Gulu skósveinarnir möluðu gull Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 18. janúar 2023 14:30 Skósveinarnir, Elvis Presley, Batman og Avatar voru tekjuhæstu kvikmyndir síðasta árs. IMDB Árið 2022 var svokallað endurkomuár í kvikmyndahúsum um heim allan og Ísland var þar engin undantekning. Aðsókn í kvikmyndahús hélt áfram að aukast og gamlir kunningjar snéru aftur á hvíta tjaldið og það má með sanni segja að árið 2022 var ár framhaldsmynda. Tekjuhæsta mynd ársins í kvikmyndahúsum á Íslandi var önnur kvikmyndin um skósveinana vinsælu, Minions: The Rise of Gru betur þekkt á íslensku sem Skósveinarnir: Gru rís aftur. Kvikmyndin halaði inn tæpum 70 milljónum króna í miðasölu en yfir 50 þúsund kvikmyndahúsagestir sáu skósveina hins illa Gru snúa aftur. Batman nartar í hælana á Elvis Í öðru sæti yfir tekjuhæstu kvikmyndir ársins var það svo Elvis Presley sem dró kvikmyndahúsagesti að en kvikmyndin um ævi stórstjörnunnar í leikstjórn Baz Luhrman, Elvis, þénaði yfir 60 milljónir króna hérlendis og voru tæplega 40 þúsund manns sem lögðu leið sína í kvikmyndahús til að sjá kónginn snúa aftur. Í þriðja sæti listans var svo nýjasta myndin um ofurhetjuna vinsælu Batman. Kvikmyndin Batman skartaði nýjum leðurblökumanni og nýjum leikstjóra og aðdáendur ofurhetjunnar létu sig ekki vanta í kvikmyndahús. Batman var rétt á eftir Elvis í listanum og þénaði yfir 60 milljónir króna ásamt því að taka á móti tæplega 40 þúsund manns. Allra síðasta veiðiferðin tekjuhæsta íslenska myndin Í næstu sætum listans má svo sjá fleiri framhaldsmyndir eins og Avatar: The Way of the Water, Top Gun: Maverick og Marvel hetjurnar Thor: Love & Thunder og Doctor Strange in the Multiverse of Madness. Allra síðasta veiðiferðin var eina íslensk kvikmyndin sem rataði inn á listann yfir 20 tekjuhæstu kvikmyndir ársins en 19 íslensk verk voru sýnd í kvikmyndahúsum á árinu. Færri kvikmyndahúsagestir sáu íslensk verk í kvikmyndahúsum þetta árið samanborið við árið áður. Heildartekjur af íslenskum verkum á árinu voru tæpar 128 milljónir samanborið við rúmar 146 milljónir króna árið 2021 eða 12,8% minnkun á milli ára. Samtals nam miðasala í íslenskum kvikmyndahúsum 1.279.718.817 kr., sem er 18% hækkun frá árinu á undan. 845.699 manns lögðu leið sína í kvikmyndahús á árinu sem er 10,5% aukning frá árinu 2020. Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Kvikmyndahús Tengdar fréttir Jakkafataklæddir ungherrar til friðs á Íslandi Nýjasta teiknimyndin um skósveinana nýtur nú óvæntra vinsælda meðal eldri hópa, þökk sé óvenjulegum færslum á samfélagsmiðlum. Ekki hefur þótt ástæða til að banna hópana í kvikmyndahúsum hér á landi eins og sums staðar í heiminum. 5. júlí 2022 20:01 Byrjuð að framleiða Aulann mig 4 Framleiðsla er hafin á Aulanum mér 4 segir leikarinn Steve Carell sem talar fyrir illmennið Gru. Carell segir myndina rökrétt framhald af þriðju mynd seríunnar, hún fjalli um það hvernig fjölskylda þeirra Gru og Lucy virki sem heild nú þegar þau eru komin með börn. 27. júní 2022 16:12 Elvis Presley fær mann til að kikna í hnjánum í kvikmyndahúsum Stikla úr kvikmyndinni Elvis sem fjallar um líf og feril Elvis Presley er komin út og eru margir sem bíða spenntir eftir því að sjá myndina í heild sinni, enda á nógu að taka. Þeir Austin Butler og Tom Hanks eru í aðalhlutverkum. 21. febrúar 2022 10:36 Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Tekjuhæsta mynd ársins í kvikmyndahúsum á Íslandi var önnur kvikmyndin um skósveinana vinsælu, Minions: The Rise of Gru betur þekkt á íslensku sem Skósveinarnir: Gru rís aftur. Kvikmyndin halaði inn tæpum 70 milljónum króna í miðasölu en yfir 50 þúsund kvikmyndahúsagestir sáu skósveina hins illa Gru snúa aftur. Batman nartar í hælana á Elvis Í öðru sæti yfir tekjuhæstu kvikmyndir ársins var það svo Elvis Presley sem dró kvikmyndahúsagesti að en kvikmyndin um ævi stórstjörnunnar í leikstjórn Baz Luhrman, Elvis, þénaði yfir 60 milljónir króna hérlendis og voru tæplega 40 þúsund manns sem lögðu leið sína í kvikmyndahús til að sjá kónginn snúa aftur. Í þriðja sæti listans var svo nýjasta myndin um ofurhetjuna vinsælu Batman. Kvikmyndin Batman skartaði nýjum leðurblökumanni og nýjum leikstjóra og aðdáendur ofurhetjunnar létu sig ekki vanta í kvikmyndahús. Batman var rétt á eftir Elvis í listanum og þénaði yfir 60 milljónir króna ásamt því að taka á móti tæplega 40 þúsund manns. Allra síðasta veiðiferðin tekjuhæsta íslenska myndin Í næstu sætum listans má svo sjá fleiri framhaldsmyndir eins og Avatar: The Way of the Water, Top Gun: Maverick og Marvel hetjurnar Thor: Love & Thunder og Doctor Strange in the Multiverse of Madness. Allra síðasta veiðiferðin var eina íslensk kvikmyndin sem rataði inn á listann yfir 20 tekjuhæstu kvikmyndir ársins en 19 íslensk verk voru sýnd í kvikmyndahúsum á árinu. Færri kvikmyndahúsagestir sáu íslensk verk í kvikmyndahúsum þetta árið samanborið við árið áður. Heildartekjur af íslenskum verkum á árinu voru tæpar 128 milljónir samanborið við rúmar 146 milljónir króna árið 2021 eða 12,8% minnkun á milli ára. Samtals nam miðasala í íslenskum kvikmyndahúsum 1.279.718.817 kr., sem er 18% hækkun frá árinu á undan. 845.699 manns lögðu leið sína í kvikmyndahús á árinu sem er 10,5% aukning frá árinu 2020.
Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Kvikmyndahús Tengdar fréttir Jakkafataklæddir ungherrar til friðs á Íslandi Nýjasta teiknimyndin um skósveinana nýtur nú óvæntra vinsælda meðal eldri hópa, þökk sé óvenjulegum færslum á samfélagsmiðlum. Ekki hefur þótt ástæða til að banna hópana í kvikmyndahúsum hér á landi eins og sums staðar í heiminum. 5. júlí 2022 20:01 Byrjuð að framleiða Aulann mig 4 Framleiðsla er hafin á Aulanum mér 4 segir leikarinn Steve Carell sem talar fyrir illmennið Gru. Carell segir myndina rökrétt framhald af þriðju mynd seríunnar, hún fjalli um það hvernig fjölskylda þeirra Gru og Lucy virki sem heild nú þegar þau eru komin með börn. 27. júní 2022 16:12 Elvis Presley fær mann til að kikna í hnjánum í kvikmyndahúsum Stikla úr kvikmyndinni Elvis sem fjallar um líf og feril Elvis Presley er komin út og eru margir sem bíða spenntir eftir því að sjá myndina í heild sinni, enda á nógu að taka. Þeir Austin Butler og Tom Hanks eru í aðalhlutverkum. 21. febrúar 2022 10:36 Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Jakkafataklæddir ungherrar til friðs á Íslandi Nýjasta teiknimyndin um skósveinana nýtur nú óvæntra vinsælda meðal eldri hópa, þökk sé óvenjulegum færslum á samfélagsmiðlum. Ekki hefur þótt ástæða til að banna hópana í kvikmyndahúsum hér á landi eins og sums staðar í heiminum. 5. júlí 2022 20:01
Byrjuð að framleiða Aulann mig 4 Framleiðsla er hafin á Aulanum mér 4 segir leikarinn Steve Carell sem talar fyrir illmennið Gru. Carell segir myndina rökrétt framhald af þriðju mynd seríunnar, hún fjalli um það hvernig fjölskylda þeirra Gru og Lucy virki sem heild nú þegar þau eru komin með börn. 27. júní 2022 16:12
Elvis Presley fær mann til að kikna í hnjánum í kvikmyndahúsum Stikla úr kvikmyndinni Elvis sem fjallar um líf og feril Elvis Presley er komin út og eru margir sem bíða spenntir eftir því að sjá myndina í heild sinni, enda á nógu að taka. Þeir Austin Butler og Tom Hanks eru í aðalhlutverkum. 21. febrúar 2022 10:36