Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar 11. janúar 2026 16:02 Skólakerfið á að vera staður þar sem öll börn fá að blómstra. Samt sjáum við allt of oft að börn sem þurfa stuðning fá hann ekki, ekki strax, ekki nægilega og ekki í sínu eigin umhverfi. Í stað þess er beðið mánuðum og jafnvel árum saman eftir greiningum. Og þegar greining loksins liggur fyrir blasir oft við algjört úrræðaleysi. Þetta er ekki barnvænt kerfi Börn eiga að fá þá aðstoð sem þau þurfa í sínu daglega umhverfi, þar sem þau læra, leika sér og eiga samskipti. Þau eiga ekki að þurfa að bíða endalaust eftir því að „passa inn í kerfið“ áður en þau fá stuðning. Þegar grunur vaknar um að eitthvað sé að hrjá barn, þá þarf að bregðast við strax. Snemmtæk íhlutun er mikið notað hugtak, en of sjaldan raunveruleg framkvæmd. Hún snýst um að takast á við vandann í upphafi, áður en hann vex og verður erfiðari viðureignar. Hún snýst um að koma í veg fyrir að eldur kvikni, í stað þess að vera stöðugt að reyna að slökkva hann. Til þess þarf fjölbreyttara fagfólk inn í skólana Það er fásinna að börn þurfi að fara út úr skólanum til að fá þjónustu iðjuþjálfa, talmeinafræðings, sálfræðings eða annarra sérfræðinga. Börn eru þá sett í aðstæður sem eru þeim framandi, læra þar eitthvað sem þau eiga síðan að yfirfæra yfir í sitt eigið umhverfi sem er alls ekki sjálfgefið að takist, sérstaklega þegar um börn er að ræða sem glíma við áskoranir. Þessir sérfræðingar þurfa að vera hluti af skólakerfinu, vinna þar sem barnið er statt og sjá barnið í raunverulegum aðstæðum þess: í kennslustundum, í frímínútum, í samskiptum við önnur börn og fullorðna. Þar liggur lykillinn að árangursríkri aðstoð. En það dugar ekki að setja sérfræðinga bara inn í skólana, það þarf líka að tryggja samvinnu. Iðjuþjálfar, talmeinafræðingar, sálfræðingar, kennarar og foreldrar þurfa að vinna saman að sameiginlegu markmiði með barnið. Stuðningur sem er sundurlaus, ósamræmdur og byggður á biðlistum þjónar engum. Við þurfum skólakerfi sem getur sinnt öllum börnum, bæði fötluðum og ófötluðum, innan sama ramma. Aðgreining á grundvelli úrræðaleysis er ekki lausn heldur er hún er merki um kerfi sem ræður ekki við fjölbreytileikann sem er eðlilegur hluti af mannlegu samfélagi. Fyrirbyggjandi aðgerðir eru lykillinn. Og þær verða ekki til af sjálfu sér. Þær verða til þegar við fjárfestum í fagfólki á borð við þá sem að ofan eru taldir til að starfa með kennurum í nærsamfélagi barnsins. Fólki sem getur greint þarfir snemma, stutt barnið þar sem það er statt og hjálpað því að ná tökum á áskorunum áður en þær verða yfirþyrmandi. Skólakerfið á ekki að vera staður þar sem vandamál safnast upp. Það á að vera staður þar sem þau eru leyst snemma, faglega og með velferð barnsins í forgangi. Með mína iðjuþjálfa- og jafnaðarmannasýn á samfélagið hef ég ákveðið að bjóða mig fram í 4. til 6. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar fyrir næstu borgarstjórnarkosningar í Reykjavík. Ég geri það í þeirri trú að við getum skapað samfélag þar sem allir fá raunveruleg tækifæri til þátttöku og að börnin okkar fái strax þá aðstoð sem þau þurfa en ekki eftir einhver ár. Allir þeir sem eru skráðir í Samfylkinguna og búa í Reykjavík geta kosið þann 24. janúar næstkomandi. Höfundur er iðjuþjálfi og þriggja barna móðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Samfylkingin Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Skólakerfið á að vera staður þar sem öll börn fá að blómstra. Samt sjáum við allt of oft að börn sem þurfa stuðning fá hann ekki, ekki strax, ekki nægilega og ekki í sínu eigin umhverfi. Í stað þess er beðið mánuðum og jafnvel árum saman eftir greiningum. Og þegar greining loksins liggur fyrir blasir oft við algjört úrræðaleysi. Þetta er ekki barnvænt kerfi Börn eiga að fá þá aðstoð sem þau þurfa í sínu daglega umhverfi, þar sem þau læra, leika sér og eiga samskipti. Þau eiga ekki að þurfa að bíða endalaust eftir því að „passa inn í kerfið“ áður en þau fá stuðning. Þegar grunur vaknar um að eitthvað sé að hrjá barn, þá þarf að bregðast við strax. Snemmtæk íhlutun er mikið notað hugtak, en of sjaldan raunveruleg framkvæmd. Hún snýst um að takast á við vandann í upphafi, áður en hann vex og verður erfiðari viðureignar. Hún snýst um að koma í veg fyrir að eldur kvikni, í stað þess að vera stöðugt að reyna að slökkva hann. Til þess þarf fjölbreyttara fagfólk inn í skólana Það er fásinna að börn þurfi að fara út úr skólanum til að fá þjónustu iðjuþjálfa, talmeinafræðings, sálfræðings eða annarra sérfræðinga. Börn eru þá sett í aðstæður sem eru þeim framandi, læra þar eitthvað sem þau eiga síðan að yfirfæra yfir í sitt eigið umhverfi sem er alls ekki sjálfgefið að takist, sérstaklega þegar um börn er að ræða sem glíma við áskoranir. Þessir sérfræðingar þurfa að vera hluti af skólakerfinu, vinna þar sem barnið er statt og sjá barnið í raunverulegum aðstæðum þess: í kennslustundum, í frímínútum, í samskiptum við önnur börn og fullorðna. Þar liggur lykillinn að árangursríkri aðstoð. En það dugar ekki að setja sérfræðinga bara inn í skólana, það þarf líka að tryggja samvinnu. Iðjuþjálfar, talmeinafræðingar, sálfræðingar, kennarar og foreldrar þurfa að vinna saman að sameiginlegu markmiði með barnið. Stuðningur sem er sundurlaus, ósamræmdur og byggður á biðlistum þjónar engum. Við þurfum skólakerfi sem getur sinnt öllum börnum, bæði fötluðum og ófötluðum, innan sama ramma. Aðgreining á grundvelli úrræðaleysis er ekki lausn heldur er hún er merki um kerfi sem ræður ekki við fjölbreytileikann sem er eðlilegur hluti af mannlegu samfélagi. Fyrirbyggjandi aðgerðir eru lykillinn. Og þær verða ekki til af sjálfu sér. Þær verða til þegar við fjárfestum í fagfólki á borð við þá sem að ofan eru taldir til að starfa með kennurum í nærsamfélagi barnsins. Fólki sem getur greint þarfir snemma, stutt barnið þar sem það er statt og hjálpað því að ná tökum á áskorunum áður en þær verða yfirþyrmandi. Skólakerfið á ekki að vera staður þar sem vandamál safnast upp. Það á að vera staður þar sem þau eru leyst snemma, faglega og með velferð barnsins í forgangi. Með mína iðjuþjálfa- og jafnaðarmannasýn á samfélagið hef ég ákveðið að bjóða mig fram í 4. til 6. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar fyrir næstu borgarstjórnarkosningar í Reykjavík. Ég geri það í þeirri trú að við getum skapað samfélag þar sem allir fá raunveruleg tækifæri til þátttöku og að börnin okkar fái strax þá aðstoð sem þau þurfa en ekki eftir einhver ár. Allir þeir sem eru skráðir í Samfylkinguna og búa í Reykjavík geta kosið þann 24. janúar næstkomandi. Höfundur er iðjuþjálfi og þriggja barna móðir.
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun