Tíu ár af Fáðu já Brynhildur Björnsdóttir skrifar 30. janúar 2023 17:01 Í dag eru nákvæmlega 10 ár síðan Fáðu já-stuttmynd um mörkin milli ofbeldis og kynlífs var frumsýnd í Bíó Paradís og síðan í öllum skólum á landinu. Myndin hlaut gríðarlega athygli og var um hana fjallað í flestum fjölmiðlum, beinar útsendingar voru frá frumsýningu og sýningum í skólum og mikil umræða skapaðist í samfélaginu. Fáðu já var á sínum tíma byltingarkennd tilraun til að fræða unglinga um kynferðisofbeldi en ekki síður til að fræða þá um kynlíf. Kynfræðslu var nefnilega sorglega ábótavant í skólakerfinu fyrir tíu árum og er enn. Plakat myndarinnar Fáðu já. Myndin er ennþá notuð til kennslu víða í skólakerfinu enda lifir boðskapur hennar góðu lífi og því miður er enn mjög handahófskennt hvort og þá hverskonar kynfræðslu unglingar fá, hvort áherslan er á eistnalyppur eða kynsjúkdóma eða ofbeldi. Áherslan á auðvitað að vera á hvorugt. Kynlíf getur verið eitt það besta og fallegasta sem nokkur manneskja getur upplifað með sjálfri sér eða öðrum en það getur líka verið uppspretta mikils sársauka, firringar og vanlíðunar. Kynlíf hefur gegnum tíðina verið skrumskælt, þaggað og ýtt undir yfirborðið þar sem það og hugmyndin um það er oft á tíðum misnotað sem yfirskin fyrir alvarlegt ofbeldi og fyrirlitningu á konum og jaðarsettum hópum. Þessvegna er kynfræðsla svo mikilvæg. Árið 2020 var settur á fót starfshópur um kynfræðslu í skólum sem skilaði af sér mikilvægum hugmyndum að endurbótum í júlí 2021. Umræða um eftirfylgni við tillögur hópsins í skólakerfinu hefur ekki farið hátt sem er miður. Því kynlíf er ekki bara áhugamál, barnagerð eða eitthvað sem þarf að skammast sín fyrir heldur hluti af heilbrigðu lífi heilbrigðra einstaklinga sem stuðlar að lífsgæðum og eykur lífsgleði ef komið er að því af virðingu og jákvæðni. Kynferðisofbeldi á sér ennþá stað og sýna tölur frá Neyðarmóttökunni og Stígamótum að betur má ef duga skal í fræðslu og forvörnum. Í samhengi nútímans er Fáðu já barn síns tíma. Reynt var að sýna fjölbreytni í leikaravali og áherslum sem í dag þykir kannski nokkuð ábótavant. Það sýnir samt líka hversu margt stórkostlegt og magnað hefur gerst á síðustu tíu árum til að mynda í málefnum trans og hinsegin fólks. Í sumum tilfellum hrinti myndin af stað umræðu sem varð til þess opna og víkka umræðuna og varpa ljósi á margbreytileika kynferðisofbeldis og áreitis. Fáðu já er enn í notkun í skólakerfinu til að fræða unglinga um kynlíf og kynferðisofbeldi og það er gott. Það var mikilvægt og er enn að fjalla um klám á raunsæjan hátt og að draga kennara, foreldra og forráðafólk unglinga inn í umræðuna. Í smástund fyrir tíu árum náðist að gera kynfræðslu og kynlífsfræðslu unglinga að málefni sem var á allra vörum með þeim mælanlega árangri að í könnun sem gerð var meðal unglinga vorið 2013 sögðust 70% þeirra sem séð höfðu myndina skilja betur hvað það þýðir að fá samþykki í kynlífi. Sá boðskapur hefur einnig náð út fyrir landsteinana en myndin var til dæmis í Slóveníu árið 2020 þar sem 96% drengja sögðu að best væri að spyrja um samþykki fyrir kynlífi eftir að þeir höfðu séð myndina á móti 49% áður en þeir sáu hana. Mikilvægi þess að fá heilshugar samþykki fyrir öllum athöfnum í kynlífi verður aldrei of oft kveðið. Það ber að þakka fyrir þær stórkostlegu viðtökur sem Fáðu já fékk á sínum tíma og hefur fengið síðan en jafnframt má nota tækifærið til að skora á fræðsluyfirvöld að gera betur í kynfræðslu, kynjafræðikennslu og kynlífsfræðslu. Kynlíf er nefnilega ekki bara ofbeldi og kynsjúkdómar heldur þegar best verður á kosið lífsgæði sem unglingarnir okkar og við sjálf eigum skilið að njóta af virðingu, víðsýni og gleði. Höfundur er einn hugmyndasmiður Fáðu já- stuttmyndar um mörkin milli ofbeldis og kynlífs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynhildur Björnsdóttir Kynlíf Kvikmyndagerð á Íslandi Kynferðisofbeldi Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Berjumst gegn fátækt á Íslandi! Eyjólfur Ármannsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag eru nákvæmlega 10 ár síðan Fáðu já-stuttmynd um mörkin milli ofbeldis og kynlífs var frumsýnd í Bíó Paradís og síðan í öllum skólum á landinu. Myndin hlaut gríðarlega athygli og var um hana fjallað í flestum fjölmiðlum, beinar útsendingar voru frá frumsýningu og sýningum í skólum og mikil umræða skapaðist í samfélaginu. Fáðu já var á sínum tíma byltingarkennd tilraun til að fræða unglinga um kynferðisofbeldi en ekki síður til að fræða þá um kynlíf. Kynfræðslu var nefnilega sorglega ábótavant í skólakerfinu fyrir tíu árum og er enn. Plakat myndarinnar Fáðu já. Myndin er ennþá notuð til kennslu víða í skólakerfinu enda lifir boðskapur hennar góðu lífi og því miður er enn mjög handahófskennt hvort og þá hverskonar kynfræðslu unglingar fá, hvort áherslan er á eistnalyppur eða kynsjúkdóma eða ofbeldi. Áherslan á auðvitað að vera á hvorugt. Kynlíf getur verið eitt það besta og fallegasta sem nokkur manneskja getur upplifað með sjálfri sér eða öðrum en það getur líka verið uppspretta mikils sársauka, firringar og vanlíðunar. Kynlíf hefur gegnum tíðina verið skrumskælt, þaggað og ýtt undir yfirborðið þar sem það og hugmyndin um það er oft á tíðum misnotað sem yfirskin fyrir alvarlegt ofbeldi og fyrirlitningu á konum og jaðarsettum hópum. Þessvegna er kynfræðsla svo mikilvæg. Árið 2020 var settur á fót starfshópur um kynfræðslu í skólum sem skilaði af sér mikilvægum hugmyndum að endurbótum í júlí 2021. Umræða um eftirfylgni við tillögur hópsins í skólakerfinu hefur ekki farið hátt sem er miður. Því kynlíf er ekki bara áhugamál, barnagerð eða eitthvað sem þarf að skammast sín fyrir heldur hluti af heilbrigðu lífi heilbrigðra einstaklinga sem stuðlar að lífsgæðum og eykur lífsgleði ef komið er að því af virðingu og jákvæðni. Kynferðisofbeldi á sér ennþá stað og sýna tölur frá Neyðarmóttökunni og Stígamótum að betur má ef duga skal í fræðslu og forvörnum. Í samhengi nútímans er Fáðu já barn síns tíma. Reynt var að sýna fjölbreytni í leikaravali og áherslum sem í dag þykir kannski nokkuð ábótavant. Það sýnir samt líka hversu margt stórkostlegt og magnað hefur gerst á síðustu tíu árum til að mynda í málefnum trans og hinsegin fólks. Í sumum tilfellum hrinti myndin af stað umræðu sem varð til þess opna og víkka umræðuna og varpa ljósi á margbreytileika kynferðisofbeldis og áreitis. Fáðu já er enn í notkun í skólakerfinu til að fræða unglinga um kynlíf og kynferðisofbeldi og það er gott. Það var mikilvægt og er enn að fjalla um klám á raunsæjan hátt og að draga kennara, foreldra og forráðafólk unglinga inn í umræðuna. Í smástund fyrir tíu árum náðist að gera kynfræðslu og kynlífsfræðslu unglinga að málefni sem var á allra vörum með þeim mælanlega árangri að í könnun sem gerð var meðal unglinga vorið 2013 sögðust 70% þeirra sem séð höfðu myndina skilja betur hvað það þýðir að fá samþykki í kynlífi. Sá boðskapur hefur einnig náð út fyrir landsteinana en myndin var til dæmis í Slóveníu árið 2020 þar sem 96% drengja sögðu að best væri að spyrja um samþykki fyrir kynlífi eftir að þeir höfðu séð myndina á móti 49% áður en þeir sáu hana. Mikilvægi þess að fá heilshugar samþykki fyrir öllum athöfnum í kynlífi verður aldrei of oft kveðið. Það ber að þakka fyrir þær stórkostlegu viðtökur sem Fáðu já fékk á sínum tíma og hefur fengið síðan en jafnframt má nota tækifærið til að skora á fræðsluyfirvöld að gera betur í kynfræðslu, kynjafræðikennslu og kynlífsfræðslu. Kynlíf er nefnilega ekki bara ofbeldi og kynsjúkdómar heldur þegar best verður á kosið lífsgæði sem unglingarnir okkar og við sjálf eigum skilið að njóta af virðingu, víðsýni og gleði. Höfundur er einn hugmyndasmiður Fáðu já- stuttmyndar um mörkin milli ofbeldis og kynlífs.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar