Verbúðin er því sem næst heilagur sannleikur Eins og þjóðin komst að í gærkvöldi sprakk allt í loft upp í Verbúðinni. Handalögmál milli tveggja aðalpersóna í þætti sjálfs Hemma Gunn – hið persónulega drama þáttanna er að nálgast hápunkt sinn í 5. þætti af átta. Eins og vera ber ef horft er til byggingar í leikverkum Grikkjanna; ris, hvörf og kennsl – Kaþarsis. Menning 24. janúar 2022 07:00
Aníta Briem stígur sín fyrstu skref sem handritshöfundur Aníta Briem, sem hingað til hefur verið þekkt fyrir leik sinn, hefur lokið skrifum á sjónvarpsþáttaröðinni Svo lengi við lifum. Þáttaröðin er framleidd af Glassriver í samstarfi við Stöð 2. Hún segir þáttaröðina vera óð sinn til ástarinnar. Bíó og sjónvarp 23. janúar 2022 09:01
Gísli Örn leikstýrir þriðju seríu hinna vinsælu Exit-þátta Gísli Örn Garðarsson mun leikstýra þriðju þáttaröð af norsku þáttunum Exit, sem notið hafa gríðarlegra vinsælda víða. Bíó og sjónvarp 22. janúar 2022 11:56
Stockfish hækkar verðlaunafé í stuttmyndasamkeppninni Sprettfiskur Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Sprettfisk, stuttmyndasamkeppni Stockfish kvikmyndahátíðarinnar sem haldin verður í áttunda sinn dagana 24. mars til 3. apríl á þessu ári. Umsóknarfrestur stendur til 10. febrúar næstkomandi. Lífið 21. janúar 2022 13:30
Hreiður eftir Hlyn Pálmason valin á Berlinale Stuttmyndin Hreiður eftir Hlyn Pálmason hefur verið valin í Berlinale Special hluta alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Berlín. Hátíðin fangar 72 ára afmæli sínu nú snemma í febrúar. Bíó og sjónvarp 20. janúar 2022 09:30
Opinbera nafn og sögusvið nýrra þátta úr söguheimi Hringadróttinssögu Prime Video hefur opinberað hvað nýir þættir fyrirtækisins úr söguheimi Hringadróttinssögu heita. Þeir verða frumsýndir þann 2. september og heita Lord of the Rings: The Rings of Power. Bíó og sjónvarp 19. janúar 2022 16:56
Kvikmyndin Berdreymi valin til heimsfrumsýningar á Berlinale Berdreymi, ný íslensk kvikmynd eftir Guðmund Arnar Guðmundsson, hefur verið valin til þátttöku á Berlinale, alþjóðlegu kvikmyndahátíðina í Berlín, sem fer fram frá 10 til 20. febrúar. Bíó og sjónvarp 18. janúar 2022 14:42
Tuttugu vinsælustu kvikmyndir ársins 2021 á Íslandi Nýjasta James Bond myndin No Time to Die var tekjuhæsta kvikmynd síðasta árs í kvikmyndahúsum hér á landi. Íslenska kvikmyndin Leynilögga var í öðru sæti listans. Bíó og sjónvarp 18. janúar 2022 10:48
Létu drauminn rætast og opnuðu sviðslistaskóla Vinirnir Auður Finnbogadóttir, Auður Bergdís Snorradóttir og Guðjón Ragnarsson höfðu lengi átt þann draum að opna leiklistarskóla. Þau voru öll kennarar við söng- og leiklistarskólann Sönglist, en þegar sá skóli hætti starfsemi á síðasta ári ákváðu þau að láta drauminn verða að veruleika og stofnuðu sviðslistaskólann Dýnamík. Lífið 16. janúar 2022 09:00
Svörtu sandar valdir til frumsýningar á Berlinale kvikmyndahátíðinni Alþjóðlega kvikmyndahátíðin BERLINALE hefur valið sjónvarpsþættina Svörtu sanda sem eitt af sjö verkefnum til frumsýninga utan heimalands, fyrst íslenskra þáttasería. Þættirnir eru í sýningu á Stöð 2. Bíó og sjónvarp 14. janúar 2022 15:02
Fyrsta sýnishornið úr nýjustu mynd Balta fyrir Netflix Entertainment Weekly birti í gær fyrsta sýnishorn úr kvikmyndinni Against the Ice sem Baltasar Kormákur og RVK Studios framleiða. Myndin verður frumsýnd 2.mars á Netflix. Bíó og sjónvarp 14. janúar 2022 11:09
Dýrið í kosningu BAFTA Kvikmyndin Dýrið, eða Lamb á ensku, er á lista í fyrstu umferð kosningar bresku kvikmyndaakademíunnar. Þann 3. febrúar næstkomandi munu endanlegar tilnefningar til BAFTA-verðlaunanna liggja fyrir. Bíó og sjónvarp 12. janúar 2022 20:04
Prinsinn snýr aftur til Bel-Air Prinsinn Will mun snúa aftur til Bel-Air í nýrri dramaþáttaröð sem verður sýnd á sjónvarpsstöðinni Peacock. Þættirnir eru byggðir á hinum sívinsælu The Fresh Prince of Bel-Air, sem voru sýndir á tíunda áratug síðustu aldar. Bíó og sjónvarp 11. janúar 2022 23:12
Saumaði út „éttu skít“ meðan hún ræddi við dóttur sína Fjórði þátturinn af Svörtu söndum, í leikstjórn Baldvin Z, fór í loftið á Stöð 2 á sunnudagskvöldið en þættirnir fjalla um Anítu, þrítuga lögreglukonu, sem neyðist aftur á æskuslóðirnar sem hún flúði fyrir 14 árum. Lífið 11. janúar 2022 14:30
The Power of the Dog og Succession sigursæl á Golden Globe Kvikmyndin The Power of the Dog og sjónvarpsþáttaröðin Succession stóðu uppi sem sigurvegarar kvöldsins þegar Golden Globe-verðlaunahátíðin fór fram í gærkvöldi. Um var að ræða eina lágstemmdustu hátíð Hollywood í manna minnum en engar stjörnur voru viðstaddar. Bíó og sjónvarp 10. janúar 2022 07:02
Stórleikarinn Sidney Poitier er dáinn Stórleikarinn heimsfrægi Sidney Poitier er dáinn. Hann var 94 ára gamall og lést á Bahamaeyjum, þar sem hann bjó. Poitier var einnig aðgerðasinni og er talinn hafa rutt veginn fyrir fjölmarga aðra þeldökka leikara. Bíó og sjónvarp 7. janúar 2022 15:47
Hefja framleiðslu Fallout-þátta á árinu Amazon mun hefja framleiðslu þátta úr söguheimi Fallout, hinna vinsælu tölvuleikja, á þessu ári. Jonathan Nolan, einn af forsvarsmönnum Westworld-þáttanna, meðal annars, hefur tekið að sér að leikstýra fyrsta þætti seríunnar. Bíó og sjónvarp 7. janúar 2022 14:01
Kvikmyndin Don’t Look Up slær met Kvikmyndinni Don’t Look Up, sem frumsýnd var á streymisveitunni Netflix á aðfangadag, hefur farið fram úr björtustu vonum framleiðenda. Leikstjórinn segist orðlaus. Bíó og sjónvarp 6. janúar 2022 17:37
Spjótin beinast að Fríðu Þriðji þátturinn af Svörtu söndum, í leikstjórn Baldvin Z, fór í loftið á Stöð 2 á sunnudagskvöldið en þættirnir fjalla um Anítu, þrítuga lögreglukonu, sem neyðist aftur á æskuslóðirnar sem hún flúði fyrir 14 árum. Lífið 4. janúar 2022 13:00
Elma Lísa var stjörf og stíf þegar hún horfði á Skaupið Hjónin Reynir Lyngdal, leikstjóri Skaupsins, og Elma Lísa Gunnarsdóttir eiginkona hans, aðalleikari Áramótaskaupsins 2021, eru hæstánægð með hvernig til tókst. Lífið 3. janúar 2022 11:19
Johnson segir færslu Diesels til marks um óheiðarleg brögð Dwayne „Grjótið“ Johnson segir ekki séns á því að hann taki aftur þátt í Fast and the Furious kvikmyndunum. Þá segir hann færslu leikarans Vin Diesel á samfélagsmiðlum um að hann ætti að snúa aftur hafa komið sér á óvart. Bíó og sjónvarp 30. desember 2021 16:11
Framleiðendur Ace Ventura í mál við Netflix vegna Tiger King Morgan Creek Entertainment, fyrirtækið sem framleiddi kvikmyndirnar um gæludýra-einkaspæjarann Ace Ventura, hefur höfðað mál gegn Netflix. Það er vegna myndefnis úr Ace Ventura 2: When Nature Calls sem notað var í þáttaröðina Tiger King, sem naut gífurlegra vinsælda á Netflix í fyrra. Bíó og sjónvarp 29. desember 2021 12:30
Rasshitamælirinn raunsönn lýsing á líkfundi Á jóladag var frumsýndur á Stöð 2 fyrsti þátturinn af Svörtu söndum, í leikstjórn Baldvin Z en þættirnir eru framleiddir af Glassriver. Áhorfendur Stöðvar 2 fengu einn þátt á jóladag og síðan aftur þátt á öðrum degi jóla. Lífið 28. desember 2021 16:32
Neistar milli Leðurblökumannsins og Kattakonunnar í nýrri stiklu Það neistar milli Leðurblökumannsins og Kattakonunnar í nýrri stiklu kvikmyndarinnar The Batman. Stiklan, sem ber titilinn Leðurblakan og kötturinn, fjallar að mestu um samband þeirra tveggja og baráttu Batman við The Riddler. Bíó og sjónvarp 28. desember 2021 14:59
Sýnishorn úr íslenska spennutryllinum Harmi Í dag frumsýnum við sýnishorn úr nýrri íslenskri kvikmynd. Spennutryllirinn Harmur er væntanleg í kvikmyndahús á febrúar en með aðalhlutverk fara Ásgeir Sigurðsson, Ísgerður Elfa Gunnarsdóttir og Jónas Björn Guðmundsson. Bíó og sjónvarp 28. desember 2021 12:30
Mikið sé gert úr því að landsbyggðarfólk sé rolur og aular Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisfólksins, segir mikið gert úr því í fjölmiðlum og íslenskum kvikmyndum að landsbyggðarfólk sé upp til hópa rolur og aular. Þar vísar hann helst til Verðbúðarinnar, nýrrar þáttaráðar RÚV, sem hann hefur gagnrýnt harðlega í dag. Innlent 27. desember 2021 21:20
Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2021 Árið 2021 var nokkuð betra en árið 2020. Þetta er ekki eingöngu satt í tengslum við kvikmyndir heldur flest allt. Hér er þó að mestu verið að tala um kvikmyndir. Bíó og sjónvarp 27. desember 2021 20:00
Feginn góðum viðtökum við Verbúðinni: „Allt sem þú ert að horfa á gerðist“ Gísli Örn Garðarsson, einn af leikstjórum, höfundum og framleiðendum Verbúðarinnar, segir mikinn létti að viðtökur við fyrsta þætti seríunnar hafi verið góðar. Mikil vinna sé á bak við þættina, sem líklega hafi verið endurskrifaðir tuttugu sinnum í gegn. Lífið 27. desember 2021 13:05
Ásmundur segir Verbúð lýsa landsbyggðarrasisma RÚV Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins er afar ósáttur við þá mynd sem dregin er upp af landsbyggðarfólki í Verbúðinni, segir hana lýsa landsbyggðarrasisma Ríkisútvarpsins. Innlent 27. desember 2021 09:43
Verbúðin frumsýnd við mikla lukku netverja Verbúðin, ný þáttaröð úr smiðju Vesturports, var frumsýnd á RÚV í kvöld. Fyrsti þáttur hefur fengið góðar viðtökur landsmanna, ef marka má viðbrögð á netinu. Netverjar virðast sérlega hrifnir af mikilli nekt sem birtist í sjónvarpi allra landsmanna. Bíó og sjónvarp 26. desember 2021 23:14