Þrír sumarsmellir 2. apríl 2007 07:00 Þriðja myndin um græna skrímslið verður frumsýnd í maí. Jeffrey Katzenberg, forstjóri teiknimyndadeildar Dreamworks, hefur litlar áhyggjur af því að þriðja myndin um græna skrímslið Skrekk eigi eftir að lúta í lægra haldi fyrir tveimur öðrum framhaldsmyndum: Köngulóarmanninum og lokamyndinni um sjóræningjana á Karíbahafinu. „Allir eiga eftir að sjá Köngulóarmanninn, allir fara á sjóræningjana og allir munu horfa á Skrekk,“ sagði Katzenberg á fundi sem skipulagður var af Bank of America í New York á miðvikudaginn. „Sigurinn kemur til með að velta á því hversu margir sjá sömu myndina aftur og aftur og aftur,“ útskýrði forstjórinn. Myndirnar þrjár, sem allar eiga það sameiginlegt að vera þær þriðju í röðinni í sínum bálki, verða frumsýndar í maí og því nokkuð ljóst að forsvarsmenn kvikmyndahúsanna hugsa sér gott til glóðarinnar í þeim mánuði. Katzenberg gerði einnig nýjustu heimabíótækninni skil og sagðist kvíða fyrir hönd Blue Ray og HD DVD. „Munurinn á þessum gæðum og DVD-mynddiskagæðum er einfaldlega ekki það mikill fyrir almenning að honum finnist taka því að breyta til,“ sagði Katzenberg. Mest lesið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Jeffrey Katzenberg, forstjóri teiknimyndadeildar Dreamworks, hefur litlar áhyggjur af því að þriðja myndin um græna skrímslið Skrekk eigi eftir að lúta í lægra haldi fyrir tveimur öðrum framhaldsmyndum: Köngulóarmanninum og lokamyndinni um sjóræningjana á Karíbahafinu. „Allir eiga eftir að sjá Köngulóarmanninn, allir fara á sjóræningjana og allir munu horfa á Skrekk,“ sagði Katzenberg á fundi sem skipulagður var af Bank of America í New York á miðvikudaginn. „Sigurinn kemur til með að velta á því hversu margir sjá sömu myndina aftur og aftur og aftur,“ útskýrði forstjórinn. Myndirnar þrjár, sem allar eiga það sameiginlegt að vera þær þriðju í röðinni í sínum bálki, verða frumsýndar í maí og því nokkuð ljóst að forsvarsmenn kvikmyndahúsanna hugsa sér gott til glóðarinnar í þeim mánuði. Katzenberg gerði einnig nýjustu heimabíótækninni skil og sagðist kvíða fyrir hönd Blue Ray og HD DVD. „Munurinn á þessum gæðum og DVD-mynddiskagæðum er einfaldlega ekki það mikill fyrir almenning að honum finnist taka því að breyta til,“ sagði Katzenberg.
Mest lesið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein