Baráttumál VG að verða að veruleika Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar 3. desember 2019 11:00 Stór þáttur í jafnréttisbaráttu og kvenfrelsi hefur verið aukið fæðingarorlof og jafn réttur kynjanna til þess að vera með barni sínu þennan dýrmæta tíma í lífi foreldris og barns. Samfella í fæðingarorlofi og leikskóla er mikið jafnréttis- og velferðarmál sem vinstri menn hafa barist fyrir lengi. Á dögunum fór fram fyrsta umræða á Alþingi um breytingu á fæðingarorlofi. Til stendur að lengja fæðingarorlofið fyrst í tíu mánuði á næsta ári og tólf mánuði árið 2021. Lenging fæðingarorlofsins hefur verið baráttumál Vinstri grænna í mörg ár og það er því virkilega ánægjulegt að nú liggi fyrir stjórnarfrumvarp um málið. Lenging fæðingarorlofsins er mikilvægt skref til að draga úr launamun kynjanna, enda hafa ýmsar rannsóknir sýnt að launamunur kynjanna eykst við barneignir. Konur taka auk þess lengra fæðingarorlof en karlar að jafnaði. Á hverju ári frá 2015 hafa í kringum 700 feður ekki tekið neitt fæðingarorlof.Bætum kjör barnafjölskyldna Það er mikilvægt fyrir börn að tengjast báðum foreldrum sínum í frumbernsku og þetta á að koma til móts við með breytingum sem nú liggja fyrir Alþingi. Þannig er sameiginlegur tími sem foreldrar geta deilt sín á milli styttur, en á móti fær hvert foreldri lengri tíma. Þannig lengist tími hvers foreldris í fjóra mánuði á næsta ári og fimm mánuði árið 2021. Sameiginlegur tími foreldra væri þá tveir mánuðir á hverju ári. Að brúa bilið milli loka fæðingarorlofs og leikskóla er líka eitt af því sem mestu máli skiptir til að bæta kjör ungra barnafjölskyldna og draga úr fátækt barna. Þannig má draga úr því að foreldrar þurfi að taka sér launalaust leyfi eða hætta í vinnu til að brúa bilið. Það getur haft varanleg áhrif á starfsferil foreldrisins sem það gerir og í flestum tilfellum er það móðir barnsins, það er að segja í þeim tilfellum þegar um er að ræða par af gagnstæðu kyni. Það gefur auga leið að þetta hefur frekar áhrif á fólk sem er í viðkvæmri stöðu á vinnumarkaði og er líklegar til að lenda í gildru fátæktar til að byrja með. Ein leið til að brúa þetta bil er einmitt að lengja fæðingarorlofið. Hér eru því slegnar nokkrar flugur í einu höggi. Öll börn fá meiri tíma með foreldrum sínum á þessum fyrstu mánuðum ævinnar, umönnunarbilið er brúað og staða foreldra sem nýta sér fullt fæðingarorlof er jöfnuð.Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Fæðingarorlof Lilja Rafney Magnúsdóttir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Stór þáttur í jafnréttisbaráttu og kvenfrelsi hefur verið aukið fæðingarorlof og jafn réttur kynjanna til þess að vera með barni sínu þennan dýrmæta tíma í lífi foreldris og barns. Samfella í fæðingarorlofi og leikskóla er mikið jafnréttis- og velferðarmál sem vinstri menn hafa barist fyrir lengi. Á dögunum fór fram fyrsta umræða á Alþingi um breytingu á fæðingarorlofi. Til stendur að lengja fæðingarorlofið fyrst í tíu mánuði á næsta ári og tólf mánuði árið 2021. Lenging fæðingarorlofsins hefur verið baráttumál Vinstri grænna í mörg ár og það er því virkilega ánægjulegt að nú liggi fyrir stjórnarfrumvarp um málið. Lenging fæðingarorlofsins er mikilvægt skref til að draga úr launamun kynjanna, enda hafa ýmsar rannsóknir sýnt að launamunur kynjanna eykst við barneignir. Konur taka auk þess lengra fæðingarorlof en karlar að jafnaði. Á hverju ári frá 2015 hafa í kringum 700 feður ekki tekið neitt fæðingarorlof.Bætum kjör barnafjölskyldna Það er mikilvægt fyrir börn að tengjast báðum foreldrum sínum í frumbernsku og þetta á að koma til móts við með breytingum sem nú liggja fyrir Alþingi. Þannig er sameiginlegur tími sem foreldrar geta deilt sín á milli styttur, en á móti fær hvert foreldri lengri tíma. Þannig lengist tími hvers foreldris í fjóra mánuði á næsta ári og fimm mánuði árið 2021. Sameiginlegur tími foreldra væri þá tveir mánuðir á hverju ári. Að brúa bilið milli loka fæðingarorlofs og leikskóla er líka eitt af því sem mestu máli skiptir til að bæta kjör ungra barnafjölskyldna og draga úr fátækt barna. Þannig má draga úr því að foreldrar þurfi að taka sér launalaust leyfi eða hætta í vinnu til að brúa bilið. Það getur haft varanleg áhrif á starfsferil foreldrisins sem það gerir og í flestum tilfellum er það móðir barnsins, það er að segja í þeim tilfellum þegar um er að ræða par af gagnstæðu kyni. Það gefur auga leið að þetta hefur frekar áhrif á fólk sem er í viðkvæmri stöðu á vinnumarkaði og er líklegar til að lenda í gildru fátæktar til að byrja með. Ein leið til að brúa þetta bil er einmitt að lengja fæðingarorlofið. Hér eru því slegnar nokkrar flugur í einu höggi. Öll börn fá meiri tíma með foreldrum sínum á þessum fyrstu mánuðum ævinnar, umönnunarbilið er brúað og staða foreldra sem nýta sér fullt fæðingarorlof er jöfnuð.Höfundur er þingmaður Vinstri grænna.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun