Evran eins og við þekkjum hana er búin að vera Björn Berg Gunnarsson skrifar 14. janúar 2022 08:01 Eftir tvo áratugi er þetta komið gott. Evran, sem frá árinu 2002 hefur sameinað stóran hluta Evrópu og auðveldað milliríkjaviðskipti, þykir víst ekki nógu fín lengur. Angela Merkel sagði á sínum tíma að ef tilraunin með hina sameiginlegu mynt mistakist fari Evrópa sömu leið. Ég efast þó um að hún hafi átt við útlit evruseðlanna sjálfra. Evran er á leið í andlitslyftingu. Christine Lagarde, bankastjóri Evrópska seðlabankans (ECB), segir „tímabært að endurskoða útlit seðlanna svo þeir höfði betur til Evrópubúa á öllum aldri og uppruna.“ Lykilorðið að þessu sinni er samráð og maður lifandi, hvílíkt og annað eins samráð. Heljarinnar ráðgjafarnefnd sérfræðinga frá öllum Evrulöndunum er ætlað að leggja til hugmyndir að nýjum myndheimi. Tillögurnar verða síðan bornar undir almenning á Evrusvæðinu og í kjölfarið skal haldin hönnunarsamkeppni. Aftur verður biðlað til almennings um að segja skoðun sína á tillögum hinna ýmsu hönnuða áður en Lagarde og félagar í seðlabankanum taka lokaákvörðun um hina nýju evruseðla. Ekki vantar heldur metnaðinn. Fabio Panetta, stjórnarmaður í ECB, segir markmiðið að þegar nýju seðlarnir verða settir í umferð árið 2024 geti Evrópubúar samsvarað sig þeim og verið stoltir af notkun þeirra. Hann biður ekki um lítið. En hvaða kostir ætli séu í boði? Mögulegt útlit seðlanna Seðlarnir eru í dag, líkt og þeir íslensku, úr bómull. Þegar minniháttar breytingar voru gerðar á þeim fyrir tæpum áratug var rætt um þann möguleika að prenta þá á plast, en það þótti ekki tímabært. Í dag hafa fjölmörg lönd þó leitað í plastið, svo sem Ástralía, sem fyrst tók í notkun slíka seðla árið 1988, Bretland, Nígería, Kanada og Víetnam. Plastið endist lengur, þarf því sjaldnar að endurnýja, er ódýrara og erfiðara að falsa. Slíkir seðlar innihalda þó flestir eilítið magn dýrafitu og teljast því ekki vegan. Líklegt má því telja að bómullarseðlar verði fyrir valinu nema hægt verði að bjóða upp á vegan plastseðla. Hvað mögulegan myndheim varðar þykir núverandi áhersla á glugga, dyragættir og brýr víst of gamaldags. Auðvitað er innantómt þvaður að tala um að íbúar álfunnar verði stoltir af seðlunum en það er þó markmiðið og verður fróðlegt að sjá hvað ráðgjafarhópurinn, sem samanstendur af lista- og vísindafólki úr ýmsum áttum, leggur til. Ég tel þó útilokað að önnur eins atburðarrás og tengdist brúnum á bakhliðum gömlu seðlanna endurtaki sig, sem er synd í sjálfu sér. Um ævintýri austurríska hönnuðarins Robert Kalina og snilldarhugmynd Hollendingsins Robin Stam má lesa í eldri grein hér. Hönnun nýrra peningaseðla er afar spennandi verkefni og tilefni til að hugsa um hlutverk peninga og það sem sameinar íbúa viðkomandi myntsvæðis. Þó stöðugt dragi úr notkun seðla og mynta erum við ekki enn komin á þann stað að útgáfu þeirra verði hætt, einkum þar sem traust á aðra valkosti reiðufjár skortir nokkuð. Það kemur þó að því á endanum. Peningaseðlum er almennt ætlað að koma tilteknum hughrifum til skila. Með útgáfu seðla hafa harðstjórar og aðrir þjóðarleiðtogar í gegnum tíðina sem dæmi getað troðið sér í vasa allra íbúa landsins svo enginn vafi sé á hver ræður. Þegar einræðisherranum Mobutu Sese Seko var bolað frá völdum í því sem þá var kallað Zaire var seðlunum sem gefnir voru út í stjórnartíð hans þó enn haldið í umferð, enda afar kostnaðarsamt að skipta þeim öllum út þrátt fyrir að andlit hans prýddi þá enn. Lausnin var að kappinn var einfaldlega klipptur af seðlunum og þar við sat. Seðlar með gati voru því í umferð í 11. stærsta landi heims. Oft vísa myndskreytingar seðla til sögunnar og er ætlað að ýta undir þjóðerniskennd. Hér á Íslandi hafa lærdómsrit og list verið í forgrunni, í Norður-Kóreu heilagleiki Kim Il Sung, Norðmenn vísa í hafið á öllum nýju seðlunum sínum og Japanir í merkisfólk úr sögu landsins. Týnist Ísland aftur? Fyrir ECB liggur ærið verkefni. Evrópusambandið var stofnað með það í huga að sameina aðildarlöndin í stað áherslu á þjóðerniseinkenni hvers og eins en nýju seðlarnir ættu þó að geta kveikt þó ekki sé nema umræðu um eðli samevrópsks menningararfs. Þess vegna er hönnun nýrra Evruseðla svo áhugaverð. Næstu tvö árin verður eflaust rifist og kvartað en árið 2024 fáum við nýja seðla í hendurnar. Ég, fyrir mitt leyti, verð spenntur að sjá þá þó ég geri mér hóflegar væntingar, enda hætt við að lægsti samnefnari verði ansi lágur þegar svo margir koma að ákvörðuninni. En verður Ísland á seðlunum? Þegar uppkast seðlanna var kynnt seðlabankastjórum Evrópu fyrir fyrstu prentun 2002 var eyjuna okkar hvergi að finna. Þáverandi bankastjóri sænska seðlabankans rak þó augun í það reginhneyksli og lét lagfæra seðlana. Við skulum vona að arftaki hans verði einnig á vaktinni að þessu sinni. Höfundur er deildarstjóri Greiningar og fræðslu Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Evrópusambandið Tengdar fréttir Hvar eru brýrnar á evruseðlunum? Þegar peningaseðlarnir hverfa munu fá okkar væntanlega sakna þeirra vegna fagurfræðilegra sjónarmiða. Í þau örfáu skipti sem ég dreg fram brakandi Brynjólf Sveinsson gef ég mér sjaldan tíma til að virða seðilinn sérstaklega fyrir mér og hugsa um í hvað í ósköpunum maðurinn er klæddur. 27. febrúar 2021 09:01 Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Eftir tvo áratugi er þetta komið gott. Evran, sem frá árinu 2002 hefur sameinað stóran hluta Evrópu og auðveldað milliríkjaviðskipti, þykir víst ekki nógu fín lengur. Angela Merkel sagði á sínum tíma að ef tilraunin með hina sameiginlegu mynt mistakist fari Evrópa sömu leið. Ég efast þó um að hún hafi átt við útlit evruseðlanna sjálfra. Evran er á leið í andlitslyftingu. Christine Lagarde, bankastjóri Evrópska seðlabankans (ECB), segir „tímabært að endurskoða útlit seðlanna svo þeir höfði betur til Evrópubúa á öllum aldri og uppruna.“ Lykilorðið að þessu sinni er samráð og maður lifandi, hvílíkt og annað eins samráð. Heljarinnar ráðgjafarnefnd sérfræðinga frá öllum Evrulöndunum er ætlað að leggja til hugmyndir að nýjum myndheimi. Tillögurnar verða síðan bornar undir almenning á Evrusvæðinu og í kjölfarið skal haldin hönnunarsamkeppni. Aftur verður biðlað til almennings um að segja skoðun sína á tillögum hinna ýmsu hönnuða áður en Lagarde og félagar í seðlabankanum taka lokaákvörðun um hina nýju evruseðla. Ekki vantar heldur metnaðinn. Fabio Panetta, stjórnarmaður í ECB, segir markmiðið að þegar nýju seðlarnir verða settir í umferð árið 2024 geti Evrópubúar samsvarað sig þeim og verið stoltir af notkun þeirra. Hann biður ekki um lítið. En hvaða kostir ætli séu í boði? Mögulegt útlit seðlanna Seðlarnir eru í dag, líkt og þeir íslensku, úr bómull. Þegar minniháttar breytingar voru gerðar á þeim fyrir tæpum áratug var rætt um þann möguleika að prenta þá á plast, en það þótti ekki tímabært. Í dag hafa fjölmörg lönd þó leitað í plastið, svo sem Ástralía, sem fyrst tók í notkun slíka seðla árið 1988, Bretland, Nígería, Kanada og Víetnam. Plastið endist lengur, þarf því sjaldnar að endurnýja, er ódýrara og erfiðara að falsa. Slíkir seðlar innihalda þó flestir eilítið magn dýrafitu og teljast því ekki vegan. Líklegt má því telja að bómullarseðlar verði fyrir valinu nema hægt verði að bjóða upp á vegan plastseðla. Hvað mögulegan myndheim varðar þykir núverandi áhersla á glugga, dyragættir og brýr víst of gamaldags. Auðvitað er innantómt þvaður að tala um að íbúar álfunnar verði stoltir af seðlunum en það er þó markmiðið og verður fróðlegt að sjá hvað ráðgjafarhópurinn, sem samanstendur af lista- og vísindafólki úr ýmsum áttum, leggur til. Ég tel þó útilokað að önnur eins atburðarrás og tengdist brúnum á bakhliðum gömlu seðlanna endurtaki sig, sem er synd í sjálfu sér. Um ævintýri austurríska hönnuðarins Robert Kalina og snilldarhugmynd Hollendingsins Robin Stam má lesa í eldri grein hér. Hönnun nýrra peningaseðla er afar spennandi verkefni og tilefni til að hugsa um hlutverk peninga og það sem sameinar íbúa viðkomandi myntsvæðis. Þó stöðugt dragi úr notkun seðla og mynta erum við ekki enn komin á þann stað að útgáfu þeirra verði hætt, einkum þar sem traust á aðra valkosti reiðufjár skortir nokkuð. Það kemur þó að því á endanum. Peningaseðlum er almennt ætlað að koma tilteknum hughrifum til skila. Með útgáfu seðla hafa harðstjórar og aðrir þjóðarleiðtogar í gegnum tíðina sem dæmi getað troðið sér í vasa allra íbúa landsins svo enginn vafi sé á hver ræður. Þegar einræðisherranum Mobutu Sese Seko var bolað frá völdum í því sem þá var kallað Zaire var seðlunum sem gefnir voru út í stjórnartíð hans þó enn haldið í umferð, enda afar kostnaðarsamt að skipta þeim öllum út þrátt fyrir að andlit hans prýddi þá enn. Lausnin var að kappinn var einfaldlega klipptur af seðlunum og þar við sat. Seðlar með gati voru því í umferð í 11. stærsta landi heims. Oft vísa myndskreytingar seðla til sögunnar og er ætlað að ýta undir þjóðerniskennd. Hér á Íslandi hafa lærdómsrit og list verið í forgrunni, í Norður-Kóreu heilagleiki Kim Il Sung, Norðmenn vísa í hafið á öllum nýju seðlunum sínum og Japanir í merkisfólk úr sögu landsins. Týnist Ísland aftur? Fyrir ECB liggur ærið verkefni. Evrópusambandið var stofnað með það í huga að sameina aðildarlöndin í stað áherslu á þjóðerniseinkenni hvers og eins en nýju seðlarnir ættu þó að geta kveikt þó ekki sé nema umræðu um eðli samevrópsks menningararfs. Þess vegna er hönnun nýrra Evruseðla svo áhugaverð. Næstu tvö árin verður eflaust rifist og kvartað en árið 2024 fáum við nýja seðla í hendurnar. Ég, fyrir mitt leyti, verð spenntur að sjá þá þó ég geri mér hóflegar væntingar, enda hætt við að lægsti samnefnari verði ansi lágur þegar svo margir koma að ákvörðuninni. En verður Ísland á seðlunum? Þegar uppkast seðlanna var kynnt seðlabankastjórum Evrópu fyrir fyrstu prentun 2002 var eyjuna okkar hvergi að finna. Þáverandi bankastjóri sænska seðlabankans rak þó augun í það reginhneyksli og lét lagfæra seðlana. Við skulum vona að arftaki hans verði einnig á vaktinni að þessu sinni. Höfundur er deildarstjóri Greiningar og fræðslu Íslandsbanka.
Hvar eru brýrnar á evruseðlunum? Þegar peningaseðlarnir hverfa munu fá okkar væntanlega sakna þeirra vegna fagurfræðilegra sjónarmiða. Í þau örfáu skipti sem ég dreg fram brakandi Brynjólf Sveinsson gef ég mér sjaldan tíma til að virða seðilinn sérstaklega fyrir mér og hugsa um í hvað í ósköpunum maðurinn er klæddur. 27. febrúar 2021 09:01
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun