Af hverju opinbert heilbrigðiskerfi? Jón Magnús Kristjánsson skrifar 4. janúar 2026 08:02 Hvers vegna höfum við, líkt og frændþjóðir okkar á Norðurlöndum, valið að reka ríkisrekið heilbrigðiskerfi sem á að ná til allra? Svarið liggur ekki í flóknum hagfræðilegum reiknilíkönum, heldur í djúpstæðri samfélagslegri sannfæringu um jafnrétti, frelsi og yfirgnæfandi mikilvægi félagslegs trausts. Heilsa sem forsenda raunverulegs frelsis Oft er talað um frelsi sem réttinn til að velja og kaupa án afskipta ríkisins. En norræna heilbrigðiskerfið hvílir á annarri og djúpstæðari tegund frelsis: Frelsinu frá ótta og frelsinu til tækifæra. Grundvallarhugmyndin er sú að enginn eigi að þurfa að óttast fjárhagslegt hrun samhliða alvarlegum veikindum. Með því að tryggja öllum aðgang að sömu þjónustu, óháð efnahag, jöfnum við tækifæri einstaklinga samfélaginu og einstaklingnum til heilla. Markmiðið er að öll börn fái sem jöfnust tækifæri til náms óháð hugsanlegum veikindum og að veikindi leiði ekki til fjárhagslegra hörmunga á fullorðinsárum. Í þessu felst raunverulegt frelsi; frelsið til að eltast við drauma sína, mennta sig og starfa, vitandi að samfélagið myndar öryggisnet sem bregst ekki þrátt fyrir veikindi. Heilbrigðiskerfi er þannig ekki bara útgjaldaliður, heldur fjárfesting í mannauði og félagslegum stöðugleika. Algildisstefnan: Sama biðstofa fyrir alla Eitt dýrmætasta hugtak norræna módelsins er algildisstefnan (e. universalism). Hún felur í sér að rétturinn til heilbrigðisþjónustu sé almennur og byggi á borgaralegum réttindum og mannréttindum, en ekki á vinnuframlagi eða greiðslu iðgjalda. Þetta er siðferðileg yfirlýsing gegn stéttaskiptingu. Hugmyndafræðin hafnar því að til séu „fátæktarkerfi“ fyrir þá tekjulágu og „gæðakerfi“ fyrir þá efnuðu. Reynslan frá öðrum löndum sýnir að ef þeir sem hafa mest völd og peninga yfirgefa opinbera kerfið og kaupa sér leið fram fyrir í einkakerfum, þá rýrnar pólitískur vilji til að viðhalda gæðum hins opinbera. Þegar þeir sem hafa hæstu raddirnar nota sama kerfi og aðrir, tryggja þeir að kerfið njóti áframhaldandi stuðnings og metnaðar, að kerfið virki fyrir okkur öll. Traust sem dýrmætasta auðlindin Norræn samfélög einkennast af meira félagslegu trausti en flest önnur samfélög í heiminum. Þetta traust er forsenda þess að við sættum okkur við hátt skatthlutfall og mikla samneyslu. Við treystum því að ríkið fari vel með fjármuni okkar og við treystum því að náunginn fái þá hjálp sem hann þarf. Heilbrigðiskerfið er ein mikilvægasta birtingarmynd þessa trausts. Við greiðum í sameiginlega sjóði þegar við erum heilbrigð, vitandi að við erum að styðja þá sem eru sjúkir í dag. Við gerum það í fullvissu um að þegar röðin kemur að okkur, mun samfélagið sýna okkur sömu samstöðu. Ef við byrjum að grafa undan þessu með því að hleypa þeim sem geta borgað fram fyrir röðina, rofnar þessi dýrmæti samfélagssáttmáli. Um leið og fólk hættir að treysta því að kerfið sé réttlátt, hættir það að vilja fjármagna það. Samhjálp fremur en viðskipti Við verðum að þora að segja það upphátt: Heilsa er ekki markaðsvara. Á frjálsum markaði ræður kaupmáttur, en í heilbrigðiskerfinu á þörfin að ráða för. Siðferðilegur grundvöllur okkar byggir á því að það sé óviðeigandi að hagnast á neyð eða veikindum samferðafólks okkar. Áhættunni er dreift á alla þjóðina í stað þess að hver og einn kaupi tryggingu sem miðast við hans eigin sjúkrasögu eða aldur. Þótt gagnrýnendur telji ríkisrekstur stundum svifaseinan, sýnir tölfræðin að norræna módelið er hagkvæmt og árangur þess góður. Íslenska sérstaðan og áskoranir framtíðarinnar Á Íslandi hefur þessi norræna hugmyndafræði jafnaðar á stundum mætt ákveðinni mótspyrnu frá sterkri einstaklingshyggju. Við glímum við þá þversögn að vilja frelsi til að velja okkur þjónustu, en krefjumst þess um leið að ríkið beri allan kostnað. Deilan um einkarekstur á Íslandi snýst í raun ekki um rekstrarformið sjálft, heldur hvort einkarekstur ákveðinna hluta kerfisins grafi undan algildisstefnunni og traustinu. Getum við nýtt einkaframtakið til að stytta biðlista án þess að búa til tvöfalt kerfi? Það er stóra spurningin sem við verðum að svara á forsendum gildanna okkar fremur en á grundvelli viðskipta og hagkvæmni eingöngu. Á næstu árum þegar kostnaður vegna heilbrigðiskerfisins mun aukast vegna öldrunar þjóðarinnar og sífellt dýrari tækja og lyfja verðum við að hafa grundvallargildi kerfisins ofarlega í huga við forgangsröðun og ákvarðanir. Við verðum að standa vörð um að kerfið þjóni öllum jafnt og að ekki verði til tvöfalt heilbrigðiskerfi. Ef við glötum jöfnuðinum og traustinu, glötum við því sem gerir okkur að einni farsælustu þjóð heims. Verjum því grundvöllinn: Heilbrigðiskerfi sem byggir á þörf en ekki auði, og samfélag þar sem heilsa er sameiginleg fjárfesting en ekki markaðsvara. Höfundur er læknir og aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Magnús Kristjánsson Heilbrigðismál Mest lesið Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Strandlengjan er útivistarsvæði fólksins – ekki hraðbraut Vilborg Halldórsdóttir Skoðun Það hefði mátt hlusta á FÍB Runólfur Ólafsson Skoðun Til verði evrópskt heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skamm, skamm Davíð Bergmann Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir Skoðun Snjór í Ártúnsbrekku Stefán Pálsson Skoðun Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason Skoðun Bók ársins Kjartan Valgarðsson Skoðun Öryggi Íslands á ólgutímum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Snjór í Ártúnsbrekku Stefán Pálsson skrifar Skoðun Bók ársins Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Það hefði mátt hlusta á FÍB Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Aðgengi fatlaðs fólks að vinnumarkaði er ekki góðgerð, það er jöfnuður Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Skamm, skamm Davíð Bergmann skrifar Skoðun Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason skrifar Skoðun Réttarkerfið sem vinnur gegn börnum Theodóra Líf Aradóttir skrifar Skoðun Fíkn er ekki skömm – hún er sjúkdómur Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Til verði evrópskt heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ert þú ekki bara pólitíkus? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Öryggi Íslands á ólgutímum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Æskan er okkar fjársjóður Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Strandlengjan er útivistarsvæði fólksins – ekki hraðbraut Vilborg Halldórsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarstefnan og markaðsbrestur á húsnæðismarkaði, þéttingarstefnan, velferð og fagurfræði Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Af hverju opinbert heilbrigðiskerfi? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Umræðan um bólusetningar barna á algjörum villigötum Júlíus Valsson skrifar Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson skrifar Skoðun RÚV, aðgerðasinnar og íslenskan okkar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvað er karlmennska? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Opið bréf til allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis - Þögn löggjafans Arnar Sigurðsson,Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind í vinnugallann og fleiri spádómar fyrir 2026 Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Krónan er einmitt ekki vandamálið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Áramótaheit þjóðarinnar: Tryggjum gæðamenntun! Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Sjá meira
Hvers vegna höfum við, líkt og frændþjóðir okkar á Norðurlöndum, valið að reka ríkisrekið heilbrigðiskerfi sem á að ná til allra? Svarið liggur ekki í flóknum hagfræðilegum reiknilíkönum, heldur í djúpstæðri samfélagslegri sannfæringu um jafnrétti, frelsi og yfirgnæfandi mikilvægi félagslegs trausts. Heilsa sem forsenda raunverulegs frelsis Oft er talað um frelsi sem réttinn til að velja og kaupa án afskipta ríkisins. En norræna heilbrigðiskerfið hvílir á annarri og djúpstæðari tegund frelsis: Frelsinu frá ótta og frelsinu til tækifæra. Grundvallarhugmyndin er sú að enginn eigi að þurfa að óttast fjárhagslegt hrun samhliða alvarlegum veikindum. Með því að tryggja öllum aðgang að sömu þjónustu, óháð efnahag, jöfnum við tækifæri einstaklinga samfélaginu og einstaklingnum til heilla. Markmiðið er að öll börn fái sem jöfnust tækifæri til náms óháð hugsanlegum veikindum og að veikindi leiði ekki til fjárhagslegra hörmunga á fullorðinsárum. Í þessu felst raunverulegt frelsi; frelsið til að eltast við drauma sína, mennta sig og starfa, vitandi að samfélagið myndar öryggisnet sem bregst ekki þrátt fyrir veikindi. Heilbrigðiskerfi er þannig ekki bara útgjaldaliður, heldur fjárfesting í mannauði og félagslegum stöðugleika. Algildisstefnan: Sama biðstofa fyrir alla Eitt dýrmætasta hugtak norræna módelsins er algildisstefnan (e. universalism). Hún felur í sér að rétturinn til heilbrigðisþjónustu sé almennur og byggi á borgaralegum réttindum og mannréttindum, en ekki á vinnuframlagi eða greiðslu iðgjalda. Þetta er siðferðileg yfirlýsing gegn stéttaskiptingu. Hugmyndafræðin hafnar því að til séu „fátæktarkerfi“ fyrir þá tekjulágu og „gæðakerfi“ fyrir þá efnuðu. Reynslan frá öðrum löndum sýnir að ef þeir sem hafa mest völd og peninga yfirgefa opinbera kerfið og kaupa sér leið fram fyrir í einkakerfum, þá rýrnar pólitískur vilji til að viðhalda gæðum hins opinbera. Þegar þeir sem hafa hæstu raddirnar nota sama kerfi og aðrir, tryggja þeir að kerfið njóti áframhaldandi stuðnings og metnaðar, að kerfið virki fyrir okkur öll. Traust sem dýrmætasta auðlindin Norræn samfélög einkennast af meira félagslegu trausti en flest önnur samfélög í heiminum. Þetta traust er forsenda þess að við sættum okkur við hátt skatthlutfall og mikla samneyslu. Við treystum því að ríkið fari vel með fjármuni okkar og við treystum því að náunginn fái þá hjálp sem hann þarf. Heilbrigðiskerfið er ein mikilvægasta birtingarmynd þessa trausts. Við greiðum í sameiginlega sjóði þegar við erum heilbrigð, vitandi að við erum að styðja þá sem eru sjúkir í dag. Við gerum það í fullvissu um að þegar röðin kemur að okkur, mun samfélagið sýna okkur sömu samstöðu. Ef við byrjum að grafa undan þessu með því að hleypa þeim sem geta borgað fram fyrir röðina, rofnar þessi dýrmæti samfélagssáttmáli. Um leið og fólk hættir að treysta því að kerfið sé réttlátt, hættir það að vilja fjármagna það. Samhjálp fremur en viðskipti Við verðum að þora að segja það upphátt: Heilsa er ekki markaðsvara. Á frjálsum markaði ræður kaupmáttur, en í heilbrigðiskerfinu á þörfin að ráða för. Siðferðilegur grundvöllur okkar byggir á því að það sé óviðeigandi að hagnast á neyð eða veikindum samferðafólks okkar. Áhættunni er dreift á alla þjóðina í stað þess að hver og einn kaupi tryggingu sem miðast við hans eigin sjúkrasögu eða aldur. Þótt gagnrýnendur telji ríkisrekstur stundum svifaseinan, sýnir tölfræðin að norræna módelið er hagkvæmt og árangur þess góður. Íslenska sérstaðan og áskoranir framtíðarinnar Á Íslandi hefur þessi norræna hugmyndafræði jafnaðar á stundum mætt ákveðinni mótspyrnu frá sterkri einstaklingshyggju. Við glímum við þá þversögn að vilja frelsi til að velja okkur þjónustu, en krefjumst þess um leið að ríkið beri allan kostnað. Deilan um einkarekstur á Íslandi snýst í raun ekki um rekstrarformið sjálft, heldur hvort einkarekstur ákveðinna hluta kerfisins grafi undan algildisstefnunni og traustinu. Getum við nýtt einkaframtakið til að stytta biðlista án þess að búa til tvöfalt kerfi? Það er stóra spurningin sem við verðum að svara á forsendum gildanna okkar fremur en á grundvelli viðskipta og hagkvæmni eingöngu. Á næstu árum þegar kostnaður vegna heilbrigðiskerfisins mun aukast vegna öldrunar þjóðarinnar og sífellt dýrari tækja og lyfja verðum við að hafa grundvallargildi kerfisins ofarlega í huga við forgangsröðun og ákvarðanir. Við verðum að standa vörð um að kerfið þjóni öllum jafnt og að ekki verði til tvöfalt heilbrigðiskerfi. Ef við glötum jöfnuðinum og traustinu, glötum við því sem gerir okkur að einni farsælustu þjóð heims. Verjum því grundvöllinn: Heilbrigðiskerfi sem byggir á þörf en ekki auði, og samfélag þar sem heilsa er sameiginleg fjárfesting en ekki markaðsvara. Höfundur er læknir og aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra.
Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason Skoðun
Skoðun Aðgengi fatlaðs fólks að vinnumarkaði er ekki góðgerð, það er jöfnuður Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason skrifar
Skoðun Jafnaðarstefnan og markaðsbrestur á húsnæðismarkaði, þéttingarstefnan, velferð og fagurfræði Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis - Þögn löggjafans Arnar Sigurðsson,Elías Blöndal Guðjónsson skrifar
Skoðun Gervigreind í vinnugallann og fleiri spádómar fyrir 2026 Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason Skoðun