Gersemar gærdagsins 16. apríl 2007 09:30 Turak víðavangsleikhús. Þjóðleikhúsið Franskt vor Víðavangsleikhús er ekki kunnuglegt hugtak í íslensku leikhúslífi en í kvöld má svala forvitni sinni og kynnast slíku í Þjóðleikhúsinu. Franski leikhópurinn Turak er staddur hér á landi á vegum franska menningarvorsins Pourquoi pas? en forsprakki hans Michel Laubu er þekktur leikhúsmaður á meginlandinu. Hér er á ferðinni afar sérstæð leiksýning, eins konar ævintýraferð um töfraveröld þar sem ómælisvídd ímyndunaraflsins ræður ríkjum í uppfærslu sem er mitt á milli þess að vera brúðuleikhús og leikhús hlutanna. Michel Laubu er einkar ötull tilraunamaður í leikhúsi en hann semur og leikstýrir verkum Turak-hópsins. Laubu hefur einsett sér að vekja aftur til lífsins hið smáa færanlega leikhús sem getur slegið upp tjöldum sínum nánast hvar sem er, leikhús sem tekur mið af umhverfi sínu í hvert sinn. Hvert atriði er byggt upp af mörgum lögum og hægt að skynja það og túlka á margvíslegan hátt án þess að það sé torskilið. Þvert á móti eru sýningar Turaks hannaðar með það fyrir augum að ná til sem flestra áhorfenda. Turak-hópurinn sýnir reglulega í Frakklandi en hefur ferðast víða um heim með sýningar og sótt leiklistarhátíðir víða um heim. Sýningin Etabl"île fer fram í Kúlunni kl. 20 í kvöld en síðan mun hópurinn ferðast um landið og setja hana upp á Selfossi, í Hafnarfirði, Borgarnesi og á Grundarfirði, Ísafirði og Akureyri. Sýningar fara fram á litlum samkomustöðum þar sem nánd er mikil milli leikara og áhorfenda. Þessi nánd er leikhústöfrunum lífsskilyrði. Ætlun hópsins er að ljúka ferðalaginu um Ísland með uppsetningum í íbúðarhúsum í Reykjavík svo það er aldrei að vita hvar ævintýraveraldir þeirra munu skjóta upp kollinum. Leikhús hlutanna eða brúðuleikhús? Turak-hópurinn töfrar fram undraveröld úr hversdagslegum hlutum. Hvert atriði er byggt upp af mörgum lögum og hægt að skynja það og túlka á margvíslegan hátt án þess að það sé torskilið. Þvert á móti eru sýningar Turaks hannaðar með það fyrir augum að ná til sem flestra áhorfenda. Turak-hópurinn sýnir reglulega í Frakklandi en hefur ferðast víða um heim með sýningar og sótt leiklistarhátíðir víða um heim. Sýningin Etabl"île fer fram í Kúlunni kl. 20 í kvöld en síðan mun hópurinn ferðast um landið og setja hana upp á Selfossi, í Hafnarfirði, Borgarnesi og á Grundarfirði, Ísafirði og Akureyri. Sýningar fara fram á litlum samkomustöðum þar sem nánd er mikil milli leikara og áhorfenda. Þessi nánd er leikhústöfrunum lífsskilyrði. Ætlun hópsins er að ljúka ferðalaginu um Ísland með uppsetningum í íbúðarhúsum í Reykjavík svo það er aldrei að vita hvar ævintýraveraldir þeirra munu skjóta upp kollinum. Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Fleiri fréttir Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Víðavangsleikhús er ekki kunnuglegt hugtak í íslensku leikhúslífi en í kvöld má svala forvitni sinni og kynnast slíku í Þjóðleikhúsinu. Franski leikhópurinn Turak er staddur hér á landi á vegum franska menningarvorsins Pourquoi pas? en forsprakki hans Michel Laubu er þekktur leikhúsmaður á meginlandinu. Hér er á ferðinni afar sérstæð leiksýning, eins konar ævintýraferð um töfraveröld þar sem ómælisvídd ímyndunaraflsins ræður ríkjum í uppfærslu sem er mitt á milli þess að vera brúðuleikhús og leikhús hlutanna. Michel Laubu er einkar ötull tilraunamaður í leikhúsi en hann semur og leikstýrir verkum Turak-hópsins. Laubu hefur einsett sér að vekja aftur til lífsins hið smáa færanlega leikhús sem getur slegið upp tjöldum sínum nánast hvar sem er, leikhús sem tekur mið af umhverfi sínu í hvert sinn. Hvert atriði er byggt upp af mörgum lögum og hægt að skynja það og túlka á margvíslegan hátt án þess að það sé torskilið. Þvert á móti eru sýningar Turaks hannaðar með það fyrir augum að ná til sem flestra áhorfenda. Turak-hópurinn sýnir reglulega í Frakklandi en hefur ferðast víða um heim með sýningar og sótt leiklistarhátíðir víða um heim. Sýningin Etabl"île fer fram í Kúlunni kl. 20 í kvöld en síðan mun hópurinn ferðast um landið og setja hana upp á Selfossi, í Hafnarfirði, Borgarnesi og á Grundarfirði, Ísafirði og Akureyri. Sýningar fara fram á litlum samkomustöðum þar sem nánd er mikil milli leikara og áhorfenda. Þessi nánd er leikhústöfrunum lífsskilyrði. Ætlun hópsins er að ljúka ferðalaginu um Ísland með uppsetningum í íbúðarhúsum í Reykjavík svo það er aldrei að vita hvar ævintýraveraldir þeirra munu skjóta upp kollinum. Leikhús hlutanna eða brúðuleikhús? Turak-hópurinn töfrar fram undraveröld úr hversdagslegum hlutum. Hvert atriði er byggt upp af mörgum lögum og hægt að skynja það og túlka á margvíslegan hátt án þess að það sé torskilið. Þvert á móti eru sýningar Turaks hannaðar með það fyrir augum að ná til sem flestra áhorfenda. Turak-hópurinn sýnir reglulega í Frakklandi en hefur ferðast víða um heim með sýningar og sótt leiklistarhátíðir víða um heim. Sýningin Etabl"île fer fram í Kúlunni kl. 20 í kvöld en síðan mun hópurinn ferðast um landið og setja hana upp á Selfossi, í Hafnarfirði, Borgarnesi og á Grundarfirði, Ísafirði og Akureyri. Sýningar fara fram á litlum samkomustöðum þar sem nánd er mikil milli leikara og áhorfenda. Þessi nánd er leikhústöfrunum lífsskilyrði. Ætlun hópsins er að ljúka ferðalaginu um Ísland með uppsetningum í íbúðarhúsum í Reykjavík svo það er aldrei að vita hvar ævintýraveraldir þeirra munu skjóta upp kollinum.
Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Fleiri fréttir Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein