Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar 22. desember 2025 07:16 Fyrir marga eru jólin tími gleði, samveru og eftirvæntingar. Heimili fyllast af ilmi af jólabakstri, ljósum og tónlist við undirbúning jólanna. En fyrir fólk sem er með gigtarsjúkdóma geta jólin líka verið krefjandi tími – bæði líkamlega og andlega. Gigt er ekki einn sjúkdómur heldur yfir 100 mismunandi sjúkdómar sem geta haft áhrif á liðamót, vöðva, sinar og bandvef, og í sumum tilvikum einnig innri líffæri. Einkenni eins og verkir, stirðleiki, bólgur, lamandi þreyta og orkuleysi gera það að verkum að það sem öðrum finnst sjálfsagt getur orðið erfitt eða jafnvel ómögulegt. Aukin álagstími Jólin fela oft í sér aukið álag. Það þarf að þrífa, baka, kaupa gjafir, elda og mæta í heimsóknir eða boð. Fyrir fólk með gigt getur þetta valdið því að einkenni versna. Kuldinn á veturna getur aukið verki og stirðleika, og streita – jafnvel jákvæð streita – hefur áhrif á líkamann. Margir með gigt upplifa samviskubit yfir því að geta ekki „tekið fullan þátt“. Þeir þurfa kannski að hvíla sig þegar aðrir eru á fullu, eða sleppa viðburðum sem skipta þá miklu máli. Þessi ósýnilegi þáttur sjúkdómsins, þar sem fólk lítur oft út fyrir að vera „í lagi“, getur verið sérstaklega erfiður á tímum þar sem væntingar eru miklar. Að leyfa jólunum að vera öðruvísi Það er mikilvægt að muna að jólin þurfa ekki að vera fullkomin til að vera góð. Fyrir fólk með gigt getur skipt sköpum að forgangsraða, dreifa verkefnum, fá hjálp og leyfa sér að segja nei. Að einfalda jólin er ekki merki um uppgjöf – heldur um styrk sem fellst í því að hlusta á eigin líkama og þarfir. Smá breytingar geta haft mikil áhrif: að kaupa hluta af jólabakkelsinu tilbúið, stytta heimsóknir, taka pásur og hvíla sig án samviskubits. Samkennd skiptir máli Fyrir aðstandendur og samfélagið allt skiptir miklu máli að sýna skilning. Spurningin „hvað get ég gert til að hjálpa?“ getur verið dýrmæt. Það getur falist í því að bjóða fram aðstoð, sýna sveigjanleika eða einfaldlega skilja þegar einhver þarf að hægja á sér. Jólin snúast ekki um hversu margir sortir eru á kökuborðinu eða hversu glansandi heimilið er. Þau snúast um tengsl, hlýju og að líða sem best – hver á sinn hátt. Fyrir fólk með gigt eru jólin kannski ekki sársaukalaus, en með skilningi, aðlögun og umhyggju geta þau samt verið innihaldsrík, hlý og ánægjuleg. Það er það sem skiptir mestu máli. Höfundur er formaður Gigtarfélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Eldri borgarar Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir marga eru jólin tími gleði, samveru og eftirvæntingar. Heimili fyllast af ilmi af jólabakstri, ljósum og tónlist við undirbúning jólanna. En fyrir fólk sem er með gigtarsjúkdóma geta jólin líka verið krefjandi tími – bæði líkamlega og andlega. Gigt er ekki einn sjúkdómur heldur yfir 100 mismunandi sjúkdómar sem geta haft áhrif á liðamót, vöðva, sinar og bandvef, og í sumum tilvikum einnig innri líffæri. Einkenni eins og verkir, stirðleiki, bólgur, lamandi þreyta og orkuleysi gera það að verkum að það sem öðrum finnst sjálfsagt getur orðið erfitt eða jafnvel ómögulegt. Aukin álagstími Jólin fela oft í sér aukið álag. Það þarf að þrífa, baka, kaupa gjafir, elda og mæta í heimsóknir eða boð. Fyrir fólk með gigt getur þetta valdið því að einkenni versna. Kuldinn á veturna getur aukið verki og stirðleika, og streita – jafnvel jákvæð streita – hefur áhrif á líkamann. Margir með gigt upplifa samviskubit yfir því að geta ekki „tekið fullan þátt“. Þeir þurfa kannski að hvíla sig þegar aðrir eru á fullu, eða sleppa viðburðum sem skipta þá miklu máli. Þessi ósýnilegi þáttur sjúkdómsins, þar sem fólk lítur oft út fyrir að vera „í lagi“, getur verið sérstaklega erfiður á tímum þar sem væntingar eru miklar. Að leyfa jólunum að vera öðruvísi Það er mikilvægt að muna að jólin þurfa ekki að vera fullkomin til að vera góð. Fyrir fólk með gigt getur skipt sköpum að forgangsraða, dreifa verkefnum, fá hjálp og leyfa sér að segja nei. Að einfalda jólin er ekki merki um uppgjöf – heldur um styrk sem fellst í því að hlusta á eigin líkama og þarfir. Smá breytingar geta haft mikil áhrif: að kaupa hluta af jólabakkelsinu tilbúið, stytta heimsóknir, taka pásur og hvíla sig án samviskubits. Samkennd skiptir máli Fyrir aðstandendur og samfélagið allt skiptir miklu máli að sýna skilning. Spurningin „hvað get ég gert til að hjálpa?“ getur verið dýrmæt. Það getur falist í því að bjóða fram aðstoð, sýna sveigjanleika eða einfaldlega skilja þegar einhver þarf að hægja á sér. Jólin snúast ekki um hversu margir sortir eru á kökuborðinu eða hversu glansandi heimilið er. Þau snúast um tengsl, hlýju og að líða sem best – hver á sinn hátt. Fyrir fólk með gigt eru jólin kannski ekki sársaukalaus, en með skilningi, aðlögun og umhyggju geta þau samt verið innihaldsrík, hlý og ánægjuleg. Það er það sem skiptir mestu máli. Höfundur er formaður Gigtarfélags Íslands.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun