Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar 17. desember 2025 09:00 Þorsteinn Þorkelsson hjá Landsbjörgu og Ingvar Örn Ingvarsson hjá Rauða krossi Íslands skrifuðu nýverið sameiginlega grein í Morgunblaðið í nafni Íslandsspila. Í stað þess að fjalla um ábyrgð sína á þeim spilakössum sem Íslandsspil eiga og reka, beina þeir athyglinni að einum fyrrverandi ráðherra málaflokks fjárhættuspila. Skrif þeirra eru augljóslega tilraun til að afvegaleiða umræðuna. Í stað þess að horfast í augu við eigin þátt í innleiðingu og útbreiðslu spilakassa og þeim samfélagslega skaða sem þeir valda, ráðast þeir á þann ráðherra sem einn hefur haft kjark til að andæfa þeim og reynt að vernda þá sem verst standa og geta ekki borið hönd fyrir höfuð sér – gegn þessum sömu mannúðarsamtökum sem lýsa sér svo. Umræddur ráðherra, Ögmundur Jónasson, hefur svarað fyrir sig eins og við var að búast og skýrt frá samskiptum sínum við rekstraraðila spilakassa og tilraunum til þess að koma skikk á þennan rekstur. Sjá grein sem birtist í Morgunblaðið þann 28.11 á vef Ögmundar Íslandsspilum svarað Tvímenningarnir láta ósagt að hvergi í lögum um spilakassa Íslandsspila er þeim gert skylt að halda þessum rekstri áfram. Hann er ekki lagaskylda, heldur val - og það er val sem þeir bera sjálfir ábyrgð á. Grein þeirra afhjúpar þannig ákvæðna kaldhæðni. Svokölluð mannúðarsamtök sem njóta góðs af kerfisbundnu arðráni á viðkvæmum hópi – spilafíklum – geta nefnilega seint talist mannúðarsamtök. Á skrifstofum Rauða krossins og Landsbjargar virðist vera litið svo á að velferð fólks, brotnar fjölskyldur, atvinnumissir, andlegt og líkamlegt þrot og jafnvel sjálfsvíg séu ásættanlegur fórnarkostnaður svo lengi sem spilakassarnir eru opnir og skila tekjum. Það stenst aftur á móti enga siðferðilega skoðun að mannúðarsamtök verndi tekjulind sína af meiri hörku en þau huga að fólki í neyð; með gjörðum sínum segja þau meira en nokkur blaðaskrif geta falið. Það er einfaldlega ekki hægt að predika mannúð og björgun þegar peningastreymið sprettur af fíkn og örvæntingu. Það sem höfundarnir skauta jafnframt algjörlega fram hjá er vilji almennings. Samkvæmt könnunum Samtaka áhugafólks um spilafíkn vilja 86% þjóðarinnar að spilakössum verði lokað til frambúðar og rúmlega 70% landsmanna eru neikvæð gagnvart því að Rauði krossinn og Landsbjörg fjármagni starfsemi sína með spilakössum. Afstaða meirihluta þjóðarinnar er því afgerandi Viðhorf til spilakassa á Íslandi. Þegar fulltrúar þessara svokölluðu almannaheillasamtaka líta framhjá svo einarðri niðurstöðu er ekki lengur hægt að ímynda sér að um vanþekkingu sé að ræða. Hér er greinilega á ferðinni djúpstæð afneitun lítils hóps innanbúðarmanna gagnvart óþægilegum sannleika sem aðrir sjá en þeir ekki. Í þessu máli snýst umræðan ekki um flokkspólitík eða persónur, þvert á það sem Þorsteinn og Ingvar gefa í skyn. Hún snýst um þá grundvallarspurningu hvort ásættanlegt sé að fjármagna málefni og verkefni í almannaþágu með svo skaðlegum hætti að lífi einstaklinga og fjölskyldna er beinlínis rústað. Svarið við þeirri spurningu liggur í augum uppi í samfélagi sem vill kenna sig við mannúð – almenningur vill loka spilakössunum – en hjá samtökum sem auglýsa sig undir slíkum formerkjum er engin svör að fá. Ef Rauði krossinn og Landsbjörg vilja standa undir nafni, þurfa þessi samtök að horfast í augu við staðreyndir og axla ábyrgð. Það gera þau ekki með því að afvegaleiða umræðuna, heldur með því að stuðla að raunverulegum breytingum. Samtök áhugafólks um spilafíkn skora á Þorstein Þorkelsson og Ingvar Örn Ingvarsson að setja fram skýra og opinbera greinargerð þar sem útskýrt er hvernig rekstur spilakassa samræmist gildum þeirra samtaka sem þeir tala fyrir, með hvaða hætti þeir réttlæta þann samfélagslega kostnað sem honum fylgir og hvers vegna Rauði krossinn á Íslandi og Landsbjörg velja að fjármagna starfsemi sína með þessum hætti. Höfundur er formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alma Hafsteinsdóttir Fjárhættuspil Fíkn Mest lesið Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Sjá meira
Þorsteinn Þorkelsson hjá Landsbjörgu og Ingvar Örn Ingvarsson hjá Rauða krossi Íslands skrifuðu nýverið sameiginlega grein í Morgunblaðið í nafni Íslandsspila. Í stað þess að fjalla um ábyrgð sína á þeim spilakössum sem Íslandsspil eiga og reka, beina þeir athyglinni að einum fyrrverandi ráðherra málaflokks fjárhættuspila. Skrif þeirra eru augljóslega tilraun til að afvegaleiða umræðuna. Í stað þess að horfast í augu við eigin þátt í innleiðingu og útbreiðslu spilakassa og þeim samfélagslega skaða sem þeir valda, ráðast þeir á þann ráðherra sem einn hefur haft kjark til að andæfa þeim og reynt að vernda þá sem verst standa og geta ekki borið hönd fyrir höfuð sér – gegn þessum sömu mannúðarsamtökum sem lýsa sér svo. Umræddur ráðherra, Ögmundur Jónasson, hefur svarað fyrir sig eins og við var að búast og skýrt frá samskiptum sínum við rekstraraðila spilakassa og tilraunum til þess að koma skikk á þennan rekstur. Sjá grein sem birtist í Morgunblaðið þann 28.11 á vef Ögmundar Íslandsspilum svarað Tvímenningarnir láta ósagt að hvergi í lögum um spilakassa Íslandsspila er þeim gert skylt að halda þessum rekstri áfram. Hann er ekki lagaskylda, heldur val - og það er val sem þeir bera sjálfir ábyrgð á. Grein þeirra afhjúpar þannig ákvæðna kaldhæðni. Svokölluð mannúðarsamtök sem njóta góðs af kerfisbundnu arðráni á viðkvæmum hópi – spilafíklum – geta nefnilega seint talist mannúðarsamtök. Á skrifstofum Rauða krossins og Landsbjargar virðist vera litið svo á að velferð fólks, brotnar fjölskyldur, atvinnumissir, andlegt og líkamlegt þrot og jafnvel sjálfsvíg séu ásættanlegur fórnarkostnaður svo lengi sem spilakassarnir eru opnir og skila tekjum. Það stenst aftur á móti enga siðferðilega skoðun að mannúðarsamtök verndi tekjulind sína af meiri hörku en þau huga að fólki í neyð; með gjörðum sínum segja þau meira en nokkur blaðaskrif geta falið. Það er einfaldlega ekki hægt að predika mannúð og björgun þegar peningastreymið sprettur af fíkn og örvæntingu. Það sem höfundarnir skauta jafnframt algjörlega fram hjá er vilji almennings. Samkvæmt könnunum Samtaka áhugafólks um spilafíkn vilja 86% þjóðarinnar að spilakössum verði lokað til frambúðar og rúmlega 70% landsmanna eru neikvæð gagnvart því að Rauði krossinn og Landsbjörg fjármagni starfsemi sína með spilakössum. Afstaða meirihluta þjóðarinnar er því afgerandi Viðhorf til spilakassa á Íslandi. Þegar fulltrúar þessara svokölluðu almannaheillasamtaka líta framhjá svo einarðri niðurstöðu er ekki lengur hægt að ímynda sér að um vanþekkingu sé að ræða. Hér er greinilega á ferðinni djúpstæð afneitun lítils hóps innanbúðarmanna gagnvart óþægilegum sannleika sem aðrir sjá en þeir ekki. Í þessu máli snýst umræðan ekki um flokkspólitík eða persónur, þvert á það sem Þorsteinn og Ingvar gefa í skyn. Hún snýst um þá grundvallarspurningu hvort ásættanlegt sé að fjármagna málefni og verkefni í almannaþágu með svo skaðlegum hætti að lífi einstaklinga og fjölskyldna er beinlínis rústað. Svarið við þeirri spurningu liggur í augum uppi í samfélagi sem vill kenna sig við mannúð – almenningur vill loka spilakössunum – en hjá samtökum sem auglýsa sig undir slíkum formerkjum er engin svör að fá. Ef Rauði krossinn og Landsbjörg vilja standa undir nafni, þurfa þessi samtök að horfast í augu við staðreyndir og axla ábyrgð. Það gera þau ekki með því að afvegaleiða umræðuna, heldur með því að stuðla að raunverulegum breytingum. Samtök áhugafólks um spilafíkn skora á Þorstein Þorkelsson og Ingvar Örn Ingvarsson að setja fram skýra og opinbera greinargerð þar sem útskýrt er hvernig rekstur spilakassa samræmist gildum þeirra samtaka sem þeir tala fyrir, með hvaða hætti þeir réttlæta þann samfélagslega kostnað sem honum fylgir og hvers vegna Rauði krossinn á Íslandi og Landsbjörg velja að fjármagna starfsemi sína með þessum hætti. Höfundur er formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn.
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar