Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Kjartan Kjartansson skrifar 5. janúar 2026 09:18 Yfirleitt reyna hönnuðir spjallmenna að setja hömlur á hvers kyns efni þau spýta út úr sér fyrir notendur en það virðist ekki tilfellið hjá Grok, spjallmenni Elon Musk og X. Vísir/Getty Frönsk yfirvöld ætla að rannsaka framleiðslu Grok, spjallmennis samfélagsmiðilsins X, á fölsuðum klámmyndum af konum. Hundruð kvenna og táningsstúlkna hafa tilkynnt um að spjallmennið hafi verið notað til þess að búa til kynferðislegar myndir af þeim. Þúsundir klámfenginna mynda sem Grok framleiðir hafa verið birtar á samfélagsmiðli Elons Musk, eins ríkasta manns heims, að undanförnu. Notendur miðilsins hafa tekið myndir af konum og stúlkum ófrjálsri hendi og beðið spjallmennið um að „afklæða“ þær. Þrír franskir ráðherrar hafa nú kært myndefnið til saksóknara og tilkynnt þær til eftirlitsstofnunar með stafrænu efni til að láta fjarlægja það, að sögn dagblaðsins Politico. Saksóknaraembættið segir að tilkynningunum hafi verið bætt við rannsókn sem er þegar í gangi á X vegna spjallmennisins. Sú rannsókn varðar meðal annars gyðingahatur og afneitun á helförinni sem Grok spúði. X svaraði ekki fyrirspurn Politco um klámefnið. Í færslu í nafni Grok á samfélagsmiðlinum var því haldið fram að klámmyndirnar af ólögráða einstaklingum væru „einangruð tilfelli“. Engu að síður væri unnið að því að koma í veg fyrir að spjallmennið yrði við óskum um að framleiða myndir af þessu tagi. Sektað af ESB Evrópusambandið sektaði X nýlega fyrir brot á tilskipun sinni um stafræna þjónustu, fyrst tæknifyrirtækja. Sektin var niðurstaða tveggja ára langrar rannsóknar á viðskiptaháttum X sem ESB sakaði um að vernda notendur sína ekki fyrir svikum og prettum. Musk hefur reynt að móta Grok í eigin ímynd og ítrekað kvartað undan því þegar spjallmennið svarar notendum á hátt sem stríðir gegn hans eigin hugmyndafræði. Tilraunir Musk til þess að gera Grok íhaldssamari hafa stundum endað með ósköpunum. Færslum þar sem forritið mærði Adolf Hitler og amaðist gegn gyðingum var eytt í fyrra. Þá hlutu færslur þar sem það dásamaði Musk sjálfan á yfirdrifinn hátt sömu örlög. Bandaríkin Vísindi Samfélagsmiðlar Tækni X (Twitter) Frakkland Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Evrópusambandið má ekki láta neinn bilbug á sér finna og ætti svara refsiaðgerðum Bandaríkjastjórnar af fullri hörku, að mati eins fyrrverandi embættismanna þess sem sætir aðgerðunum. Bandaríkjastjórn refsaði honum og þremur öðrum fyrir þátt þeirra í að setja reglur á samfélagsmiðla. 30. desember 2025 14:07 ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Eftirlitsstofnun Evrópusambandsins sektaði samfélagsmiðilinn X um 120 milljónir evra, jafnvirði tæpra átján milljarða króna, fyrir að brjóta lög um stafræna þjónustu. X er fyrsta fyrirtækið sem er sektað á grundvelli laganna en það er sakað um að vernda notendur sína ekki fyrir svikum og prettum. 5. desember 2025 12:15 Mest lesið „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Erlent Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi Innlent „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Fækkar ráðlögðum bóluefnum Erlent Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum Innlent „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ Erlent Fleiri fréttir „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Rúmlega þrjátíu Kúbverjar sagðir hafa fallið í Venesúela Búið að bera kennsl á alla sem létust í brunanum Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd „Nú er nóg komið“ „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Stjórn Maduro situr sem fastast „En við þurfum samt Grænland“ Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar „BRÁÐUM“ Mögulegt að íhlutun Bandaríkjamanna leiði til borgarastyrjaldar Utanríkisnefnd fundar vegna árásanna í Venesúela Hafa borið kennsl á sextán til viðbótar Segjast bæði hafa tekið við völdum Leiddur frá borði hlekkjaður og með bundið fyrir augu Pylsuhundur tók að sér fimm gríslinga Sjá meira
Þúsundir klámfenginna mynda sem Grok framleiðir hafa verið birtar á samfélagsmiðli Elons Musk, eins ríkasta manns heims, að undanförnu. Notendur miðilsins hafa tekið myndir af konum og stúlkum ófrjálsri hendi og beðið spjallmennið um að „afklæða“ þær. Þrír franskir ráðherrar hafa nú kært myndefnið til saksóknara og tilkynnt þær til eftirlitsstofnunar með stafrænu efni til að láta fjarlægja það, að sögn dagblaðsins Politico. Saksóknaraembættið segir að tilkynningunum hafi verið bætt við rannsókn sem er þegar í gangi á X vegna spjallmennisins. Sú rannsókn varðar meðal annars gyðingahatur og afneitun á helförinni sem Grok spúði. X svaraði ekki fyrirspurn Politco um klámefnið. Í færslu í nafni Grok á samfélagsmiðlinum var því haldið fram að klámmyndirnar af ólögráða einstaklingum væru „einangruð tilfelli“. Engu að síður væri unnið að því að koma í veg fyrir að spjallmennið yrði við óskum um að framleiða myndir af þessu tagi. Sektað af ESB Evrópusambandið sektaði X nýlega fyrir brot á tilskipun sinni um stafræna þjónustu, fyrst tæknifyrirtækja. Sektin var niðurstaða tveggja ára langrar rannsóknar á viðskiptaháttum X sem ESB sakaði um að vernda notendur sína ekki fyrir svikum og prettum. Musk hefur reynt að móta Grok í eigin ímynd og ítrekað kvartað undan því þegar spjallmennið svarar notendum á hátt sem stríðir gegn hans eigin hugmyndafræði. Tilraunir Musk til þess að gera Grok íhaldssamari hafa stundum endað með ósköpunum. Færslum þar sem forritið mærði Adolf Hitler og amaðist gegn gyðingum var eytt í fyrra. Þá hlutu færslur þar sem það dásamaði Musk sjálfan á yfirdrifinn hátt sömu örlög.
Bandaríkin Vísindi Samfélagsmiðlar Tækni X (Twitter) Frakkland Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Evrópusambandið má ekki láta neinn bilbug á sér finna og ætti svara refsiaðgerðum Bandaríkjastjórnar af fullri hörku, að mati eins fyrrverandi embættismanna þess sem sætir aðgerðunum. Bandaríkjastjórn refsaði honum og þremur öðrum fyrir þátt þeirra í að setja reglur á samfélagsmiðla. 30. desember 2025 14:07 ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Eftirlitsstofnun Evrópusambandsins sektaði samfélagsmiðilinn X um 120 milljónir evra, jafnvirði tæpra átján milljarða króna, fyrir að brjóta lög um stafræna þjónustu. X er fyrsta fyrirtækið sem er sektað á grundvelli laganna en það er sakað um að vernda notendur sína ekki fyrir svikum og prettum. 5. desember 2025 12:15 Mest lesið „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Erlent Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi Innlent „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Fækkar ráðlögðum bóluefnum Erlent Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum Innlent „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ Erlent Fleiri fréttir „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Rúmlega þrjátíu Kúbverjar sagðir hafa fallið í Venesúela Búið að bera kennsl á alla sem létust í brunanum Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd „Nú er nóg komið“ „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Stjórn Maduro situr sem fastast „En við þurfum samt Grænland“ Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar „BRÁÐUM“ Mögulegt að íhlutun Bandaríkjamanna leiði til borgarastyrjaldar Utanríkisnefnd fundar vegna árásanna í Venesúela Hafa borið kennsl á sextán til viðbótar Segjast bæði hafa tekið við völdum Leiddur frá borði hlekkjaður og með bundið fyrir augu Pylsuhundur tók að sér fimm gríslinga Sjá meira
Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Evrópusambandið má ekki láta neinn bilbug á sér finna og ætti svara refsiaðgerðum Bandaríkjastjórnar af fullri hörku, að mati eins fyrrverandi embættismanna þess sem sætir aðgerðunum. Bandaríkjastjórn refsaði honum og þremur öðrum fyrir þátt þeirra í að setja reglur á samfélagsmiðla. 30. desember 2025 14:07
ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Eftirlitsstofnun Evrópusambandsins sektaði samfélagsmiðilinn X um 120 milljónir evra, jafnvirði tæpra átján milljarða króna, fyrir að brjóta lög um stafræna þjónustu. X er fyrsta fyrirtækið sem er sektað á grundvelli laganna en það er sakað um að vernda notendur sína ekki fyrir svikum og prettum. 5. desember 2025 12:15
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð