Erfitt að breyta skattlagningu jarða að mati ráðherra Heimir Már Pétursson skrifar 28. nóvember 2019 19:00 Þingflokksformaður Vinstri grænna vill kanna möguleika á að skattleggja jarðir og gæði þeirra í stað fasteigna til að sporna á móti því að auðmenn safni undir sig fjölda jarða þar sem ekki sé stundaður búskapur. Samgönguráðherra segir þetta kalla á miklar breytingar. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna hóf sérstakar umræður um lóðagjöld á bújörðum og skattalega hvata til að halda jörðum í ábúð á Alþingi í dag. Kveikja umræðunnar var augljóslega uppsöfnun innlendra og erlendra auðmanna á jörðum á Íslandi. Í dag eru lagðir fasteignaskattar á húseignir á jörðum en jarðirnar sjálfar og gæði þeirra eru ekki skattlögð. „Fasteignamat tekur bæði til verðmætis þeirra bygginga sem á landinu hvíla ásamt lóðamati. Að mínu mati ætti gjaldstofninn að vera lóðamatið eða jarðarmatið eitt og sér. Það er vegna þess að það er landið sjálft sem er að skapa rentuna,“ sagði Bjarkey. Þetta ætti að gera án þess að auka álögur á bændur. Með breytingu sem þessari væri verið að skattleggja rentuna af landinu til dæmis af laxveiðum. „Jarðir sem keyptar voru fyrir hundruð milljóna eru metnar á nokkur hundruð þúsund í fasteignaskrá. Einn aðili á nú um eitt og hálft prósent af Íslandi. Ég tel að það sé mikilvægt að settar verði hömlur á jarðakaup en þá tel ég einnig að nauðsynlegt sé að það séu efnahagslegir hvatar gegn tilgangslausri jarðasöfnun eins og virðist vera að eiga sér stað til dæmis í mínu kjördæmi,“ sagði Bjarkey.Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri Grænna.Vísir/VilhelmSigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra benti á að nú þegar væri heimild í lögum til að leggja minna á bújarðir í matvælaframleiðslu en þær þar sem engin starfsemi ætti sér stað. En til að lóðagjöld tækju við af núverandi fyrirkomulagi þyrfti mikið átak í uppmælingu lands og þessi leið fæli í sér mikla stefnubreytingu. „Þetta er vissulega áhugaverð hugmynd en hún myndi koma miklu róti á fasteignamarkað og íbúar sveitarfélaganna yrðu bæði fyrir miklum gjaldahækkunum sem og gjaldalækkunum. Þar sem upplýsingar um afmarkanir lóða, stærð þeirra og hlutdeild eru almennt af skornum skammti verður að segja að forsendur þess að taka þetta kerfi upp í dag eru ekki fyrir hendi. En ég legg áherslu á að það þurfi og megi bæta núverandi fasteignaskrárkerfi og rökrétt að hugað verði betur að mati lands. Ekki síst í ljósi þess sem háttvirtur þingmaður kom hér inn á í þeim breytingum sem við höfum verið að sjá í kaupum og sölum og uppsöfnun á jörðum,“ sagði Sigurður Ingi. Alþingi Jarðakaup útlendinga Skattar og tollar Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Þingflokksformaður Vinstri grænna vill kanna möguleika á að skattleggja jarðir og gæði þeirra í stað fasteigna til að sporna á móti því að auðmenn safni undir sig fjölda jarða þar sem ekki sé stundaður búskapur. Samgönguráðherra segir þetta kalla á miklar breytingar. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna hóf sérstakar umræður um lóðagjöld á bújörðum og skattalega hvata til að halda jörðum í ábúð á Alþingi í dag. Kveikja umræðunnar var augljóslega uppsöfnun innlendra og erlendra auðmanna á jörðum á Íslandi. Í dag eru lagðir fasteignaskattar á húseignir á jörðum en jarðirnar sjálfar og gæði þeirra eru ekki skattlögð. „Fasteignamat tekur bæði til verðmætis þeirra bygginga sem á landinu hvíla ásamt lóðamati. Að mínu mati ætti gjaldstofninn að vera lóðamatið eða jarðarmatið eitt og sér. Það er vegna þess að það er landið sjálft sem er að skapa rentuna,“ sagði Bjarkey. Þetta ætti að gera án þess að auka álögur á bændur. Með breytingu sem þessari væri verið að skattleggja rentuna af landinu til dæmis af laxveiðum. „Jarðir sem keyptar voru fyrir hundruð milljóna eru metnar á nokkur hundruð þúsund í fasteignaskrá. Einn aðili á nú um eitt og hálft prósent af Íslandi. Ég tel að það sé mikilvægt að settar verði hömlur á jarðakaup en þá tel ég einnig að nauðsynlegt sé að það séu efnahagslegir hvatar gegn tilgangslausri jarðasöfnun eins og virðist vera að eiga sér stað til dæmis í mínu kjördæmi,“ sagði Bjarkey.Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri Grænna.Vísir/VilhelmSigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra benti á að nú þegar væri heimild í lögum til að leggja minna á bújarðir í matvælaframleiðslu en þær þar sem engin starfsemi ætti sér stað. En til að lóðagjöld tækju við af núverandi fyrirkomulagi þyrfti mikið átak í uppmælingu lands og þessi leið fæli í sér mikla stefnubreytingu. „Þetta er vissulega áhugaverð hugmynd en hún myndi koma miklu róti á fasteignamarkað og íbúar sveitarfélaganna yrðu bæði fyrir miklum gjaldahækkunum sem og gjaldalækkunum. Þar sem upplýsingar um afmarkanir lóða, stærð þeirra og hlutdeild eru almennt af skornum skammti verður að segja að forsendur þess að taka þetta kerfi upp í dag eru ekki fyrir hendi. En ég legg áherslu á að það þurfi og megi bæta núverandi fasteignaskrárkerfi og rökrétt að hugað verði betur að mati lands. Ekki síst í ljósi þess sem háttvirtur þingmaður kom hér inn á í þeim breytingum sem við höfum verið að sjá í kaupum og sölum og uppsöfnun á jörðum,“ sagði Sigurður Ingi.
Alþingi Jarðakaup útlendinga Skattar og tollar Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira