Cameron Diaz snýr aftur á skjáinn eftir langt hlé Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. júní 2022 07:49 Cameron Diaz hefur ekki tekið að sér verkefni í Hollywood í átta ár. Netflix/Mary Ellen Matthews Bandaríska leikkonan Cameron Diaz mun snúa aftur til vinnu í Hollywood eftir átta ára hlé. Hún mun leika aðalhlutverkið í kvikmyndinni Back in Action, sem Netflix framleiðir. Netflix tilkynnti þetta í gær en Diaz hefur frá árinu 2014 ekki tekið að sér nein hlutverk í kvikmyndum eða sjónvarpsþáttum. Hún lék síðast í kvikmyndinni Annie sem kom út það ár. Bandaríski leikarinn Jamie Foxx mun leika hitt aðalhlutverkið í myndinni sem sögð er vera hasar-grínmynd. Netflix hefur ekki viljað gefa neitt annað upp um hvað myndin fjallar. Framleiðsla myndarinnar hefst síðar á þessu ári. Seth Gordon, sem helst er þekktur fyrir myndina Horrible Bosses mun leikstýra myndinni. Jamie Foxx birti stutt hljóðbrot á Twitter í gær til að kynna myndina, þar má heyra stutt samtal á milli hans, Diaz og íþróttagoðsagnarinnar Tom Brady. Cameron I hope you aren’t mad I recorded this, but no turning back now. Had to call in the GOAT to bring back another GOAT. @CameronDiaz and I are BACK IN ACTION - our new movie with @NetflixFilm. Production starting later this year!! 🦊🐐 pic.twitter.com/vyaGrUmbWb— Jamie Foxx (@iamjamiefoxx) June 29, 2022 Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Foxx og Diaz leiða saman hesta sína. Þau léku saman í Annie, áðurnefndri kvikmynd sem var síðasta verkefni Diaz. Þá léku þau einnig saman í kvikmyndinni Any Given Sunday, sem kom út árið 1999. Bíó og sjónvarp Hollywood Netflix Tengdar fréttir Eyðir orkunni ekki lengur í útlitið Leikkonan Cameron Diaz sagði í viðtali á dögunum að áhyggjur af útlitinu væru neðarlega á lista eftir að hún steig í burtu frá leiklistinni. Hún segist áður hafa verið fórnalamb samfélagslegra útlitisstaðla en sé komin á betri stað í dag. 9. mars 2022 13:32 Cameron Diaz eignast sitt fyrsta barn Leikkonan deildi gleðifréttunum á Instagram. 3. janúar 2020 20:30 Mest lesið „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Lífið Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Netflix tilkynnti þetta í gær en Diaz hefur frá árinu 2014 ekki tekið að sér nein hlutverk í kvikmyndum eða sjónvarpsþáttum. Hún lék síðast í kvikmyndinni Annie sem kom út það ár. Bandaríski leikarinn Jamie Foxx mun leika hitt aðalhlutverkið í myndinni sem sögð er vera hasar-grínmynd. Netflix hefur ekki viljað gefa neitt annað upp um hvað myndin fjallar. Framleiðsla myndarinnar hefst síðar á þessu ári. Seth Gordon, sem helst er þekktur fyrir myndina Horrible Bosses mun leikstýra myndinni. Jamie Foxx birti stutt hljóðbrot á Twitter í gær til að kynna myndina, þar má heyra stutt samtal á milli hans, Diaz og íþróttagoðsagnarinnar Tom Brady. Cameron I hope you aren’t mad I recorded this, but no turning back now. Had to call in the GOAT to bring back another GOAT. @CameronDiaz and I are BACK IN ACTION - our new movie with @NetflixFilm. Production starting later this year!! 🦊🐐 pic.twitter.com/vyaGrUmbWb— Jamie Foxx (@iamjamiefoxx) June 29, 2022 Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Foxx og Diaz leiða saman hesta sína. Þau léku saman í Annie, áðurnefndri kvikmynd sem var síðasta verkefni Diaz. Þá léku þau einnig saman í kvikmyndinni Any Given Sunday, sem kom út árið 1999.
Bíó og sjónvarp Hollywood Netflix Tengdar fréttir Eyðir orkunni ekki lengur í útlitið Leikkonan Cameron Diaz sagði í viðtali á dögunum að áhyggjur af útlitinu væru neðarlega á lista eftir að hún steig í burtu frá leiklistinni. Hún segist áður hafa verið fórnalamb samfélagslegra útlitisstaðla en sé komin á betri stað í dag. 9. mars 2022 13:32 Cameron Diaz eignast sitt fyrsta barn Leikkonan deildi gleðifréttunum á Instagram. 3. janúar 2020 20:30 Mest lesið „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Lífið Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Eyðir orkunni ekki lengur í útlitið Leikkonan Cameron Diaz sagði í viðtali á dögunum að áhyggjur af útlitinu væru neðarlega á lista eftir að hún steig í burtu frá leiklistinni. Hún segist áður hafa verið fórnalamb samfélagslegra útlitisstaðla en sé komin á betri stað í dag. 9. mars 2022 13:32
Cameron Diaz eignast sitt fyrsta barn Leikkonan deildi gleðifréttunum á Instagram. 3. janúar 2020 20:30