Hrollvekjan Titane hlaut Gullpálmann Franski leikstjórinn Julia Ducournau varð í dag annar kvenkyns leikstjórinn til að vinna Gullpálmann þegar mynd hennar Titane vann aðalverðlaun Cannes kvikmyndahátíðarinnar í dag. Bíó og sjónvarp 17. júlí 2021 20:31
Dýrið hlaut verðlaun í Cannes Íslenska kvikmyndin Dýrið hlaut nú rétt í þessu „Prize of Originality“ verðlaunin í Un Certain Regard keppninni sem er hluti af aðaldagskrá alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Cannes. Lífið 16. júlí 2021 19:14
Heimildamynd um Anthony Bourdain gagnrýnd fyrir gervirödd Heimildamynd um stjörnukokkinn Anthony Bourdain heitinn hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að hafa beitt gervigreind til að endurgera rödd kokksins. Leikstjóri myndarinnar staðfesti að rödd kokksins hafi verið endurgerð með hjálp gervigreindar og notuð í myndinni. Bíó og sjónvarp 16. júlí 2021 14:10
Antonio Banderas, Harrison Ford og Pheobe Waller-Bridge í nýrri Indiana Jones Næsta ævintýri fornleifafræðingsins Indiana Jones verður stjörnum prýtt en tilkynnt hefur verið að Antonio Banderas muni fara með hlutverk í næstu mynd, þeirri fimmtu í kvikmyndaseríunni. Bíó og sjónvarp 16. júlí 2021 10:54
Meghan og Harry framleiða teiknimyndaþætti fyrir Netflix Harry Bretaprins og Meghan Markle hafa tilkynnt að þau séu að framleiða teiknimyndaþætti fyrir Netflix en þættirnir eru framleiddir af framleiðslufyrirtækinu þeirra Archwell. Meghan er höfundur og framleiðandi þáttanna en þeir bera titilinn Pearl. Bíó og sjónvarp 15. júlí 2021 12:37
Sagði sig frá Witcher vegna Verbúðarinnar Leikarinn Björn Hlynur Haraldsson sagði sig frá Netflix-þáttunum The Witcher vegna framleiðslu á nýjum íslenskum þáttum, Verbúðinni. Björn Hlynur sló í gegn í hlutverki Eist í fyrstu seríu þáttanna en til stóð að hann léti sjá sig í annarri seríunni en ekkert verður úr því. Bíó og sjónvarp 15. júlí 2021 10:01
Kann betur við Cannes í Covid Leikarinn Björn Hlynur Haraldsson er staddur á kvikmyndahátíðinni í Cannes í Frakklandi þessa dagana en kvikmyndin Lamb, eða Dýrið, sem Björn Hlynur fer með hlutverk í var frumsýnd á hátíðinni. Bíó og sjónvarp 14. júlí 2021 13:02
Loki Laufeyjarson fær aðra seríu Hrekkjaguðinn Loki Laufeyjarson mun fá aðra sjónvarpsþáttaseríu hjá Marvel en lokaþáttur fyrstu seríunnar kom út í dag. Tilkynnt var um að önnur sería verði framleidd í kreditsenunni í lokaþættinum. Bíó og sjónvarp 14. júlí 2021 10:41
Tiger King þættir Amazon hættir í framleiðslu? Svo virðist vera sem ekkert verði úr þáttum í framleiðslu Amazon um dýrahirðinn og dæmda glæpamanninn Joe Exotic, sem vakti mikla athygli í Netflix-heimildaþáttunum Tiger King. Leikarinn Nicolas Cage hafði tekið að sér aðalhlutverkið, sem Joe Exotic, en hann hefur ýjað að því að hann muni ekki fara með hlutverkið. Bíó og sjónvarp 14. júlí 2021 10:00
Big Bang-stjarna vill til Íslands í nýju þáttunum Kaley Cuoco, ein af stjörnum gamanþáttana ofurvinsælu Big Bang Theory, segist gjarnan vilja taka upp einn þátt í annarri þáttaröð Flight Attendand, nýjum þáttum hennar, hér á landi. Bíó og sjónvarp 14. júlí 2021 08:46
Dýrið hefur fengið nokkuð góðar viðtökur á Cannes Dýrið, kvikmynd Valdimars Jóhannssonar, var frumsýnd á Un Certain Regard hluta kvikmyndahátíðarinnar í Cannes í dag. Myndin hefur fengið nokkuð góða gagnrýni hingað til. Dýrið er sem stendur með einkunnina 6,7 á IMDB. Bíó og sjónvarp 13. júlí 2021 22:44
Krúnan og Mandalorian sópa að sér Emmy tilnefningum Tilnefningar til Emmy verðlaunanna hafa verið tilkynntar og eru þar þáttaraðirnar The Crown og The Mandalorian tilnefningaflestar. Hvor þáttanna er tilnefndur til 24 verðlauna en á eftir fylgja WandaVision, Ted Lasso og Handmaid‘s Tale hvað tilnefningafjölda varðar. Bíó og sjónvarp 13. júlí 2021 16:42
Ramsay ekki viss um að íslenskur hákarl sé ætur Stjörnukokkurinn Gordon Ramsay er ekki par hrifinn af íslenskum hákarli og gerir hann það dagljóst í þáttunum Uncharted, sem sýndir eru á National Geographic. Í þættinum má sjá Ramsay prófa hákarl hjá Finnboga Bernódussyni, vélsmiði í Bolungarvík. Bíó og sjónvarp 12. júlí 2021 16:31
Óvenjuleg opnunarhelgi hjá Black Widow Fyrsta kvikmynd Marvel kvikmyndaversins í rúm tvö ár fór í sýningu á föstudag og á nokkuð óvenjulegan hátt. Kvikmyndin sem um ræðir er Black Widow, sem fjallar um ofurnjósnarann Natasha Romanoff og rússneskra félaga hennar. Bíó og sjónvarp 12. júlí 2021 11:11
Sjáðu fyrstu stikluna úr annarri seríu The Witcher Fyrsta smástiklan fyrir aðra seríu Netflix-þáttanna The Witcher er komin í loftið. Nú eru bara fimm mánuðir í að þættirnir komi út og er því nær tveggja ára bið eftir annarri seríu lokið en fyrsta sería þáttanna fór í loftið í desember 2019. Bíó og sjónvarp 12. júlí 2021 09:59
Auglýsa eftir aukaleikurum á Hellu fyrir stórt Netflix-verkefni Auglýst hefur verið eftir aukaleikurum fyrir erlent verkefni á vegum Netflix á Facebook-síðu íbúa Hellu. Samkvæmt Facebook-færslunni er leitað að karlmönnum á aldrinum 22-55 ára og um sjötugt. Bíó og sjónvarp 9. júlí 2021 22:00
Sjáðu fyrsta brotið úr væntanlegri seríu Succession Margir hafa beðið í ofvæni eftir seríu þrjú af þáttunum Succession sem framleiddir eru af HBO. Hún kemur út í haust en nákvæmar dagsetningar á frumsýningu þáttanna hafa enn ekki verið tilkynntar. Bíó og sjónvarp 8. júlí 2021 14:46
A24 kaupir sýningarrétt að Dýri Valdimars Jóhannssonar Bandaríska framleiðslu- og dreifingarfyrirtækið A24 hefur keypt sýningarétt að Dýrinu, kvikmynd Valdimars Jóhannssonar, í Norður-Ameríku. Bíó og sjónvarp 5. júlí 2021 21:24
Richard Donner er látinn Leikstjórinn og framleiðandinn Richard Donner lést í dag, 91 árs að aldri. Hann var helst þekktur fyrir að hafa leikstýrt Lethal Weapon fjórleiknum og fyrstu Superman kvikmyndinni. Bíó og sjónvarp 5. júlí 2021 21:05
„Þakklát fyrir að hafa fengið að vera áfram til“ Ingamaría Eyjólfsdóttir fer með eitt af aðalhlutverkunum í íslensku kvikmyndinni Skuggahverfið eða Shadowtown. Í janúar árið 2019 var hún þungt haldin á sjúkrahúsi í Danmörku eftir alvarlegt umferðarslys. Hún segist hafa lært margt af þeirri lífsreynslu og tekur engu sem sjálfsögðu. Lífið 3. júlí 2021 07:01
