„Viljum fagna þessum æðislega viðburði í menningu unglinga sem okkur svo kær“ Atli Ísleifsson skrifar 8. júní 2022 21:31 Adam, Kári, Rommel og Orri standa að gerð myndarinnar sem fjallar um þátttökuferli Laugalækjarskóla í Skrekk síðasta haust. Aðsend/Reykjavíkurborg „Myndin snýst um Skrekk í heild sinni. Við viljum fagna þessum æðislega viðburði í menningu unglinga sem er okkur svo kær. Þetta gefur okkur svo ótrúlega mikið.“ Þetta segir Kári Einarsson, kvikmyndagerðarmaður og nemandi í 10. bekk Laugalækjarskóla, en heimildarmynd Kára og þriggja félaga hans um hæfileikakeppnina Skrekk og þátttöku Laugalækjarskólans í henni verður sýnd í Laugarásbíói klukkan 16:30 á morgun. Kári segir að þeir félagarnir hafi verið að klára vinnslu myndarinnar fyrr í kvöld. „Við erum flottir með fína frestunaráráttu. En þetta hafðist. Það er þá verið að „rendera“ hana núna „as we speak“ – ganga frá myndinni þannig að hægt sé að sýna hana í bíó á morgun. Við erum allavega mjög ánægðir með útkomuna og erum bara spenntir. “ Heimildarmyndin ber nafnið Skrekkur – á bakvið tjöldin, en að henni standa þeir Rommel Ivar Q. Patagoc, Orri Eliasen og Adam Son Thai Huynn, auk Kára. „Þarna er fylgst með Laugalækjarskóla að fara í gegnum Skrekksferlið. Við erum þarna saman hópurinn, búum til atriðið, og keppum í Skrekk. Myndin er því í raun um þátttöku Laugalækjarskóla í Skrekk.“ Sjá má stiklu myndarinnar að neðan. Ótrúlega jákvæð áhrif Kári segir að Skrekkur hafi ótrúlega jákvæð áhrif á þá sem taka þátt í hæfileikakeppninni. „Við gerðum könnun á því, fengum yfir þrjú hundruð krakka til að svara spurningum og komumst að því að yfir 80 prósent sögðust hafa kynnst einhverjum nýjum í gegnum Skrekk. Þetta er því að hafa ótrúlega jákvæð áhrif og við erum svakalega ánægð með þennan viðburð.“ Um er að ræða fjörutíu mínútna heimildarmynd sem verður heimsfrumsýnd í Laugarásbíói á morgun klukkan 16:30. „Við ákváðum að taka bíóið hérna í hverfinu á leigu og eins og staðan er núna þá verður það bara þessi eina sýning þó að myndin verði líklega sýnd á öðrum vettvangi síðar. En við leigðum þarna stærsta salinn og ætlum að sýna á morgun.“ Skrekkur Kvikmyndagerð á Íslandi Grunnskólar Krakkar Skóla - og menntamál Reykjavík Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Árbæjarskóli vann Skrekk Árbæjarskóli fór með sigur af hólmi í Skrekk, hæfileikakeppni grunnskólanemenda í Reykjavík, með atriði sitt, Annað viðhorf. 8. nóvember 2021 22:25 Fellaskóli og Laugalækjarskóli komust í úrslit Skrekks Fyrsta undanúrslitakvöld Skrekks, árlegrar hæfileikakeppni fyrir grunnskólanemendur í Reykjavík, fór fram í Borgarleikhúsinu í kvöld. Sjö grunnskólar tóku þátt í kvöld og komust Fellaskóli með atriðið Hvað er að gerast sem fjallaði um Covid-19 og Laugalækjarskóli með atriðið Á bak við brosið sem fjallar líkamsvirðingu áfram í úrslit. 1. nóvember 2021 23:57 Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Fleiri fréttir Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Sjá meira
Þetta segir Kári Einarsson, kvikmyndagerðarmaður og nemandi í 10. bekk Laugalækjarskóla, en heimildarmynd Kára og þriggja félaga hans um hæfileikakeppnina Skrekk og þátttöku Laugalækjarskólans í henni verður sýnd í Laugarásbíói klukkan 16:30 á morgun. Kári segir að þeir félagarnir hafi verið að klára vinnslu myndarinnar fyrr í kvöld. „Við erum flottir með fína frestunaráráttu. En þetta hafðist. Það er þá verið að „rendera“ hana núna „as we speak“ – ganga frá myndinni þannig að hægt sé að sýna hana í bíó á morgun. Við erum allavega mjög ánægðir með útkomuna og erum bara spenntir. “ Heimildarmyndin ber nafnið Skrekkur – á bakvið tjöldin, en að henni standa þeir Rommel Ivar Q. Patagoc, Orri Eliasen og Adam Son Thai Huynn, auk Kára. „Þarna er fylgst með Laugalækjarskóla að fara í gegnum Skrekksferlið. Við erum þarna saman hópurinn, búum til atriðið, og keppum í Skrekk. Myndin er því í raun um þátttöku Laugalækjarskóla í Skrekk.“ Sjá má stiklu myndarinnar að neðan. Ótrúlega jákvæð áhrif Kári segir að Skrekkur hafi ótrúlega jákvæð áhrif á þá sem taka þátt í hæfileikakeppninni. „Við gerðum könnun á því, fengum yfir þrjú hundruð krakka til að svara spurningum og komumst að því að yfir 80 prósent sögðust hafa kynnst einhverjum nýjum í gegnum Skrekk. Þetta er því að hafa ótrúlega jákvæð áhrif og við erum svakalega ánægð með þennan viðburð.“ Um er að ræða fjörutíu mínútna heimildarmynd sem verður heimsfrumsýnd í Laugarásbíói á morgun klukkan 16:30. „Við ákváðum að taka bíóið hérna í hverfinu á leigu og eins og staðan er núna þá verður það bara þessi eina sýning þó að myndin verði líklega sýnd á öðrum vettvangi síðar. En við leigðum þarna stærsta salinn og ætlum að sýna á morgun.“
Skrekkur Kvikmyndagerð á Íslandi Grunnskólar Krakkar Skóla - og menntamál Reykjavík Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Árbæjarskóli vann Skrekk Árbæjarskóli fór með sigur af hólmi í Skrekk, hæfileikakeppni grunnskólanemenda í Reykjavík, með atriði sitt, Annað viðhorf. 8. nóvember 2021 22:25 Fellaskóli og Laugalækjarskóli komust í úrslit Skrekks Fyrsta undanúrslitakvöld Skrekks, árlegrar hæfileikakeppni fyrir grunnskólanemendur í Reykjavík, fór fram í Borgarleikhúsinu í kvöld. Sjö grunnskólar tóku þátt í kvöld og komust Fellaskóli með atriðið Hvað er að gerast sem fjallaði um Covid-19 og Laugalækjarskóli með atriðið Á bak við brosið sem fjallar líkamsvirðingu áfram í úrslit. 1. nóvember 2021 23:57 Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Fleiri fréttir Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Sjá meira
Árbæjarskóli vann Skrekk Árbæjarskóli fór með sigur af hólmi í Skrekk, hæfileikakeppni grunnskólanemenda í Reykjavík, með atriði sitt, Annað viðhorf. 8. nóvember 2021 22:25
Fellaskóli og Laugalækjarskóli komust í úrslit Skrekks Fyrsta undanúrslitakvöld Skrekks, árlegrar hæfileikakeppni fyrir grunnskólanemendur í Reykjavík, fór fram í Borgarleikhúsinu í kvöld. Sjö grunnskólar tóku þátt í kvöld og komust Fellaskóli með atriðið Hvað er að gerast sem fjallaði um Covid-19 og Laugalækjarskóli með atriðið Á bak við brosið sem fjallar líkamsvirðingu áfram í úrslit. 1. nóvember 2021 23:57