Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Kjartan Kjartansson skrifar 5. janúar 2026 09:18 Yfirleitt reyna hönnuðir spjallmenna að setja hömlur á hvers kyns efni þau spýta út úr sér fyrir notendur en það virðist ekki tilfellið hjá Grok, spjallmenni Elon Musk og X. Vísir/Getty Frönsk yfirvöld ætla að rannsaka framleiðslu Grok, spjallmennis samfélagsmiðilsins X, á fölsuðum klámmyndum af konum. Hundruð kvenna og táningsstúlkna hafa tilkynnt um að spjallmennið hafi verið notað til þess að búa til kynferðislegar myndir af þeim. Þúsundir klámfenginna mynda sem Grok framleiðir hafa verið birtar á samfélagsmiðli Elons Musk, eins ríkasta manns heims, að undanförnu. Notendur miðilsins hafa tekið myndir af konum og stúlkum ófrjálsri hendi og beðið spjallmennið um að „afklæða“ þær. Þrír franskir ráðherrar hafa nú kært myndefnið til saksóknara og tilkynnt þær til eftirlitsstofnunar með stafrænu efni til að láta fjarlægja það, að sögn dagblaðsins Politico. Saksóknaraembættið segir að tilkynningunum hafi verið bætt við rannsókn sem er þegar í gangi á X vegna spjallmennisins. Sú rannsókn varðar meðal annars gyðingahatur og afneitun á helförinni sem Grok spúði. X svaraði ekki fyrirspurn Politco um klámefnið. Í færslu í nafni Grok á samfélagsmiðlinum var því haldið fram að klámmyndirnar af ólögráða einstaklingum væru „einangruð tilfelli“. Engu að síður væri unnið að því að koma í veg fyrir að spjallmennið yrði við óskum um að framleiða myndir af þessu tagi. Sektað af ESB Evrópusambandið sektaði X nýlega fyrir brot á tilskipun sinni um stafræna þjónustu, fyrst tæknifyrirtækja. Sektin var niðurstaða tveggja ára langrar rannsóknar á viðskiptaháttum X sem ESB sakaði um að vernda notendur sína ekki fyrir svikum og prettum. Musk hefur reynt að móta Grok í eigin ímynd og ítrekað kvartað undan því þegar spjallmennið svarar notendum á hátt sem stríðir gegn hans eigin hugmyndafræði. Tilraunir Musk til þess að gera Grok íhaldssamari hafa stundum endað með ósköpunum. Færslum þar sem forritið mærði Adolf Hitler og amaðist gegn gyðingum var eytt í fyrra. Þá hlutu færslur þar sem það dásamaði Musk sjálfan á yfirdrifinn hátt sömu örlög. Bandaríkin Vísindi Samfélagsmiðlar Tækni X (Twitter) Frakkland Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Evrópusambandið má ekki láta neinn bilbug á sér finna og ætti svara refsiaðgerðum Bandaríkjastjórnar af fullri hörku, að mati eins fyrrverandi embættismanna þess sem sætir aðgerðunum. Bandaríkjastjórn refsaði honum og þremur öðrum fyrir þátt þeirra í að setja reglur á samfélagsmiðla. 30. desember 2025 14:07 ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Eftirlitsstofnun Evrópusambandsins sektaði samfélagsmiðilinn X um 120 milljónir evra, jafnvirði tæpra átján milljarða króna, fyrir að brjóta lög um stafræna þjónustu. X er fyrsta fyrirtækið sem er sektað á grundvelli laganna en það er sakað um að vernda notendur sína ekki fyrir svikum og prettum. 5. desember 2025 12:15 Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Fleiri fréttir Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sjá meira
Þúsundir klámfenginna mynda sem Grok framleiðir hafa verið birtar á samfélagsmiðli Elons Musk, eins ríkasta manns heims, að undanförnu. Notendur miðilsins hafa tekið myndir af konum og stúlkum ófrjálsri hendi og beðið spjallmennið um að „afklæða“ þær. Þrír franskir ráðherrar hafa nú kært myndefnið til saksóknara og tilkynnt þær til eftirlitsstofnunar með stafrænu efni til að láta fjarlægja það, að sögn dagblaðsins Politico. Saksóknaraembættið segir að tilkynningunum hafi verið bætt við rannsókn sem er þegar í gangi á X vegna spjallmennisins. Sú rannsókn varðar meðal annars gyðingahatur og afneitun á helförinni sem Grok spúði. X svaraði ekki fyrirspurn Politco um klámefnið. Í færslu í nafni Grok á samfélagsmiðlinum var því haldið fram að klámmyndirnar af ólögráða einstaklingum væru „einangruð tilfelli“. Engu að síður væri unnið að því að koma í veg fyrir að spjallmennið yrði við óskum um að framleiða myndir af þessu tagi. Sektað af ESB Evrópusambandið sektaði X nýlega fyrir brot á tilskipun sinni um stafræna þjónustu, fyrst tæknifyrirtækja. Sektin var niðurstaða tveggja ára langrar rannsóknar á viðskiptaháttum X sem ESB sakaði um að vernda notendur sína ekki fyrir svikum og prettum. Musk hefur reynt að móta Grok í eigin ímynd og ítrekað kvartað undan því þegar spjallmennið svarar notendum á hátt sem stríðir gegn hans eigin hugmyndafræði. Tilraunir Musk til þess að gera Grok íhaldssamari hafa stundum endað með ósköpunum. Færslum þar sem forritið mærði Adolf Hitler og amaðist gegn gyðingum var eytt í fyrra. Þá hlutu færslur þar sem það dásamaði Musk sjálfan á yfirdrifinn hátt sömu örlög.
Bandaríkin Vísindi Samfélagsmiðlar Tækni X (Twitter) Frakkland Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Evrópusambandið má ekki láta neinn bilbug á sér finna og ætti svara refsiaðgerðum Bandaríkjastjórnar af fullri hörku, að mati eins fyrrverandi embættismanna þess sem sætir aðgerðunum. Bandaríkjastjórn refsaði honum og þremur öðrum fyrir þátt þeirra í að setja reglur á samfélagsmiðla. 30. desember 2025 14:07 ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Eftirlitsstofnun Evrópusambandsins sektaði samfélagsmiðilinn X um 120 milljónir evra, jafnvirði tæpra átján milljarða króna, fyrir að brjóta lög um stafræna þjónustu. X er fyrsta fyrirtækið sem er sektað á grundvelli laganna en það er sakað um að vernda notendur sína ekki fyrir svikum og prettum. 5. desember 2025 12:15 Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Fleiri fréttir Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sjá meira
Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Evrópusambandið má ekki láta neinn bilbug á sér finna og ætti svara refsiaðgerðum Bandaríkjastjórnar af fullri hörku, að mati eins fyrrverandi embættismanna þess sem sætir aðgerðunum. Bandaríkjastjórn refsaði honum og þremur öðrum fyrir þátt þeirra í að setja reglur á samfélagsmiðla. 30. desember 2025 14:07
ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Eftirlitsstofnun Evrópusambandsins sektaði samfélagsmiðilinn X um 120 milljónir evra, jafnvirði tæpra átján milljarða króna, fyrir að brjóta lög um stafræna þjónustu. X er fyrsta fyrirtækið sem er sektað á grundvelli laganna en það er sakað um að vernda notendur sína ekki fyrir svikum og prettum. 5. desember 2025 12:15