Kvikmyndin Leynilögga keppir um Gyllta hlébarðann Á blaðamannafundi í morgun tilkynnti listrænn stjórnandi Locarno að kvikmyndin Leynilögga hafi verið valin á hátíðina. Kvikmyndin keppir þar í aðalkeppni hátíðarinnar sem nefnist Concorso internacionale þar sem keppt er um Gyllta hlébarðann eða Pardo d‘Oro, ein virtustu kvikmyndaverðlaun sem veitt eru ár hvert. Bíó og sjónvarp 1. júlí 2021 10:14
„Sjaldgæft að heimildarmyndir komist á hvíta tjaldið vestan hafs“ Íslenska heimildamyndin Á móti straumnum/Against the Current eftir Óskar Pál Sveinsson kvikmyndagerðamann verður frumsýnd í dag í kvikmyndahúsum í New York og Los Angeles í Bandaríkjunum. Bíó og sjónvarp 25. júní 2021 14:31
Fyrsta sýnishornið úr kvikmyndinni Skjálfti Í dag var frumsýnt fyrsta sýnishornið úr íslensku kvikmyndinni Skjálfti. Með aðalhlutverk fara Aníta Briem, Edda Björgvinsdóttir og Jóhann Sigurðsson. Bíó og sjónvarp 24. júní 2021 16:01
Alþjóðlega heimildamyndahátíðin IceDocs haldin á Akranesi og á netinu Nýjar alþjóðlegar heimildarmyndir verða sýndar á heimildarmyndahátíðinni IceDocs sem fer nú fram á Akranesi. Hátíðinni lýkur á sunnudag. Bíó og sjónvarp 24. júní 2021 12:30
Heimir segist aldrei hafa krafist kredits fyrir Kötlu Heimir Sverrisson leikmyndagerðarmaður hefur skrifað pistil sem hann vonar að verði til að lægja öldur í kvikmyndageiranum. Bíó og sjónvarp 23. júní 2021 11:00
Sunneva svarar fyrir sig Sunneva Ása Weishappel, leikmyndahönnuður sjónvarpsþáttanna Kötlu sem eru í sýningu á Netflix, segir Arnar Orra Bjarnason, framkvæmdastjóra Irmu studio, vega að sér opinberlega í nýlegri Facebook-færslu. Um leið vinnu hennar, hugmyndum og hæfileikum. Hún geti því ekki annað en svarað fyrir sig. Bíó og sjónvarp 22. júní 2021 11:09
Kvikmyndagerð á Íslandi er mikil lyftistöng fyrir ferðaþjónustuna Um 40 prósent allra erlendra ferðamanna sem hingað koma til lands gera það eftir að hafa séð afþreyingarefni sem framleitt er á Íslandi. Innlent 21. júní 2021 23:05
Leikari úr Friends er með krabbamein Leikarinn James Michael Tyler hefur tilkynnt að hann hafi greinst með fjórða stigs krabbamein í blöðruhálskirtli. Hann er þekktastur fyrir hlutverk sitt í gamanþáttunum Friends en hann lék þjóninn Gunther. Bíó og sjónvarp 21. júní 2021 19:30
Segir Kötlumenn hafa haft heiðurinn af leikmyndarhönnuði Arnar Orri Bjarnason, einn þeirra sem stóð að leikmyndinni í nýju Netflix-þáttunum Kötlu, segir að þeirra aðkoma að hönnun leikmyndar hafi ekki verið minnst á í kreditlista fyrir þættina. Og hann sjálfur rangtitlaður. Bíó og sjónvarp 21. júní 2021 13:10
Katla klífur topplista út um allan heim Þáttaröðin Katla hefur farið sigurför um heiminn síðustu daga. Þremur dögum eftir frumsýningu var serían komin á topplista Netflix í sextíu og sex löndum. Bíó og sjónvarp 21. júní 2021 12:06