Oddný gagnrýnir aðgerðaleysi: „Ríkisstjórn Íslands segir að nú sé ekki rétti tíminn“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. júní 2020 20:15 Oddný Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, segir mikilvægt að meiri áhersla sé lögð á að verja efnahag heimila fólks sem misst hefur vinnuna, á hag barna og þeirra sem standa veikir fyrir í viðbrögðum yfirvalda við kórónuveirufaraldrinum í ræðu sinni á eldhúsdegi Alþingis í kvöld. „Við viljum að bæði heimili og fyrirtæki njóti stuðnings ríkisins til að komast yfir erfiða stöðu. Háar fjárhæðir fara nú úr ríkissjóði til fyrirtækja,“ sagði Oddný. „Við viljum gera betur svo fyrirtæki eigi auðveldara með að halda ráðningasambandi við starfsfólk sitt, frekar en að leggja áherslu á að hjálpa fyrirtækjum að segja upp fólki.“ Þá sagði hún einnig mikilvægt að stór fyrirtæki legðu hönd á plóg til að vinna að markmiðum Íslands í loftslagsmálum. Stærri fyrirtæki ættu að skila áætlun í loftslagsmálum áður en greiðsla úr ríkissjóði gengi til þeirra. „Glærusjó og blaðamannafundir duga ekki í glímunni við loftslagshamfarir af mannavöldum sem standa yfir og er stærsta viðfangsefni mannkynsins. Margar þjóðir hafa sett slík skilyrði þegar þau veita fyrirtækjum aðstoð,“ sagði Oddný. „En ríkisstjórn Íslands segir að nú sé ekki rétti tíminn.“ „Hvenær ætli rétti tíminn komi til að vinna gegn loftslagsvánni sem ógnar öllu lífi á jörðinni?“ spurði Oddný. „Ekki núna, sagði ríkisstjórn Íslands. Þó stendur hún frammi fyrir miklum kostnaði svo milljörðum skipti, vegna þess að Ísland stendur ekki við alþjóðlegar skuldbindingar sínar í loftlagsmálum. Blaðamannafundur ríkisstjórnarinnar fyrr í dag voru vonbrigði. Við getum og eigum að gera miklu betur.“ Eldhúsdagsumræður á Alþingi eru enn í gangi og fylgjast má með þeim hér. Alþingi Loftslagsmál Samfylkingin Tengdar fréttir „Við megum ekki fagna of snemma“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir það hafa verið mikilvægt að ríkisstjórnin sé skipuð flokkum sem endurspegla breitt svið pólitískrar hugmyndafræði frá hægri til vinstri. 23. júní 2020 20:05 Gunnar Bragi um ríkisstjórnina: „Frasarnir úr handbókum almannatengla grípandi en innihaldið lítið“ Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, segir innihald yfirlýsinga frá ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur „afar lítið.“ Þetta sagði hann í ræðu sinni í eldhúsdagsumræðum á Alþingi nú í kvöld. 23. júní 2020 19:55 Bein útsending: Eldhúsdagur á Alþingi Almennar stjórnmálaumræður, sem jafnan eru kallaðar eldhúsdagsumræður, fara fram á Alþingi í kvöld og verða sendar út í beinni útsendingu hér á Vísi klukkan 19:30. 23. júní 2020 19:00 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum um samsköttun hjóna Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Erlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Fleiri fréttir Sjómenn mótmæla breytingum um samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum Sjá meira
Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, segir mikilvægt að meiri áhersla sé lögð á að verja efnahag heimila fólks sem misst hefur vinnuna, á hag barna og þeirra sem standa veikir fyrir í viðbrögðum yfirvalda við kórónuveirufaraldrinum í ræðu sinni á eldhúsdegi Alþingis í kvöld. „Við viljum að bæði heimili og fyrirtæki njóti stuðnings ríkisins til að komast yfir erfiða stöðu. Háar fjárhæðir fara nú úr ríkissjóði til fyrirtækja,“ sagði Oddný. „Við viljum gera betur svo fyrirtæki eigi auðveldara með að halda ráðningasambandi við starfsfólk sitt, frekar en að leggja áherslu á að hjálpa fyrirtækjum að segja upp fólki.“ Þá sagði hún einnig mikilvægt að stór fyrirtæki legðu hönd á plóg til að vinna að markmiðum Íslands í loftslagsmálum. Stærri fyrirtæki ættu að skila áætlun í loftslagsmálum áður en greiðsla úr ríkissjóði gengi til þeirra. „Glærusjó og blaðamannafundir duga ekki í glímunni við loftslagshamfarir af mannavöldum sem standa yfir og er stærsta viðfangsefni mannkynsins. Margar þjóðir hafa sett slík skilyrði þegar þau veita fyrirtækjum aðstoð,“ sagði Oddný. „En ríkisstjórn Íslands segir að nú sé ekki rétti tíminn.“ „Hvenær ætli rétti tíminn komi til að vinna gegn loftslagsvánni sem ógnar öllu lífi á jörðinni?“ spurði Oddný. „Ekki núna, sagði ríkisstjórn Íslands. Þó stendur hún frammi fyrir miklum kostnaði svo milljörðum skipti, vegna þess að Ísland stendur ekki við alþjóðlegar skuldbindingar sínar í loftlagsmálum. Blaðamannafundur ríkisstjórnarinnar fyrr í dag voru vonbrigði. Við getum og eigum að gera miklu betur.“ Eldhúsdagsumræður á Alþingi eru enn í gangi og fylgjast má með þeim hér.
Alþingi Loftslagsmál Samfylkingin Tengdar fréttir „Við megum ekki fagna of snemma“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir það hafa verið mikilvægt að ríkisstjórnin sé skipuð flokkum sem endurspegla breitt svið pólitískrar hugmyndafræði frá hægri til vinstri. 23. júní 2020 20:05 Gunnar Bragi um ríkisstjórnina: „Frasarnir úr handbókum almannatengla grípandi en innihaldið lítið“ Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, segir innihald yfirlýsinga frá ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur „afar lítið.“ Þetta sagði hann í ræðu sinni í eldhúsdagsumræðum á Alþingi nú í kvöld. 23. júní 2020 19:55 Bein útsending: Eldhúsdagur á Alþingi Almennar stjórnmálaumræður, sem jafnan eru kallaðar eldhúsdagsumræður, fara fram á Alþingi í kvöld og verða sendar út í beinni útsendingu hér á Vísi klukkan 19:30. 23. júní 2020 19:00 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum um samsköttun hjóna Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Erlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Fleiri fréttir Sjómenn mótmæla breytingum um samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum Sjá meira
„Við megum ekki fagna of snemma“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir það hafa verið mikilvægt að ríkisstjórnin sé skipuð flokkum sem endurspegla breitt svið pólitískrar hugmyndafræði frá hægri til vinstri. 23. júní 2020 20:05
Gunnar Bragi um ríkisstjórnina: „Frasarnir úr handbókum almannatengla grípandi en innihaldið lítið“ Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, segir innihald yfirlýsinga frá ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur „afar lítið.“ Þetta sagði hann í ræðu sinni í eldhúsdagsumræðum á Alþingi nú í kvöld. 23. júní 2020 19:55
Bein útsending: Eldhúsdagur á Alþingi Almennar stjórnmálaumræður, sem jafnan eru kallaðar eldhúsdagsumræður, fara fram á Alþingi í kvöld og verða sendar út í beinni útsendingu hér á Vísi klukkan 19:30. 23. júní 2020 19:00