Horft inn um skráargatið 20. apríl 2007 08:45 Elva Ósk Ólafsdóttir leikkona og samstarfsfólk hennar í Þjóðleikhúsinu hefur rætt mikið um sambönd að undanförnu. MYND/Anton Er hjónabandið hagkvæmnisráðstöfun, fyrirtæki eða loforð um skilyrðislausa ást? Elva Ósk Ólafsdóttir ræddi við blaðamann um hálan ís og heilmikinn þroska. Leikritið Hjónabandsglæpir er eftir þekktasta samtímaleikskáld Frakka, Eric-Emmanuel Schmitt, sem íslenskir leikhúsgestir þekkja mæta vel. Verk hans Abel Snorko býr einn og Gesturinn hafa fengið afbragðsviðtökur hér á landi en í þessu stykki leggst heimspekingurinn Schmitt í krufningu á hugmyndum fólks um hjónabandið. Hjónin í verkinu eru leikin af Elvu Ósk og Hilmi Snæ Guðnasyni en leikstjóri er Edda Heiðrún Backman.Spurningar um ástinaUppgjörstími Elva Ósk og Hilmir Snær Guðnason leika í verkinu Hjónabandsglæpir í Þjóðleikhúsinu.mynd/eddi„Þetta verk er ekki um þetta rómantíska upphaf sem allar ástarsögur fjalla um,“ segir Elva Ósk og útskýrir að aðalpersónurnar tvær séu hjón sem búið hafa saman í fimmtán ár. „Þetta er verk um ást sem varir og höfundurinn tekur á því hvernig tvær ólíkar manneskjur líta ólíkt á ástina. Fólk hefur mismunandi forsendur fyrir því að giftast og orð hafa mismunandi merkingu í hugum þeirra. Er hjónabandið bara þægilegt fyrirkomulag, fyrirtæki eða er það til vegna þess að þú elskar skilyrðislaust þessa manneskju sem þú býrð með?“Verkinu hefur verið lýst sem sálfræðidrama en það hefst þegar konan kemur heim með mann sinn af sjúkrahúsi eftir að hann missir minnið. „Hún ætlar að búa til úr honum mann eins og hentar henni,“ útskýrir Elva Ósk. „Það er líka komið að ákveðnu uppgjöri í sambandinu. Það er alls ekki verið að rífast um hlutina heldur reyna að leysa vanda – svo er bara spurning hvort það er mögulegt eða hvort þau fara hvort í sína áttina.“ Inn í frásögnina fléttast síðan glæpurinn sem Elva Ósk segir laumulega að ekki megi láta neitt uppi með. „Áhorfendur verða bara að upplifa hann sjálfir,“ segir hún kankvís.Flugur á veggElva segir að aðalpersónurnar séu eins og svo margir aðrir í sambandi sem gleymst hefur að rækta. „Það kannast allir við eitthvað í þessu verki. Það er hálf broslegt, til dæmis þessir barnalegu hlutir og vitleysa sem maður lætur út úr sér. Fólk sem hefur séð verkið líkir þeirri reynslu við að vera fluga á vegg. Þetta samband gæti allt eins verið milli mín og þín.“ Elva Ósk segir að æfingatímabilið hafi verið mikið ferðalag.„Jú guð minn góður,“ segir hún og hlær, „þetta er búið að vera rosalegt. Í verkinu er verið að fjalla um alls konar tilfinningar, til dæmis afbrýðisemi, hatur og sjálfsfyrirlitningu. Tilfinningar sem eru kannski ekki svo kunnuglegar en maður þarf að sökkva sér ofan í og kafa djúpt til að skilja. En það er list leikarans og leikstjórans að finna leið til að koma þessu öllu til skila.“Hún segir að hlutverkin í sýningunni séu afar bitastæð fyrir leikarana því þar fái listamennirnir að spila á allan tilfinningaskalann. „Maður er bæði góður og vondur, fallegur og ljótur, blíður og grimmur. En það fallegasta í þessu öllu er að verkið fjallar um fólk sem elskar hvort annað.“Á nýjar brautirÞetta er í fyrsta sinn sem Elva Ósk vinnur með leikstjóranum Eddu Heiðrúnu en þær hafa margoft leikið saman. „Hún hefur vissar aðferðir og dregur fram skemmtilega hluti í okkur Hilmi,“ segir hún íbyggin. „Það er svo gefandi og gaman þegar einhver er tilbúinn til að ýta við manni og draga mann út á hálar brautir.“ Hún segist þó ekki myndu hafa verið tilbúin fyrir þessa rullu fyrir tíu árum.„Sem betur fer erum við komin á ákveðinn aldur og búum yfir þroska til þess að takast á við svona verk,“ segir hún og vísar til þess sársauka sem óneitanlega fylgir samböndum. „Hópurinn er búinn að fara heilmikið á trúnó,“ segir hún og hlær. „Við höfum rætt mikið um sambönd, bæði okkar eigin og þau sem við könnumst við hjá fólki í kringum okkur.“Hún líkir ferðalaginu að frumsýningunni við skautasvell. „Maður er búinn að fara fram og til baka, detta á rassinn og standa upp aftur. Þetta er allur pakkinn. En nú erum við tilbúin að skauta áfram.