Hver eru áhrif þess að selja sumarbústað? Fastir liðir í útvarpi á sumrin hafa lítið breyst á undanförnum árum. Bylgjulestin er með skottið fullt af stuði, veðurfræðingur svarar fyrir 11 gráður og rigningu og Magnús Hlynur segir frá hundi sem kann eitthvað voða áhugavert. Skoðun 18.7.2024 09:01
Séreign er ekki það sama og séreign Hvernig þætti okkur ef íþróttafréttamenn færu nú í sífellu að tala um að Evrópumót karla í íþróttum væri að hefjast? „Hvaða íþrótt?“ geri ég ráð fyrir að yrði spurt og þá fyrst yrði tekið fram að um fótbolta væri að ræða. Skoðun 9.6.2024 08:01
Tilgreind séreign – Á ég að skrá mig? Nú safna allir launþegar á Íslandi minnst 15,5% iðgjaldi í lífeyrissjóð. Eigið framlag okkar nemur 4% en vinnuveitandi bætir við minnst 11,5%. Í mörgum lífeyrissjóðum er nú í boði að ráðstafa 3,5% af því framlagi í tiltöluega nýlega tegund séreignarsparnaðar sem nefnist tilgreind séreign. Skoðun 26.10.2023 08:01
Jólin verða dýrari en í fyrra Jólin eru alltaf dýr og verða enn dýrari í ár. Það er skárra að vita af því núna en þegar jólahúllumhæið stendur sem hæst og ekki úr vegi að nota þetta átakanlega niðurdrepandi veður til undirbúnings svo tryggja megi sem notalegust jól. Skoðun 11. ágúst 2022 08:00
Peningarnir á EM kvenna Evrópumót kvenna í knattspyrnu verður haldið á Englandi nú í júlí. Íslenska landsliðið mætir til leiks með sterkari hóp en nokkru sinni fyrr og útlit er fyrir að um verði að ræða eitt umfangsmesta og glæsilegasta stórmót í knattspyrnu kvenna sem haldið hefur verið. Skoðun 1. júlí 2022 08:01
Heimilisfjármál í verðbólgu og hækkandi vöxtum Það ætlaði allt um koll að keyra fyrir um fimm árum þegar viðtal við ástralska fasteignabraskarann Tim Gurner birtist í 60 mínútum. Gurner sagði ungt fólk eiga mun greiðari leið inn á fasteignamarkaðinn ef það hættir bara að skófla í sig ristuðu brauði með avókadó, eða lárperu eins og við í tilgerðarlegri kantinum köllum hana. Skoðun 24. júní 2022 08:00
Hvað þýðir þetta fyrir heimilin í landinu? Í gær birtum við í Greiningu Íslandsbanka nýja og ferska þjóðhagsspá. Þar er spáð fyrir um þróun efnahagsmála hér á landi árin 2022-2024. Í slíkum spám er yfirleitt litið á stóru tölurnar en eðlilegt er að við spyrjum okkur hvaða áhrif þróun þeirra hefur á fjárhag hvers og eins okkar. Eins og spurt er í útvarpinu „hvaða þýðir þetta fyrir heimilin í landinu?“. Reynum að svara því helsta. Skoðun 19. maí 2022 08:00
Hvernig langar þig að hafa það? Það segir sig sjálft að til þess að sparnaður gangi sem best er mikilvægt að forðast öll neyslulán eins og heitan eldinn. Að setja sér þá reglu að kaupa aldrei neitt og borga síðar þýðir að við getum greitt okkur sjálfum vexti í stað þess að leka mánaðarlega dýrmætu sparifé til annarra. Umræðan 19. janúar 2022 10:19
Evran eins og við þekkjum hana er búin að vera Eftir tvo áratugi er þetta komið gott. Evran, sem frá árinu 2002 hefur sameinað stóran hluta Evrópu og auðveldað milliríkjaviðskipti, þykir víst ekki nógu fín lengur. Angela Merkel sagði á sínum tíma að ef tilraunin með hina sameiginlegu mynt mistakist fari Evrópa sömu leið. Ég efast þó um að hún hafi átt við útlit evruseðlanna sjálfra. Skoðun 14. janúar 2022 08:01
Hvers vegna skelfur allt vegna Evergrande? Voðalega er þetta nú orðið þreytandi allt saman. Rétt þegar ég held að ég sé hættur að fá What‘s Up? með 4 Non Blondes á heilann heyri ég í því berjast við að setja réttan lykil í skrána og ryðjast inn á nýjan leik. Þannig er Covid líka. Og gott ef kínverska fjárfestingafélagið Evergrande hegðar sér ekki með svipuðum hætti. Skoðun 7. janúar 2022 08:00
Íslenskur fótbolti hefur ekki efni á að vera í ruslflokki Evrópuævintýri Blikakvenna mun eflaust reynast mikil lyftistöng fyrir íslenska kvennaknattspyrnu. Þátttaka í riðlakeppni Meistaradeildarinnar er meiriháttar afrek á alla mælikvarða en sökum þess hvernig verðlaunagreiðslum evrópska knattspyrnusambandsins UEFA er háttað verður áhugavert að rýna í fjármálahliðina. Umræðan 16. desember 2021 15:01
Skiptir eignarhaldið engu máli? Það skyldi engan undra að kaup yfirvalda í Sádí Arabíu á enska knattspyrnufélaginu Newcastle hafi þurft að ræða í þaula, jafnt á krám sem og í stjórnarherbergjum. Umræðan 21. nóvember 2021 17:19
Er pósturinn frá Póstinum? Ég sá malt og appelsín dós í sjálfsala í gær. Fyrr en varði var ég farinn að velta fyrir mér ásættanlegum tíma til að kveikja jólaljósin og fara að huga að jólagjöfunum. Ef til vill hefðu þessar hugleiðingar mínar mátt bíða í tvær, þrjár vikur en hvernig svo sem við lítum á það styttist í jólin með hverjum deginum sem líður og jólunum fylgja að sjálfsögðu jólagjafir. Skoðun 20. október 2021 08:01
5 ráð áður en þú byrjar að fjárfesta Svo virðist sem fjárfestingar séu í tísku þessa dagana. Í það minnsta hefur umræða og þátttaka meðal almennings á verðbréfamarkaði loks tekið við sér eftir langan dvala og hefur lægra vaxtastig og góð ávöxtun undanfarinna ára væntanlega sitt að segja um aukinn áhuga. Skoðun 24. ágúst 2021 08:01
Peningarnir á EM Evrópumótið í fótbolta er að því leyti frábrugðið stórmótum undanfarinna ára að gríðarlegar fjárhagslegar byrðar eru ekki lagðar á gestgjafana með ströngum kröfum hvað leikvanga varðar. Skoðun 16. júní 2021 08:00
Mikilvægi bandarískra ferðamanna Bandaríkin eru sennilega okkar mikilvægasta viðskiptaþjóð hvað ferðaþjónustu og þar með gjaldeyrisöflun varðar. Það eru því kærkomnar fréttir hve ljómandi vel bólusetningar þar í landi virðast ganga, en yfir helmingur allra fullorðinna Bandaríkjamanna hefur nú fengið í það minnsta eina gusu af bóluefni gegn COVID-19. Skoðun 30. apríl 2021 08:01
Er góð hugmynd að færa séreign yfir í húsnæði? Fjármálaráðherra sagðist á dögunum jákvæður fyrir því að framlengja heimild til skattfrjálsrar ráðstöfunar viðbótarlífeyris á húsnæðislán. Sú ráðstöfun er ein þeirra sem boðið hefur verið upp á undanfarin ár þar sem gefið er færi á að nýta séreign á íbúðamarkaði í stað uppbyggingu sparnaðar til efri áranna. Skoðun 15. apríl 2021 08:01
Af hverju viljum við minni verðbólgu? Verðbólgan hefur ekki alveg verið til friðs að undanförnu. Tólf mánaða taktur hennar hefur hægt og rólega þokast upp síðastliðna mánuði og er nú í gildum sem við höfum ekki séð í sjö ár. Skoðun 22. mars 2021 08:00
Hvar er besta ávöxtunin í dag? „Hvar er best fyrir fólk að geyma peningana sína í dag? Með öðrum orðum, hvað hefur hækkað mest undanfarna tólf mánuði?“ Þetta er fyrirspurn sem mér barst fyrir nokkru og ekki í fyrsta sinn sem ég heyri rætt um ávöxtun með þessum hætti. Skoðun 10. mars 2021 08:02
Hvar eru brýrnar á evruseðlunum? Þegar peningaseðlarnir hverfa munu fá okkar væntanlega sakna þeirra vegna fagurfræðilegra sjónarmiða. Í þau örfáu skipti sem ég dreg fram brakandi Brynjólf Sveinsson gef ég mér sjaldan tíma til að virða seðilinn sérstaklega fyrir mér og hugsa um í hvað í ósköpunum maðurinn er klæddur. Skoðun 27. febrúar 2021 09:01
Hverju munar um 100.000 krónur? Við sjáum fyrir okkur stóra lottóvinninginn sem fjárhæð sem myndi gjörbreyta lífi okkar. En eins og Laddi sagði þegar hann stýrði Skrælingjalottói í Imbakassanum á sínum tíma þá vinnur aldrei neinn. Skoðun 17. febrúar 2021 08:00
Er áramótaheitið að byrja að spara? Eitthvað við rakastigið í desembermánuði veldur því að fötin mín hlaupa í fataskápnum. Þau gefa örlítið eftir að nýju með hækkandi sól en þurfa þó nokkra hjálp. Þá berst hugurinn að áramótaheitunum en nýtt ár er svo sem ekki verra tilefni en hvað annað til að taka aðeins til og huga að heilsunni og jafnvel einhverju öðru í leiðinni. Skoðun 6. janúar 2021 08:01
Að fela peninga yfir áramótin Nú þegar útibú eru lokuð vegna kórónuveirunnar gætu spurningar vaknað varðandi tiltekna og lífsseiga áramótahefð. Meðal sumra hefur það tíðkast að gera sér ferð í útibú fyrir áramót og taka út sparnað. Skoðun 17. desember 2020 10:31
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun