Gulu skósveinarnir möluðu gull Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 18. janúar 2023 14:30 Skósveinarnir, Elvis Presley, Batman og Avatar voru tekjuhæstu kvikmyndir síðasta árs. IMDB Árið 2022 var svokallað endurkomuár í kvikmyndahúsum um heim allan og Ísland var þar engin undantekning. Aðsókn í kvikmyndahús hélt áfram að aukast og gamlir kunningjar snéru aftur á hvíta tjaldið og það má með sanni segja að árið 2022 var ár framhaldsmynda. Tekjuhæsta mynd ársins í kvikmyndahúsum á Íslandi var önnur kvikmyndin um skósveinana vinsælu, Minions: The Rise of Gru betur þekkt á íslensku sem Skósveinarnir: Gru rís aftur. Kvikmyndin halaði inn tæpum 70 milljónum króna í miðasölu en yfir 50 þúsund kvikmyndahúsagestir sáu skósveina hins illa Gru snúa aftur. Batman nartar í hælana á Elvis Í öðru sæti yfir tekjuhæstu kvikmyndir ársins var það svo Elvis Presley sem dró kvikmyndahúsagesti að en kvikmyndin um ævi stórstjörnunnar í leikstjórn Baz Luhrman, Elvis, þénaði yfir 60 milljónir króna hérlendis og voru tæplega 40 þúsund manns sem lögðu leið sína í kvikmyndahús til að sjá kónginn snúa aftur. Í þriðja sæti listans var svo nýjasta myndin um ofurhetjuna vinsælu Batman. Kvikmyndin Batman skartaði nýjum leðurblökumanni og nýjum leikstjóra og aðdáendur ofurhetjunnar létu sig ekki vanta í kvikmyndahús. Batman var rétt á eftir Elvis í listanum og þénaði yfir 60 milljónir króna ásamt því að taka á móti tæplega 40 þúsund manns. Allra síðasta veiðiferðin tekjuhæsta íslenska myndin Í næstu sætum listans má svo sjá fleiri framhaldsmyndir eins og Avatar: The Way of the Water, Top Gun: Maverick og Marvel hetjurnar Thor: Love & Thunder og Doctor Strange in the Multiverse of Madness. Allra síðasta veiðiferðin var eina íslensk kvikmyndin sem rataði inn á listann yfir 20 tekjuhæstu kvikmyndir ársins en 19 íslensk verk voru sýnd í kvikmyndahúsum á árinu. Færri kvikmyndahúsagestir sáu íslensk verk í kvikmyndahúsum þetta árið samanborið við árið áður. Heildartekjur af íslenskum verkum á árinu voru tæpar 128 milljónir samanborið við rúmar 146 milljónir króna árið 2021 eða 12,8% minnkun á milli ára. Samtals nam miðasala í íslenskum kvikmyndahúsum 1.279.718.817 kr., sem er 18% hækkun frá árinu á undan. 845.699 manns lögðu leið sína í kvikmyndahús á árinu sem er 10,5% aukning frá árinu 2020. Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Kvikmyndahús Tengdar fréttir Jakkafataklæddir ungherrar til friðs á Íslandi Nýjasta teiknimyndin um skósveinana nýtur nú óvæntra vinsælda meðal eldri hópa, þökk sé óvenjulegum færslum á samfélagsmiðlum. Ekki hefur þótt ástæða til að banna hópana í kvikmyndahúsum hér á landi eins og sums staðar í heiminum. 5. júlí 2022 20:01 Byrjuð að framleiða Aulann mig 4 Framleiðsla er hafin á Aulanum mér 4 segir leikarinn Steve Carell sem talar fyrir illmennið Gru. Carell segir myndina rökrétt framhald af þriðju mynd seríunnar, hún fjalli um það hvernig fjölskylda þeirra Gru og Lucy virki sem heild nú þegar þau eru komin með börn. 27. júní 2022 16:12 Elvis Presley fær mann til að kikna í hnjánum í kvikmyndahúsum Stikla úr kvikmyndinni Elvis sem fjallar um líf og feril Elvis Presley er komin út og eru margir sem bíða spenntir eftir því að sjá myndina í heild sinni, enda á nógu að taka. Þeir Austin Butler og Tom Hanks eru í aðalhlutverkum. 21. febrúar 2022 10:36 Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Úrval Útsýn hefur svarað kalli um björgunarfargjöld Lífið samstarf Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Fleiri fréttir Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Sjá meira
Tekjuhæsta mynd ársins í kvikmyndahúsum á Íslandi var önnur kvikmyndin um skósveinana vinsælu, Minions: The Rise of Gru betur þekkt á íslensku sem Skósveinarnir: Gru rís aftur. Kvikmyndin halaði inn tæpum 70 milljónum króna í miðasölu en yfir 50 þúsund kvikmyndahúsagestir sáu skósveina hins illa Gru snúa aftur. Batman nartar í hælana á Elvis Í öðru sæti yfir tekjuhæstu kvikmyndir ársins var það svo Elvis Presley sem dró kvikmyndahúsagesti að en kvikmyndin um ævi stórstjörnunnar í leikstjórn Baz Luhrman, Elvis, þénaði yfir 60 milljónir króna hérlendis og voru tæplega 40 þúsund manns sem lögðu leið sína í kvikmyndahús til að sjá kónginn snúa aftur. Í þriðja sæti listans var svo nýjasta myndin um ofurhetjuna vinsælu Batman. Kvikmyndin Batman skartaði nýjum leðurblökumanni og nýjum leikstjóra og aðdáendur ofurhetjunnar létu sig ekki vanta í kvikmyndahús. Batman var rétt á eftir Elvis í listanum og þénaði yfir 60 milljónir króna ásamt því að taka á móti tæplega 40 þúsund manns. Allra síðasta veiðiferðin tekjuhæsta íslenska myndin Í næstu sætum listans má svo sjá fleiri framhaldsmyndir eins og Avatar: The Way of the Water, Top Gun: Maverick og Marvel hetjurnar Thor: Love & Thunder og Doctor Strange in the Multiverse of Madness. Allra síðasta veiðiferðin var eina íslensk kvikmyndin sem rataði inn á listann yfir 20 tekjuhæstu kvikmyndir ársins en 19 íslensk verk voru sýnd í kvikmyndahúsum á árinu. Færri kvikmyndahúsagestir sáu íslensk verk í kvikmyndahúsum þetta árið samanborið við árið áður. Heildartekjur af íslenskum verkum á árinu voru tæpar 128 milljónir samanborið við rúmar 146 milljónir króna árið 2021 eða 12,8% minnkun á milli ára. Samtals nam miðasala í íslenskum kvikmyndahúsum 1.279.718.817 kr., sem er 18% hækkun frá árinu á undan. 845.699 manns lögðu leið sína í kvikmyndahús á árinu sem er 10,5% aukning frá árinu 2020.
Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Kvikmyndahús Tengdar fréttir Jakkafataklæddir ungherrar til friðs á Íslandi Nýjasta teiknimyndin um skósveinana nýtur nú óvæntra vinsælda meðal eldri hópa, þökk sé óvenjulegum færslum á samfélagsmiðlum. Ekki hefur þótt ástæða til að banna hópana í kvikmyndahúsum hér á landi eins og sums staðar í heiminum. 5. júlí 2022 20:01 Byrjuð að framleiða Aulann mig 4 Framleiðsla er hafin á Aulanum mér 4 segir leikarinn Steve Carell sem talar fyrir illmennið Gru. Carell segir myndina rökrétt framhald af þriðju mynd seríunnar, hún fjalli um það hvernig fjölskylda þeirra Gru og Lucy virki sem heild nú þegar þau eru komin með börn. 27. júní 2022 16:12 Elvis Presley fær mann til að kikna í hnjánum í kvikmyndahúsum Stikla úr kvikmyndinni Elvis sem fjallar um líf og feril Elvis Presley er komin út og eru margir sem bíða spenntir eftir því að sjá myndina í heild sinni, enda á nógu að taka. Þeir Austin Butler og Tom Hanks eru í aðalhlutverkum. 21. febrúar 2022 10:36 Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Úrval Útsýn hefur svarað kalli um björgunarfargjöld Lífið samstarf Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Fleiri fréttir Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Sjá meira
Jakkafataklæddir ungherrar til friðs á Íslandi Nýjasta teiknimyndin um skósveinana nýtur nú óvæntra vinsælda meðal eldri hópa, þökk sé óvenjulegum færslum á samfélagsmiðlum. Ekki hefur þótt ástæða til að banna hópana í kvikmyndahúsum hér á landi eins og sums staðar í heiminum. 5. júlí 2022 20:01
Byrjuð að framleiða Aulann mig 4 Framleiðsla er hafin á Aulanum mér 4 segir leikarinn Steve Carell sem talar fyrir illmennið Gru. Carell segir myndina rökrétt framhald af þriðju mynd seríunnar, hún fjalli um það hvernig fjölskylda þeirra Gru og Lucy virki sem heild nú þegar þau eru komin með börn. 27. júní 2022 16:12
Elvis Presley fær mann til að kikna í hnjánum í kvikmyndahúsum Stikla úr kvikmyndinni Elvis sem fjallar um líf og feril Elvis Presley er komin út og eru margir sem bíða spenntir eftir því að sjá myndina í heild sinni, enda á nógu að taka. Þeir Austin Butler og Tom Hanks eru í aðalhlutverkum. 21. febrúar 2022 10:36