Undarlegt að nöfn verði undanskilin íslenskri stafsetningu Erla Björg Gunnarsdóttir og Eiður Þór Árnason skrifa 30. nóvember 2019 12:57 Auður Björg Jónsdóttir, nefndarmaður í mannanafnanefnd, tekur ekki vel í nýjar tillögur dómsmálaráðherra. Fréttablaðið/Anton Nefndarmaður í mannanafnanefnd segist ekki skilja tilganginn með því að leggja niður mannanafnanefnd þegar áherslur stjórnvalda eru að viðhalda og rækta íslenska tungu. Það skjóti skökku við að nöfn megi vera undanskilin íslenskri stafsetningu en ekki önnur orð í tungumálinu. Áform dómsmálaráðherra um nýja mannanafnafrumvarpið voru birt í samráðsgátt stjórnvalda í gær en þar kemur meðal annars fram að lagt verði til að afnema mannanafnanefnd.Upptaka ættarnafna leyfð Með nýjum lögum yrði upptaka ættarnafna leyfð og ekki krafist þess að nöfn hafi eignarfallsendingu eða að þau hafi unnið sér hefð í íslensku máli. Einnig yrðu reglur um að nafn megi ekki brjóta í bága við íslenskt málkerfi afnumdar. Auður Björg Jónsdóttir, hæstaréttarlögmaður er einn þriggja nefndarmanna í mannanafnanefnd. Hún segist ekki búin að ræða málið við aðra nefndarmenn. „Mín persónulega skoðun er sú að íslensk nöfn eigi að vera í samræmi við íslenskar málvenjur og í samræmi við íslenska stafsetningu, og við erum með reglur um hvernig við stafsetjum allt í íslenskri tungu og af hverju ættu mannanöfn að vera þar undanskilin?“ Auður tekur dæmi um stafi sem eru ekki séríslenskir, hvort Svanhvít mætti þá vera skrifað með tvöföldu V-i og Sesar með C-i í stað þess að nota íslenska stafi.Komi til móts við vilja fólksins Í áformum um frumvarpið kemur fram að með því að hafa reglur um skráningu nafna víðtækari sé verið að koma til móts við þau viðhorf sem ríkjandi eru í samfélaginu um mannanöfn. „Það sé vilji fólksins en er þetta í alvöru vilji fólksins því þar sem ég kem niður þar er fólk yfirleitt hlynnt mannanafnanefnd svo það kannski heyrist mest í þeim fáu sem eru óánægðir.“ Auður segir meirihluta nafna fara í gegnum nefndina og hún sé meira að segja sveigjanlegri en nefnd um hestanöfn.Segir þörf á ríkri íslenskukunnáttu Þjóðskrá Íslands mun, samkvæmt frumvarpinu, taka ákvörðun um heimild til skráningar nýrra nafna í stað mannanafnanefndar. „Í nefndinni eru tveir íslenskufræðingar, virkilega færir, og ég get bara fullyrt að þegar koma upp erfið mál sem snúa að íslenskunni þá er það aðeins á valdi þeirra og manna með þeirra sambærilegu menntun að leysa úr þeim. Almennur starfsmaður hjá Þjóðskrá hefur ekki íslenskukunnáttu þar um,“ segir Auður Björg. Hún bendir á að mikið sé lagt upp úr því hjá stjórnvöldum að standa vörð um íslenska tungu og því skjóti þetta skökku við. „Mér finnst þetta allavega ekki vera skref í rétta átt ef við hugsum það út frá þessu sjónarmiði að standa vörð um íslenska tungu, þá getum við ekki bæði sleppt og haldið,“ segir Auður Björg Jónsdóttir, nefndarmaður í mannanafnanefnd. Alþingi Mannanöfn Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Fleiri fréttir Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Sjá meira
Nefndarmaður í mannanafnanefnd segist ekki skilja tilganginn með því að leggja niður mannanafnanefnd þegar áherslur stjórnvalda eru að viðhalda og rækta íslenska tungu. Það skjóti skökku við að nöfn megi vera undanskilin íslenskri stafsetningu en ekki önnur orð í tungumálinu. Áform dómsmálaráðherra um nýja mannanafnafrumvarpið voru birt í samráðsgátt stjórnvalda í gær en þar kemur meðal annars fram að lagt verði til að afnema mannanafnanefnd.Upptaka ættarnafna leyfð Með nýjum lögum yrði upptaka ættarnafna leyfð og ekki krafist þess að nöfn hafi eignarfallsendingu eða að þau hafi unnið sér hefð í íslensku máli. Einnig yrðu reglur um að nafn megi ekki brjóta í bága við íslenskt málkerfi afnumdar. Auður Björg Jónsdóttir, hæstaréttarlögmaður er einn þriggja nefndarmanna í mannanafnanefnd. Hún segist ekki búin að ræða málið við aðra nefndarmenn. „Mín persónulega skoðun er sú að íslensk nöfn eigi að vera í samræmi við íslenskar málvenjur og í samræmi við íslenska stafsetningu, og við erum með reglur um hvernig við stafsetjum allt í íslenskri tungu og af hverju ættu mannanöfn að vera þar undanskilin?“ Auður tekur dæmi um stafi sem eru ekki séríslenskir, hvort Svanhvít mætti þá vera skrifað með tvöföldu V-i og Sesar með C-i í stað þess að nota íslenska stafi.Komi til móts við vilja fólksins Í áformum um frumvarpið kemur fram að með því að hafa reglur um skráningu nafna víðtækari sé verið að koma til móts við þau viðhorf sem ríkjandi eru í samfélaginu um mannanöfn. „Það sé vilji fólksins en er þetta í alvöru vilji fólksins því þar sem ég kem niður þar er fólk yfirleitt hlynnt mannanafnanefnd svo það kannski heyrist mest í þeim fáu sem eru óánægðir.“ Auður segir meirihluta nafna fara í gegnum nefndina og hún sé meira að segja sveigjanlegri en nefnd um hestanöfn.Segir þörf á ríkri íslenskukunnáttu Þjóðskrá Íslands mun, samkvæmt frumvarpinu, taka ákvörðun um heimild til skráningar nýrra nafna í stað mannanafnanefndar. „Í nefndinni eru tveir íslenskufræðingar, virkilega færir, og ég get bara fullyrt að þegar koma upp erfið mál sem snúa að íslenskunni þá er það aðeins á valdi þeirra og manna með þeirra sambærilegu menntun að leysa úr þeim. Almennur starfsmaður hjá Þjóðskrá hefur ekki íslenskukunnáttu þar um,“ segir Auður Björg. Hún bendir á að mikið sé lagt upp úr því hjá stjórnvöldum að standa vörð um íslenska tungu og því skjóti þetta skökku við. „Mér finnst þetta allavega ekki vera skref í rétta átt ef við hugsum það út frá þessu sjónarmiði að standa vörð um íslenska tungu, þá getum við ekki bæði sleppt og haldið,“ segir Auður Björg Jónsdóttir, nefndarmaður í mannanafnanefnd.
Alþingi Mannanöfn Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Fleiri fréttir Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Sjá meira