lítið mál,“ segir hann. Ægir fékk smá pásu eftir Evrópumótið í Berlín en byrjaði á fullu að æfa í gær. „Ég er nýbúinn að ná aftur báðum fótum niður á jörðina eftir þennan rússíbana. Ég er orðinn hungraður í það að byrja aftur og halda áfram,“ sagði Ægir spenntur fyrir komandi tímabili. Dominos-deild karla Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Sjá meira
Sterkt lið KR-inga í Dominos-deild karla í körfubolta varð enn þá óárennilegra í gær þegar einn besti leikstjórnandi landsins, Ægir Þór Steinarsson, skrifaði undir samning við Íslandsmeistarana. Ægir hefur spilað undanfarin tímabil í sænsku deildinni en nú ætlar að hann að skipta út gula Fjölnislitnum fyrir svart-hvítan búning KR-inga. „Ég get alveg búist við því að einhverjir Fjölnisbúningar merktir mér verði kannski brenndir hér í Voginum,“ segir Ægir hlæjandi en bætir svo við: „Svona er bara boltinn. Ég er gríðarlega sáttur við það að hafa tekið þessa ákvörðun. Það verða alveg örugglega einhverjir sárir en þetta snýst bara um mig sjálfan og það sem ég vil gera. Ég vil vera partur af þessu batteríi.“ Ægir spilaði síðast heilt tímabil hér á landi 2010-11 en þá var hann með 16,1 stig og 8,9 stoðsendingar að meðaltali í leik. Enginn gaf þá fleiri stoðsendingar í deildinni. „Þeir sýndu áhuga snemma sumars og ég hafði það alltaf í huga þó svo að markmiðið hjá mér hafi alltaf verið að spila úti. Það er ekki raunin þetta árið og þá langaði mig bara að taka slaginn með KR og reyna mig í því krefjandi verkefni að spila með Íslandsmeisturunum í frábæru liði, í frábærri umgjörð og fyrir frábæran þjálfara,“ segir hann. Ægir er nýkominn heim frá Evrópumótinu í körfubolta, þar sem hann stóð sig vel þær mínútur sem hann fékk að glíma við risana hjá mótherjum íslenska liðsins. Nú fær hann að kynnast hinni hliðinni því það verður mikil pressa á KR-liðinu í vetur, ekki síst eftir að Vesturbæingar nældu í einn eftirsóttasta íslenska leikmanninum á markaðnum.Var alltaf „extra“ tilbúinn á móti KR „Ástæðan fyrir því að ég er að fara í Vesturbæinn er að þar er umhverfi sem maður vill vera í og þar er krafan um árangur. Nú vill maður taka þeirri áskorun. Það er ekkert skrítið að allir vilji vinna KR, liðið sem er búið að vinna síðustu tvö ár. Ég veit það sjálfur að þegar maður hefur mætt KR í gegnum tíðina þá hefur maður verið „extra“ tilbúinn. Það er frábært að vera í þannig umhverfi. Ég er í þessu til að vinna titla og skapa einhverjar minningar sem munu verða ógleymanlegar,“ segir hann. Ægir spilaði í tvö ár með Sundsvall Dragons og sér fram á svipað hlutverk hjá KR. „Ég hef verið varnarsinnaður og sem leikstjórnandi að stjórna sóknarleiknum. Ég hef alveg tileinkað mér það hlutverk og það mun ekkert breytast út í KR.“Samvinna við Pavel Það bíða margir spenntir eftir því að sjá hvernig samvinnu landsliðsmannanna Pavels Ermolinskij og Ægis verður háttað á komandi tímabili. Þeir ræddu framhaldið á dauðum tímum með landsliðinu í sumar. „Pavel er í KR og við höfum rætt mikið saman um hvernig við ætlum að hafa þetta. Maður veit það vel að Pavel hefur verið í þessari stöðu í KR-liðinu. Það er ákveðin samvinna sem verður þar við lýði. Breiddin í KR-liðinu er þannig að það eru margir sem geta gert margt. Við erum allir þannig leikmenn að við finnum út hvernig við virkum best sem ein heild. Þetta verður því lítið mál,“ segir hann. Ægir fékk smá pásu eftir Evrópumótið í Berlín en byrjaði á fullu að æfa í gær. „Ég er nýbúinn að ná aftur báðum fótum niður á jörðina eftir þennan rússíbana. Ég er orðinn hungraður í það að byrja aftur og halda áfram,“ sagði Ægir spenntur fyrir komandi tímabili.
Dominos-deild karla Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Sjá meira