Segir mikilvægt að passa að gera Alþingi ekki að dómssal í Samherjamálinu Erla Björg Gunnarsdóttir og Eiður Þór Árnason skrifa 1. desember 2019 16:00 Hanna Katrín Friðriksson, Willum Þór Þórsson, Andrés Ingi Jónsson og Bryndís Haraldsóttir alþingismenn ræddu Samherjamálið. Vísir/Vilhelm Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að varast þurfi að gera þingsalinn að dómssal í Samherjamálinu með því að þingmenn ákveði ákveðna upphæð til eftirlitsstofnana til að rannsaka Samherjamálið. Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, segir aftur á móti rannsóknina ekki eiga að byggjast á trausti til ráðherra og fjárveitinga þeirra. Þingmenn mættust í Sprengisandi á Bylgjunni í dag til að ræða Samherjamálið. Fyrst til umræðu var opinber rannsókn á málinu en hart hefur verið tekist á þingi um hvaða leið eigi að fara til að auka fjármagn til eftirlitsstofnana. Þá einna helst deilt um það hvort löggjafinn eigi að setja auka fjármagn í rannsókn með fjárlögum eða hvort stofnanirnar eigi sjálfar að óska eftir fjármagninu til framkvæmdavaldsins, það er til ráðherra málaflokksins, eftir að umfang rannsóknar er vitað.Mikilvægt að löggjafinn haldi í hlutleysi Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar og þingmaður Framsóknarflokks, sagði mikilvægt að löggjafinn héldi í hlutleysi sitt varðandi rannsóknina. „Það hefði auðvitað verið mjög sérstakt ef þingið ætlaði að fara að ýta fjárheimildum að einhverjum stofnunum út af einhverjum málum ef engin beiðni um slíkt liggur fyrir eða neitt samtal eða neitt slíkt.“ Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks, tók undir þetta. „Ég hef svolítið velt þessu fyrir mér út af því að mér þykir líka að í þessari sorglegu umræðu allri þá finnst mér við þurfa að passa okkur ofboðslega mikið á því að gera þingsalinn ekki að dómssal.“Óttast skilaboðin frá þinginu „Á sama tíma og við höfum verið að ræða hversu brugðið okkur er og hversu reið við erum á þessum fréttum, þá á sama tíma erum við að taka hérna eitthvað fjármagn og segja: „Þið eigið að rannsaka nákvæmlega þetta mál.“ Hvaða skilaboð eru það frá þinginu? Erum við að segja: „Rannsakið þetta og komist að niðurstöðu núna strax og ákærið þetta fólk,“ eða eigum við að leyfa þessum stofnunum að vera hlutlausar og vinna sína vinnu og treysta þeim til þess að þau geri það hratt og örugglega án beinnar aðkomu þingsins?“ bætti Bryndís við. Andrés Ingi Jónsson, fyrrum þingmaður Vinstri grænna og nú óháður á þingi benti aftur á móti á að traust almennings hafi hrunið gagnvart stóru fyrirtæki og ekki sé hægt að byggja rannsóknina á trausti á framkvæmdavaldinu.Mikilvægt að stofnanirnar hafi sjálfstæði Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, tók undir orð Andrésar. „Þannig að segja: „Þið gerið þetta án þess að fá meiri pening og svo áttum við okkur á því hvað Samherjamálið kostar okkur og þá komum við og biðjum við um pening,“ þá erum við farin að falla í þessa gildru sem þú ert að tala um, að framkvæmdarvaldið tekur þá ákvörðun og segir já eða nei eftir því hvernig vindar blása.“ „Það er mjög mikilvægt að löggjafinn veiti nægilegt fé inn í þessar stofnanir til að þær geti tekið sjálfstæða ákvörðun, sjálfstæða ákvörðun um hversu djúpt og langt þau fari inn í rannsóknina,“ sagði Hanna Katrín í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Alþingi Samherjaskjölin Tengdar fréttir Jóhannes grunar að eitrað hafi verið fyrir sér eftir starfslokin hjá Samherja Þessu greinir Jóhannes frá í viðtali við sjónvarpsstöðina Al Jazeera, sem birti í dag umfangsmikla umfjöllun sína um Samherjamálið í Namibíu undir titlinum "The Anatomy of a Bribe“. 1. desember 2019 11:13 Norska lögreglan rannsakar DNB bankann vegna viðskipta við Samherja Efnahagsbrotadeild norsku lögreglunnar tilkynnti um það í dag að formleg rannsókn væri hafin á starfsemi norska DNB bankans vegna fjölmiðlaumfjöllunar um starfsemi Samherja og ásakanir um spillingu í Namibíu. 28. nóvember 2019 18:36 Nýjar upptökur varpa ljósi á það hvernig Al Jazeera „fetaði í fótspor“ Samherja Blaðamaðurinn hitti sjávarútvegsráðherra Namibíu m.a. tvívegis í Tókýó og þá ræddi hann einnig við lögmann sem sagður er hafa haft milligöngu um mútugreiðslur til embættismannanna. 1. desember 2019 13:56 „Ásakanir Samherja í garð fréttamannsins um ósannindi eru fráleitar“ Rakel Þorbergsdóttir, fréttastjóri og ritstjóri fréttaskýringaþáttarins Kveiks, segir fullyrðingar Samherja síðustu daga um meintar rangfærslur RÚV ekki eiga við rök að styðjast. 29. nóvember 2019 00:07 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Fleiri fréttir Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Sjá meira
Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að varast þurfi að gera þingsalinn að dómssal í Samherjamálinu með því að þingmenn ákveði ákveðna upphæð til eftirlitsstofnana til að rannsaka Samherjamálið. Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, segir aftur á móti rannsóknina ekki eiga að byggjast á trausti til ráðherra og fjárveitinga þeirra. Þingmenn mættust í Sprengisandi á Bylgjunni í dag til að ræða Samherjamálið. Fyrst til umræðu var opinber rannsókn á málinu en hart hefur verið tekist á þingi um hvaða leið eigi að fara til að auka fjármagn til eftirlitsstofnana. Þá einna helst deilt um það hvort löggjafinn eigi að setja auka fjármagn í rannsókn með fjárlögum eða hvort stofnanirnar eigi sjálfar að óska eftir fjármagninu til framkvæmdavaldsins, það er til ráðherra málaflokksins, eftir að umfang rannsóknar er vitað.Mikilvægt að löggjafinn haldi í hlutleysi Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar og þingmaður Framsóknarflokks, sagði mikilvægt að löggjafinn héldi í hlutleysi sitt varðandi rannsóknina. „Það hefði auðvitað verið mjög sérstakt ef þingið ætlaði að fara að ýta fjárheimildum að einhverjum stofnunum út af einhverjum málum ef engin beiðni um slíkt liggur fyrir eða neitt samtal eða neitt slíkt.“ Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks, tók undir þetta. „Ég hef svolítið velt þessu fyrir mér út af því að mér þykir líka að í þessari sorglegu umræðu allri þá finnst mér við þurfa að passa okkur ofboðslega mikið á því að gera þingsalinn ekki að dómssal.“Óttast skilaboðin frá þinginu „Á sama tíma og við höfum verið að ræða hversu brugðið okkur er og hversu reið við erum á þessum fréttum, þá á sama tíma erum við að taka hérna eitthvað fjármagn og segja: „Þið eigið að rannsaka nákvæmlega þetta mál.“ Hvaða skilaboð eru það frá þinginu? Erum við að segja: „Rannsakið þetta og komist að niðurstöðu núna strax og ákærið þetta fólk,“ eða eigum við að leyfa þessum stofnunum að vera hlutlausar og vinna sína vinnu og treysta þeim til þess að þau geri það hratt og örugglega án beinnar aðkomu þingsins?“ bætti Bryndís við. Andrés Ingi Jónsson, fyrrum þingmaður Vinstri grænna og nú óháður á þingi benti aftur á móti á að traust almennings hafi hrunið gagnvart stóru fyrirtæki og ekki sé hægt að byggja rannsóknina á trausti á framkvæmdavaldinu.Mikilvægt að stofnanirnar hafi sjálfstæði Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, tók undir orð Andrésar. „Þannig að segja: „Þið gerið þetta án þess að fá meiri pening og svo áttum við okkur á því hvað Samherjamálið kostar okkur og þá komum við og biðjum við um pening,“ þá erum við farin að falla í þessa gildru sem þú ert að tala um, að framkvæmdarvaldið tekur þá ákvörðun og segir já eða nei eftir því hvernig vindar blása.“ „Það er mjög mikilvægt að löggjafinn veiti nægilegt fé inn í þessar stofnanir til að þær geti tekið sjálfstæða ákvörðun, sjálfstæða ákvörðun um hversu djúpt og langt þau fari inn í rannsóknina,“ sagði Hanna Katrín í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun.
Alþingi Samherjaskjölin Tengdar fréttir Jóhannes grunar að eitrað hafi verið fyrir sér eftir starfslokin hjá Samherja Þessu greinir Jóhannes frá í viðtali við sjónvarpsstöðina Al Jazeera, sem birti í dag umfangsmikla umfjöllun sína um Samherjamálið í Namibíu undir titlinum "The Anatomy of a Bribe“. 1. desember 2019 11:13 Norska lögreglan rannsakar DNB bankann vegna viðskipta við Samherja Efnahagsbrotadeild norsku lögreglunnar tilkynnti um það í dag að formleg rannsókn væri hafin á starfsemi norska DNB bankans vegna fjölmiðlaumfjöllunar um starfsemi Samherja og ásakanir um spillingu í Namibíu. 28. nóvember 2019 18:36 Nýjar upptökur varpa ljósi á það hvernig Al Jazeera „fetaði í fótspor“ Samherja Blaðamaðurinn hitti sjávarútvegsráðherra Namibíu m.a. tvívegis í Tókýó og þá ræddi hann einnig við lögmann sem sagður er hafa haft milligöngu um mútugreiðslur til embættismannanna. 1. desember 2019 13:56 „Ásakanir Samherja í garð fréttamannsins um ósannindi eru fráleitar“ Rakel Þorbergsdóttir, fréttastjóri og ritstjóri fréttaskýringaþáttarins Kveiks, segir fullyrðingar Samherja síðustu daga um meintar rangfærslur RÚV ekki eiga við rök að styðjast. 29. nóvember 2019 00:07 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Fleiri fréttir Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Sjá meira
Jóhannes grunar að eitrað hafi verið fyrir sér eftir starfslokin hjá Samherja Þessu greinir Jóhannes frá í viðtali við sjónvarpsstöðina Al Jazeera, sem birti í dag umfangsmikla umfjöllun sína um Samherjamálið í Namibíu undir titlinum "The Anatomy of a Bribe“. 1. desember 2019 11:13
Norska lögreglan rannsakar DNB bankann vegna viðskipta við Samherja Efnahagsbrotadeild norsku lögreglunnar tilkynnti um það í dag að formleg rannsókn væri hafin á starfsemi norska DNB bankans vegna fjölmiðlaumfjöllunar um starfsemi Samherja og ásakanir um spillingu í Namibíu. 28. nóvember 2019 18:36
Nýjar upptökur varpa ljósi á það hvernig Al Jazeera „fetaði í fótspor“ Samherja Blaðamaðurinn hitti sjávarútvegsráðherra Namibíu m.a. tvívegis í Tókýó og þá ræddi hann einnig við lögmann sem sagður er hafa haft milligöngu um mútugreiðslur til embættismannanna. 1. desember 2019 13:56
„Ásakanir Samherja í garð fréttamannsins um ósannindi eru fráleitar“ Rakel Þorbergsdóttir, fréttastjóri og ritstjóri fréttaskýringaþáttarins Kveiks, segir fullyrðingar Samherja síðustu daga um meintar rangfærslur RÚV ekki eiga við rök að styðjast. 29. nóvember 2019 00:07