Valur gerir starfslokasamning við Hannes Valur hefur gert starfslokasamning við Hannes Þór Halldórsson. Þetta herma heimildir íþróttadeildar. Íslenski boltinn 11. nóvember 2021 14:38
KR bauð Óskari Erni eins árs samning og bíður svars frá honum KR-ingar bíða eftir svari frá fyrirliða sínum, Óskari Erni Haukssyni, hvort hann taki samningstilboði þeirra. Íslenski boltinn 10. nóvember 2021 14:36
Þungavigtin: Ítarlegri læknisskoðun hjá Val en Werder Bremen Aron Jóhannsson segist hafa farið í gegnum umfangsmikla læknisskoðun áður en hann skrifaði undir samning við Val. Það sé að vissu leyti skiljanlegt eftir tíma hans hjá Werder Bremen í Þýskalandi. Fótbolti 10. nóvember 2021 14:31
Segja að markahæsti og leikjahæsti KR-ingurinn sé líklega á leið i Stjörnuna Óskar Örn Hauksson hefur spilað með KR undanfarin fimmtán tímabil en það gæti orðið breyting á því næsta sumar. Íslenski boltinn 10. nóvember 2021 08:00
Þungavigtin: Börkur vill boxa við Hannes Kristján Óli Sigurðsson lét vaða á súðum í nýjasta þætti Þungavigarinnar þegar talið barst að stöðu Hannesar Þórs Halldórssonar, leikjahæsta landsliðsmarkvarðar Íslands í fótbolta, hjá Val. Íslenski boltinn 9. nóvember 2021 16:01
„Auðvitað ekki eðlilegt að félagið eigi ekki heimavöll sem hægt er að spila á“ Langri bið KA-manna eftir nýjum heimavelli lýkur ekki á næsta ári og útlit er því fyrir að félagið þurfi að leita á náðir Dalvíkinga líkt og á síðustu fótboltaleiktíð. Bæjaryfirvöld á Akureyri hyggjast þó koma til móts við KA með því að flýta framkvæmdum. Fótbolti 9. nóvember 2021 10:01
Hannes byrjaður að ræða við Val um framtíðina Hannes Þór Halldórsson segist hafa rætt við Val um framtíð sína hjá félaginu. Ekki liggur þó fyrir hvað kemur út úr þeim viðræðum. Íslenski boltinn 5. nóvember 2021 09:30
„Datt ekki í hug að þetta myndi gerast aftur“ „Mig langar að halda áfram,“ segir framherjinn Pétur Theodór Árnason. Hann var rétt búinn að æfa með Breiðabliki í viku þegar hann varð fyrir enn einu áfallinu á sínum ferli. Íslenski boltinn 5. nóvember 2021 08:00
Aron Jóhansson: Landsliðsþjálfarinn er með númerið mitt Aron Jóhannsson gerði í dag þriggja ára samning við Val eftir rúmlega áratug í atvinnumennsku. Hann segir aðdragandan hefa verið fremur stuttan og að gott sé að vera loksins kominn heim. Fótbolti 4. nóvember 2021 18:01
Aron og Heiðar komnir til Vals Aron Jóhannsson og Heiðar Ægisson eru gengnir í raðir Vals. Greint var frá þessu á blaðamannafundi á Hlíðarenda í dag. Íslenski boltinn 4. nóvember 2021 15:09
Heiðar Ægisson hefur spilað sinn síðasta leik með Stjörnunni Heiðar Ægisson mun ekki spila með Stjörnunni í Pepsi Max deild karla í fótbolta næsta sumar. Fótbolti 3. nóvember 2021 11:16
Keflavík fær markvörð frá grönnunum Markvörðurinn Rúnar Gissurarson hefur leikið fyrir fjögur félög á Reykjanesi og hefur nú samið við knattspyrnudeild Keflavíkur þar sem hann verður út næstu leiktíð hið minnsta. Íslenski boltinn 3. nóvember 2021 09:45
Eysteinn fengið áhugaverð símtöl: „Pínu sérstakt að vera sagt upp núna“ Þrátt fyrir að karlalið Keflavíkur í fótbolta hafi unnið 1. deild í fyrra og haldið sæti sínu í efstu deild í ár var Eysteini Húna Haukssyni, öðrum þjálfara liðsins, sagt upp í haust. Ákvörðunin kom honum á óvart en Eysteinn útilokar ekki að starfa áfram í Keflavík þó að hann hafi einnig fengið áhugaverð símtöl víða af landinu. Fótbolti 2. nóvember 2021 13:31
Áfall fyrir Pétur og Blika Útlit er fyrir að framherjinn stóri og stæðilegi Pétur Theodór Árnason hafi slitið krossband í hné í þriðja sinn á ferlinum, á æfingu Breiðabliks í gær. Íslenski boltinn 2. nóvember 2021 11:31
Vill endurmeta læknisskoðanir hér heima eftir það sem gerðist í gær Daníel Hafsteinsson, leikmaður KA í Pepsi Max deild karla, vill sjá íslensk félagslið uppfæra læknisskoðun leikmanna í ljósi þess sem kom fyrir Emil Pálsson í gær. Íslenski boltinn 2. nóvember 2021 07:01
Aron Kristófer gengur í raðir KR KR-ingar halda áfram að styrkja sig fyrir komandi átök næsta sumar en Aron Kristófer Lárusson hefur samið við félagið til fjögurra ára. Hann kemur frá ÍA en lék þar áður með Þór Akureyri. Íslenski boltinn 1. nóvember 2021 16:01
Bróðir leikmanns Keflavíkur í byrjunarliði Liverpool í gær Harvey Blair lék sinn fyrsta leik með aðalliði Liverpool í gærkvöldi þegar Liverpool liðið sló Preston út úr enska deildabikarnum og komst áfram í átta liða úrslit. Enski boltinn 28. október 2021 10:30
Segja Jóhannes Harðarson verða aðstoðarþjálfara ÍA Breytingar eru fyrirhugaðar á þjálfarateymi karlaliðs ÍA. Samkvæmt heimildum Þungavigtarinnar verður Jóhannes Harðarson næsti aðstoðarþjálfari liðsins. Íslenski boltinn 28. október 2021 09:25
Segja Aron Jóhannsson vera á leið til Vals Svo virðist sem framherjinn Aron Jóhannsson muni leika með Val í efstu deild karla í knattspyrnu á komandi leiktíð. Íslenski boltinn 26. október 2021 19:01
Íslenski boltinn sýndur um allan heim Leikir í úrvalsdeild karla í fótbolta hér á landi verða sýndir í streymisveitum um allan heim frá og með næstu leiktíð. „Það eru gríðarlega spennandi tímar framundan í íslenskum fótbolta í þessum efnum,“ segir Orri Hlöðversson, formaður Íslensks toppfótbolta. Íslenski boltinn 22. október 2021 11:30
Sigurður Ragnar verður eini þjálfari Keflavíkur Sigurður Ragnar Eyjólfsson verður einn þjálfari karlaliðs Keflavíkur í fótbolta eftir að hafa starfað við hlið Eysteins Húna Haukssonar undanfarin tvö ár. Íslenski boltinn 22. október 2021 11:18
Fór upp að Pálma og spurði hvort hann ætlaði að skjóta í sama horn og alltaf fyrir vítið mikilvæga Ingvar Jónsson varði vítaspyrnu Pálma Rafns Pálmasonar í 2-1 sigri Víkinga á KR í Frostaskjólinu í leik sem fór langleiðina með að tryggja Víking sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í 30 ár. Íslenski boltinn 21. október 2021 07:00
Utan vallar: Enginn hlær lengur að Arnari Gunnlaugssyni Fyrir þremur árum virtist Arnar Gunnlaugsson ekki í miklum tengslum við raunveruleikann þegar hann ræddi um sína fótboltaheimspeki, þá nýtekinn við Víkingi. En núna er hann heitasti þjálfari landsins. Íslenski boltinn 20. október 2021 10:00
Rúnar blæs á tal um miðlungsframherja: Bæta sig við að fara í betra lið „Við erum að stækka hópinn og á sama tíma erum við að yngja upp og horfa til framtíðar,“ segir Rúnar Kristinsson, þjálfari karlaliðs KR í fótbolta. Félagið hefur fengið þrjá nýja leikmenn eftir síðasta tímabil. Íslenski boltinn 19. október 2021 16:01
KR fékk tvo sóknarmenn KR-ingar kynntu á blaðamannafundi í dag til leiks tvo nýja framherja sem verða með liðinu á næstu fótboltaleiktíð. Íslenski boltinn 19. október 2021 13:45
Aðstoðar Heimi áfram á Hlíðarenda Srdjan Tufegdzic, eða Túfa eins og hann er nær alltaf kallaður, hefur skrifað undir framlengingu á samningi sínum við Val. Hann verður því áfram aðstoðarþjálfari Heimis Guðjónssonar á Hlíðarenda. Íslenski boltinn 18. október 2021 20:31
Áfram í Fram Alex Freyr Elísson hefur skrifað undir nýjan samning við Fram og mun leika með liðinu í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu næsta sumar. Samningur hans gildir til ársins 2023. Íslenski boltinn 18. október 2021 17:46
Víkingar ekki bara tvöfaldir meistarar því þeir unnu í raun sexfalt í sumar Víkingur bættu um helgina bikarmeistaratitlinum við Íslandsmeistaratitilinn sinn frá því fyrir tveimur vikum og urðu þar með fyrstu tvöföldu meistarar karlafótboltans í heilan áratug. Íslenski boltinn 18. október 2021 10:01
Birnir til Íslandsmeistaranna Íslandsmeistarar Víkings hafa keypt kantmanninn Birni Snæ Ingason frá HK. Íslenski boltinn 15. október 2021 12:14
Ágúst tekur við Stjörnunni Ágúst Gylfason hefur verið ráðinn þjálfari karlaliðs Stjörnunnar. Hann skrifaði undir tveggja ára samning við félagið. Íslenski boltinn 15. október 2021 09:33