Platan í heild: The Beatles - Please Please Me

Í mars 1963 fellur ein stærasta sprengjan í tónlistarsögunni þegar Please Please Me, fyrsta stúdíóplata ensku hljómsveitarinnar The Beatles kemur út. Hún var framleidd af George Martin og kom út hjá Parlophone útgáfufyrirtækinu EMI þann 22. mars 1963. Platan inniheldur 14 lög og skiptist hún til helminga í ábreiðulög annars vegar og hinsvegar frumsamið efni samið af þeim John Lennon og Paul McCartney. Platan fékk afar góðar viðtökur í Bretlandi, þar sem hún var á topp 10 í meira en ár, en það er met fyrir frumburð hljómsveitar og stóð það í hálfa öld. Ómar Úfur spilaði plötuna í heild á Gull Bylgjunni.

198
40:09

Vinsælt í flokknum Gull Bylgjan