Segir núverandi fyrirkomulag siðanefndar ekki ganga upp Bryndís Haraldsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður í forsætisnefnd Alþingis, var gestur í Sprengisandi í dag. Innlent 26. maí 2019 12:26
Spyr hvort Miðflokksmenn þori ekki að nefna hana á nafn Þingmaður Miðflokksins nefndi þingkonu Framsóknarflokksins aðeins þingmann suður með sjó þegar langt var liðið á málþóf um þriðja orkupakkann á Alþingi í gærmorgun. Innlent 26. maí 2019 07:53
Bjarni reiknar með að Miðflokksmenn eigi enn eftir að tala í nokkra daga til viðbótar Þótt önnur umræða um þriðja orkupakkann hafi staðið yfir í tæpar hundrað klukkustundir þar sem sömu ræðurnar eru meira og minna endurteknar aftur og aftur, hefur ekki komið til tals að beita ákvæði þingskapa sem getur stöðvað umræðurnar. Fjármálaráðherra reiknar með að þingmenn Miðflokksins eigi enn eftir að tala í nokkra daga til viðbótar Innlent 25. maí 2019 20:30
Veigra sér við að binda enda á málþóf Miðflokksins Þingsköp gera ráð fyrir að hægt sé að binda enda á umræðu í þinginu. Þingmenn eru þó ekki tilbúnir að beita því ákvæði til að stöðva málþóf miðflokksmanna um þriðja orkupakkann. Innlent 25. maí 2019 14:27
Katrín segir Bjarna einn besta samstarfsmann sem hún hefur haft Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var á meðal þeirra sem hélt ávarp á 90 ára afmæli Sjálfstæðisflokksins. Innlent 25. maí 2019 13:12
Nítján klukkustunda löngum þingfundi slitið Alls voru 53 ræður fluttar og 311 andsvör á þingfundinum. Miðflokksmenn fluttu þær nær allar. Innlent 25. maí 2019 10:53
Saka forseta Alþingis um að reyna að þreyta þá til uppgjafar Þingfundur hófst klukkan 15:30 í gær og stóð enn yfir klukkan hálf tíu í morgun. Þingmenn Miðflokksins hafa haldið uppi málþófi í tugi klukkustunda um þriðja orkupakkann. Innlent 25. maí 2019 09:34
Segir hljóðið farið að þyngjast í öðrum þingmönnum "Það er farið að þyngjast hljóðið í öðrum þingmönnum sem bíða hér eftir að komast í að ræða þau mál sem eru fyrir aftan á dagskránni. Það eru ýmsir orðnir órólegir með að það verði of stuttur tími til að ræða þau mál, sem verðskulda umræðu eins og þetta mál,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, um stöðuna á Alþingi. Innlent 25. maí 2019 07:15
Miðflokksmenn hvergi af baki dottnir Ef einhver átti von á því að þingmenn Miðflokksins létu af umræðu um þriðja orkupakkann á Alþingi eftir tilmæli forseta Alþingis í morgun hafði sá hinn sami rangt fyrir sér. Innlent 24. maí 2019 15:52
Formaður VR þakklátur Miðflokksmönnum Ragnar Þór Ingólfsson vill fresta atkvæðagreiðslu um þriðja orkupakkann fram á haust. Innlent 24. maí 2019 15:28
Forseti Alþingis höfðar til samvisku Miðflokksmanna Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, sleit þingfundi klukkan níu í morgun að lokinni sautján klukkustunda umræðu um þriðja orkupakkann. Innlent 24. maí 2019 09:18
1096 dagar Í dag eru 1096 dagar síðan stjórnmálaaflið Viðreisn var stofnað. Skoðun 24. maí 2019 07:00
Segist ánægður með úrskurðinn Persónuvernd úrskurðaði í gær um að upptaka Báru Halldórsdóttur á samtali Miðflokksmanna á Klaustri bar í nóvember hefði farið í bága við lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Innlent 24. maí 2019 06:00
Yrði forvitnilegt að yfirheyra Miðflokksmenn Upptaka Báru Halldórsdóttur af samtali þingmannanna á Klaustur bar var ólögleg að mati persónuverndar. Lögmaður Báru telur líklegt að þingmennirnir höfði skaðabótamál með niðurstöðuna að vopni. Innlent 23. maí 2019 20:00
Hellir sér yfir Miðflokkinn: Földu peninga í Panama, lugu að þjóðinni og opinberuðu mannfyrirlitningu á Klausturbar Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, segir ofsóknarkennd eiga sér ýmsar birtingarmyndir. Innlent 23. maí 2019 10:11
Málþófið er séríslenskt Lengi vel þótti það vitnisburður um elju og þrótt að vinna langa daga, en sú skoðun hefur á undanförnum árum látið undan þar sem við horfum til afkasta í stað vinnustunda. Skoðun 23. maí 2019 07:00
Stóðu orkupakkavaktina til sex Miðflokksmenn á Alþingi héldu málþófi sínu áfram í nótt í umræðum um þriðja orkupakkann en umræður um hann hófust um klukkan fjögur síðdegis og stóðu til klukkan sex í morgun. Innlent 23. maí 2019 06:33
Þjóðarsjóður leggst misvel í þingmenn Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingar, telur frumvarp um Þjóðarsjóð illa ígrundað. Óvarlegt sé að láta einkaaðila sýsla með sjóðinn. Formaður efnahags- og viðskiptanefndar segir mikilvægt að lágmarka kostnað ríkisins. Innlent 23. maí 2019 06:00
Fleiri boðaðir þingfundir vegna málþófs Forsætisnefnd Alþingis ákvað í gær að bæta við þingfundum í dag og á morgun en til stóð að báðir dagar færu í nefndafundi. Innlent 23. maí 2019 06:00
Þungbært að sitja undir ásökunum vegna aksturs Ásmundar Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá skrifstofu Alþingis sem birt var í dag. Innlent 22. maí 2019 17:26
Miðflokksmenn töluðu um Orkupakkann í 19 tíma samfleytt Þingfundi um Orkupakka slitið rétt fyrir klukkan níu í morgun. Innlent 22. maí 2019 09:17
Áfram ræðir Miðflokksfólk sín á milli um orkupakkann Umræða um þriðja orkupakkann á Alþingi hefur staðið yfir í alla nótt og stendur enn. Innlent 22. maí 2019 07:10
Orkumarkaður fyrir neytendur Hagkvæmt og skilvirkt viðskiptaumhverfi er grundvöllur efnahagslegrar velferðar hverrar þjóðar. Skoðun 22. maí 2019 07:00
Á fimmta hundrað verkefna bíða fimm þingfundardaga Þingmenn standa í ströngu nú í lok vetrar við að klára þingstörf en fimm þingfundardagar eru eftir af starfsáætlun Alþingis. Nærri tvö hundruð lagafrumvörp bíða afgreiðslu þingsins á meðan þingmenn Miðflokksins ræða þriðja orkupakkann. Innlent 22. maí 2019 06:00
„Ég hef aldrei verið jafn vel inni í þessu máli og akkúrat núna“ Formaður Miðflokksins segist aldrei hafa verið jafnvel upplýstur um þriðja orkupakkann og nú, eftir ræður félaga sinna. Formaður utanríkismálanefndar segir hins vegar ekkert nýtt hafa komið fram í ræðum Miðflokksmanna. Innlent 21. maí 2019 20:14
„Nú er rökstuddur grunur um að Ásmundur Friðriksson hafi dregið sér fé“ Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, notaði tækifærið undir liðnum störf þingins til þess að endurtaka nákvæmlega sömu setningu og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir mælti í stjórnmálaþættinum Silfrinu og siðanefnd Alþingis mat sem svo að bryti í báta við siðareglur þingmanna. Innlent 21. maí 2019 16:09
Innleiða hvata til að stuðla að laxeldi í lokuðum sjókvíum Meirihluti atvinnuveganefndar Alþingis leggur til að frumvarp sjávarútvegsráðherra um fiskeldi verði samþykkt. Verði frumvarpið að lögum verður áhættumat vegna erfðablöndunar lögfest. Þá verða innleiddir fjárhagslegir hvatar fyrir fyrirtæki í sjókvíalaxeldi að styðjast við lokaðar sjókvíar í stað opinna. Innlent 21. maí 2019 15:00
Óttast daður við einangrunarhyggju og kallar eftir aðgerðum gegn „Bannon-væðingu“ Þorgerður Katrín beindi í gær fyrirspurn til Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, þar sem hún spurði hvernig hún hygðist beita sér sem forystumaður ríkisstjórnarinnar að "úrtöluraddir“ um þátttöku Íslands í alþjóðasamstarfi nái yfirhöndinni með vafasömum áróðri. Innlent 21. maí 2019 10:46
Miðflokksmenn stóðu næturvaktina fram undir morgun Þingmenn Miðflokksins eru einir á mælendaskrá í síðari umræðu um þriðja orkupakkann sem stendur enn yfir á Alþingi þegar klukkan er farin að ganga tvö. Umræða hefur staðið í á ellefta tíma. Innlent 21. maí 2019 01:29
Fjölmiðlafrumvarp lagt fram á Alþingi Frumvarp til laga um breytingu á fjölmiðlalögum hefur nú verið lagt fram á Alþingi og mun Lilja Alfreðsdóttir, mennta-og menningarmálaráðherra mæla fyrir frumvarpinu nú á vorþingi. Innlent 20. maí 2019 15:22