“ Verkið Hjónabandsglæpir er sýnt í Kassanum í Þjóðleikhúsinu. Mest lesið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Er hjónabandið hagkvæmnisráðstöfun, fyrirtæki eða loforð um skilyrðislausa ást? Elva Ósk Ólafsdóttir ræddi við blaðamann um hálan ís og heilmikinn þroska. Leikritið Hjónabandsglæpir er eftir þekktasta samtímaleikskáld Frakka, Eric-Emmanuel Schmitt, sem íslenskir leikhúsgestir þekkja mæta vel. Verk hans Abel Snorko býr einn og Gesturinn hafa fengið afbragðsviðtökur hér á landi en í þessu stykki leggst heimspekingurinn Schmitt í krufningu á hugmyndum fólks um hjónabandið. Hjónin í verkinu eru leikin af Elvu Ósk og Hilmi Snæ Guðnasyni en leikstjóri er Edda Heiðrún Backman.Spurningar um ástinaUppgjörstími Elva Ósk og Hilmir Snær Guðnason leika í verkinu Hjónabandsglæpir í Þjóðleikhúsinu.mynd/eddi„Þetta verk er ekki um þetta rómantíska upphaf sem allar ástarsögur fjalla um,“ segir Elva Ósk og útskýrir að aðalpersónurnar tvær séu hjón sem búið hafa saman í fimmtán ár. „Þetta er verk um ást sem varir og höfundurinn tekur á því hvernig tvær ólíkar manneskjur líta ólíkt á ástina. Fólk hefur mismunandi forsendur fyrir því að giftast og orð hafa mismunandi merkingu í hugum þeirra. Er hjónabandið bara þægilegt fyrirkomulag, fyrirtæki eða er það til vegna þess að þú elskar skilyrðislaust þessa manneskju sem þú býrð með?“Verkinu hefur verið lýst sem sálfræðidrama en það hefst þegar konan kemur heim með mann sinn af sjúkrahúsi eftir að hann missir minnið. „Hún ætlar að búa til úr honum mann eins og hentar henni,“ útskýrir Elva Ósk. „Það er líka komið að ákveðnu uppgjöri í sambandinu. Það er alls ekki verið að rífast um hlutina heldur reyna að leysa vanda – svo er bara spurning hvort það er mögulegt eða hvort þau fara hvort í sína áttina.“ Inn í frásögnina fléttast síðan glæpurinn sem Elva Ósk segir laumulega að ekki megi láta neitt uppi með. „Áhorfendur verða bara að upplifa hann sjálfir,“ segir hún kankvís.Flugur á veggElva segir að aðalpersónurnar séu eins og svo margir aðrir í sambandi sem gleymst hefur að rækta. „Það kannast allir við eitthvað í þessu verki. Það er hálf broslegt, til dæmis þessir barnalegu hlutir og vitleysa sem maður lætur út úr sér. Fólk sem hefur séð verkið líkir þeirri reynslu við að vera fluga á vegg. Þetta samband gæti allt eins verið milli mín og þín.“ Elva Ósk segir að æfingatímabilið hafi verið mikið ferðalag.„Jú guð minn góður,“ segir hún og hlær, „þetta er búið að vera rosalegt. Í verkinu er verið að fjalla um alls konar tilfinningar, til dæmis afbrýðisemi, hatur og sjálfsfyrirlitningu. Tilfinningar sem eru kannski ekki svo kunnuglegar en maður þarf að sökkva sér ofan í og kafa djúpt til að skilja. En það er list leikarans og leikstjórans að finna leið til að koma þessu öllu til skila.“Hún segir að hlutverkin í sýningunni séu afar bitastæð fyrir leikarana því þar fái listamennirnir að spila á allan tilfinningaskalann. „Maður er bæði góður og vondur, fallegur og ljótur, blíður og grimmur. En það fallegasta í þessu öllu er að verkið fjallar um fólk sem elskar hvort annað.“Á nýjar brautirÞetta er í fyrsta sinn sem Elva Ósk vinnur með leikstjóranum Eddu Heiðrúnu en þær hafa margoft leikið saman. „Hún hefur vissar aðferðir og dregur fram skemmtilega hluti í okkur Hilmi,“ segir hún íbyggin. „Það er svo gefandi og gaman þegar einhver er tilbúinn til að ýta við manni og draga mann út á hálar brautir.“ Hún segist þó ekki myndu hafa verið tilbúin fyrir þessa rullu fyrir tíu árum.„Sem betur fer erum við komin á ákveðinn aldur og búum yfir þroska til þess að takast á við svona verk,“ segir hún og vísar til þess sársauka sem óneitanlega fylgir samböndum. „Hópurinn er búinn að fara heilmikið á trúnó,“ segir hún og hlær. „Við höfum rætt mikið um sambönd, bæði okkar eigin og þau sem við könnumst við hjá fólki í kringum okkur.“Hún líkir ferðalaginu að frumsýningunni við skautasvell. „Maður er búinn að fara fram og til baka, detta á rassinn og standa upp aftur. Þetta er allur pakkinn. En nú erum við tilbúin að skauta áfram.“ Verkið Hjónabandsglæpir er sýnt í Kassanum í Þjóðleikhúsinu.
Mest lesið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira