Platan í heild: The Kinks are the Village Green Preservation Society
Enska rokkhljómsveitin The Kinks var stofnuð í Muswell Hill í norðurhluta Lundúna sumarið 1963 af þeim bræðrum Ray og Dave Davies og er því 60 ára á þessu ári. Hljómsveitin er talin ein áhrifamesta rokkhljómsveit gullaldaráranna milli 1960 og 1970 og munum við kynna okkur feril sveitarinnar með ýmsum hætti á næstu misserum. Ómar Úlfur spilaði í heild sinni þeirra frægustu plötu, The Village Green Preservation Society á Gull Bylgjunni.