Platan í heild: George Harrisson - All Things Must Pass
„Þögli Bítillinn“ George Harrison er fæddur þann 25. febrúar 1943 og hefði því orðið áttræður hefði hann lifað. Harrison átti ákaflega tilkomumikinn feril sem hófst að sjálfsögðu með The Beatles, en síðar sló hann í gegn með frábærum plötum og topplögum víða um heim bæði sem sólólistamaður og svo með Travelling Wilburys. Páll Sævar spilaði meistaraverkið All Things Must Pass frá 1970 í heild sinni á Gull Bylgjunni.