Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar 29. janúar 2026 13:30 Skipulagsmál eru samofin lífsgæðum íbúa og hafa áhrif á daglegt líf fólks, heilsu þess og samfélagslega velferð. Ákvarðanir um hvernig land er nýtt, hvar byggt er, hvernig samgöngum er háttað og hversu mikið rými er fyrir græn svæði móta ekki aðeins daginn í dag heldur einnig framtíð komandi kynslóða. Því er brýnt að skipulagsákvarðanir byggi á þekkingu, raunhæfum sjónarmiðum og virðingu fyrir ólíkum þörfum íbúa. Þétting má ekki skerða lífsgæði Á undanförnum árum hefur þétting byggðar verið kynnt sem ein helsta lausnin til að stuðla að sjálfbærni, hagkvæmni og betri nýtingu innviða. Í sjálfu sér geta þessi markmið verið jákvæð. Þegar þétting er hins vegar framkvæmd án heildstæðrar sýnar og skynsamlegs jafnvægis getur hún haft neikvæðar afleiðingar. Í Reykjavík hefur þróunin í mörgum tilfellum gengið of langt, þar sem vinstrisinnaðir meirihlutar hafa ýtt undir mikla og hraða uppbyggingu á þegar þéttbýlum svæðum. Byggð eru þétt hverfi með takmörkuðum bílastæðafjölda til að neyða fólk til að nýta almenningssamgöngur sem eru ekki að virka í dag. Afleiðingar þessarar stefnu birtast víða. Græn svæði hafa víða horfið eða verið skert, byggingar skyggja á íbúðir og opin svæði og umferðarálag hefur aukist. Íbúar upplifa minna næði, verri loftgæði og aukið álag í daglegu lífi. Slík þróun hefur áhrif á bæði andlega og líkamlega heilsu fólks og dregur úr þeirri upplifun að búa í mannvænu samfélagi. Þrátt fyrir þessi augljósu vandamál hafa mörg mistök í skipulagi borgarinnar ekki verið viðurkennd opinberlega, hvað þá leiðrétt. Skipulag á að þjóna fólki, ekki hugmyndafræði eða skammtímahagsmunum. Hafnfirðingar standa frammi fyrir vali Hafnfirðingar standa nú frammi fyrir mikilvægum ákvörðunum í skipulagsmálum með endurskoðun aðalskipulags bæjarins. Bærinn þarf að huga vel að því hvernig ný hverfi eru skipulögð og hvernig innviðir eru nýttir. Markmiðið hlýtur að vera að tryggja góð lífsgæði íbúa, jafnt þeirra sem þegar búa í bænum sem þeirra sem flytja þangað í framtíðinni. Í nýjum hverfum þarf að tryggja næg bílastæði, gott aðgengi að þjónustu og öruggt umhverfi fyrir fjölskyldur. Samhliða því þarf að byggja upp öflugar og áreiðanlegar almenningssamgöngur. Þótt Borgarlínan muni hugsanlega geta nýst mörgum íbúum, þá mun hún ekki leysa nema lítinn hluta samgönguvanda Hafnarfjarðar, hvorki innan bæjarins né til og frá honum. Samgöngur verða að virka í heild sinni og taka þarf tillit til allra samgöngumáta, einkabílsins, almenningssamgangna, hjólandi og gangandi. Einhliða áhersla á einn samgöngumáta skapar ójafnvægi og útilokar hluta íbúa. Skipulag verður að endurspegla raunverulegt daglegt líf fólks og atvinnulífs. Til framtíðar er jafnframt nauðsynlegt að færa út mörk þeirra svæða sem sveitarfélög hafa til uppbyggingar nýrra hverfa. Með því má draga úr óhóflegri þéttingu, minnka álag á innviði og skapa fjölbreyttari búsetukosti. Ábyrg skipulagsstefna snýst ekki aðeins um nýtingu lands heldur um að byggja samfélag þar sem lífsgæði eru sett í fyrsta sæti. Höfundur er bæjarfulltrúi og frambjóðandi í oddvitasæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Sjá meira
Skipulagsmál eru samofin lífsgæðum íbúa og hafa áhrif á daglegt líf fólks, heilsu þess og samfélagslega velferð. Ákvarðanir um hvernig land er nýtt, hvar byggt er, hvernig samgöngum er háttað og hversu mikið rými er fyrir græn svæði móta ekki aðeins daginn í dag heldur einnig framtíð komandi kynslóða. Því er brýnt að skipulagsákvarðanir byggi á þekkingu, raunhæfum sjónarmiðum og virðingu fyrir ólíkum þörfum íbúa. Þétting má ekki skerða lífsgæði Á undanförnum árum hefur þétting byggðar verið kynnt sem ein helsta lausnin til að stuðla að sjálfbærni, hagkvæmni og betri nýtingu innviða. Í sjálfu sér geta þessi markmið verið jákvæð. Þegar þétting er hins vegar framkvæmd án heildstæðrar sýnar og skynsamlegs jafnvægis getur hún haft neikvæðar afleiðingar. Í Reykjavík hefur þróunin í mörgum tilfellum gengið of langt, þar sem vinstrisinnaðir meirihlutar hafa ýtt undir mikla og hraða uppbyggingu á þegar þéttbýlum svæðum. Byggð eru þétt hverfi með takmörkuðum bílastæðafjölda til að neyða fólk til að nýta almenningssamgöngur sem eru ekki að virka í dag. Afleiðingar þessarar stefnu birtast víða. Græn svæði hafa víða horfið eða verið skert, byggingar skyggja á íbúðir og opin svæði og umferðarálag hefur aukist. Íbúar upplifa minna næði, verri loftgæði og aukið álag í daglegu lífi. Slík þróun hefur áhrif á bæði andlega og líkamlega heilsu fólks og dregur úr þeirri upplifun að búa í mannvænu samfélagi. Þrátt fyrir þessi augljósu vandamál hafa mörg mistök í skipulagi borgarinnar ekki verið viðurkennd opinberlega, hvað þá leiðrétt. Skipulag á að þjóna fólki, ekki hugmyndafræði eða skammtímahagsmunum. Hafnfirðingar standa frammi fyrir vali Hafnfirðingar standa nú frammi fyrir mikilvægum ákvörðunum í skipulagsmálum með endurskoðun aðalskipulags bæjarins. Bærinn þarf að huga vel að því hvernig ný hverfi eru skipulögð og hvernig innviðir eru nýttir. Markmiðið hlýtur að vera að tryggja góð lífsgæði íbúa, jafnt þeirra sem þegar búa í bænum sem þeirra sem flytja þangað í framtíðinni. Í nýjum hverfum þarf að tryggja næg bílastæði, gott aðgengi að þjónustu og öruggt umhverfi fyrir fjölskyldur. Samhliða því þarf að byggja upp öflugar og áreiðanlegar almenningssamgöngur. Þótt Borgarlínan muni hugsanlega geta nýst mörgum íbúum, þá mun hún ekki leysa nema lítinn hluta samgönguvanda Hafnarfjarðar, hvorki innan bæjarins né til og frá honum. Samgöngur verða að virka í heild sinni og taka þarf tillit til allra samgöngumáta, einkabílsins, almenningssamgangna, hjólandi og gangandi. Einhliða áhersla á einn samgöngumáta skapar ójafnvægi og útilokar hluta íbúa. Skipulag verður að endurspegla raunverulegt daglegt líf fólks og atvinnulífs. Til framtíðar er jafnframt nauðsynlegt að færa út mörk þeirra svæða sem sveitarfélög hafa til uppbyggingar nýrra hverfa. Með því má draga úr óhóflegri þéttingu, minnka álag á innviði og skapa fjölbreyttari búsetukosti. Ábyrg skipulagsstefna snýst ekki aðeins um nýtingu lands heldur um að byggja samfélag þar sem lífsgæði eru sett í fyrsta sæti. Höfundur er bæjarfulltrúi og frambjóðandi í oddvitasæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði.
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun