Ert þú með lægri laun en þingmaður? Píratar telja að skattkerfið eigi að vera tvennt: Stigvaxandi (á ensku: progressive) og grænt. Það þýðir annars vegar að við hlífum fátækum við skattlagningu og aukum byrðarnar eftir því sem bökin verða breiðari. Hins vegar að við verðlaunum það sem er umhverfisvænt og grænt. Skoðun 23. september 2021 09:02
Þegar við gáfum ráðherra hugmyndirnar okkar Píratar eru fylgjandi stofnun miðhálendisþjóðgarðs, en alls ekki undir þeim formerkjum sem urðu til þess að hinn ágæti hópur Örlítill grenjandi minnihluti varð til. Skoðun 17. september 2021 15:16
Réttu spurningarnar um skatta Oft eru stjórnmálaflokkar að rífast um skatta, hærri eða lægri - og ásakanir ganga fram og til baka um hvort sé betra. Bæði sjónarmiðin eru afvegaleiðing frá því sem skiptir máli - hvað fáum við fyrir skattana okkar? Skoðun 9. september 2021 14:00
Hvar munu milljón Íslendingar búa? Árið 2050 verða Íslendingar orðnir 450 þúsund talsins, samkvæmt spá Hagstofunnar, tvöfalt fleiri en þegar ég fæddist. Það fær mig til þess að hugsa hvernig Ísland muni eiginlega líta út þegar næstum hálf milljón Íslendinga býr hér - svo ekki sé talað um þegar við verðum orðin milljón talsins, sama hvenær það verður. Hvar mun fólk búa? Skoðun 19. ágúst 2021 07:00
Lykillinn að öllu Píratar hafa lagt fram kosningastefnu fyrir næsta kjörtímabil. Það ætti ekki að koma neinum á óvart að við Píratar leggjum mikla áherslu á nýja stjórnarskrá, grundvallaða á frumvarpi stjórnlagaráðs. Skoðun 6. ágúst 2021 15:31
Hnífurinn sem ráðherra sér ekki Í vikunni kom í ljós að samgönguáætlun er vanfjármögnuð. Það hefð ekki átt að koma á óvart, en gerði það samt. Þannig er það venjulega. Ástæðan fyrir því að það kom á óvart í þetta skipti er vegna þess að Alþingi afgreiddi tvær samgönguáætlanir á kjörtímabilinu. Skoðun 2. júlí 2021 16:31
Fimm álmur Ásmundarsalar Ásmundarsalarmálið er orðið eins og frekar ólystugt lasagna. Eftir því sem málinu hefur undið fram hafa bæst við ný lög af dómgreindarbresti og gagnrýniverðri hegðun, og eftir sitjum við með óbragði í munni. Skoðun 1. júlí 2021 13:00
Einföld breyting sem skilar sér beint í vasa fólks Fólk sem fær tekjur af eignum sínum, svo sem leigusalar og hlutabréfaeigendur, fær meiri skattaafslátt en þau okkar sem eingöngu hafa tekjur af laununum okkar. Skoðun 12. maí 2021 13:31
Þrjár áskoranir ársins '21 Við eigum enn eftir um hálft ár af Kófinu áður en búist er við að bólusetningar nái hjarðónæmismarkmiðum. Á þeim tíma verða þó viðkvæmir hópar og forgangshópar varðir. Það þýðir að skaðinn af annari bylgju yrði minni. Skoðun 12. janúar 2021 10:30
Ríkisstjórnin saman í kosningabaráttu? Kosið verður þann 25. september á næsta ári. Ástæðan fyrir því er að ríkisstjórninni þykir svo vænt um hvert annað, þrátt fyrir opinberar vantraustsyfirlýsingar, að hana langar til þess að klára kjörtímabilið. Skoðun 13. nóvember 2020 11:16
Kakan er lygi Öryrkjabandalag Íslands gaf út myndband þann 11. október síðastliðinn þar sem kaka fjármálaráðherra var útskýrð frá sjónarhorni öryrkja. Skilaboðin voru einföld, það fá ekki allir að njóta. Skoðun 30. október 2020 13:01
Skrefin sem við þurfum að taka Píratar leggja mikla áherslu á upplýsta ákvarðanatöku og beint lýðræði. Með það að markmiði höfum við lagt fram spurningar hjá viðhorfahópi Gallup þar sem við spyrjum hvernig fólk vill að Alþingi forgangsraði almannafé. Skoðun 14. október 2020 13:01
Loftbrú eru loftfimleikar með almannafé Hin svokallaða Loftbrú, eða niðurgreiðsla á flugfargjöldum fyrir íbúa sem búa ákveðið langt frá höfuðborgarsvæðinu, er gríðarleg sóun á almannafé. Það sem meira er: Það er ekkert sem tryggir að Loftbrúin fljúgi ofan í vasa almennings. Skoðun 11. september 2020 10:30
Þess vegna erum við á móti ríkisábyrgð fyrir Icelandair Þingflokkur Pírata greiðir í dag atkvæði gegn því að veita Icelandair Group ríkisábyrgð upp á 15 milljarða króna. Upplýst ákvarðanataka er leiðarstef í grunnstefnu Pírata og þetta er ekki léttvæg ákvörðun, enda er Icelandair félag með langa sögu, hefur verið stór vinnuveitandi og mikilvægur hlekkur í samgöngum þjóðarinnar. Skoðun 4. september 2020 14:57
Nei Síðastliðinn laugardag birtist bakþankapistill Sirrýjar Hallgrímsdóttur um Píratasiðferðið. Skoðun 24. september 2019 07:00
Alvöru kosningaeftirlit Eftir kosningarnar 2013 kærðu Píratar framkvæmd alþingiskosninga. Skoðun 19. október 2017 09:15
Leggjum metnað í menntun Það vita allir hversu mikilvægt menntakerfið er. Þá á ég við allt menntakerfið, ekki bara bóknámið heldur líka verk- og listgreinar, rannsóknir, kennslu og stuðningsnet nemenda - hvort sem það er hjá fjölskyldu eða LÍN. Það ættu líka allir að vita hversu mikið mikilvægara menntakerfið verður í framtíðinni. Skoðun 12. október 2017 15:45
Gamla pólitíkin er ógeðsleg! Síðastliðinn föstudag var ég á nefndarfundi þar sem menntamálaráðherra kom til þess að útskýra fyrir nefndinni hvernig stæði á þessum fréttum um sameiningu fjölbrautaskólans við Ármúla við Tækniskólann. Sá fundur var mjög áhugaverður og komu margar merkilegar upplýsingar fram á þeim fundi. Skoðun 9. maí 2017 13:05
Einkavæðing í kyrrþey Umræða um mikilvægar ákvarðanir er einn af hornsteinum lýðræðis, en með einkavæðingaráformum sínum á Fjölbrautarskólanum í Ármúla lætur menntamálaráðherra vanvirðingu sína á lýðræðinu í ljós, beitir geðþóttavaldi og grefur þannig enn frekar undan trausti á stjórnkerfi landsins. Skoðun 5. maí 2017 15:22
Menntun í síbreytilegu samfélagi Ég var einu sinni með fjögurra stafa símanúmer, ekkert tölvupóstfang og af því að ég bjó úti á landi þá bar ég dagsgömul dagblöð í hús. Ég átti líka að safna heimildum fyrir hin og þessi skólaverkefni en ég skildi aldrei af hverju. Ég hafði ekki hugmynd um hvaðan ég gæti fengið upplýsingar nema úr kennslubókunum. Skoðun 17. apríl 2013 07:00
Á Alþingi er vald Í annarri grein stjórnarskrár Íslands er meðal annars ritað: "Alþingi og forseti Íslands fara saman með löggjafarvaldið.“ Hvað með það? Jú, þetta er dálítið áhugavert að skoða. Alþingi fer með löggjafarvald. Alþingi beitir valdi. Af því leiðir að alþingismenn beita valdi. Skoðun 9. apríl 2013 00:01
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun