Gersemar gærdagsins, sýning Turak-leikhússins - fjórar stjörnur 20. apríl 2007 00:01 Hugvitssamleg, súrrealísk og sniðug sýning fyrir fólk á öllum aldri. Landsmenn geta hugsað sér glatt til menningarglóðarinnar fram á vorið því enn stendur yfir franska menningarkynningin Pourquoi pas? og hingað streymir hæfileikafólk frá meginlandinu sem fúst er að skemmta okkur og fræða. Á mánudagskvöld var sett upp óvenjuleg leiksýning í Kúlu Þjóðleikhússins en sýning sú ferðast um landið þessa dagana og verður hún sett upp í flestum fjórðungum auk sýninga í Hafnarfirði og á Reykjanesi. ýningin Gersemar gærdagsins er tegund af brúðuleikhúsi þar sem hinn hugvitsami forsprakki Turak-leikhússins, Michel Laubau, tekur sér stöðu á leiksviði og lætur alls kyns furður lifna við. Persónur og leikmunir eru gerð úr handahófskenndu dóti, straujárn, leikföng, fjaðrir og eldhúsáhöld koma þannig við sögu tveggja manna, annar þeirra er líklega að missa af flugi á meðan hinn er tvístígandi og forvitinn könnuður sem felur sig í fötu. Reyndar er ég alls ekki viss um hvað þessi sýning fjallar annað en það hvað það er gaman að hafa ímyndunarafl. Húmorinn er í fyrirrúmi í þessari sýningu og hinar einföldustu hreyfingar stjórnandans verða merkingarhlaðnar í óreiðukenndu umhverfi þar sem allir bíða spenntir eftir því hverju stjórnandinn tekur upp á næst. Tónlistin var sköpuð af tveimur rafmagnsgíturum og toguðust þau hljóð í allar áttir, það var hreint ótrúlegt hvað hægt var að að skapa mikla stemningu með tólf strengjum og magnara. Upptökuvélar og ljós voru líka notuð á eftirtektarverðan hátt og veggir leikhússins þannig brotnir niður í fleiri og framúrstefnulegri einingar. Gestirnir, einkum þeir yngstu, skelltu innilega upp úr yfir brellunum og látalátunum á sviðinu og ég er nokkuð viss um að þetta sjónarspil situr í fleirum en mér. Nú er bara spurning hvort einhver hafi farið beint út í bílskúr heima eftir sýninguna til þess að láta eitthvað lifna við eins og Fransmaðurinn Laubau. Kristrún Heiða Hauksdóttir Mest lesið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Menning Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Lífið Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Fleiri fréttir Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Landsmenn geta hugsað sér glatt til menningarglóðarinnar fram á vorið því enn stendur yfir franska menningarkynningin Pourquoi pas? og hingað streymir hæfileikafólk frá meginlandinu sem fúst er að skemmta okkur og fræða. Á mánudagskvöld var sett upp óvenjuleg leiksýning í Kúlu Þjóðleikhússins en sýning sú ferðast um landið þessa dagana og verður hún sett upp í flestum fjórðungum auk sýninga í Hafnarfirði og á Reykjanesi. ýningin Gersemar gærdagsins er tegund af brúðuleikhúsi þar sem hinn hugvitsami forsprakki Turak-leikhússins, Michel Laubau, tekur sér stöðu á leiksviði og lætur alls kyns furður lifna við. Persónur og leikmunir eru gerð úr handahófskenndu dóti, straujárn, leikföng, fjaðrir og eldhúsáhöld koma þannig við sögu tveggja manna, annar þeirra er líklega að missa af flugi á meðan hinn er tvístígandi og forvitinn könnuður sem felur sig í fötu. Reyndar er ég alls ekki viss um hvað þessi sýning fjallar annað en það hvað það er gaman að hafa ímyndunarafl. Húmorinn er í fyrirrúmi í þessari sýningu og hinar einföldustu hreyfingar stjórnandans verða merkingarhlaðnar í óreiðukenndu umhverfi þar sem allir bíða spenntir eftir því hverju stjórnandinn tekur upp á næst. Tónlistin var sköpuð af tveimur rafmagnsgíturum og toguðust þau hljóð í allar áttir, það var hreint ótrúlegt hvað hægt var að að skapa mikla stemningu með tólf strengjum og magnara. Upptökuvélar og ljós voru líka notuð á eftirtektarverðan hátt og veggir leikhússins þannig brotnir niður í fleiri og framúrstefnulegri einingar. Gestirnir, einkum þeir yngstu, skelltu innilega upp úr yfir brellunum og látalátunum á sviðinu og ég er nokkuð viss um að þetta sjónarspil situr í fleirum en mér. Nú er bara spurning hvort einhver hafi farið beint út í bílskúr heima eftir sýninguna til þess að láta eitthvað lifna við eins og Fransmaðurinn Laubau. Kristrún Heiða Hauksdóttir
Mest lesið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Menning Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Lífið Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Fleiri fréttir Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira