Hið smæsta í hinu stærsta 1. apríl 2007 11:00 Verður nokkuð eins og áður? Systurmyndir um stærsta raforkuframleiðslusvæði heims hafa vakið gífurlega athygli um allan heim. Úr kvikmyndinni „Kyrrmynd“ eftir leikstjórann Zhang Ke-Jia. Þriggja gljúfra stíflan sem verið er að reisa austur í Kína er verkfræðiundur á skala sem fæstir geta ímyndað sér. Uppistöðulónið sem verður til við framkvæmdirnar þar mun drekkja heimilum yfir milljón manna auk fjölda sögufrægra minja. Áhrifasvæði stíflunnar er sögusvið tveggja kvikmynda sem Fjalakötturinn sýnir í kvöld kl. 20 og 22. Stíflan í lengsta fljóti Asíu, Yangtze-ánni, á að vera tilbúin árið 2009 og verður þá stærsta raforkuframleiðslusvæði í heiminum en um 650 kílómetra langt stöðuvatn mun myndast við þessar aðgerðir. Systurmyndirnar „Kyrrmynd“ og „Dong“ eftir kínverska leikstjórann Zhang Ke-Jia eru áhrifamikil og óvenjuleg innlegg í umræðuna um stóriðjuframkvæmdir og því fengur að sýningu þeirra hér á landi. „Kyrrmynd“ gerist í þorpinu Fengjie, sem hefur nú þegar orðið fyrir miklum áhrifum af framkvæmdunum, og bregður ljósi á breytta lífshætti með því að skoða ástarsamband í þorpinu. Myndin vann óvænt til aðalverðlaunanna á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum í fyrra. Hin myndin er heimildarmynd um listmálara sem hefur helgað ævistarf sitt svæðinu sem fer undir vatn. Þó að hvorug myndanna fjalli beinlínis um stífluna bregða þær ljósi á breytta lífshætti á svæðinu, sú fyrrnefnda með því að skoða ástarsamband í bæ sem er að breytast. Þær byggja ekki á hefðbundnum söguþræði heldur beinast frekar að því að ná fram stemningunni og tilfinningunni sem fylgir söguefninu og umhverfi þess. Athygli er vakin á því að breyting hefur orðið á áður auglýstri dagskrá Fjalarkattarins, sem sýnir aðeins þessar tvær myndir í kvöld. Þannig flyst dagskrá Kviksögu um frásagnarmenningu og nútímaborgir fram á þriðjudag sem og sýning á erótísku kvikmyndinni „Rauðhærða konan“ eftir Tatsumi Kumashiro. Annað kvöld verða tvær aðrar myndir Kumashiro til sýninga auk franskrar heimildarmyndar eftir leikstjórann Jacques Debs. Vegamynd Debs fjallar um ferðalag um átakasvæði á leiðinni frá Sarajevo til Jerúsalem og ber yfirskriftina „Múslimar í Evrópu - kristnir í Mið-Austurlöndum“. Leikstjórinn verður viðstaddur sýningu myndarinnar kl. 21 á mánudagskvöldið. Tónlist skiptir leikstjórann miklu máli og lætur hann oft semja hana sérstaklega. Í þessari mynd má hlýða á afrakstur samstarfs Sverrir Guðjónssonar og líbanska tónskáldsins Ritu Ghosn, sem samdi tónverkið „Liturgy“ fyrir myndina. Sverrir syngur á arameísku í verkinu. Mest lesið Getur alls ekki verið einn Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Lífið Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Lífið Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ Uppskriftir Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Menning Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Fleiri fréttir „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Þriggja gljúfra stíflan sem verið er að reisa austur í Kína er verkfræðiundur á skala sem fæstir geta ímyndað sér. Uppistöðulónið sem verður til við framkvæmdirnar þar mun drekkja heimilum yfir milljón manna auk fjölda sögufrægra minja. Áhrifasvæði stíflunnar er sögusvið tveggja kvikmynda sem Fjalakötturinn sýnir í kvöld kl. 20 og 22. Stíflan í lengsta fljóti Asíu, Yangtze-ánni, á að vera tilbúin árið 2009 og verður þá stærsta raforkuframleiðslusvæði í heiminum en um 650 kílómetra langt stöðuvatn mun myndast við þessar aðgerðir. Systurmyndirnar „Kyrrmynd“ og „Dong“ eftir kínverska leikstjórann Zhang Ke-Jia eru áhrifamikil og óvenjuleg innlegg í umræðuna um stóriðjuframkvæmdir og því fengur að sýningu þeirra hér á landi. „Kyrrmynd“ gerist í þorpinu Fengjie, sem hefur nú þegar orðið fyrir miklum áhrifum af framkvæmdunum, og bregður ljósi á breytta lífshætti með því að skoða ástarsamband í þorpinu. Myndin vann óvænt til aðalverðlaunanna á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum í fyrra. Hin myndin er heimildarmynd um listmálara sem hefur helgað ævistarf sitt svæðinu sem fer undir vatn. Þó að hvorug myndanna fjalli beinlínis um stífluna bregða þær ljósi á breytta lífshætti á svæðinu, sú fyrrnefnda með því að skoða ástarsamband í bæ sem er að breytast. Þær byggja ekki á hefðbundnum söguþræði heldur beinast frekar að því að ná fram stemningunni og tilfinningunni sem fylgir söguefninu og umhverfi þess. Athygli er vakin á því að breyting hefur orðið á áður auglýstri dagskrá Fjalarkattarins, sem sýnir aðeins þessar tvær myndir í kvöld. Þannig flyst dagskrá Kviksögu um frásagnarmenningu og nútímaborgir fram á þriðjudag sem og sýning á erótísku kvikmyndinni „Rauðhærða konan“ eftir Tatsumi Kumashiro. Annað kvöld verða tvær aðrar myndir Kumashiro til sýninga auk franskrar heimildarmyndar eftir leikstjórann Jacques Debs. Vegamynd Debs fjallar um ferðalag um átakasvæði á leiðinni frá Sarajevo til Jerúsalem og ber yfirskriftina „Múslimar í Evrópu - kristnir í Mið-Austurlöndum“. Leikstjórinn verður viðstaddur sýningu myndarinnar kl. 21 á mánudagskvöldið. Tónlist skiptir leikstjórann miklu máli og lætur hann oft semja hana sérstaklega. Í þessari mynd má hlýða á afrakstur samstarfs Sverrir Guðjónssonar og líbanska tónskáldsins Ritu Ghosn, sem samdi tónverkið „Liturgy“ fyrir myndina. Sverrir syngur á arameísku í verkinu.
Mest lesið Getur alls ekki verið einn Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Lífið Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Lífið Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ Uppskriftir Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Menning Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Fleiri fréttir „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira