Bósi ljósár bannaður í Mið-Austurlöndum út af samkynja kossi Magnús Jochum Pálsson skrifar 13. júní 2022 10:54 Teiknimyndin Ljósár sem fjallar um ævintýri Bósa ljósár verður ekki sýnd í nokkrum Mið-Austurlöndum. Disney/Pixar Ljósár, nýjasta myndin frá Disney um Bósa ljósár, hefur verið bönnuð í Sádí-Arabíu, Sameinuðu arabísku furstadæmunum og Kúvæt vegna atriðis þar sem tvær konur kyssast. Teiknimyndin er „spin-off“ af hinni vinsælu seríu Leikfangasögu (e. Toy Story) og fjallar um geimævintýri Bósa Ljósár út fyrir endimörk alheimsins. Samkvæmt The Hollywood Reporter hefur myndin verið bönnuð í nokkrum löndum í Mið-Austurlöndum vegna atriðis þar sem geimfarinn Alisha Hawthorne og kona hennar kyssast. Upphaflega hafði atriðið verið klippt út úr myndinni en var sett aftur inn í kjölfar viðbragða Pixar-starfsmanna sem ásökuðu Disney um hinsegin-ritskoðun. Bósi Ljósár og Alisha Hawthorne sem hefur vakið viðbrögð í Mið-Austurlöndum vegna kynhneigðar sinnar.Disney/Pixar Viðbrögð Pixar-starfsmanna voru hluti af stærri mótmælum innan Disney-fyrirtækisins þar sem stjórnendur voru gagnrýndir fyrir skort á viðbrögðum við lagafrumvarpinu „Don‘t Say Gay“ sem var lagt fram í Flórída og bannaði hinseginfræðslu í leik- og grunnskólum í fylkinu. Ítrekaðar ritskoðanir Þessi ritskoðun er hluti af lengri sögu milli Disney og Mið-Austurlanda. Ljósár er enn ein Disney-myndin sem er ekki sýnd í Mið-Austurlöndum af því hún inniheldur persónur sem eru hinsegin eða fjallar um hinseginmálefni. Í apríl var Marvel-myndin Doctor Strange in the Multiverse of Madness ekki sýnd af því America Chavez, ein persóna myndarinnar, er hinsegin. Það fylgdi í kjölfar ritskoðunar á annarri Marvel-mynd, Eternals, sem var ekki sýnd í mörgum löndum Mið-Austurlanda af því hún innihélt samkynja par. Á endanum var ritskoðuð útgáfa af myndinni hins vegar sýnd í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Þá var söngleikjamyndin West Side Story ekki heldur sýnd í janúar vegna persónu sem var trans í myndinni og leikin af kynsegin leikkonu. Það er spurning hvort ritskoðuð útgáfa af Ljósár verði á endanum sýnd í Mið-Austurlöndum en íslenskir áhorfendur þurfa þó ekki að örvænta þar sem Ljósár verður frumsýnd í kvikmyndahúsum hérlendis á þjóðhátíðardaginn næstkomandi í Sambíóunum. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=wHBBoUtJHhA">watch on YouTube</a> Disney Bíó og sjónvarp Hinsegin Mest lesið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Samkvæmt The Hollywood Reporter hefur myndin verið bönnuð í nokkrum löndum í Mið-Austurlöndum vegna atriðis þar sem geimfarinn Alisha Hawthorne og kona hennar kyssast. Upphaflega hafði atriðið verið klippt út úr myndinni en var sett aftur inn í kjölfar viðbragða Pixar-starfsmanna sem ásökuðu Disney um hinsegin-ritskoðun. Bósi Ljósár og Alisha Hawthorne sem hefur vakið viðbrögð í Mið-Austurlöndum vegna kynhneigðar sinnar.Disney/Pixar Viðbrögð Pixar-starfsmanna voru hluti af stærri mótmælum innan Disney-fyrirtækisins þar sem stjórnendur voru gagnrýndir fyrir skort á viðbrögðum við lagafrumvarpinu „Don‘t Say Gay“ sem var lagt fram í Flórída og bannaði hinseginfræðslu í leik- og grunnskólum í fylkinu. Ítrekaðar ritskoðanir Þessi ritskoðun er hluti af lengri sögu milli Disney og Mið-Austurlanda. Ljósár er enn ein Disney-myndin sem er ekki sýnd í Mið-Austurlöndum af því hún inniheldur persónur sem eru hinsegin eða fjallar um hinseginmálefni. Í apríl var Marvel-myndin Doctor Strange in the Multiverse of Madness ekki sýnd af því America Chavez, ein persóna myndarinnar, er hinsegin. Það fylgdi í kjölfar ritskoðunar á annarri Marvel-mynd, Eternals, sem var ekki sýnd í mörgum löndum Mið-Austurlanda af því hún innihélt samkynja par. Á endanum var ritskoðuð útgáfa af myndinni hins vegar sýnd í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Þá var söngleikjamyndin West Side Story ekki heldur sýnd í janúar vegna persónu sem var trans í myndinni og leikin af kynsegin leikkonu. Það er spurning hvort ritskoðuð útgáfa af Ljósár verði á endanum sýnd í Mið-Austurlöndum en íslenskir áhorfendur þurfa þó ekki að örvænta þar sem Ljósár verður frumsýnd í kvikmyndahúsum hérlendis á þjóðhátíðardaginn næstkomandi í Sambíóunum. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=wHBBoUtJHhA">watch on YouTube</a>
Disney Bíó og sjónvarp Hinsegin Mest lesið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira