Andrés Ingi sat hjá við atkvæðagreiðslu um fjárlög Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 27. nóvember 2019 18:16 Andrés Ingi sagði sig úr VG í dag. Vísir/Vilhelm Fjárlög 2020 voru samþykkt á Alþingi nú rétt fyrir klukkan sex með 31 atkvæði þingmanna stjórnarflokkanna. Sjö greiddu atkvæði gegn frumvarpinu en nítján sátu hjá, þeirra á meðal Andrés Ingi Jónsson, sem sagði sig úr þingflokki Vinstri grænna fyrr í dag.Sjá einnig: Samherjamálið rifjaði upp fyrir Andrési hvaðan Sjálfstæðisflokkurinn kemur Þingmennirnir Björn Leví Gunnarsson, Guðmundur Ingi Kristinsson, Halldóra Mogensen, Helgi Hrafn Gunnarsson, Inga Sæland, Jón Þór Ólafsson og Þorsteinn Sæmundsson greiddu atkvæði gegn frumvarpinu en aðrir þingmenn stjórnarandstöðunnar sátu hjá. Allar breytingatillögur minnihlutans voru felldar. Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar og nefndarmaður í fjárlaganefnd, var einn þeirra sem kvöddu sér hljóðs um atkvæðagreiðsluna og lýstu vonbrigðum sínum með þetta. „Sama sagan endurtekur sig. Enn eitt árið detta þingmenn Vinstri grænna, Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins í skotgrafir gamaldags vinnubragða og fella þeir allar tillögur sem stjórnarandstaðan leggur hér til,“ sagði Ágúst Ólafur. „Stóð ekki til að innleiða hér ný vinnubrögð og stóð ekki til að valdefla Alþingi? Átti það bara við þingflokksherbergin hérna niðri í gömlu byggingunni?“ bætti hann við og vísaði þar til þingflokksherbergja stjórnarflokkanna. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, gerði einnig grein fyrir atkvæði sínu þar sem hann sagði þingflokk Samfylkingarinnar vera eina flokkinn sem ekki tekið undir eina einustu tillögu ríkisstjórnarinnar. „Stjórnarandstaðan fer hér meira og minna upp til þess að afþakka að vera með stjórnarandstöðunni í mun meira mæli heldur en að fara í atkvæðaskýringar gegn tillögum ríkisstjórnarflokkanna sem segir mér líka að tillögur ríkisstjórnarinnar og meiri hluta fjárlaganefndar eru skynsamlegar og góðar,“ sagði Sigurður Ingi. Þessu mótmælti Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, með köllum úr sal og úr ræðupúlti þar sem hann kallaði eftir því að ráðherrann bæðist afsökunar á því að hafa farið rangt með staðreyndir. Alþingi Fjárlagafrumvarp 2020 Vinstri græn Mest lesið Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Fleiri fréttir Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Sjá meira
Fjárlög 2020 voru samþykkt á Alþingi nú rétt fyrir klukkan sex með 31 atkvæði þingmanna stjórnarflokkanna. Sjö greiddu atkvæði gegn frumvarpinu en nítján sátu hjá, þeirra á meðal Andrés Ingi Jónsson, sem sagði sig úr þingflokki Vinstri grænna fyrr í dag.Sjá einnig: Samherjamálið rifjaði upp fyrir Andrési hvaðan Sjálfstæðisflokkurinn kemur Þingmennirnir Björn Leví Gunnarsson, Guðmundur Ingi Kristinsson, Halldóra Mogensen, Helgi Hrafn Gunnarsson, Inga Sæland, Jón Þór Ólafsson og Þorsteinn Sæmundsson greiddu atkvæði gegn frumvarpinu en aðrir þingmenn stjórnarandstöðunnar sátu hjá. Allar breytingatillögur minnihlutans voru felldar. Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar og nefndarmaður í fjárlaganefnd, var einn þeirra sem kvöddu sér hljóðs um atkvæðagreiðsluna og lýstu vonbrigðum sínum með þetta. „Sama sagan endurtekur sig. Enn eitt árið detta þingmenn Vinstri grænna, Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins í skotgrafir gamaldags vinnubragða og fella þeir allar tillögur sem stjórnarandstaðan leggur hér til,“ sagði Ágúst Ólafur. „Stóð ekki til að innleiða hér ný vinnubrögð og stóð ekki til að valdefla Alþingi? Átti það bara við þingflokksherbergin hérna niðri í gömlu byggingunni?“ bætti hann við og vísaði þar til þingflokksherbergja stjórnarflokkanna. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, gerði einnig grein fyrir atkvæði sínu þar sem hann sagði þingflokk Samfylkingarinnar vera eina flokkinn sem ekki tekið undir eina einustu tillögu ríkisstjórnarinnar. „Stjórnarandstaðan fer hér meira og minna upp til þess að afþakka að vera með stjórnarandstöðunni í mun meira mæli heldur en að fara í atkvæðaskýringar gegn tillögum ríkisstjórnarflokkanna sem segir mér líka að tillögur ríkisstjórnarinnar og meiri hluta fjárlaganefndar eru skynsamlegar og góðar,“ sagði Sigurður Ingi. Þessu mótmælti Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, með köllum úr sal og úr ræðupúlti þar sem hann kallaði eftir því að ráðherrann bæðist afsökunar á því að hafa farið rangt með staðreyndir.
Alþingi Fjárlagafrumvarp 2020 Vinstri græn Mest lesið Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Fleiri fréttir Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent