Við undirbúum starfslokin allt of seint Björn Berg Gunnarsson skrifar 18. maí 2023 08:01 Það er voða mikið látið með frasann „þetta reddast“. Hann er vissulega efni í létt samtöl við erlenda gesti og viðhorfið sem hann endurspeglar hefur átt þátt í að byggja upp það skemmtilega samfélag sem við búum í. Stundum þurfum við þó að minna okkur á að það er ef til vill ekki víst að þetta muni reddast án þess að gripið sé inn í. Það er vissara að setja upp reykskynjara. Við pössum upp á að börnin okkar læri heima svo þau standist prófin í vor og afkoma okkar á efri árum er sömuleiðis allt of mikilvæg til að afhenda hana í blindni óljósri framtíð og torskildum kerfum. Gefðu þig á tal við næsta lífeyrisþega og spurðu hvort lífeyrismálin hafi reddast. Ég leyfi mér að efast um að svarað verði með innblásinni lofræðu um rausnarlegar greiðslur almannatrygginga og valkvíða vegna alls þess sem gera má við himinháar lífeyrisgreiðslurnar. Valkostunum fjölgar Vissulega vex lífeyriskerfið hratt og kaupmáttur greiðslna til lífeyrisþega eykst með hverjum árgangi sem kemst á aldur. Þótt betur megi því treysta á kerfin en áður er óvissan um afkomu hvers og eins okkar óneitanlega mikil og hún er ekki bara bundin þróun efnahagsmála og ávöxtunar sjóðanna heldur ákvörðunum okkar sjálfra. Íslenska lífeyriskerfið, með sínum kostum og göllum, hefur að undanförnu þróast í átt að meiri fjölbreytileika og fleiri valmöguleikum hvað úttektir og greiðslur varðar. Þetta eru góðar fréttir, enda gefst okkur með þessu kostur á að klæðskerasníða starfslokin og lífeyristökuna eins og okkur hentar. Áberandi er þó sá ókostur að allar þessar breytingar og allir þessir valkostir flækja flókið kerfi enn frekar og það er varla fyrir aðra en sérstakt áhugafólk um lífeyrismál að ryðjast í gegnum frumskóginn og ná almennilegri yfirsýn yfir það sem þó skiptir okkur öll svo miklu máli. Það segir sig sjálft að hversu mikill sem sveigjanleikinn er og hversu jákvæðar sem allar þessar breytingar eru getur fólk ekki nýtt sér þær ef það þekkir þær ekki. Óvissan er mikil Skáldið Magnús Sigurðsson gerir fræg orð Donald Rumsfeld, fyrrum dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, að umfjöllunarefni sínu í bókinni Húslestri. Í þýðingu Magnúsar komst Rumsfeld svo að orði: „Einsog við vitum er sumt sem við vitum að við vitum; til er vissa um vissa vissu. Við vitum líka að það er sumt sem við vitum ekki; til er vissa um vissa óvissu. En svo vitum við líka að það er sumt sem við vitum ekki að við vitum ekki – til er vissa um vissa óvissa óvissu.“ Er þetta ekki svolítið eins og lífeyrismálin? Sumt vitum við, annað vitum við kannski að við vitum ekki en vegna þess hvernig kerfin eru byggð upp er svo margt sem við vitum ekki að við vitum ekki, en er þó mikilvægt að vita. Þetta er bara of flókið. Hvað er til bragðs að taka? Hvort sem við setjumst yfir lífeyrismálin sjálf eða með ráðgjafa er mikilvægt að geyma það ekki. Íslenska lífeyriskerfið er þannig uppbyggt að mögulega má bæta stöðuna, jafnvel umtalsvert, ef við ákveðum að láta þetta ekki reddast heldur grípum inn í snemma. Með góðum fyrirvara má því hefja undirbúning betri og hentugri starfsloka en ella. Krónunum getur mögulega fjölgað en þær geta sömuleiðis nýst okkur betur. Þegar ekkert liggur á og við gefum okkur tíma í að skoða lífeyrismálin aukast líkurnar á því að við getum sótt okkur svör við nauðsynlegum spurningum og auk þess vakni nýjar mikilvægar spurningar. Loks minnkar hnúturinn í maganum þegar líður að starfslokum og það er heldur betur dýrmætt. Því miður er þetta ekki nógu algengt. Auðvitað ættum við öll að byrja að huga að lífeyrismálunum löngu áður en á hólminn er komið en lífeyrismál eru ekki mjög skemmtileg og það getur verið óþægilegt að byrja að kynna sér þau. Tímakaupið er þó gott og eins og varðandi svo margt annað heilsueflandi borgar sig bara að bíta á jaxlinn og láta sig hafa það. Höfundur er fjármálaráðgjafi og veitir meðal annars ráðgjöf um lífeyrismál bjornberg.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Fjármál heimilisins Lífeyrissjóðir Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Sjá meira
Það er voða mikið látið með frasann „þetta reddast“. Hann er vissulega efni í létt samtöl við erlenda gesti og viðhorfið sem hann endurspeglar hefur átt þátt í að byggja upp það skemmtilega samfélag sem við búum í. Stundum þurfum við þó að minna okkur á að það er ef til vill ekki víst að þetta muni reddast án þess að gripið sé inn í. Það er vissara að setja upp reykskynjara. Við pössum upp á að börnin okkar læri heima svo þau standist prófin í vor og afkoma okkar á efri árum er sömuleiðis allt of mikilvæg til að afhenda hana í blindni óljósri framtíð og torskildum kerfum. Gefðu þig á tal við næsta lífeyrisþega og spurðu hvort lífeyrismálin hafi reddast. Ég leyfi mér að efast um að svarað verði með innblásinni lofræðu um rausnarlegar greiðslur almannatrygginga og valkvíða vegna alls þess sem gera má við himinháar lífeyrisgreiðslurnar. Valkostunum fjölgar Vissulega vex lífeyriskerfið hratt og kaupmáttur greiðslna til lífeyrisþega eykst með hverjum árgangi sem kemst á aldur. Þótt betur megi því treysta á kerfin en áður er óvissan um afkomu hvers og eins okkar óneitanlega mikil og hún er ekki bara bundin þróun efnahagsmála og ávöxtunar sjóðanna heldur ákvörðunum okkar sjálfra. Íslenska lífeyriskerfið, með sínum kostum og göllum, hefur að undanförnu þróast í átt að meiri fjölbreytileika og fleiri valmöguleikum hvað úttektir og greiðslur varðar. Þetta eru góðar fréttir, enda gefst okkur með þessu kostur á að klæðskerasníða starfslokin og lífeyristökuna eins og okkur hentar. Áberandi er þó sá ókostur að allar þessar breytingar og allir þessir valkostir flækja flókið kerfi enn frekar og það er varla fyrir aðra en sérstakt áhugafólk um lífeyrismál að ryðjast í gegnum frumskóginn og ná almennilegri yfirsýn yfir það sem þó skiptir okkur öll svo miklu máli. Það segir sig sjálft að hversu mikill sem sveigjanleikinn er og hversu jákvæðar sem allar þessar breytingar eru getur fólk ekki nýtt sér þær ef það þekkir þær ekki. Óvissan er mikil Skáldið Magnús Sigurðsson gerir fræg orð Donald Rumsfeld, fyrrum dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, að umfjöllunarefni sínu í bókinni Húslestri. Í þýðingu Magnúsar komst Rumsfeld svo að orði: „Einsog við vitum er sumt sem við vitum að við vitum; til er vissa um vissa vissu. Við vitum líka að það er sumt sem við vitum ekki; til er vissa um vissa óvissu. En svo vitum við líka að það er sumt sem við vitum ekki að við vitum ekki – til er vissa um vissa óvissa óvissu.“ Er þetta ekki svolítið eins og lífeyrismálin? Sumt vitum við, annað vitum við kannski að við vitum ekki en vegna þess hvernig kerfin eru byggð upp er svo margt sem við vitum ekki að við vitum ekki, en er þó mikilvægt að vita. Þetta er bara of flókið. Hvað er til bragðs að taka? Hvort sem við setjumst yfir lífeyrismálin sjálf eða með ráðgjafa er mikilvægt að geyma það ekki. Íslenska lífeyriskerfið er þannig uppbyggt að mögulega má bæta stöðuna, jafnvel umtalsvert, ef við ákveðum að láta þetta ekki reddast heldur grípum inn í snemma. Með góðum fyrirvara má því hefja undirbúning betri og hentugri starfsloka en ella. Krónunum getur mögulega fjölgað en þær geta sömuleiðis nýst okkur betur. Þegar ekkert liggur á og við gefum okkur tíma í að skoða lífeyrismálin aukast líkurnar á því að við getum sótt okkur svör við nauðsynlegum spurningum og auk þess vakni nýjar mikilvægar spurningar. Loks minnkar hnúturinn í maganum þegar líður að starfslokum og það er heldur betur dýrmætt. Því miður er þetta ekki nógu algengt. Auðvitað ættum við öll að byrja að huga að lífeyrismálunum löngu áður en á hólminn er komið en lífeyrismál eru ekki mjög skemmtileg og það getur verið óþægilegt að byrja að kynna sér þau. Tímakaupið er þó gott og eins og varðandi svo margt annað heilsueflandi borgar sig bara að bíta á jaxlinn og láta sig hafa það. Höfundur er fjármálaráðgjafi og veitir meðal annars ráðgjöf um lífeyrismál bjornberg.is
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun