Dreymir um stóra vinninginn 14. apríl 2007 11:00 Splunkunýtt verk um hið sanna sport er frumsýnt í Hjáleigunni í kvöld. Leikfélagið Hugleikur setur upp nýtt verk eftir Hrefnu Friðriksdóttur í Hjáleigunni í kvöld. Leikritið heitir Bingó og fjallar um fimm manneskjur sem hittast reglulega og spila þann sívinsæla leik en öll dreymir þau um stóra vinninginn. Í hlutverki örlagavaldsins, bingóstjórans, er Frosti Friðriksson, sem þekktari er fyrir störf sín sem leikmyndahönnuður og myndlistarmaður. Sjálfur segist Frosti ekki hafa lagt mikla stund á bingóspil en hann fór þó í pílagrímsför í Vinabæ í kynningarskyni. „Þetta er dramatískt verk en líka spaugilegt. Lífið er óttalegt bingó, það snýst allt um tölur og þetta happdrætti lífsins. Það er mikil hending hvað maður ber úr býtum og auðvelt að gleyma sér í hita leiksins,“ segir Frosti. Leikarinn blundaði ávallt í þessum bingóstjóra en Frosti hóf sinn feril hjá Leikfélagi Kópavogs. Síðan sneri hann sér að öðrum hluta leikhússins og hóf að hanna leikmyndir fyrir ýmis verkefni. Erfiðast segir hann að læra textann. „Það er minn Akkilesarhæll. Ég ber mikla virðingu fyrir fólki sem getur bara gengið inn á svið og munað heilu rullurnar,“ segir hann kíminn. Það verður síðan bara að koma í ljós hvort hann man sitt í kvöld. „Maður spinnur þá bara eitthvað,“ segir hann í gríni, hinir spilararnir verða jú að dansa eftir fyrirmælum bingóstjórans. Frumsýnt verður kl. 20 í kvöld en leikstjóri er Ágústa Skúladóttir. Mest lesið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Leikfélagið Hugleikur setur upp nýtt verk eftir Hrefnu Friðriksdóttur í Hjáleigunni í kvöld. Leikritið heitir Bingó og fjallar um fimm manneskjur sem hittast reglulega og spila þann sívinsæla leik en öll dreymir þau um stóra vinninginn. Í hlutverki örlagavaldsins, bingóstjórans, er Frosti Friðriksson, sem þekktari er fyrir störf sín sem leikmyndahönnuður og myndlistarmaður. Sjálfur segist Frosti ekki hafa lagt mikla stund á bingóspil en hann fór þó í pílagrímsför í Vinabæ í kynningarskyni. „Þetta er dramatískt verk en líka spaugilegt. Lífið er óttalegt bingó, það snýst allt um tölur og þetta happdrætti lífsins. Það er mikil hending hvað maður ber úr býtum og auðvelt að gleyma sér í hita leiksins,“ segir Frosti. Leikarinn blundaði ávallt í þessum bingóstjóra en Frosti hóf sinn feril hjá Leikfélagi Kópavogs. Síðan sneri hann sér að öðrum hluta leikhússins og hóf að hanna leikmyndir fyrir ýmis verkefni. Erfiðast segir hann að læra textann. „Það er minn Akkilesarhæll. Ég ber mikla virðingu fyrir fólki sem getur bara gengið inn á svið og munað heilu rullurnar,“ segir hann kíminn. Það verður síðan bara að koma í ljós hvort hann man sitt í kvöld. „Maður spinnur þá bara eitthvað,“ segir hann í gríni, hinir spilararnir verða jú að dansa eftir fyrirmælum bingóstjórans. Frumsýnt verður kl. 20 í kvöld en leikstjóri er Ágústa Skúladóttir.
Mest lesið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein