Vatnið sótt yfir lækinn Páll Magnús Pálsson skrifar 29. júní 2020 13:19 Um hver mánaðamót eru vinnandi landsmenn krafðir um greiðslu að lágmarki rúmlega þriðjungs hluta launa sinna í almenningssjóð en sæta refsingu ella. Á móti gerum við sem greiðum í sjóðinn þá eðlilegu kröfu að þeim sem fengið hefur verið lýðræðislegt umboð til að sýsla með hann geri það af skynsemi og ábyrgð. Eitt þýðingarmesta hlutverk stjórnmálamanna er að ganga úr skugga um að vel sé farið með almannafé. Því miður hefur heilbrigðisráðherra brugðist þessu hlutverki sínu. Á undanförnum árum hefur vágestur herjað á þjóðina í vaxandi mæli. Vágesturinn er í formi sjúkdóms í brjóski í hnjám og mjöðmum sem veldur fólki angist og skertri líkamlegri færni með þeim afleiðingum að reynst getur nauðsynlegt að framkvæma svokallaða liðskiptaaðgerð. Aðgerðin felst í stuttu máli í því að náttúrulegum liðflötum sjúklings er skipt út fyrir íhluti úr ólífrænu efni, svo sem málmblöndu eða slitsterkt plast. Þörf fyrir liðskiptaaðgerðir á Íslandi hefur aukist verulega á undanförnum árum og myndast hafa gríðarlangir biðlistar. Líklegar skýringar á þessari auknu þörf eru fjölgun í efri aldurshópum ogvaxandi ofþyngd og offita. Það er ekkert minna en skelfilegt hvernig ráðherrann lengir biðtíma sjúklinga sem nauðsynlega þurfa að komast í aðgerð og dælir peningum úr ríkissjóði að óþörfu á grundvelli afdankaðra flokkspólitískra sjónarmiða. Ófremdarástand Samkvæmt nýjustu upplýsingum frá landlækni er biðtími á Landspítala eftir mjaðmaaðgerð um 13 og hálfur mánuður en tæpir 16 mánuðir eftir aðgerð á hné. Í desember 2019 voru samtals 1,148 einstaklingar á biðlista eftir liðskiptaaðgerðum hjá þeim þremur sjúkrastofnunum á Íslandi sem framkvæma slíkar aðgerðir. Samkvæmt viðmiðunarmörkum embættis landlæknis frá árinu 2016 skulu 80% komast í aðgerð innan þriggja mánaða frá greiningu, eftir mánaðar hámarksbið eftir skoðun bæklunarlæknis, en aðeins u.þ.b. 37% falla innan þeirra marka á Landspítalanum. Tæp 65% þurfa því að bíða lengur, og margir talsvert lengur, en embætti landlæknis telur ásættanlegt. Fyrir utan þær þjáningar sem biðin veldur fólki eru einnig vísbendingar um að lengri bið en sex mánuðir geti haft verulega skaðleg áhrif á árangur af liðskiptaaðgerð. Hefur þetta í för með sér mikinn samfélagskostnað, svo ekki sé minnst á lífsgæði þeirra sem bíða. Annar valmöguleiki Þó eðlismunur sé á stjórnvöldum og einkaaðilum er ekki loku fyrir það skotið að samstarf geti verið þeirra á milli. Færst hefur í aukana á undanförnum árum að einkaaðilum sé falin framkvæmd opinberra verkefna á grundvelli svokallaðra þjónustusamninga. Þjónustusamningur er viðskiptasamband milli stjórnvalda og einkaaðila um þjónustu við einstakling eða viðskiptavin gegn greiðslu. Einkaaðilinn getur verið einstaklingur, sjálfseignarstofnun eða einkafyrirtæki Önnur sjúkrastofnun en þær þrjár opinberu stofnanir, sem framkvæma liðskiptaaðgerðir, uppfyllir þær faglegu gæðakröfur sem landlæknir gerir og hefur hlotið staðfestingu þess efnis frá embættinu. Það er læknastofan Klínikin Ármúla. Þar starfa 18 læknar og býr stofan yfir fullkomnum skurðstofum og fimm daga legudeild. Á Klíníkinni býðst einstaklingum að gangast undir liðskiptaaðgerðir á mjöðmum og hnjám en greiða fyrir að fullu úr eigin vasa, þar sem Sjúkratryggingar Íslands hafa ekki gert þjónustusamning við Klíníkina um slíkar aðgerðir. En það er ekki á allra færi, enda kosta aðgerðirnar 1.200.000 krónur. Eins og fram kemur í lögum um heilbrigðisþjónustu fer ráðherra með yfirstjórn heilbrigðismála. Þá segir í reglugerð um samninga um heilbrigðisþjónustu sem veitt er utan heilbrigðisstofnana sem ríkið rekur að samningar um slíka þjónustu skuli gerðir í samræmi við stefnumörkun ráðherra. Sitjandi heilbrigðisráðherra, úr Vinstrihreyfingunni- grænu framboði, hugnast ekki útvistun verkefna á borð við liðskiptaaðgerðir til einkaaðila. Í samtali við Ríkisútvarpið árið 2018 sagðist ráðherrann halda að mjög langt væri í að ríkið niðurgreiddi liðskiptaaðgerðir á einkastofum, þrátt fyrir að hún teldi ástandið óviðunandi. Pólitískar hugsjónir ráðherrans virðast því vega þyngra en það sem bersýnilega er rétt í stöðunni. Stjórnandi verður að vera reiðubúinn að skipta um skoðun á þeim málefnum sem hann tekur afstöðu til ef nýjar upplýsingar eða röksemdir birtast honum. Hann þarf að reyna af einlægum huga að taka þá afstöðu sem best er. Meira verður ekki krafist af honum, en alls ekki minna. Útflutningur sjúklinga Ef nauðsynleg heilbrigðisþjónusta er ekki veitt á Íslandi innan tímamarka sem réttlæta má læknisfræðilega greiða Sjúkratryggingar Íslands meðferð sjúklingsins erlendis, sbr. reglugerð um brýna læknismeðferð erlendis þegar ekki er unnt að veita nauðsynlega aðstoð á Íslandi. Líkt og fram hefur komið er samanlagður biðtími, þ.e. eftir skoðun og síðan eftir atvikum aðgerð, nær einu og hálfu ári en þeim fjórum mánuðum sem landlæknir telur ásættanlega. Af þessum sökum hefur fjöldinn allur af Íslendingum leitað til Svíþjóðar í liðskiptaaðgerðir á kostnað Sjúkratrygginga Íslands. Kostnaður við eina slíka aðgerð í Svíþjóð er u.þ.b. þrjár milljónir króna, þar sem greiða þarf fyrir aðgerðina sjálfa, fargjald, dagpeninga og gistingu fyrir sjúkling og eftir atvikum fylgdarmann líka.Fáránleikinn við núverandi fyrirkomulag kristallast þegar læknar á Klíníkinni fylgjaíslenskum sjúklingum á einkasjúkrahús í Svíþjóð og framkvæma liðskiptaaðgerð þar, og Sjúkratryggingar Íslands sitja uppi með þrefalt hærri reikning en ef samið væri og aðgerðin framkvæmd í Ármúla. Ætli meðferð á skattfé geti orðið mikið verri? Höfðinu barið við steininn Við skulum öll skilja að heilbrigðisráðherra gæti stytt biðtíma sárþjáðra svo um munar, og á sama tíma sparað fúlgu fjár sem annars streymir úr almenningssjóði vegna liðskiptaaðgerða á sjúkrahúsum erlendis, en neitar að gera það vegna illskiljanlegra sjónarmiða um að allir sem framkvæmi skurðaðgerðir á Íslandi skuli vera starfsmenn ríkisins. Ráðherrann ber höfðinu við steininn á meðan úrræði sem gæti stórbætt ástandið blasir við. Læknir úr íslenska einkageiranum flýgur með íslenskan sjúkling á einkasjúkrahús í Svíþjóð, framkvæmir liðskiptaaðgerð og flýgur svo aftur með sjúklinginn heim. Fyrir þessi herlegheit greiðum við skattgreiðendur. Nú get ég vel skilið ef lesendur snúa sér til veggjar. Það er þingmönnum Sjálfstæðisflokksins til vansa að þessi fásinna sé látin viðgangast í ríkisstjórn sem flokkurinn á aðild að. Við hljótum að verðskulda ábyrgari stjórnendur en þetta. Höfundur er varaformaður SUS. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Stjórnsýsla Landspítalinn Svíþjóð Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Sjá meira
Um hver mánaðamót eru vinnandi landsmenn krafðir um greiðslu að lágmarki rúmlega þriðjungs hluta launa sinna í almenningssjóð en sæta refsingu ella. Á móti gerum við sem greiðum í sjóðinn þá eðlilegu kröfu að þeim sem fengið hefur verið lýðræðislegt umboð til að sýsla með hann geri það af skynsemi og ábyrgð. Eitt þýðingarmesta hlutverk stjórnmálamanna er að ganga úr skugga um að vel sé farið með almannafé. Því miður hefur heilbrigðisráðherra brugðist þessu hlutverki sínu. Á undanförnum árum hefur vágestur herjað á þjóðina í vaxandi mæli. Vágesturinn er í formi sjúkdóms í brjóski í hnjám og mjöðmum sem veldur fólki angist og skertri líkamlegri færni með þeim afleiðingum að reynst getur nauðsynlegt að framkvæma svokallaða liðskiptaaðgerð. Aðgerðin felst í stuttu máli í því að náttúrulegum liðflötum sjúklings er skipt út fyrir íhluti úr ólífrænu efni, svo sem málmblöndu eða slitsterkt plast. Þörf fyrir liðskiptaaðgerðir á Íslandi hefur aukist verulega á undanförnum árum og myndast hafa gríðarlangir biðlistar. Líklegar skýringar á þessari auknu þörf eru fjölgun í efri aldurshópum ogvaxandi ofþyngd og offita. Það er ekkert minna en skelfilegt hvernig ráðherrann lengir biðtíma sjúklinga sem nauðsynlega þurfa að komast í aðgerð og dælir peningum úr ríkissjóði að óþörfu á grundvelli afdankaðra flokkspólitískra sjónarmiða. Ófremdarástand Samkvæmt nýjustu upplýsingum frá landlækni er biðtími á Landspítala eftir mjaðmaaðgerð um 13 og hálfur mánuður en tæpir 16 mánuðir eftir aðgerð á hné. Í desember 2019 voru samtals 1,148 einstaklingar á biðlista eftir liðskiptaaðgerðum hjá þeim þremur sjúkrastofnunum á Íslandi sem framkvæma slíkar aðgerðir. Samkvæmt viðmiðunarmörkum embættis landlæknis frá árinu 2016 skulu 80% komast í aðgerð innan þriggja mánaða frá greiningu, eftir mánaðar hámarksbið eftir skoðun bæklunarlæknis, en aðeins u.þ.b. 37% falla innan þeirra marka á Landspítalanum. Tæp 65% þurfa því að bíða lengur, og margir talsvert lengur, en embætti landlæknis telur ásættanlegt. Fyrir utan þær þjáningar sem biðin veldur fólki eru einnig vísbendingar um að lengri bið en sex mánuðir geti haft verulega skaðleg áhrif á árangur af liðskiptaaðgerð. Hefur þetta í för með sér mikinn samfélagskostnað, svo ekki sé minnst á lífsgæði þeirra sem bíða. Annar valmöguleiki Þó eðlismunur sé á stjórnvöldum og einkaaðilum er ekki loku fyrir það skotið að samstarf geti verið þeirra á milli. Færst hefur í aukana á undanförnum árum að einkaaðilum sé falin framkvæmd opinberra verkefna á grundvelli svokallaðra þjónustusamninga. Þjónustusamningur er viðskiptasamband milli stjórnvalda og einkaaðila um þjónustu við einstakling eða viðskiptavin gegn greiðslu. Einkaaðilinn getur verið einstaklingur, sjálfseignarstofnun eða einkafyrirtæki Önnur sjúkrastofnun en þær þrjár opinberu stofnanir, sem framkvæma liðskiptaaðgerðir, uppfyllir þær faglegu gæðakröfur sem landlæknir gerir og hefur hlotið staðfestingu þess efnis frá embættinu. Það er læknastofan Klínikin Ármúla. Þar starfa 18 læknar og býr stofan yfir fullkomnum skurðstofum og fimm daga legudeild. Á Klíníkinni býðst einstaklingum að gangast undir liðskiptaaðgerðir á mjöðmum og hnjám en greiða fyrir að fullu úr eigin vasa, þar sem Sjúkratryggingar Íslands hafa ekki gert þjónustusamning við Klíníkina um slíkar aðgerðir. En það er ekki á allra færi, enda kosta aðgerðirnar 1.200.000 krónur. Eins og fram kemur í lögum um heilbrigðisþjónustu fer ráðherra með yfirstjórn heilbrigðismála. Þá segir í reglugerð um samninga um heilbrigðisþjónustu sem veitt er utan heilbrigðisstofnana sem ríkið rekur að samningar um slíka þjónustu skuli gerðir í samræmi við stefnumörkun ráðherra. Sitjandi heilbrigðisráðherra, úr Vinstrihreyfingunni- grænu framboði, hugnast ekki útvistun verkefna á borð við liðskiptaaðgerðir til einkaaðila. Í samtali við Ríkisútvarpið árið 2018 sagðist ráðherrann halda að mjög langt væri í að ríkið niðurgreiddi liðskiptaaðgerðir á einkastofum, þrátt fyrir að hún teldi ástandið óviðunandi. Pólitískar hugsjónir ráðherrans virðast því vega þyngra en það sem bersýnilega er rétt í stöðunni. Stjórnandi verður að vera reiðubúinn að skipta um skoðun á þeim málefnum sem hann tekur afstöðu til ef nýjar upplýsingar eða röksemdir birtast honum. Hann þarf að reyna af einlægum huga að taka þá afstöðu sem best er. Meira verður ekki krafist af honum, en alls ekki minna. Útflutningur sjúklinga Ef nauðsynleg heilbrigðisþjónusta er ekki veitt á Íslandi innan tímamarka sem réttlæta má læknisfræðilega greiða Sjúkratryggingar Íslands meðferð sjúklingsins erlendis, sbr. reglugerð um brýna læknismeðferð erlendis þegar ekki er unnt að veita nauðsynlega aðstoð á Íslandi. Líkt og fram hefur komið er samanlagður biðtími, þ.e. eftir skoðun og síðan eftir atvikum aðgerð, nær einu og hálfu ári en þeim fjórum mánuðum sem landlæknir telur ásættanlega. Af þessum sökum hefur fjöldinn allur af Íslendingum leitað til Svíþjóðar í liðskiptaaðgerðir á kostnað Sjúkratrygginga Íslands. Kostnaður við eina slíka aðgerð í Svíþjóð er u.þ.b. þrjár milljónir króna, þar sem greiða þarf fyrir aðgerðina sjálfa, fargjald, dagpeninga og gistingu fyrir sjúkling og eftir atvikum fylgdarmann líka.Fáránleikinn við núverandi fyrirkomulag kristallast þegar læknar á Klíníkinni fylgjaíslenskum sjúklingum á einkasjúkrahús í Svíþjóð og framkvæma liðskiptaaðgerð þar, og Sjúkratryggingar Íslands sitja uppi með þrefalt hærri reikning en ef samið væri og aðgerðin framkvæmd í Ármúla. Ætli meðferð á skattfé geti orðið mikið verri? Höfðinu barið við steininn Við skulum öll skilja að heilbrigðisráðherra gæti stytt biðtíma sárþjáðra svo um munar, og á sama tíma sparað fúlgu fjár sem annars streymir úr almenningssjóði vegna liðskiptaaðgerða á sjúkrahúsum erlendis, en neitar að gera það vegna illskiljanlegra sjónarmiða um að allir sem framkvæmi skurðaðgerðir á Íslandi skuli vera starfsmenn ríkisins. Ráðherrann ber höfðinu við steininn á meðan úrræði sem gæti stórbætt ástandið blasir við. Læknir úr íslenska einkageiranum flýgur með íslenskan sjúkling á einkasjúkrahús í Svíþjóð, framkvæmir liðskiptaaðgerð og flýgur svo aftur með sjúklinginn heim. Fyrir þessi herlegheit greiðum við skattgreiðendur. Nú get ég vel skilið ef lesendur snúa sér til veggjar. Það er þingmönnum Sjálfstæðisflokksins til vansa að þessi fásinna sé látin viðgangast í ríkisstjórn sem flokkurinn á aðild að. Við hljótum að verðskulda ábyrgari stjórnendur en þetta. Höfundur er varaformaður SUS.
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar