Tíu ár af Fáðu já Brynhildur Björnsdóttir skrifar 30. janúar 2023 17:01 Í dag eru nákvæmlega 10 ár síðan Fáðu já-stuttmynd um mörkin milli ofbeldis og kynlífs var frumsýnd í Bíó Paradís og síðan í öllum skólum á landinu. Myndin hlaut gríðarlega athygli og var um hana fjallað í flestum fjölmiðlum, beinar útsendingar voru frá frumsýningu og sýningum í skólum og mikil umræða skapaðist í samfélaginu. Fáðu já var á sínum tíma byltingarkennd tilraun til að fræða unglinga um kynferðisofbeldi en ekki síður til að fræða þá um kynlíf. Kynfræðslu var nefnilega sorglega ábótavant í skólakerfinu fyrir tíu árum og er enn. Plakat myndarinnar Fáðu já. Myndin er ennþá notuð til kennslu víða í skólakerfinu enda lifir boðskapur hennar góðu lífi og því miður er enn mjög handahófskennt hvort og þá hverskonar kynfræðslu unglingar fá, hvort áherslan er á eistnalyppur eða kynsjúkdóma eða ofbeldi. Áherslan á auðvitað að vera á hvorugt. Kynlíf getur verið eitt það besta og fallegasta sem nokkur manneskja getur upplifað með sjálfri sér eða öðrum en það getur líka verið uppspretta mikils sársauka, firringar og vanlíðunar. Kynlíf hefur gegnum tíðina verið skrumskælt, þaggað og ýtt undir yfirborðið þar sem það og hugmyndin um það er oft á tíðum misnotað sem yfirskin fyrir alvarlegt ofbeldi og fyrirlitningu á konum og jaðarsettum hópum. Þessvegna er kynfræðsla svo mikilvæg. Árið 2020 var settur á fót starfshópur um kynfræðslu í skólum sem skilaði af sér mikilvægum hugmyndum að endurbótum í júlí 2021. Umræða um eftirfylgni við tillögur hópsins í skólakerfinu hefur ekki farið hátt sem er miður. Því kynlíf er ekki bara áhugamál, barnagerð eða eitthvað sem þarf að skammast sín fyrir heldur hluti af heilbrigðu lífi heilbrigðra einstaklinga sem stuðlar að lífsgæðum og eykur lífsgleði ef komið er að því af virðingu og jákvæðni. Kynferðisofbeldi á sér ennþá stað og sýna tölur frá Neyðarmóttökunni og Stígamótum að betur má ef duga skal í fræðslu og forvörnum. Í samhengi nútímans er Fáðu já barn síns tíma. Reynt var að sýna fjölbreytni í leikaravali og áherslum sem í dag þykir kannski nokkuð ábótavant. Það sýnir samt líka hversu margt stórkostlegt og magnað hefur gerst á síðustu tíu árum til að mynda í málefnum trans og hinsegin fólks. Í sumum tilfellum hrinti myndin af stað umræðu sem varð til þess opna og víkka umræðuna og varpa ljósi á margbreytileika kynferðisofbeldis og áreitis. Fáðu já er enn í notkun í skólakerfinu til að fræða unglinga um kynlíf og kynferðisofbeldi og það er gott. Það var mikilvægt og er enn að fjalla um klám á raunsæjan hátt og að draga kennara, foreldra og forráðafólk unglinga inn í umræðuna. Í smástund fyrir tíu árum náðist að gera kynfræðslu og kynlífsfræðslu unglinga að málefni sem var á allra vörum með þeim mælanlega árangri að í könnun sem gerð var meðal unglinga vorið 2013 sögðust 70% þeirra sem séð höfðu myndina skilja betur hvað það þýðir að fá samþykki í kynlífi. Sá boðskapur hefur einnig náð út fyrir landsteinana en myndin var til dæmis í Slóveníu árið 2020 þar sem 96% drengja sögðu að best væri að spyrja um samþykki fyrir kynlífi eftir að þeir höfðu séð myndina á móti 49% áður en þeir sáu hana. Mikilvægi þess að fá heilshugar samþykki fyrir öllum athöfnum í kynlífi verður aldrei of oft kveðið. Það ber að þakka fyrir þær stórkostlegu viðtökur sem Fáðu já fékk á sínum tíma og hefur fengið síðan en jafnframt má nota tækifærið til að skora á fræðsluyfirvöld að gera betur í kynfræðslu, kynjafræðikennslu og kynlífsfræðslu. Kynlíf er nefnilega ekki bara ofbeldi og kynsjúkdómar heldur þegar best verður á kosið lífsgæði sem unglingarnir okkar og við sjálf eigum skilið að njóta af virðingu, víðsýni og gleði. Höfundur er einn hugmyndasmiður Fáðu já- stuttmyndar um mörkin milli ofbeldis og kynlífs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynhildur Björnsdóttir Kynlíf Kvikmyndagerð á Íslandi Kynferðisofbeldi Mest lesið Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Í dag eru nákvæmlega 10 ár síðan Fáðu já-stuttmynd um mörkin milli ofbeldis og kynlífs var frumsýnd í Bíó Paradís og síðan í öllum skólum á landinu. Myndin hlaut gríðarlega athygli og var um hana fjallað í flestum fjölmiðlum, beinar útsendingar voru frá frumsýningu og sýningum í skólum og mikil umræða skapaðist í samfélaginu. Fáðu já var á sínum tíma byltingarkennd tilraun til að fræða unglinga um kynferðisofbeldi en ekki síður til að fræða þá um kynlíf. Kynfræðslu var nefnilega sorglega ábótavant í skólakerfinu fyrir tíu árum og er enn. Plakat myndarinnar Fáðu já. Myndin er ennþá notuð til kennslu víða í skólakerfinu enda lifir boðskapur hennar góðu lífi og því miður er enn mjög handahófskennt hvort og þá hverskonar kynfræðslu unglingar fá, hvort áherslan er á eistnalyppur eða kynsjúkdóma eða ofbeldi. Áherslan á auðvitað að vera á hvorugt. Kynlíf getur verið eitt það besta og fallegasta sem nokkur manneskja getur upplifað með sjálfri sér eða öðrum en það getur líka verið uppspretta mikils sársauka, firringar og vanlíðunar. Kynlíf hefur gegnum tíðina verið skrumskælt, þaggað og ýtt undir yfirborðið þar sem það og hugmyndin um það er oft á tíðum misnotað sem yfirskin fyrir alvarlegt ofbeldi og fyrirlitningu á konum og jaðarsettum hópum. Þessvegna er kynfræðsla svo mikilvæg. Árið 2020 var settur á fót starfshópur um kynfræðslu í skólum sem skilaði af sér mikilvægum hugmyndum að endurbótum í júlí 2021. Umræða um eftirfylgni við tillögur hópsins í skólakerfinu hefur ekki farið hátt sem er miður. Því kynlíf er ekki bara áhugamál, barnagerð eða eitthvað sem þarf að skammast sín fyrir heldur hluti af heilbrigðu lífi heilbrigðra einstaklinga sem stuðlar að lífsgæðum og eykur lífsgleði ef komið er að því af virðingu og jákvæðni. Kynferðisofbeldi á sér ennþá stað og sýna tölur frá Neyðarmóttökunni og Stígamótum að betur má ef duga skal í fræðslu og forvörnum. Í samhengi nútímans er Fáðu já barn síns tíma. Reynt var að sýna fjölbreytni í leikaravali og áherslum sem í dag þykir kannski nokkuð ábótavant. Það sýnir samt líka hversu margt stórkostlegt og magnað hefur gerst á síðustu tíu árum til að mynda í málefnum trans og hinsegin fólks. Í sumum tilfellum hrinti myndin af stað umræðu sem varð til þess opna og víkka umræðuna og varpa ljósi á margbreytileika kynferðisofbeldis og áreitis. Fáðu já er enn í notkun í skólakerfinu til að fræða unglinga um kynlíf og kynferðisofbeldi og það er gott. Það var mikilvægt og er enn að fjalla um klám á raunsæjan hátt og að draga kennara, foreldra og forráðafólk unglinga inn í umræðuna. Í smástund fyrir tíu árum náðist að gera kynfræðslu og kynlífsfræðslu unglinga að málefni sem var á allra vörum með þeim mælanlega árangri að í könnun sem gerð var meðal unglinga vorið 2013 sögðust 70% þeirra sem séð höfðu myndina skilja betur hvað það þýðir að fá samþykki í kynlífi. Sá boðskapur hefur einnig náð út fyrir landsteinana en myndin var til dæmis í Slóveníu árið 2020 þar sem 96% drengja sögðu að best væri að spyrja um samþykki fyrir kynlífi eftir að þeir höfðu séð myndina á móti 49% áður en þeir sáu hana. Mikilvægi þess að fá heilshugar samþykki fyrir öllum athöfnum í kynlífi verður aldrei of oft kveðið. Það ber að þakka fyrir þær stórkostlegu viðtökur sem Fáðu já fékk á sínum tíma og hefur fengið síðan en jafnframt má nota tækifærið til að skora á fræðsluyfirvöld að gera betur í kynfræðslu, kynjafræðikennslu og kynlífsfræðslu. Kynlíf er nefnilega ekki bara ofbeldi og kynsjúkdómar heldur þegar best verður á kosið lífsgæði sem unglingarnir okkar og við sjálf eigum skilið að njóta af virðingu, víðsýni og gleði. Höfundur er einn hugmyndasmiður Fáðu já- stuttmyndar um mörkin milli ofbeldis og kynlífs.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun