Enn stendur til að halda #metoo ráðstefnu Hugmyndin um að fresta #metoo ráðstefnu sem átti að halda við þingsetningu á morgun var að frumkvæði Karenar Kjartansdóttur, framkvæmdastjóra Samfylkingarinnar. Ráðstefnuna átti að halda á vegum flokkanna og í þverpólitísku samstarfi. Innlent 20. janúar 2019 21:00
Frumvarp um breytingar á lögum um birtingu dóma ekki á þingmálaskrá Frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á lögum um birtingu dóma, nafnbirtingar og myndatökur í dómhúsum er ekki á þingmálaskrá dómsmálaráðherra á vorþingi sem hefst á morgun. Frumvarpið var á málaskrá Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra í haust og var þá mikið til umræðu. Innlent 20. janúar 2019 21:00
Munu ekki styðja stórfelldar skattahækkanir á suðvesturhornið Gestir Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi, munu ekki styðja vegtolla í því formi sem þeir eru nú. Gestir Kristjáns voru Óli Björn Kárason, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Helga Vala Helgadóttir. Innlent 20. janúar 2019 13:37
Kröfugerð Starfsgreinasambandsins felld inn í stefnu Sósíalistaflokksins Með þessu segist Sósíalistaflokkurinn gera kröfur yfir 100 þúsund Íslendinga að sínum. Innlent 19. janúar 2019 17:32
Gagnagrunnur um laun landsmanna nýtist til stefnumótunar Leiðtogar stjórnarflokkanna kynntu í dag nýjan gagnagrunn á netinu þar sem hægt er að skoða launaþróun einstakra hópa langt aftur í tímann. Forsætisráðherra segir grunninn gagnast stjórnvöldum við stefnumótun til framtíðar. Innlent 18. janúar 2019 19:32
Úrskurðarnefnd jafnréttismála með stöðu þjóðgarðsvarðar á borði sínu Úrskurðarnefnd jafnréttismála hefur nú til meðferðar kæru Ólínu Þorvarðardóttur sem telur að fram hjá sér hafi verið gengið við skipun þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum í fyrra. Innlent 18. janúar 2019 16:59
Um 60 prósentum mála lokið á innan við mánuði Afgreiðslu tæplega 84 prósenta kvartana sem bárust umboðsmanni Alþingis á síðasta ári var lokið fyrir áramót. Liðlega 60 prósentum lokið á innan við mánuði. Innlent 18. janúar 2019 07:15
Spyr hvort útfærsla veggjalda standist lög Þingmenn Viðreisnar vilja fá úr því skorið hvort útfærsla á veggjöldum þar sem framkvæmdir yrðu fjármagnaðar með lánum standist lög um opinber fjármál. Innlent 18. janúar 2019 06:15
„Klukkumálið“ ekki afgreitt á vorþingi Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að hugsanlegar breytingar á klukkunni verði ekki afgreiddar á vorþingi. Innlent 17. janúar 2019 18:10
Litlar breytingar á fylgi flokka Sjálfstæðisflokkurinn mældist með stuðning 22,2% landsmanna í nýrri könnun MMR sem framkvæmd var dagana 4. til 14. janúar. Innlent 17. janúar 2019 12:13
Sá sig knúna til að leita til lögreglunnar vegna sögusagna um stelsýki Helga Vala Helgadóttir, þingkona Samfylkingarinnar, hefur fengið staðfestingu frá smásölukeðjunni Högum að hún hafi ekki verið staðin að þjófnaði í verslunum fyrirtækisins. Innlent 17. janúar 2019 11:22
„Þar sátu litlir karlar sem hötuðust út í konur“ „Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason áttu aðeins eitt erindi á Klaustur Bar þetta kvöld og vissu mætavel hvað til stóð. Þeir voru að svíkja flokkinn sem kom þeim á þing,“ skrifar Inga Sæland, formaður Flokks fólksins í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Innlent 17. janúar 2019 07:38
Bjarni segir áhuga Gunnars Braga á sendiherrastöðu hafa legið fyrir Formaður Sjálfstæðisflokksins segir eðlilegt að orðið hafi verið við ósk formanns Miðflokksins um fund til að ræða möguleika á því að Gunnar Bragi Sveinsson fyrrverandi utanríkisráðherra yrði sendiherra. Innlent 16. janúar 2019 20:00
Dónaskapur að reyna ekki að greiða götuna en því fylgja engin loforð að sögn Bjarna Fundur Sigmundur Davíðs Gunnlaugssonar, Bjarna Benediktssonar og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar snerist helst um að koma á framfæri áhuga Gunnars Braga Sveinssonar á því að möguleikinn á framtíðarstarfi fyrir hann í utanríkisþjónustunni væri kannaður. Innlent 16. janúar 2019 12:30
Miðflokksmenn mæta Klaustursupptökum af fullri hörku Sigmundur Davíð og Gunnar Bragi senda herskáar yfirlýsingar á fund eftirlitsnefndar. Innlent 16. janúar 2019 10:45
Bein útsending: Ráðherrar sitja fyrir svörum vegna sendiherrakapals Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, munu mæta á opinn fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar klukkan 10.30 í dag þar sem ræða á skipan í sendiherrastöður. Innlent 16. janúar 2019 10:00
Hafa ekki svarað boði á nefndarfund um sendiherrakapal Alls óljóst er hvort að þeir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Gunnar Bragi Sveinsson, þingmenn Miðflokksins, muni mæta á opinn fund stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar sem boðað hefur verið til klukkan 10:30 í dag en þar á að ræða skipan í sendiherrastöður. Innlent 16. janúar 2019 08:33
Fresta Metoo-ráðstefnu Metoo-ráðstefnu stjórnmálaflokka á Alþingi hefur verið frestað. Hún átti að fara fram á þingsetningardegi. Miðflokkurinn vildi ekki vera með samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Innlent 16. janúar 2019 08:15
Kjósa viðbótarvaraforseta hverra hæfi er óumdeilt Viðbótarvaraforsetar verða kosnir í forsætisnefnd Alþingis sem hefur það verkefni að fjalla um Klaustursmálið og koma því til Siðanefndar. Innlent 15. janúar 2019 16:13
Veltir því upp hvort breyta eigi lögum um fyrningu kynferðisbrota Vill að samfélagið taki umræðuna. Innlent 15. janúar 2019 16:00
Bjarni og Guðlaugur ræða sendiherrakapal á morgun Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, og Guðlaugur Þór Þórðarsson utanríkisráðherra munu á morgun mæta á opinn fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd vegna sendiherrakapals sem var til umræðu. Innlent 15. janúar 2019 13:49
Þingmenn búa sig undir umræður um veggjöld Samgönguáætlun, sala ríkisbankanna og átök á vinnumarkaði eru líkleg til að verða stærstu mál Alþingis á næstu vikum. Þrír þingmenn eru enn í leyfi frá þingstörfum vegna hneykslismála. Innlent 14. janúar 2019 19:00
Karl Gauti er reiður, sár, móðgaður og hefnigjarn segir formaður Flokks fólksins Inga Sæland formaður Flokks fólksins segir sorglegt að sjá Karl Gauta Hjaltason fyrrverandi varaþingflokksformann flokksins sáran, reiðan og fullan af hefnigirni, saka hana um óeðlilega fjármálastjórn flokksins. Hann segir hins vegar óeðlilegt að náinn fjölskyldumeðlimur formannsins hafi verið ráðinn til flokksins og að hún hafi gegnt embætti gjaldkera og verið prófkúruhafi. Innlent 12. janúar 2019 18:35
Inga Sæland: „Þetta virkar á mig sem særindi og hefndargirni“ Inga Sæland, formaður Flokks fólksins gefur ekki mikið fyrir ásakanir Karls Gauta, nú óháðs þingmanns. Innlent 12. janúar 2019 13:38
Karl Gauti sakar Ingu Sæland um stjórnunarhætti sem tíðkist ekki Þingmaður sem var rekinn úr Flokki fólksins sakar formann flokksins um óeðlilega fjármálastjórn og að hafa ráðið náinn fjölskyldumeðlim á skrifstofu flokksins. Slík viðgangist ekki í félagastarfi. Innlent 12. janúar 2019 12:11
Sakar Flokk fólksins um óeðlilega fjármálastjórn Karl Gauti Hjaltason óháður þingmaður sakar Ingu Sæland formann Flokks fólksins um óeðlilega fjármálastjórn í aðsendri grein sem birtist í Morgunblaðinu í morgun undir yfirskriftinni "Erilsamt ár að baki“. Innlent 12. janúar 2019 09:23
Umskurðarfrumvarp ekki fyrir þingið Frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, um breytingar á hegningarlögum með það að markmiði að banna umskurð drengja nema læknisfræðileg rök liggi að baki, verður ekki lagt fram á þessu þingi óbreytt. Innlent 12. janúar 2019 07:45
Vill láta kanna sameiningu Íslandsbanka og Landsbankans Þingmaður Vinstri grænna vill að ríkisstjórnin kanni það til hlítar hvort hægt sé að sameina Íslandsbanka og Landsbankann áður en teknar verði ákvarðanir um sölu bankanna. Varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis segir slíkar hugmyndir óráð og hefur efasemdir að það myndi standast samkeppnislög. Viðskipti innlent 11. janúar 2019 21:00
Fagnar algjörri metþátttöku í umsögnum um klukkubreytingu Opnað var fyrir umsagnir í gær en klukkan níu í morgun voru þær orðnar tæplega 400 talsins. Innlent 11. janúar 2019 09:12
Niðurskurður til Hafró „allt of mikið í einu“ Sjávarútvegsráðherra segir að brugðist verði við gagnrýni á niðurskurð á fjárframlagi til Hafrannsóknarstofnunar. Innlent 10. janúar 2019 12:11