Hvert fara molarnir þegar kakan stækkar? Björn Leví Gunnarsson skrifar 10. febrúar 2022 15:01 Kaupmáttur, ráðstöfunartekjur, eignir, skuldir, ... allt þetta segir fjármálaráðherra að fari bara batnandi, hvergi á norðurlöndunum hafi betur verið gert og heimilin hafa aldrei haft það betra. Þegar gögnin eru skoðuð kemur hins vegar ýmislegt áhugavert í ljós því fjármálaráðherra er tamt að tala í einföldum meðaltölum. Það er því eðlilegt að spyrja, hvernig er þetta nákvæmlega? Ef við byrjum á stóru myndinni þá hefur verðbólgan verið rétt tæp 40% frá árinu 2009. Af hverju 2009? Til þess að sýna samfélagið í ákveðinni lægð, eftir að það “endurstillti” sig eftir hrunið, og skoða frá þeim tíma hvernig mismunandi hópar hafa komið út síðan þá. Hinn hlutinn af þessari stóru mynd er svo landsframleiðsla, en hún hefur aukist um 17% fram til 2019. Þarna er erfitt að tala um 2020 út af covid en þrátt fyrir það er aukningin 7,5% frá 2009 - 2020. En segjum bara að stóru tölurnar hérna séu 40% verðbólga og 15% aukning á landsframleiðslu, ef horfum semsagt fram hjá covid og miðum við "eðlilegt ástand" árið 2019 eða svo. Á vef Hagstofunnar er hægt að skoða skuldir og eignir fjölskyldna. Þau gögn sýna að ráðstöfunartekjur fjölskyldna sem eru á lágmarkslaunum (það eru fjölskyldur sem eru í 3. og 4. tekjutíund) hafa rétt rúmlega haldið í við landsframleiðslu. Ráðstöfunartekjur þeirra hafa aukist hlutfallslega jafn mikið og landsframleiðslan. Ráðstöfunartekjur efri tekjutíunda hefur ekki hækkað jafn mikið (um 7 - 9%). Krónurnar eru samt fleiri, ráðstöfunartekjur hjá þeim sem eru í efstu tekjutíund jukust um 1,2 milljónir króna á ári á meðan þau í 3. - 4. tekjutíundinni jukust um 5 - 600 þúsund. Niðurstaðan er samt að bilið minnkaði. Ef skuldirnar eru skoðaðar lækkuðu skuldir allra tekjutíunda. Það er frekar eðlilegt, miðað við slæma skuldastöðu árið 2009, og skuldir þeirra sem eru á lágmarkslaunum lækkuðu hlutfallslega mest. Aftur, ekki í krónutölu, auðvitað. En hlutfallslega þá minnkaði bilið hérna líka sem er jákvætt. Það er einnig áhugaverðast að skoða hvenær skuldirnar lækkuðu mest en það var á milli áranna 2009 og 2010, hjá öllum tekjuhópum en einnig á árunum 2010 til 2015 hjá þeim ríkustu. Leiðréttingin svokallaða, milli 2014 og 2017 sést varla í tölunum um skuldaþróun fjölskyldna í samanburði. Að lokum eru það eignirnar. Hér skilur í sundur. Eignir þeirra sem eru á lágmarkslaunum drógust saman. Þó tók 3. tekjutíundin smá stökk árið 2020 og jók eignastöðu sína þó nokkuð, eða um 300 þúsund að meðaltali á fjölskyldu. 4. og 5. tekjutíundirnar eru eignaminni nú en 2009. Þau sem juku mest við eignir sínar? Efri tekjutíundirnar. Þar eru líka stóru tölurnar. Efsta prósentið á 216 milljónir í eignir árið 2020 á hverja fjölskyldu að meðaltali. Efsta tekjutíundin á tæpar 90 milljónir. Þannig að þegar við skoðum hvert landsframleiðslan hefur farið á undanförnum áratug frá hruni, þá hefur hún farið í að jafna ráðstöfunartekjur og minnka skuldir allra ... og í eignasöfnun þeirra sem eiga mest. Það er ágætt að hafa þetta til hliðsjónar nú þegar kjarasamningar eru á næsta leyti. Ráðstöfunartekjur fólks á lágmarkslaunum hefur haldið í við hagvaxtarþróun á undanförnum áratug. Allt vælið um að hækkanir hafi verið svo miklar einfaldlega standast enga skoðun, sérstaklega ekki vegna þess að hækkunin hjá þessum hópum byrjaði ekki fyrr en 2014. Það gæti þannig litið þannig út að það hafi verið miklar hækkanir frá 2014 en í stóra samhenginu þá er einfaldlega verið að vinna til baka kjararýrnunina í kjölfar hrunsins. Þá biðu fjölskyldur landsins, hertu sultarólarnar á meðan áhrifa hrunsins gætti einna mest. Á meðan jukust hins vegar ráðstöfunartekjur þeirra ríkustu allt frá árinu 2010. Á meðan allir aðrir stóðu með samfélaginu og skilaboðunum um að allir þyrftu að standa af sér veðrið saman - jukust ráðstöfunartekjur ríkustu fjölskyldnanna um 5 milljónir á milli áranna 2010 og 2015 (20,8% hækkun). Ráðstöfunartekjur fjölskyldna á lágmarkslaunum höfðu á sama tímabili einungis hækkað um 60 þúsund krónur eða svo (6,1% hækkun). Hvað þýðir þetta allt eiginlega? Jú, ef við tökum tillit til verðbólgu þá hafa launahóparnir á lágmarkslaunum náð að vinna upp “tapið” sem þau urðu fyrir frá hruni og hafa náð landsframleiðslunni. Aðrir hópar eru enn á eftir en þeir ríkustu hafa aukið eignir sínar í staðinn. Hér þarf að horfa til stærðanna sem búa bak tölur um ráðstöfunartekjur, eignir og skuldir því þegar við segjum 15% aukning á landsframleiðslu þá erum við að tala um 400 milljarða eða svo. Þeim milljörðum er ekki dreift jafnt á alla tekjuhópa. Hver tekjutíund er ekki að fá 40 milljarða út af fyrir sig. Sú tekjutíund sem er á lágmarkslaunum er bara að fá til sín um 15 milljarða (um 15% hækkun á tímabilinu) í auknum ráðstöfunartekjum á meðan aukningin á ráðstöfunartekjum efstu tekjutíundarinnar kosta um 34 milljarða (um 9% hækkun á tímabilinu). Ráðstöfunartekjur eru þær hæstu sem við höfum nokkurn tíma haft. Enda hefur verið hagvöxtur umfram verðbólgu á undanförnum árum og landsframleiðsla aldrei hærri en fyrir covid faraldurinn. Ef ráðstöfunartekjur væru ekki í hæstu hæðum þá væri eitthvað að. Það er líka rétt að það verða væntanlega ekki eins miklar launahækkanir á næstunni eins og hafa verið frá 2014 eða svo. Þær launahækkanir eru þó ekkert vandamál heldur mjög eðlileg leiðrétting miðað við þróun á landsframleiðslu. Það er því lítið að marka þau sem gala hátt um launahækkanir í hópi þeirra lægst launuðu. Þau eru ekki að taka til sín stóru molanna af kökunni. Þær launahækkanir valda kannski vanda hjá atvinnurekendum sem treysta á að geta borgað bara lágmarkstaxta. En er ekki vandinn frekar reksturinn sem greiðir lágmarkslaun en þau sem eru á slíkum launum? Lágmarkslaun VR fyrir fullt starf eru 368 þúsund krónur á mánuði (290 þúsund útborgað). Samkvæmt reiknivél stjórnarráðsins eru framfærsla einstaklings án bíls og barns 130 þúsund krónur á mánuði án húsnæðiskostnaðar. Leiga á 2 herbergja íbúð kostar um 170 þúsund krónur á mánuði samkvæmt gögnum þjóðskrár. Það eru 300 þúsund krónur samtals sem þarf að greiða af 290 þúsund útborguðum krónum. Barn bætir 75 þúsund krónum við í kostnað. Ef þetta er staðan hjá fólki með lágmarkslaun þá er eitthvað að kerfinu okkar. Kannski væri það í lagi ef það væri enginn á þessum lágmarkslaunum en þannig er það bara ekki. Í staðinn erum við með alls konar ásakanir um höfrungahlaup, ægilegar launahækkanir og þess háttar gagnvart fólki sem er að berjast við enn eina verðbólguhríðina, gríðarlegar hækkanir á húsnæðismarkaði vegna skortstefnu stjórnvalda og að sú starfsstétt sem sinnir einni helstu grunnstoð íslensks samfélags, hjúkrunarfræðingar, hafa verið sendir í gerðardóm tvisvar í röð. En hvernig getum við gert betur? Það er í rauninni augljóst. Til að byrja með þarf nægilega mikið húsnæði á viðráðanlegu verði fyrir fólk. Það býr enginn á Íslandi án þess að hafa það yfir höfuðið. Í öðru lagi þurfa lágmarkslaun að duga fyrir grunnframfærslu. Í þriðja lagi þá þurfum við að sammælast um hver launin fyrir þær starfsstéttir sem sinna grunnstoðum samfélagsins eiga að vera - hver eiga laun t.d. heilbrigðisstarfsfólks og kennara að vera? Hvað finnst okkur sem samfélagi vera sanngjörn laun fyrir þau mikilvægu störf? Þetta væri grundvöllurinn sem við miðum allt annað við. Nokkurs konar viti sem við gætum leitað til þegar við berum saman menntun og ábyrgð á vinnumarkaði. Þannig værum við með eitthvað til þess að miða við í allri umræðu um kjaramál í staðinn fyrir óljósar upphrópanir um höfrunga og stöðugleika sem láglaunafólk verður einhverra hluta að bera ábyrgð á. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Leví Gunnarsson Píratar Alþingi Kjaramál Húsnæðismál Mest lesið „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Skoðun Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Kaupmáttur, ráðstöfunartekjur, eignir, skuldir, ... allt þetta segir fjármálaráðherra að fari bara batnandi, hvergi á norðurlöndunum hafi betur verið gert og heimilin hafa aldrei haft það betra. Þegar gögnin eru skoðuð kemur hins vegar ýmislegt áhugavert í ljós því fjármálaráðherra er tamt að tala í einföldum meðaltölum. Það er því eðlilegt að spyrja, hvernig er þetta nákvæmlega? Ef við byrjum á stóru myndinni þá hefur verðbólgan verið rétt tæp 40% frá árinu 2009. Af hverju 2009? Til þess að sýna samfélagið í ákveðinni lægð, eftir að það “endurstillti” sig eftir hrunið, og skoða frá þeim tíma hvernig mismunandi hópar hafa komið út síðan þá. Hinn hlutinn af þessari stóru mynd er svo landsframleiðsla, en hún hefur aukist um 17% fram til 2019. Þarna er erfitt að tala um 2020 út af covid en þrátt fyrir það er aukningin 7,5% frá 2009 - 2020. En segjum bara að stóru tölurnar hérna séu 40% verðbólga og 15% aukning á landsframleiðslu, ef horfum semsagt fram hjá covid og miðum við "eðlilegt ástand" árið 2019 eða svo. Á vef Hagstofunnar er hægt að skoða skuldir og eignir fjölskyldna. Þau gögn sýna að ráðstöfunartekjur fjölskyldna sem eru á lágmarkslaunum (það eru fjölskyldur sem eru í 3. og 4. tekjutíund) hafa rétt rúmlega haldið í við landsframleiðslu. Ráðstöfunartekjur þeirra hafa aukist hlutfallslega jafn mikið og landsframleiðslan. Ráðstöfunartekjur efri tekjutíunda hefur ekki hækkað jafn mikið (um 7 - 9%). Krónurnar eru samt fleiri, ráðstöfunartekjur hjá þeim sem eru í efstu tekjutíund jukust um 1,2 milljónir króna á ári á meðan þau í 3. - 4. tekjutíundinni jukust um 5 - 600 þúsund. Niðurstaðan er samt að bilið minnkaði. Ef skuldirnar eru skoðaðar lækkuðu skuldir allra tekjutíunda. Það er frekar eðlilegt, miðað við slæma skuldastöðu árið 2009, og skuldir þeirra sem eru á lágmarkslaunum lækkuðu hlutfallslega mest. Aftur, ekki í krónutölu, auðvitað. En hlutfallslega þá minnkaði bilið hérna líka sem er jákvætt. Það er einnig áhugaverðast að skoða hvenær skuldirnar lækkuðu mest en það var á milli áranna 2009 og 2010, hjá öllum tekjuhópum en einnig á árunum 2010 til 2015 hjá þeim ríkustu. Leiðréttingin svokallaða, milli 2014 og 2017 sést varla í tölunum um skuldaþróun fjölskyldna í samanburði. Að lokum eru það eignirnar. Hér skilur í sundur. Eignir þeirra sem eru á lágmarkslaunum drógust saman. Þó tók 3. tekjutíundin smá stökk árið 2020 og jók eignastöðu sína þó nokkuð, eða um 300 þúsund að meðaltali á fjölskyldu. 4. og 5. tekjutíundirnar eru eignaminni nú en 2009. Þau sem juku mest við eignir sínar? Efri tekjutíundirnar. Þar eru líka stóru tölurnar. Efsta prósentið á 216 milljónir í eignir árið 2020 á hverja fjölskyldu að meðaltali. Efsta tekjutíundin á tæpar 90 milljónir. Þannig að þegar við skoðum hvert landsframleiðslan hefur farið á undanförnum áratug frá hruni, þá hefur hún farið í að jafna ráðstöfunartekjur og minnka skuldir allra ... og í eignasöfnun þeirra sem eiga mest. Það er ágætt að hafa þetta til hliðsjónar nú þegar kjarasamningar eru á næsta leyti. Ráðstöfunartekjur fólks á lágmarkslaunum hefur haldið í við hagvaxtarþróun á undanförnum áratug. Allt vælið um að hækkanir hafi verið svo miklar einfaldlega standast enga skoðun, sérstaklega ekki vegna þess að hækkunin hjá þessum hópum byrjaði ekki fyrr en 2014. Það gæti þannig litið þannig út að það hafi verið miklar hækkanir frá 2014 en í stóra samhenginu þá er einfaldlega verið að vinna til baka kjararýrnunina í kjölfar hrunsins. Þá biðu fjölskyldur landsins, hertu sultarólarnar á meðan áhrifa hrunsins gætti einna mest. Á meðan jukust hins vegar ráðstöfunartekjur þeirra ríkustu allt frá árinu 2010. Á meðan allir aðrir stóðu með samfélaginu og skilaboðunum um að allir þyrftu að standa af sér veðrið saman - jukust ráðstöfunartekjur ríkustu fjölskyldnanna um 5 milljónir á milli áranna 2010 og 2015 (20,8% hækkun). Ráðstöfunartekjur fjölskyldna á lágmarkslaunum höfðu á sama tímabili einungis hækkað um 60 þúsund krónur eða svo (6,1% hækkun). Hvað þýðir þetta allt eiginlega? Jú, ef við tökum tillit til verðbólgu þá hafa launahóparnir á lágmarkslaunum náð að vinna upp “tapið” sem þau urðu fyrir frá hruni og hafa náð landsframleiðslunni. Aðrir hópar eru enn á eftir en þeir ríkustu hafa aukið eignir sínar í staðinn. Hér þarf að horfa til stærðanna sem búa bak tölur um ráðstöfunartekjur, eignir og skuldir því þegar við segjum 15% aukning á landsframleiðslu þá erum við að tala um 400 milljarða eða svo. Þeim milljörðum er ekki dreift jafnt á alla tekjuhópa. Hver tekjutíund er ekki að fá 40 milljarða út af fyrir sig. Sú tekjutíund sem er á lágmarkslaunum er bara að fá til sín um 15 milljarða (um 15% hækkun á tímabilinu) í auknum ráðstöfunartekjum á meðan aukningin á ráðstöfunartekjum efstu tekjutíundarinnar kosta um 34 milljarða (um 9% hækkun á tímabilinu). Ráðstöfunartekjur eru þær hæstu sem við höfum nokkurn tíma haft. Enda hefur verið hagvöxtur umfram verðbólgu á undanförnum árum og landsframleiðsla aldrei hærri en fyrir covid faraldurinn. Ef ráðstöfunartekjur væru ekki í hæstu hæðum þá væri eitthvað að. Það er líka rétt að það verða væntanlega ekki eins miklar launahækkanir á næstunni eins og hafa verið frá 2014 eða svo. Þær launahækkanir eru þó ekkert vandamál heldur mjög eðlileg leiðrétting miðað við þróun á landsframleiðslu. Það er því lítið að marka þau sem gala hátt um launahækkanir í hópi þeirra lægst launuðu. Þau eru ekki að taka til sín stóru molanna af kökunni. Þær launahækkanir valda kannski vanda hjá atvinnurekendum sem treysta á að geta borgað bara lágmarkstaxta. En er ekki vandinn frekar reksturinn sem greiðir lágmarkslaun en þau sem eru á slíkum launum? Lágmarkslaun VR fyrir fullt starf eru 368 þúsund krónur á mánuði (290 þúsund útborgað). Samkvæmt reiknivél stjórnarráðsins eru framfærsla einstaklings án bíls og barns 130 þúsund krónur á mánuði án húsnæðiskostnaðar. Leiga á 2 herbergja íbúð kostar um 170 þúsund krónur á mánuði samkvæmt gögnum þjóðskrár. Það eru 300 þúsund krónur samtals sem þarf að greiða af 290 þúsund útborguðum krónum. Barn bætir 75 þúsund krónum við í kostnað. Ef þetta er staðan hjá fólki með lágmarkslaun þá er eitthvað að kerfinu okkar. Kannski væri það í lagi ef það væri enginn á þessum lágmarkslaunum en þannig er það bara ekki. Í staðinn erum við með alls konar ásakanir um höfrungahlaup, ægilegar launahækkanir og þess háttar gagnvart fólki sem er að berjast við enn eina verðbólguhríðina, gríðarlegar hækkanir á húsnæðismarkaði vegna skortstefnu stjórnvalda og að sú starfsstétt sem sinnir einni helstu grunnstoð íslensks samfélags, hjúkrunarfræðingar, hafa verið sendir í gerðardóm tvisvar í röð. En hvernig getum við gert betur? Það er í rauninni augljóst. Til að byrja með þarf nægilega mikið húsnæði á viðráðanlegu verði fyrir fólk. Það býr enginn á Íslandi án þess að hafa það yfir höfuðið. Í öðru lagi þurfa lágmarkslaun að duga fyrir grunnframfærslu. Í þriðja lagi þá þurfum við að sammælast um hver launin fyrir þær starfsstéttir sem sinna grunnstoðum samfélagsins eiga að vera - hver eiga laun t.d. heilbrigðisstarfsfólks og kennara að vera? Hvað finnst okkur sem samfélagi vera sanngjörn laun fyrir þau mikilvægu störf? Þetta væri grundvöllurinn sem við miðum allt annað við. Nokkurs konar viti sem við gætum leitað til þegar við berum saman menntun og ábyrgð á vinnumarkaði. Þannig værum við með eitthvað til þess að miða við í allri umræðu um kjaramál í staðinn fyrir óljósar upphrópanir um höfrunga og stöðugleika sem láglaunafólk verður einhverra hluta að bera ábyrgð á. Höfundur er þingmaður Pírata.
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun