Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar 29. janúar 2026 07:33 Þann 15. mars næstkomandi fagnar Fjölsmiðjan 25 ára afmæli sínu. Hún er í dag stærsti vinnustaður ungmenna á aldrinum 16–24 ára á höfuðborgarsvæðinu og dýrmætur bakhjarl fyrir þá sem þurfa á rútínu og tækifærum að halda. Sjálfur hef ég starfað hjá Fjölsmiðjunni á höfuðborgarsvæðinu síðan 2018, en þar rekum við fimm fjölbreyttar deildir á 1900 fermetrum á þremur hæðum. Tæknideild, eldhús, smíðadeild, handverksdeild og bóndeild fyrir bíla. Að auki höfum við litla líkamsræktarstöð. Þrátt fyrir lífseiga mýtu er Fjölsmiðjan ekki meðferðarstofnun heldur öflugur vinnustaður og viðurkenndur skóli þar sem fög eru metin til eininga á framhaldsskólastigi sem eru kennd í Fjölsmiðjunni. Við leggjum ríka áherslu á undirbúning til frekara náms, sér í lagi fyrir þá einstaklinga sem hafa kannski reynt fyrir sér áður en þurfa frekari aðstoð, hvatningu og sérsniðinn stuðning til að ná sínum markmiðum. Á þessum aldarfjórðungi hefur Fjölsmiðjan sannað gildi sitt sem vettvangur þar sem fólk er séð og heyrt, byggt á „Fimm leiðum að vellíðan“ frá Embætti landlæknis: Myndum tengsl: Við ræktum félagsfærni og tengsl við samstarfsfólk, sem er grunnurinn að góðri sjálfsmynd. Hreyfum okkur: Við hvetjum til virkni því líkamleg hreyfing er órjúfanlegur hluti af andlegri heilsu. Tökum eftir: Við lærum að njóta augnabliksins og bera virðingu fyrir verkunum sem við vinnum. Höldum áfram að læra: Hvort sem það er nýtt handverk eða bókleg fög, þá eflir ný þekking sjálfstraustið. Gefum af okkur: Við finnum tilgang með því að leggja okkar af mörkum til samfélagsins og vinnustaðarins. Frá 1986 til 2026: Lífslestin bíður ekki Starfsferill minn spannar nú 32 ár á vettvangi við ungmenni – allt frá Stuðlum og útideildinni yfir í skólaráðgjöf á landsbyggðinni. Ég þekki það af eigin raun hvernig það er að vera týndur og stefnulaus. Árið 1986 var ég sjálfur „olnbogabarn“ eftir brotna grunnskólagöngu; ég gat ekki lesið mér til gagns vegna höfuðhöggs sem ég fékk í æsku. En þá stóð vinnumarkaðurinn opinn. Í dag, árið 2026, er veruleikinn allt annar. Á tímum fjórðu iðnbyltingarinnar mætir ungt fólk ekki aðeins samkeppni frá reynslumeira erlendu vinnuafli, heldur er gervigreind, tæknivæðing og sjálfsvirkni að þurrka út mörg þeirra einföldu starfa sem áður voru fyrstu skref ungmenna inn á vinnumarkað. Í desember 2022 voru um 3.000 ungmenni á höfuðborgarsvæðinu á aldrinum 16–24 ára hvorki í skóla né vinnu. Ef við mætum þessum hópi ekki af fullum þunga erum við að skrifa uppskrift að stéttaskiptu samfélagi og fjölgun ótímabærra lífeyrisþega sem geta fest í bótakerfunum til langrar framtíðar. Við verðum að tryggja að þetta unga fólk missi ekki af lífslestinni því leiðarkerfi samfélagsins hefur breyst og hraðinn aukist. Sársauki stefnuleysis Stefnuleysi er versti óvinur okkar allra. Ég hef séð alltof marga hæfileikaríka einstaklinga gefast upp í blóma lífsins. Fyrir rétt um einum og hálfum áratug missti faðir 17 ára dóttur sína í óreglu og lét reikna út kostnað samfélagsins við tapið; talan var 800 milljónir króna. Á verðlagi dagsins í dag er hún mun hærri, en á sorgina er ekki hægt að leggja verðmiða á og hún er ólæknanleg. Við höfum hreinlega ekki efni á að horfa aðgerðalaus á hana. Það sem mér þykir hins vegar undarlegt þegar kemur að stefnumörkun hjá ríki og sveitarfélögum er að við eigum einhverra hluta vegna ekki fulltrúa frá okkur í nefndum og ráðum sem fjalla um þessi mál. Þetta er eitthvað sem ég hef ekki skilið, þar sem við erum í beinni snertingu við þennan veruleika alla daga og búum yfir dýrmætri þekkingu á því hvað raunverulega virkar í Fjölsmiðjunni. Pólitísk framtíðarsýn: Skynsemi fremur en hamfarahugsun Hér komum við að kjarna málsins og þeirri ástæðu að ég fann mér stað í Miðflokknum. Þar harmónerar stefnan við mín lífsgildi og þar hef ég, ásamt flokkssystkinum mínum, komið að því að marka framtíðarstefnu fyrir börn og ungmenni. Sveitarfélögum ber lögbundin skylda til að sinna menntun og félagslegum þörfum og það gerum við best með því að skaffa atvinnutækifæri við hæfi. Okkur í Miðflokknum hefur stundum verið veist að og við stimpluð sem „öfga-hægri“ en sem meðlimur get ég fullyrt að hér snýst allt um skynsemishyggju og raunsæi. Ég myndi ekki vera þátttakandi í flokki sem sýnir mannfyrirlitningu og fjandskap út af uppruna fólks, það passar ekki við mín lífsgildi. Ég trúi því að við þurfum að einblína á verknám, listnám og íþróttir til jafns við bóknám – sérstaklega fyrir þau sem hafa upplifað ósigra í kerfinu og fyrir okkar nýju ungu nýbúa sem þurfa aðlögun að samfélaginu til að allt fari á sinn besta veg. Tækifærin eru óþrjótandi ef við virkjum ímyndaraflið. Ég sé fyrir mér að við tvöföldum starfsemi Fjölsmiðjunnar í sérhæfðu húsnæði, með mótorsmiðju, leiklistarsmiðju og kvikmyndagerð. Eins væri hægt að stofna undirbúningsdeild fyrir þá sem vilja fara í iðnnám af öllu tagi þar sem atvinnulífið tekur virkan þátt. Við megum ekki festast í hamfarahugsun. Ef við dveljum þar er lítils árangurs að vænta. Við verðum að þora að tala hlutina upp og einbeita okkur að lausnum. Fjölsmiðjan er fjárfesting sem skilar sér margfalt til baka. Höfundur er starfsmaður Fjölsmiðjunnar, áhugamaður um betra samfélag og Miðflokksmaður sem hugleiðir nú hvort hann ætli að bjóða sig fram fyrir borgarbúa og sér í lagi að beita sér á þessum vettvangi í komandi sveitarstjórnarkosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Bergmann Miðflokkurinn Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 15. mars næstkomandi fagnar Fjölsmiðjan 25 ára afmæli sínu. Hún er í dag stærsti vinnustaður ungmenna á aldrinum 16–24 ára á höfuðborgarsvæðinu og dýrmætur bakhjarl fyrir þá sem þurfa á rútínu og tækifærum að halda. Sjálfur hef ég starfað hjá Fjölsmiðjunni á höfuðborgarsvæðinu síðan 2018, en þar rekum við fimm fjölbreyttar deildir á 1900 fermetrum á þremur hæðum. Tæknideild, eldhús, smíðadeild, handverksdeild og bóndeild fyrir bíla. Að auki höfum við litla líkamsræktarstöð. Þrátt fyrir lífseiga mýtu er Fjölsmiðjan ekki meðferðarstofnun heldur öflugur vinnustaður og viðurkenndur skóli þar sem fög eru metin til eininga á framhaldsskólastigi sem eru kennd í Fjölsmiðjunni. Við leggjum ríka áherslu á undirbúning til frekara náms, sér í lagi fyrir þá einstaklinga sem hafa kannski reynt fyrir sér áður en þurfa frekari aðstoð, hvatningu og sérsniðinn stuðning til að ná sínum markmiðum. Á þessum aldarfjórðungi hefur Fjölsmiðjan sannað gildi sitt sem vettvangur þar sem fólk er séð og heyrt, byggt á „Fimm leiðum að vellíðan“ frá Embætti landlæknis: Myndum tengsl: Við ræktum félagsfærni og tengsl við samstarfsfólk, sem er grunnurinn að góðri sjálfsmynd. Hreyfum okkur: Við hvetjum til virkni því líkamleg hreyfing er órjúfanlegur hluti af andlegri heilsu. Tökum eftir: Við lærum að njóta augnabliksins og bera virðingu fyrir verkunum sem við vinnum. Höldum áfram að læra: Hvort sem það er nýtt handverk eða bókleg fög, þá eflir ný þekking sjálfstraustið. Gefum af okkur: Við finnum tilgang með því að leggja okkar af mörkum til samfélagsins og vinnustaðarins. Frá 1986 til 2026: Lífslestin bíður ekki Starfsferill minn spannar nú 32 ár á vettvangi við ungmenni – allt frá Stuðlum og útideildinni yfir í skólaráðgjöf á landsbyggðinni. Ég þekki það af eigin raun hvernig það er að vera týndur og stefnulaus. Árið 1986 var ég sjálfur „olnbogabarn“ eftir brotna grunnskólagöngu; ég gat ekki lesið mér til gagns vegna höfuðhöggs sem ég fékk í æsku. En þá stóð vinnumarkaðurinn opinn. Í dag, árið 2026, er veruleikinn allt annar. Á tímum fjórðu iðnbyltingarinnar mætir ungt fólk ekki aðeins samkeppni frá reynslumeira erlendu vinnuafli, heldur er gervigreind, tæknivæðing og sjálfsvirkni að þurrka út mörg þeirra einföldu starfa sem áður voru fyrstu skref ungmenna inn á vinnumarkað. Í desember 2022 voru um 3.000 ungmenni á höfuðborgarsvæðinu á aldrinum 16–24 ára hvorki í skóla né vinnu. Ef við mætum þessum hópi ekki af fullum þunga erum við að skrifa uppskrift að stéttaskiptu samfélagi og fjölgun ótímabærra lífeyrisþega sem geta fest í bótakerfunum til langrar framtíðar. Við verðum að tryggja að þetta unga fólk missi ekki af lífslestinni því leiðarkerfi samfélagsins hefur breyst og hraðinn aukist. Sársauki stefnuleysis Stefnuleysi er versti óvinur okkar allra. Ég hef séð alltof marga hæfileikaríka einstaklinga gefast upp í blóma lífsins. Fyrir rétt um einum og hálfum áratug missti faðir 17 ára dóttur sína í óreglu og lét reikna út kostnað samfélagsins við tapið; talan var 800 milljónir króna. Á verðlagi dagsins í dag er hún mun hærri, en á sorgina er ekki hægt að leggja verðmiða á og hún er ólæknanleg. Við höfum hreinlega ekki efni á að horfa aðgerðalaus á hana. Það sem mér þykir hins vegar undarlegt þegar kemur að stefnumörkun hjá ríki og sveitarfélögum er að við eigum einhverra hluta vegna ekki fulltrúa frá okkur í nefndum og ráðum sem fjalla um þessi mál. Þetta er eitthvað sem ég hef ekki skilið, þar sem við erum í beinni snertingu við þennan veruleika alla daga og búum yfir dýrmætri þekkingu á því hvað raunverulega virkar í Fjölsmiðjunni. Pólitísk framtíðarsýn: Skynsemi fremur en hamfarahugsun Hér komum við að kjarna málsins og þeirri ástæðu að ég fann mér stað í Miðflokknum. Þar harmónerar stefnan við mín lífsgildi og þar hef ég, ásamt flokkssystkinum mínum, komið að því að marka framtíðarstefnu fyrir börn og ungmenni. Sveitarfélögum ber lögbundin skylda til að sinna menntun og félagslegum þörfum og það gerum við best með því að skaffa atvinnutækifæri við hæfi. Okkur í Miðflokknum hefur stundum verið veist að og við stimpluð sem „öfga-hægri“ en sem meðlimur get ég fullyrt að hér snýst allt um skynsemishyggju og raunsæi. Ég myndi ekki vera þátttakandi í flokki sem sýnir mannfyrirlitningu og fjandskap út af uppruna fólks, það passar ekki við mín lífsgildi. Ég trúi því að við þurfum að einblína á verknám, listnám og íþróttir til jafns við bóknám – sérstaklega fyrir þau sem hafa upplifað ósigra í kerfinu og fyrir okkar nýju ungu nýbúa sem þurfa aðlögun að samfélaginu til að allt fari á sinn besta veg. Tækifærin eru óþrjótandi ef við virkjum ímyndaraflið. Ég sé fyrir mér að við tvöföldum starfsemi Fjölsmiðjunnar í sérhæfðu húsnæði, með mótorsmiðju, leiklistarsmiðju og kvikmyndagerð. Eins væri hægt að stofna undirbúningsdeild fyrir þá sem vilja fara í iðnnám af öllu tagi þar sem atvinnulífið tekur virkan þátt. Við megum ekki festast í hamfarahugsun. Ef við dveljum þar er lítils árangurs að vænta. Við verðum að þora að tala hlutina upp og einbeita okkur að lausnum. Fjölsmiðjan er fjárfesting sem skilar sér margfalt til baka. Höfundur er starfsmaður Fjölsmiðjunnar, áhugamaður um betra samfélag og Miðflokksmaður sem hugleiðir nú hvort hann ætli að bjóða sig fram fyrir borgarbúa og sér í lagi að beita sér á þessum vettvangi í komandi sveitarstjórnarkosningum.
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar