Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir, Elísabet Arnardóttir, Sigríður Magnúsdóttir og Þóra Másdóttir skrifa 14. janúar 2026 12:30 Síðastliðið haust kom út vegleg bók á vegum SÍBS þar sem farið var yfir sögu Reykjalundar síðustu 80 árin. Þar mátti meðal annars finna góða útlistun á þróun endurhæfingar, þar á meðal sögu talmeinaþjónustu sem hefur verið veitt af föstum starfsmanni stofnunarinnar frá árinu 1979. Í tæp 47 ár hefur þessi þjónusta vaxið og dafnað, fyrst í einu stöðugildi en síðasta ár í tveimur. Talmeinafræðingar hafa sinnt einstaklingum með fjölbreyttan vanda tengdan tali, máli, rödd, lestri og kyngingu. Skjólstæðingar þeirra hafa komið af öllum sviðum stofnunarinnar, þó flestir af taugasviði, enda er talmeinaþjónusta órjúfanlegur hluti af bataferli margra taugasjúkdóma. Skammsýni og niðurskurður Nýverið greindi formaður stjórnar Reykjalundar og starfandi forstjóri frá miklum fjárhagskröggum stofnunarinnar sem leiða myndu til skipulagsbreytinga. Nú er ljóst í hverju hluti af þeim breytingum felst: Það á að leggja niður talmeinaþjónustuna í heild sinni. Það læðist að manni sá grunur að hér hafi verið valin sú leið sem er auðveldust í framkvæmd; að strika út eina litla deild í heild sinni frekar en að ráðast í flóknari forgangsröðun. Slík nálgun er í senn auðveld og stórlega misráðin. Þótt deildin sé smá í sniðum innan stórrar stofnunar er vægi hennar í endurhæfingarferlinu mikið. Með því að leggja hana niður með einu pennastriki er vegið að faglegum grunni starfseminnar og skjólstæðingar rændir tækifærinu til heildrænnar endurhæfingar. Verktaka kemur ekki í stað teymisvinnu Ef stjórnendur telja að hægt sé að brúa bilið með aðkeyptri verktöku, þá lýsir það vanþekkingu á eðli starfsins. Talmeinaþjónusta á endurhæfingarstofnun snýst ekki bara um að „beina þjálfun “ inni á stofu. Hún krefst náinnar samvinnu við önnur fög, þátttöku í teymisfundum og stöðugrar eftirfylgni í daglegu umhverfi sjúklingsins. Verktaki sem kemur og fer er ekki hluti af hinu þverfaglega teymi. Hann hefur ekki sömu innsýn í heildarmyndina og fastráðið starfsfólk. Að ætla að leysa flókna endurhæfingarþörf með tímavinnu verktaka er bútasaumur, en ekki sú heildræna nálgun sem Reykjalundur hefur hingað til státað af. Þá er algjörlega litið fram hjá því að eftirspurn eftir talmeinafræðingum er mjög mikil og alveg óljóst hvernig eigi að laða þá til sín eftir þennan gjörning. Áform um að leita til Heyrnar- og talmeinastöðvar er skrýtið þar sem sú stofnun sinnir ekki þessum hópi skjólstæðinga, auk þess sem nú liggur fyrir frumvarp í þinginu um að leggja þá stofnun niður. Afleiðingar fyrir sjúklinga Við undirritaðar, fyrrverandi starfsmenn Reykjalundar, lýsum yfir djúpri sorg og áhyggjum yfir því að sjá þessari löngu sögu talmeinaþjónustu á Reykjalundi kastað á glæ svo snögglega. Afleiðingarnar verða gífurlegar fyrir þann stóra hóp sjúklinga sem glímir við taugasjúkdóma og afleiðingar þeirra. Þá verður endurhæfing annarra sjúklingahópa, sem glíma við vanda í tali, máli, rödd eða kyngingu, einnig mun rýrari þegar sérþekkingar talmeinafræðinga nýtur ekki lengur við. Með því að fjarlægja þennan mikilvæga hlekk úr keðjunni er verið að gengisfella hugtakið „þverfagleg endurhæfing“ á Reykjalundi. Höfundar eru talmeinafræðingar og störfuðu allar sem slíkar á Reykjalundi til skemmri eða lengri tíma á árunum 1979-2022. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Síðastliðið haust kom út vegleg bók á vegum SÍBS þar sem farið var yfir sögu Reykjalundar síðustu 80 árin. Þar mátti meðal annars finna góða útlistun á þróun endurhæfingar, þar á meðal sögu talmeinaþjónustu sem hefur verið veitt af föstum starfsmanni stofnunarinnar frá árinu 1979. Í tæp 47 ár hefur þessi þjónusta vaxið og dafnað, fyrst í einu stöðugildi en síðasta ár í tveimur. Talmeinafræðingar hafa sinnt einstaklingum með fjölbreyttan vanda tengdan tali, máli, rödd, lestri og kyngingu. Skjólstæðingar þeirra hafa komið af öllum sviðum stofnunarinnar, þó flestir af taugasviði, enda er talmeinaþjónusta órjúfanlegur hluti af bataferli margra taugasjúkdóma. Skammsýni og niðurskurður Nýverið greindi formaður stjórnar Reykjalundar og starfandi forstjóri frá miklum fjárhagskröggum stofnunarinnar sem leiða myndu til skipulagsbreytinga. Nú er ljóst í hverju hluti af þeim breytingum felst: Það á að leggja niður talmeinaþjónustuna í heild sinni. Það læðist að manni sá grunur að hér hafi verið valin sú leið sem er auðveldust í framkvæmd; að strika út eina litla deild í heild sinni frekar en að ráðast í flóknari forgangsröðun. Slík nálgun er í senn auðveld og stórlega misráðin. Þótt deildin sé smá í sniðum innan stórrar stofnunar er vægi hennar í endurhæfingarferlinu mikið. Með því að leggja hana niður með einu pennastriki er vegið að faglegum grunni starfseminnar og skjólstæðingar rændir tækifærinu til heildrænnar endurhæfingar. Verktaka kemur ekki í stað teymisvinnu Ef stjórnendur telja að hægt sé að brúa bilið með aðkeyptri verktöku, þá lýsir það vanþekkingu á eðli starfsins. Talmeinaþjónusta á endurhæfingarstofnun snýst ekki bara um að „beina þjálfun “ inni á stofu. Hún krefst náinnar samvinnu við önnur fög, þátttöku í teymisfundum og stöðugrar eftirfylgni í daglegu umhverfi sjúklingsins. Verktaki sem kemur og fer er ekki hluti af hinu þverfaglega teymi. Hann hefur ekki sömu innsýn í heildarmyndina og fastráðið starfsfólk. Að ætla að leysa flókna endurhæfingarþörf með tímavinnu verktaka er bútasaumur, en ekki sú heildræna nálgun sem Reykjalundur hefur hingað til státað af. Þá er algjörlega litið fram hjá því að eftirspurn eftir talmeinafræðingum er mjög mikil og alveg óljóst hvernig eigi að laða þá til sín eftir þennan gjörning. Áform um að leita til Heyrnar- og talmeinastöðvar er skrýtið þar sem sú stofnun sinnir ekki þessum hópi skjólstæðinga, auk þess sem nú liggur fyrir frumvarp í þinginu um að leggja þá stofnun niður. Afleiðingar fyrir sjúklinga Við undirritaðar, fyrrverandi starfsmenn Reykjalundar, lýsum yfir djúpri sorg og áhyggjum yfir því að sjá þessari löngu sögu talmeinaþjónustu á Reykjalundi kastað á glæ svo snögglega. Afleiðingarnar verða gífurlegar fyrir þann stóra hóp sjúklinga sem glímir við taugasjúkdóma og afleiðingar þeirra. Þá verður endurhæfing annarra sjúklingahópa, sem glíma við vanda í tali, máli, rödd eða kyngingu, einnig mun rýrari þegar sérþekkingar talmeinafræðinga nýtur ekki lengur við. Með því að fjarlægja þennan mikilvæga hlekk úr keðjunni er verið að gengisfella hugtakið „þverfagleg endurhæfing“ á Reykjalundi. Höfundar eru talmeinafræðingar og störfuðu allar sem slíkar á Reykjalundi til skemmri eða lengri tíma á árunum 1979-2022.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun