Hver eru áhrif þess að selja sumarbústað? Björn Berg Gunnarsson skrifar 18. júlí 2024 09:01 Fastir liðir í útvarpi á sumrin hafa lítið breyst á undanförnum árum. Bylgjulestin er með skottið fullt af stuði, veðurfræðingur svarar fyrir 11 gráður og rigningu og Magnús Hlynur segir frá hundi sem kann eitthvað voða áhugavert. Það er þó orðið nokkuð síðan við höfum heyrt viðtöl við hjón sem segjast hafa selt sumarbústaðinn og fengið í kjölfarið rukkun frá hinu opinbera. Þetta voru þó árviss viðtöl. Ekki var nóg með skatturinn hnippti í Jón og Gunnu og bað um fjármagnstekjuskatt vegna sölunnar heldur þurftu þau að endurgreiða Tryggingastofnun í þokkabót. Ný undanþága vegna sumarbústaða Svona var þetta. Flestir sem seldu sumarbústaðinn greiddu fjármagnstekjuskatt (22%) af söluhagnaði eða helmingi söluverðs. Hagnaðurinn var svo færður sem tekjur á móti greiðslum almannatrygginga. Ef seljendur höfðu ekki tiltekið þann hagnað í tekjuáætlun hjá TR gat myndast krafa vegna ofgreidds lífeyris. Nú hefur þessu þó verið breytt og sérstök undanþága tók gildi fyrir fáeinum árum. Þar er tekið fram að „...sala á frístundahúsnæði í eigu manna [sé] skattfrjáls ef heildarrúmmál eignarinnar og íbúðarhúsnæðis viðkomandi fer ekki fram úr 600 rúmmetrum hjá einstaklingi eða 1.200 rúmmetrum hjá hjónum. Skilyrði er að húsnæðið hafi verið nýtt af eigendum og ekki verið til útleigu gegn endurgjaldi og eignarhald varað að lágmarki í 7 ár.“ Það munar um þessa undanþágu. Ef heildarrúmmetrafjöldi í okkar eigu fer yfir þessi tilteknu mörk, greiðum við fjármagnstekjuskatt af því sem umfram er og verðum sömuleiðis skert hjá almannatryggingum, fáum við greiðslur þaðan. Ekki er óvarlegt að áætla að 1.200 rúmmetrar jafngildi um 500 fermetrum, en ef við erum óviss er þó er alltaf ráðlagt að ganga úr skugga um hvort við föllum innan marka undanþágunnar. Raunar er yfirleitt góð hugmynd að heyra hljóðið í endurskoðanda eða öðrum skattasérfræðingi þegar selja á eignir. Tekur því að leigja bústaðinn út? Þetta vekur eðlilega upp spurningar varðandi útleigu á frístundahúsnæði, til dæmis í skammtímaleigu á Airbnb. Það gæti hljómað freistandi að sækja þannig viðbótartekjur samhliða lífeyristöku. Við munum þó greiða 22% fjármagnstekjuskatt af leigurtekjunum og ef við fáum greiðslur frá almannatryggingum, í gegnum TR, getum við áætlað að skerðingar nemi um rétt um 30% til viðbótar (séum við í sambúð og þegar tekið hefur verið tillit til staðgreiðslu af greiðslum TR). Því getur farið þannig að útleigan skili okkur innan við helmingi teknanna í vasann auk þess sem sala eignarinnar gæti jafnvel orðið milljónum dýrari ef við missum undanþáguna og til stendur að selja bústaðinn. Það er ekki verið að gera þetta einfalt fyrir okkur. En þegar um svona háar fjárhæðir getur verið að ræða er vissara að kynna sér málin. Höfundur er fjármálaráðgjafi sem meðal annars býður upp á ráðgjöf um lífeyrismál og sparnað á bjornberg.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Húsnæðismál Skattar og tollar Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Fastir liðir í útvarpi á sumrin hafa lítið breyst á undanförnum árum. Bylgjulestin er með skottið fullt af stuði, veðurfræðingur svarar fyrir 11 gráður og rigningu og Magnús Hlynur segir frá hundi sem kann eitthvað voða áhugavert. Það er þó orðið nokkuð síðan við höfum heyrt viðtöl við hjón sem segjast hafa selt sumarbústaðinn og fengið í kjölfarið rukkun frá hinu opinbera. Þetta voru þó árviss viðtöl. Ekki var nóg með skatturinn hnippti í Jón og Gunnu og bað um fjármagnstekjuskatt vegna sölunnar heldur þurftu þau að endurgreiða Tryggingastofnun í þokkabót. Ný undanþága vegna sumarbústaða Svona var þetta. Flestir sem seldu sumarbústaðinn greiddu fjármagnstekjuskatt (22%) af söluhagnaði eða helmingi söluverðs. Hagnaðurinn var svo færður sem tekjur á móti greiðslum almannatrygginga. Ef seljendur höfðu ekki tiltekið þann hagnað í tekjuáætlun hjá TR gat myndast krafa vegna ofgreidds lífeyris. Nú hefur þessu þó verið breytt og sérstök undanþága tók gildi fyrir fáeinum árum. Þar er tekið fram að „...sala á frístundahúsnæði í eigu manna [sé] skattfrjáls ef heildarrúmmál eignarinnar og íbúðarhúsnæðis viðkomandi fer ekki fram úr 600 rúmmetrum hjá einstaklingi eða 1.200 rúmmetrum hjá hjónum. Skilyrði er að húsnæðið hafi verið nýtt af eigendum og ekki verið til útleigu gegn endurgjaldi og eignarhald varað að lágmarki í 7 ár.“ Það munar um þessa undanþágu. Ef heildarrúmmetrafjöldi í okkar eigu fer yfir þessi tilteknu mörk, greiðum við fjármagnstekjuskatt af því sem umfram er og verðum sömuleiðis skert hjá almannatryggingum, fáum við greiðslur þaðan. Ekki er óvarlegt að áætla að 1.200 rúmmetrar jafngildi um 500 fermetrum, en ef við erum óviss er þó er alltaf ráðlagt að ganga úr skugga um hvort við föllum innan marka undanþágunnar. Raunar er yfirleitt góð hugmynd að heyra hljóðið í endurskoðanda eða öðrum skattasérfræðingi þegar selja á eignir. Tekur því að leigja bústaðinn út? Þetta vekur eðlilega upp spurningar varðandi útleigu á frístundahúsnæði, til dæmis í skammtímaleigu á Airbnb. Það gæti hljómað freistandi að sækja þannig viðbótartekjur samhliða lífeyristöku. Við munum þó greiða 22% fjármagnstekjuskatt af leigurtekjunum og ef við fáum greiðslur frá almannatryggingum, í gegnum TR, getum við áætlað að skerðingar nemi um rétt um 30% til viðbótar (séum við í sambúð og þegar tekið hefur verið tillit til staðgreiðslu af greiðslum TR). Því getur farið þannig að útleigan skili okkur innan við helmingi teknanna í vasann auk þess sem sala eignarinnar gæti jafnvel orðið milljónum dýrari ef við missum undanþáguna og til stendur að selja bústaðinn. Það er ekki verið að gera þetta einfalt fyrir okkur. En þegar um svona háar fjárhæðir getur verið að ræða er vissara að kynna sér málin. Höfundur er fjármálaráðgjafi sem meðal annars býður upp á ráðgjöf um lífeyrismál og sparnað á bjornberg.is.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun