Sérstakar sýningar fyrir heyrnarskerta Kvikmyndin Börn verður sýnd í Háskólabíói dagana 17., 18. og 19. nóvember með íslenskum texta en samkvæmt fréttatilkynningu sem leikhópurinn Vesturport sendi frá sér vill hópurinn með þessu koma til móts við heyrnarskerta og heyrnarlausa áhorfendur sem áhuga hafa á að sjá myndina. Tveir sýningartímar eru á Börnum umrædda daga, klukkan 20.00 og 22.00. Bíó og sjónvarp 16. nóvember 2006 14:30
Casino Royale frumsýnd í London Þúsundir aðdáenda njósnara hennar hátignar, 007, söfnuðust saman við Leicester-torg þegar nýjasta James Bond-myndin Casino Royale var frumsýnd í London. Bíó og sjónvarp 16. nóvember 2006 12:15
Hristur, hrærður og í banastuði Tuttugasta og fyrsta James Bond myndin, Casino Royale, verður frumsýnd um víða veröld á morgun og Ísland er vitaskuld engin undantekning. Myndarinnar hefur verið beðið með óvenju mikilli eftirvæntingu enda stígur Daniel Craig sín fyrstu spor sem Bond í henni. Bíó og sjónvarp 16. nóvember 2006 11:30
Beyoncé og Eva saman Söngkonan Beyoncé Knowles og leikkonan Eva Longoria eru í samningaviðræðum um að leika lesbískar ástkonur í kvikmyndinni Tipping the Velvet. Bíó og sjónvarp 16. nóvember 2006 08:30
Barist um Frank-N-Furter Rokksýningin Rocky Horr-or hefur verið vinsæl hjá bæði áhugaleikhópum og atvinnuleikhúsum. Ekki fær þó hver sem er að bregða sér í hlutverk Frank- N-Furter. Sigurður Kaiser setur verkið upp eftir áramót. Bíó og sjónvarp 15. nóvember 2006 09:00
Vesalingar á Broadway Vesalingarnir koma aftur upp á Broadway í nóvember og hefjast forsýningar aðra helgi. Eru sýningar áætlaðar í sex mánuði. Það er sama gengið sem stendur að sýningunni og vann upphaflegu sviðsetninguna fyrir RSC sem frumsýnd var síðla árs 1985. Sú sviðsetning flutti síðan í West End og á Broadway. Þar gekk hún frá 1987 til 2003. Bíó og sjónvarp 14. nóvember 2006 16:30
Orrustan um Alsír sýnd Við lát ítalska leikstjórans Gillo Pontecorvo fyrir skemmstu hafa menn víða um lönd dustað rykið af meistaraverki hans frá 1966, Orrustunni um Alsír, eða La Battaglia di Algeri. Í kvöld og á laugardag verður hún sýnd í Bæjarbíói í Hafnarfirði á vegum Kvikmyndasafnsins. Bíó og sjónvarp 14. nóvember 2006 13:30
Heiðraður af Dönum Leikstjórinn Dagur Kári Pétursson fær enn eina rósina í hnappagatið en tilkynnt hefur verið að leikstjórinn hljóti hin virtu Peter Emil Refn-verðlaun sem afhent verða 22. nóvember næstkomandi. Bíó og sjónvarp 14. nóvember 2006 10:30
Gaza-ströndin Félagið Ísland-Palestína stendur fyrir sýningu á kvikmyndinni Gaza Strip á Kaffi Kúltúra í Alþjóðahúsinu, Hverfisgötu 18, í kvöld. Hljómsveitin Retro Stefson mun leika nokkur lög áður en sýningin hefst og Sveinn Rúnar Hauksson læknir heldur stutta tölu um aðskilnaðarmúrinn sem risinn er á herteknu palestínsku landi og ástandið á Gaza. Bíó og sjónvarp 14. nóvember 2006 09:30
Frímann á iTunes Aðdáendum gamanþáttarins Sigtið, sem var nýverið tilnefndur til Eddu-verðlaunanna, gefst nú kostur á að nálgast þáttinn á iTunes. Hægt er að sækja þáttinn á vefslóðinni www.podcast.is og horfa á hann beint í tölvunni eða flytja hann yfir á iPod og horfa á hann hvar sem er. Bíó og sjónvarp 14. nóvember 2006 09:00
Valnefndarmenn Eddunnar hafa orðið fyrir áreitni "Að menn tilnefni sjálfa sig? Það er auðvitað ekki um það að ræða,“ segir Björn Brynjúlfur Björnsson, stjórnarmaður í kvikmynda- og sjónvarpsakademíunni. Nokkur ólga er meðal kvikmyndagerðarmanna því stjórnin hefur ákveðið að gefa ekki út opinberlega hverjir skipa hverja valnefnd, þeirra sem völdu hverjir hlutu tilnefningu til Edduverðlauna. Bíó og sjónvarp 12. nóvember 2006 06:00
Styttist í Skrekk Undanúrslit Skrekks, sem er hæfileikakeppni ÍTR fyrir nemendur grunnskóla Reykjavíkur, hefst þann 13. nóvember í Borgarleikhúsinu. Um er að ræða þrjú undaúrslitakvöld og fara þau farm 13., 14., og 15. nóvember. Allir grunnskólar í Reykjavík taka þátt í keppninni en þátttakendur eru í 8. - 10. bekk. Bíó og sjónvarp 10. nóvember 2006 11:38
Forsala á netinu Miðasala á almennar sýningar í Smárabíói og Regnboganum er hafin í fyrsta sinn á netinu á slóðinni midi.is/bio. Hingað til hefur midi.is verið leiðandi í sölu aðgöngumiða á tónleika, leiksýningar, íþróttaviðburði eða annað en nú hafa kvikmyndahúsin loksins bæst við. Bíó og sjónvarp 10. nóvember 2006 09:00
Ísland í sviðljósinu hjá MTV Hryllingsmyndaleikstjórinn Eli Roth er staddur hér á landi til að taka upp nokkur atriði fyrir mynd sína Hostel II. Eli lýsti því yfir í Fréttablaðinu að ferðalag hans hingað væri bara léleg afsökun fyrir að komast á hestbak á Ingólfshvoli þar sem leikstjórinn á hest. Bíó og sjónvarp 7. nóvember 2006 09:30
Beðmálin í bíó Samkvæmt US OK! bendir allt til þess að búin verði til kvikmyndaútgáfa af hinum vinsæla þætti Sex and The City sem var svo hagalega þýddur Beðmál í borginni og sýndur á RÚV. Bíó og sjónvarp 6. nóvember 2006 17:00
Glíman er erótísk íþrótt Stuttmyndin Bræðrabylta á vafalítið eftir að vekja mikla athygli þegar hún verður frumsýnd en myndin fjallar um tvo samkynhneigða glímukappa. Bíó og sjónvarp 6. nóvember 2006 15:00
Mel Gibson heiðraður Leikarinn og leikstjórinn Mel Gibson fékk nýverið Latino-heiðursverðlaun fyrir væntanlega kvikmynd sína Apocolypto. Voru verðlaunin afhent í Los Angeles, þar sem fólk af suður-amerískum uppruna er afar fjölmennt. Bíó og sjónvarp 6. nóvember 2006 14:00
Einvalalið í Áramótaskaupinu í ár „Þetta gengur bara eins og í sögu. algjör draumur í dós,“ segir Reynir Lyngdal, sem stendur í ströngu þessa dagana við upptökur á Áramótaskaupi Ríkissjónvarpsins. Bíó og sjónvarp 5. nóvember 2006 11:00
Á hlut í níu Eddu-tilnefningum Tilnefningar til Eddu-verðlaunanna voru tilkynntar á fimmtudaginn og fullyrða má að verk tengd leikstjóranum Ragnari Bragasyni hafi staðið upp úr. Sjálfur er Ragnar tilnefndur til fjögurra verðlauna, eina tilnefningu hlaut hann sem leikstjóri ársins fyrir sjónvarpsþáttinn Stelpurnar og þrjár fyrir kvikmyndina Börn sem keppir við bæði Mýrina og Blóðbönd um titilinn besta kvikmynd ársins. Bíó og sjónvarp 4. nóvember 2006 18:30
Gerir mynd um ólympíuleika Leikstjórinn Oliver Stone, sem síðast gerði World Trade Center, ætlar að leikstýra fimm mínútna mynd sem er ætlað að kynna ólympíuleikana í Peking árið 2008. Bíó og sjónvarp 4. nóvember 2006 17:00
Höll ævintýranna Möguleikhúsið frumsýnir splunkunýtt barnaleikrit á morgun. Verkið Höll ævintýranna eftir Bjarna Ingvarsson fjallar um líflegan sagnaþul sem hefur fjölda sagna og ævintýra í farteski sínu sem hann færir í leikrænan búning á einfaldan hátt. Geiturnar þrjár trítla yfir brúna þar sem risinn ógurlegi liggur í leyni, undurfögur höll býr yfir ótal ævintýrum og haltur hani svífur um loftin blá á vængjum ímyndunaraflsins. Bíó og sjónvarp 4. nóvember 2006 15:30
Kúlan fyrir yngsta aldurshópinn Þjóðleikhúsið opnar nýtt leikrými í dag svonefnda Kúlu, sem er helgað ungum áhorfendum og nýrri leikhúsreynslu. Kúlan er þar sem áður var Litla svið Þjóðleikhússins. Bíó og sjónvarp 4. nóvember 2006 14:30
Sakamálin á svið Leikskáldið Þórdís Elva Þorvaldsdóttir Bachmann var hlutskörpust í leikritunarsamkeppni Borgarleikhússins og Spron, „Sakamál á svið“ en verðlaun voru veitt á dögunum. Alls voru sex verk valin úr hópi þrjátíu og einnar hugmyndar að sakamálaleikverkum sem send voru inn í keppnina en höfundar þessara sex verka fengu fjóra mánuði til að fullvinna þau. Bíó og sjónvarp 4. nóvember 2006 11:30
Börn hlutskörpust Kvikmyndin Börn hlaut alls átta tilnefningar til Eddu-verðlaunanna, sem verða afhent við hátíðlega athöfn þann 19. nóvember á Hótel Nordica. Var hún m.a. tilnefnd sem besta myndin og fyrir frammistöðu þeirra Gísla Arnar Garðarssonar, Nínu Daggar Filippusdóttur og Ólafs Darra Ólafssonar í aðalhlutverkum. Einnig var Ragnar Bragason tilnefndur sem besti leikstjórinn. Bíó og sjónvarp 3. nóvember 2006 09:15
Hætti við 24 Grínistinn Eddie Izzard hefur hætt við að taka þátt í næstu þáttaröð af bandaríska spennuþættinum 24. Izzard gekk út af tökustað eftir aðeins einn dag en ekki er vitað hvað varð til þess. Í stað hans hefur verið ráðinn breski leikarinn David Hunt. Mun hann taka við hlutverki illmennisins McCarthy. Bíó og sjónvarp 3. nóvember 2006 06:00
Brjálæðislega fyndinn Borat Sjónvarpsmaðurinn Borat Sagdiyev frá Kazakstan er hugarfóstur breska leikarans Sacha Baron Cohen sem er einna þekktastur sem fyrirbærið Ali G. Borat átti góða spretti í sjónvarpsþáttum Ali G þar sem hann kom að grandvaralausum viðmælendum sínum úr óvæntum áttum og setti þá út af laginu með kjánalegum spurningum sem hann bar fram af barnslegri einlægni útlendings í framandi landi. Bíó og sjónvarp 3. nóvember 2006 00:01
Gagnrýni á mannfórnir Hvað hefur Mel Gibson verið að gera undanfarin tvö ár? Leikarinn vingjarnlegi birtist allt í einu á forsíðum blaðanna, draugfullur, öskrandi ókvæðisorðum að gyðingum. Nýjasta mynd hans, Apocylpto, á því vafalítið eftir að vekja töluverða athygli enda hefur Gibson lýst því yfir að hún sé gagnrýni á þær mannfórnir sem vestræn samfélög eru tilbúin að færa fyrir siðmenningu sína. Bíó og sjónvarp 2. nóvember 2006 16:30
Grínistar í tímavél Útvarpsleikritið Tímaflakk með þá Bjarna „töframann“ Baldvinsson, Eyvind Karlsson og Þórhall Þórhallsson í aðalhlutverkum hefur göngu sína á Rás 2 í dag. Bíó og sjónvarp 2. nóvember 2006 16:00
Hryllingur fyrir hrædda þjóð Eli Roth er af mörgum talinn einn fremsti hryllingsmyndaleikstjóri heims um þessar mundir en hann er staddur hér á landi til að taka upp smá hluta fyrir framhald kvikmyndarinnar Hostel. Freyr Gígja Gunnarsson ræddi við hann um Hostel-ævintýrið, hrædda landa hans og hvalveiðar. Bíó og sjónvarp 2. nóvember 2006 15:45
Leið yfir þrjá á Saw Starfsfólk kvikmyndahúsa í Bretlandi þurfti að hringja á sjúkrabíl þrisvar sinnum sömu nóttina eftir að það leið yfir nokkra sem voru að horfa á hryllingsmyndina Saw III. Bíó og sjónvarp 2. nóvember 2006 14:30